Dagblaðið - 18.06.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 18.06.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1980 II Kjallarinn Enn eru aðeins 2% vegakerfisins með bundnu slitlagi. Afgangurinn, 98%, má heita ófær alit árið um kring, utan nokkra daga á sumrinu ef vel viðrar. Nú er nokkrum hundruð- um milljóna hent í drulludíkin, sem ganga undir því veglega nafni vegir hér á landi. Þegar þornar feykja vindar þessum aurum út í hafsauga, svo að kolsvartur mökkurinn liggur hringinn í kringum landið. En gefst ekki upp. Þegar blotar aftur með haustinu keyrum við nokkra milljarða í viðbót ofan í forina. Og á veturna ausum við nokkrum hundruðum milljóna í viðbót í snjó- mokstur. Þetta vonlausa puð endur- tekur sig ár eftir ár. Við erum seigir og þrjóskir, íslendingar þegar einhver dellan og meinlokan á í hlut. „Við höfum ekki efni á því að leggja varanlegt slitlag nema á nokkur hundruð metra spotta á ári,” segja stjórnmálamennirnir okkur. Þvætt- ingur, segi ég. Við höfum einmitt ekki efni á því að plægja nokkra milljarðatugi á ári hverju ofan í drulluna hringinn í kringum landið, án þess að sjá nokkurn tima nokkurn árangur þessa erfiðis. Fyrir svo utan það að margbúið er að sýna fram á að varanleg vegagerð borgar sig á fáum árum í sparnaði á eldsneyti o§ viðhaldi bifreiða. Fyrir tveimur árum gerðist eintx stjórnmálaflokkur landsins svo stóf-’ huta að leggja fram áætlun um að ljúka þessu viðviki á einum 10 árum að mig minnir. Maður skyldi halda að þetta vekti umræður, einkum þar sem stærsti stjórnmálaflokkur lands- ins átti í hlut, og oft sárlega öfund- aður af andstæðingum sínum vegna áhrifa sinna í fjölmiðlum Iandsins. En nei, það heyrist ekki múkk. Það virðist eiga að þegja þetta stærsta hagsmunamá! þjóðarinnar í hel svo að nokkur hundruð eða þúsundir manna geti haldið áfram að brölta i drullunni í endalausri atvinnubóta- Þorvardur Júlíusson „heljarstöltfei út í óvíssuna,” um íei’i og hann greiddi atStvæði með því. í skattamálum hefur þingið stigið hvert ógæfusporið af öðru á undan- förnum árum. Þannig eru fyrirtæki t.d. látin greiða söluskatt af tekjum sem þau aldrei hafa fengið. Mér er kunnugt um tilfelli, þar sem fyrirtæki átti inni hjá öðru um 2 milljónir króna, þegar það síðarnefnda varð gjaldþrota. Haft var samband við viðkomandi skattstjóra og honum greint frá því að sennilega væri þetta tapað fé og hann spurður hvort skylt væriaðteljaþaðfram fyrrenþað þá næðist inn. Hann kvað svo vera, en hann mundi taka tillit til þess við áiagningu. Auðvitað urðu eigend- urnir að greiða tekjuskatt af þessum tekjum sem þeir aldrei fengu. En ekki nóg með það. í grandaleysi fóru þeir i sumarfrí og voru fjarverandi í 3 vikur. Þegar þeir komu aftur var komið fógetans innsigli á fyrirtækið vegna vanskila á söluskatti á þessu tekjutapi sínu. Og nú varðist skatt- stjóri allra mála. lnnsiglið fékkst DRULLUNNI vinnu ár eftir ár'. Enn ber að sama brunni. Það er ekki fjárhagslegt getu- leysi þjóðarinnar sem stendur í vegi fyrir skynsamlegri vegagerð. Það er pólitískt viljaleysi. Það sýna líka framkvæmdir eins og Borgarfjarðar- brúin og Krafla að þegar einhver áhrifamaðurinn fær einhverja fram- k -æmd ,í heilann þá stendur enginn, fj.