Dagblaðið - 03.07.1980, Page 8

Dagblaðið - 03.07.1980, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 1980. Kjör Vigdísar lofar góðu —segja Kaupmannahafnarblöðin í Danmörku sem víðar hefur allítar- lega verið fjallað um kjör Vigdísar Finnbogadóttur í forsetaembættið. Vekur kjör hennar almenna athygli fyrir ýmsar sakir, m.a. sem kjör einstæðrar móður og kjör konu sem ckki vill þola erlendan her á íslandi nemaafillrinauðsyn. Fara hér á eftir ummæli nokkurra Kaupmannahafnarblaða. Leiðari í Berlingske Tidende hljóðar á þessa leið: Brotið blað „íslendingar skilja mikilvægi þess að velja sér forseta, sem er dæmigerður fyrir það bezta í þjóðinni og fyrir islenzka menningu. i 12 ár hefur Kristján Eldjárn verið forseli íslands og mikilfenglegri og virðulegri þjóð- höfðingja getur ekkert land óskað sér. Íjlenzkir kjósendur völdu á sunnudag sem eftirmann hans „fremragende kuliurmenneske”, Vigdisi Finnboga- dóttur, og brutu þar með blað í stöðu kvenna á íslandi. Það er frábært að samfélag eins og það íslenzka sé fyrsl til að kjósa konu sem þjóðhöfðingja. Það er nýjung og hefur sennilega hafl áhrif á marga kjósendur. En það breytir ekki því að Vigdís Finnbogadóttir hefur alla þá hæfileika, sem þarf lil að feta í fótspor Kristjáns Eldjárns.” í leiðaranum er einnig vikið að þvi að keppinauta Vigdísar hafi ekki skort hæfileika eða vinsældir en samt haft leikhússtjórinn, sem er einstæð móðir, náð kjöri. E.t.v. hafi einhver kosið liana þess vegna. Hugsunin um forseta án maka sér við hlið hefur komið mörgum hugsunum i gang og eiga íslendingar hrós skilið fyrir valið á hin- um nýja þjóðhöfðingja. Leiðari Berlingske Tidende er sá ítarlegasli er um kjör Vigdísar fjallar. Forsetinn móti erlendum her Politiken bendir á að úrslit þessara kosninga séu á margan hátt svipuð og úrslit síðustu forsetakosninga. Þá eins og nú valdi þjóðin sér forseta, sem er fulltrúi fyrir islenzka menningu og menningarlíf en ekki stjórnmálamann. Aktutelt segir: , .Einungis eitt ártal í þúsund ára sögu íslenzkrar þjóðar skyggir á kosningu hins nýja þjóðhöfðingja. En það er árið 930 þeg- ar íbúar eldfjallaeyjunnar stofnuðu elztu löggjafarsamkomu i heimi.” Information segir m.a. að úrslitin séu naumur sigur herstöðva- andstæðinga á íslandi. í kosningabar- áttunni hafi Vigdís ekki farið dult með þá skoðun sina að herstöðina eigi að leggja niður og að herinn sé aðeins til bráðabirgða í landinu. information bendir á að á Alþingi Íslendinga eigi aðeins þrjár konur sæti og að aðeins ein kona hafi orðið ráðherra á íslandi. Forsetakosning- arnar hafi bundið enda á þá gömlu venju að á Islandi sitji karlmenn i öllum áhrifamestu stöðunum. Yfirráð karla á liðnum öldum Síðdegisblaðið BT segir í leiðara m.a.: „Hver hefði trúað því að islend- ingar kysu sér konu sem forseta? Allavega enginn sem þekkir sögu landsins og yfirráð karlmanna þar á liðnum öldum. Á þetta eftir að koma konum í landinu og þar með sam- félaginu til góða að þjóðhöfðinginn er kona? Það leiðir tíminn i ljós. En það cru kannski straumhvörf að hinn nýi forseti er á móti erlendum her í landinu. Það að forsetinn sé einstæð móðir með sjö ára kjörbarn er sönnun þess að það er ekki margt í lifi kvenna, sem er henni ókunnugt og það lol'ar góðu.” -BH/BHS Kaupmannahöfn. Vigdísi rar \el l'agnað þegar hún kom úr sjún\arpsupptöku snetmna á mánudagsmnrgun er sigurinn \ar Ijós. Með henni á myndinni eru Hjalti Rögnvaldsson leikari og systurnar Anna. Ingunn og Elísahet Magnúsdætur. DB ntynd Ragnar Th. Vigdís tekur form- lega við 1. ágúst — Hæstiréttur gef ur út kjörbréf Nýr lorseti Islands, Vigdis Finnbogadóttir, tekur formlega við embætti 1. ágúst næstkomandi. Hæstiréttur gefur út kjörbréf fyrir forsetann og forseti vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni er hann tekur við störfum. Af eiðstaf þessum eða heiti skal gera