árskortur í vegi. Vilji er allt sem þarf. Vill nú ekki einhver óflokkspóli- tískur félagsskapur eins og F.f.B. gangast fyrir þjóðarvakningu í þessu efni? Það hefur að vísu mótmælt þeirri skömm að rikissjóður hefur gert orkukreppuna að stórfelldri tekjulind fyrir sig á sama tíma og framkvæmdagildi vegafjár minnkar ár frá ári. En þau mótmæli hafa fallið dauð og máttlaus. Við eigum að bindast samtökum um að kjósa ekki aðra menn á þing en þá sem treysta sér til að leggja varanlega vegi um landið. Það er mál, sem þessir herrar skilja. Ekki nýja sokka Vel á minnst, orkukreppa. Fyrir nokkru voru þingmenn að leggja á okkur nýjan skatt, — 1 1/2% aukn- ingu söluskatts — til orkujöfnunar, þ.e. greiðslu oliustyrks til þeirra sem kynda verða með olíu. Hér er á ferð- inni sama hugarfarið og í vegamálun- um. Ekki örlar á áætlun um að leysa olíuna af hólmi með innlendum orku- gjöfum og búum við þó í landi sem A „Við höfum ekki efni á því að plægja ^ nokkra milljarðatugi á ári hverju ofan í drulluna hringinn í kringum landið án þess að sjá nokkurn tíma nokkurn árangur þessa erfiðis.” ekki nýtir enn nema innan við 10% af nýtanlegri orku. Menn kjósa heldur að pissa í skóinn sinn en að fá sér nýja sokka. Sem sagt, ekki getuleysi heldur politiskt iljaleysí. Og ntér verður hugsað tii þcirra bænda sem enn njóta ekki rafmagns frá samveitu heldur verða að keyra eigin dísilvélar. Um 1965 beitti Ingólfur á Hellu sér fyrir áætlun um sveitarafvæðingu sem skyldi lokið á 10 árum. Magnús Kjartansson orkuráðherra í fyrstu óráðssíustjórn Ólafs Jóhannessonar þóttist ætla aö bæta um betur og stytti framkvæmdatímann á pappírn- um um 3 ár. í framkvæmd lengdist hann um 3 ár og er raunar enn ekki lokið. í bráðum 5 ár hefur það vafist fyrir þingmönnum úr öllum flokkum að leiða rafmagn á þessi 80—90 býli sem enn eru eftif: En þegar um það er að ræða að spara eyrinr. og henda krónunni virðist skapast sjaldgæfur einhugur á Alþingi. Hvað er ranglæti? V. r Þingið afgreiddi nýlega skattalög, sem einn þingmanna lýsti sjálfur sem ekki rofið fyrr en þessi söluskattur var greiddur. Enn eitt dæmið um það sérkennilega siðferði sem opinberir aðilar hafa tamið sér í umgengni við þegnana. Svipuðu máli gegnir hið fáránlega ákvæði um að veita skattstjórum heimild til að skattleggja þá sem hjá sjálfum sér vinna, eins og ef þeir hefðu unnið sambærilega vinnu hjá öðrum. Það ætti t.d. að vera alþjóð kunnugt að þrátt fyrir lagaákvæði, sem átti að tryggja bændum sam- bærilegar tekjur við svokallaðar við- miðunarstéttir hefur það reynst mark leysa ein og ekki náðst nema að svona 2/3 þegar best lætur, að meðaltali. Þetta þýðir að fjöldi bænda, svo hundruðum skiptir, og þá ekki síst frumbýlingar og eldra fólk, sem farið er að minnka við sig, er ennþá lægra. Kannski hálfar verkamannstekjur. En nú skal það greiða skatt af helmingi hærri tekjum. Hvað er ranglæti ef ekki þetta? Hví skal gefa skattstjórum heimild til að vefengja framtöl fólks án sýnilegrar og sannanlegrar ástæðu? Þorvarður J úlíusson, Söndum V-Hún. Kjallarinn FURÐULEGT SIÐLEYSI I fjölmiðlum laugardaginn 14. júni sl. bárust landsmönnum þær fréttir, að svokölluð þingfararkaupsnefnd hefði rétt fyrir þinglok hækkað laun þingmanna um 20% og skuli sú hækkun gilda frá síðustu áramótum. Hver eru svo rökin fyrir þessari hækkun? Jú, þau að allir aðrir opin- berir starfsmenn, sem taka laun í sama launaflokki, hafi a.m.k. 20% yfirvinnugreiðslur miðað við fasta- kaup. í þessum viðmiðunarflokki al- þingismanna munu vera aðeins fjórir menn, útvarpsstjóri, verðlagsstjóri, rafmagnsveitustjóri og fram- kvæmdastjóri rikisspítalanna. Þar sem ég þekki til launagreiðslna hjá opinberum starfsmönnum er yfir- vinna, þar sem hún fellur til, aðeins greidd yfir þá mánuði, sem hún er unnin og samkv. reikningi. Þetta mun vera almenn regla. En fyrir þá, sem veita stofnunum forstöðu, t.d. símstöðvarstjóra Og skólastjóra, er samið um fastar yfirvinnugreiðslur á mánuði, vegna þess að óhæfa þykir að þeir fái greidda yfirvinnu sam- kvæmt reikningi, sem þeir sem yfir- menn yrðu sjálfir að skrifa upp á. Þegar þessi yfirvinna er ákveðin er reynt að meta hver raunveruleg yfir- vinna er í hverju starfi. Alþingismenn hafa aldrei fengið greidda yfirvinnu. Laun þeirra eru miðuð við þanri vinnudag sem þeir inna af hendi. Skírskotun þingfarar- kaupsnefndar til yfirvinnu embættismanna er því aðeins tilraun v_____- til þess að fela það sem hér er á ferð, þ.e. 20% grunnkaupshækkun. Launabilið eykst Við síðustu mánaðamót voru greiddar verðbætur á laun. Þá fékk hinn almenni láglaunamaður 30 til 35 þús. kr. i verðlagsuppbót. Alþingis- máðtirinn fékk rúmar 85 þús. kr. og þeir sem enn hærfi J2UÍÍ höfðu voru þar yfir. Þannig er bilið i krónutöiii alltaf að breikka á milli þeirra, sem hafa hæstu og lægstu laun. Launa- fólk, sem lengi hefur sýnt biðlund, hefur nú loksins fengið viðsemjendur sína til þess að setjast niður við samningaborðið og svörin, sem það fær eru þau, að ekki sé grundvöllur til neinnar grunkaupshækkunar. Sem sagt, engin eða sama og engin kauphækkun í boði til þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. Kauphækkun al- þingismanna verði afturkölluð Ef fulltrúar ríkisvaldsins í launa- málum með sjálfan fjármálaráðherra í broddi fylkingar ætlast til þess að þeir séu teknir alvarlega í sambandi við kjaramálin verður rikistjórnrin að afturkalla og ógilda þessa fráleitu ákvörðun þingfararkaupsnefndar. Geri hún það ekki, er hún þar með að leggja blessun sína yfir þetta gerræði og siðleysi. Það hlýtur óhugur að grípa hvern hugsandi mann, þegar menn í æðstu stöðum þjóðfélagsins eru svo upp- teknir af sjálfum sér og sinni eigin gróðahyggju, að þeir gleyma þjóð- félagsaðstæðum og baráttu þeirra, £ „Ei íuHtrúar ríkisvaldsins í launa- málum.... ætlast tii þess að beir séu teknir alvarlega í sambandi við kjaramálin verdur ríkisstjórnin að afturkalla og ógilda þessa fráleitu ákvörðun þingfararkaupsnefnd- ar.” sem helst þurfa á kauphækkun að halda. Til umhugsunar Seinni partinn í vetur sá ég í einu dagblaðanna viðtöl við nokkra aldraða borgara. Þeir voru meðal annars spurðir að því hvernig þeim gengi að láta eftirlaunin endast sér. Allir, sem spurðir voru, létu í ljósi ánægju sína og þakklæti fyrir það, sem þeir hefðu. Á sama tíma var einn af tekjuhæstu hópum þjóðarinnar i verkfalli. Því minni ég á þessar andstæður í hugarfarslegu tilliti, að hér þarf breyting að verða á. í yfirstandandi kjarasamningí verður að sýna það í framkvæmd aö lægstu launin hafi algeran forgang. Öll önnur niðurstaða er þjóðinni til vansæmdar. Benedikt Benediktsson kennari

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.