tvö samhljóða frumrit. Geymir Alþingi annaðen Þjóðskjalasafnið hitt. Björn Helgason hæstaréttarritari sagði i gær að venjan hefði verið sú, bæði þegar Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn voru settir inn i embætti forseta, að athöfnin hæfist á helgistund i dómkirkjunni. Siðan hefur verið farið i Alþingishúsið þar sem forseti hefur formlega tekið við embætti. Viðstaddir athöfnina i Alþingis- húsinu eru alþingismenn og sendiherrar erlendra ríkja. Björn sagði þó að það væri nokkuð undir óskum forsetans sjálfs komið hvernig þessi athöfn færi fram. Eftir að for- seti hefur tekið við embætti flytur hann að Bessastöðum. Réttarhlé er nú hjá Hæstarétti. Þó verður að kalla saman réttinn nú i júli vegna embættistöku nýs forseta. Hæstiréttur úrskurðar og yfirfer kjörgögn forsetakosninganna. -JH. Sjórall DB, Snarfara og FR: Splunkunýr bátur meistar- anna á flot á fóstudaginn — og það verður ekki heiglum hent að sækja meistaratitilinn í greipar Bjama Sveins og Óla Skagvik Það vcrður ekki heiglum hent að sækja sjórallsmeistaratit ilinn í hendurþeirra Bjarna Sveinssonar frá Vestmannaevjum og Óla Skagviks meðreiðarsveins lians. Báðir eru gamalrcyndir siglingamenn og metnaðarfullir og láta áreiðanlcga ekki í minni pokann fyrir neinum l'yrr en i fulla hnefana. Bjarni, scm i fyrra átti Flug- lisksbát, scm bar nafnið Inga, scldi hann viku eltir rallið i fyrra til Isa- fjarðar. Sá bátur mæiir nú til keppninnar undir stjórn hins nýja eigandasíns, Daða Hinrikssonar. Bjarni Sveinsson hcfur nú kcypt scr annan bát af sömu gcrð, 22 Tcta I lugfisksbát, og i honum er sams konar vél og í Ingu i fvrra, 290 ha. Volvo-Pcnta. Það cr Morgunblaðið sent nú gerir bál Bjarna út og siglir hann hringinn vel merktur blaðinu og það borgar bcnsinið og annan útgerðarkostnað. Bjarni og Óli tilkvnntu þátttöku sina i sjórallinu nú þcgar el'tir sigurinn i fyrra og hafa Italdið fast við þá þátttökutilkynningu. En naumt er það með nýja farkostinn. Hann cr á lokastigi í bátasmíðaslöð Flugfisks í Vogunum og lögð cr nótt við dag við lokafráganginn. Þegar DB-menn litu þar inn í gær voru Runólfur (iuðjónsson.og Gréta Stel'ánsdóttir kona hans á kafi i bátnum. „Gréta er yfirtrefjarinn og í því verki stendur enginn henni á sporði,” sagði Runólfur, sem stjórnaði vinnunni við bátinn. Sér- l'ræðingar l'rá Volvo-umboðinu voru að Ijúka við niðursetningu vélarinnar og alll var komið á lokastig. Bjarni Sveinsson og Óli Skagvik taka við bátnum á l'östudag á sjó og þaulreyna bátinn þann dag og vcrða tilbúnir við rásmarkið kl. 2 á laugar- d aginn. Bjarni hefur verið nteð siglinga- dellu um langt árabil en starfar annars scm vinnslustjóri i Hraðfrysti- stöð Vcstmannaeyja. Hann cr þekklur að dugnaði og fékk fyrir það hér á árum áður viðurnel'nið Bjarni sólarhringur, því ckkert bcil á hann. Óli Skagvík er ennþá reyndari. Hann hefur m.a. siglt á smábátum rnilli landa. Nú kom hann sérstaklega heirn til sjórallsins frá þvi að stunda humarvciðar i Washingtonfylki á vcturströnd Bandaríkianna. Það var aðeins cilt annað ,,par" sem tilkynnti þátttöku i rallinu nú þegar í l'yrra. Það voru Bjarni og Lára á „Láru”. Þau þekkja hringinn líka vel. Í dag kcmur svo Daði Hinriksson með flugfiskinn sinn l'rá ísafirði. Verið cr að dytta að Spörra Magnúsar frá Grundarfirði og loks cigum við el'tir að fjalla um hát Regins Grimssonar i Mótun sem Sig- l'ús Sveinsson og Kristján Magnússon ælla að sigla á i rallinu. -A.St. Hjónin Gréta Stcfánsdóttir o|> Runólfur (iuðjónsson U-tiiijn sióuslii hönd á Irágang \ió nýja bátinn sjórallsmcistaranna l'rá i fyrra i hátasmióastöó Flugfisks i Vogunum. \ innlilidii iinndunum cru mcistararnir. Óli Skagiik og Bjarni Svcinsson. Bátur þcirra á aó halda uppi mcrki Vcstmannacyja i sjórallinu. DB-myndir Ragnar l'h.. I h. Sig.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.