Dagblaðið - 09.07.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 09.07.1980, Blaðsíða 10
10 imiMW Urjálst, úháð dagblaðW Útgofandc Dogblaðið hf. Framkvaemdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. RitstjómarfuKtrúi: Haukur Helgason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustgórí rítstjómar Jóhannes Roykdal. íþróttir HsMur Sánonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karfsson. Blaðamann: Arma Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi SigurAsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Ema V. Ingólfsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Stgurður Sverrisson. Ljósmyndir Ámi PáM Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs son, Sveátn Pormóðsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorleWsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri Már E.M. HaHdórsson. Ritstjóm Stðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadoild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Neyddir til olíukyndingar? fjm F iljjipiiu. mP^i ihc TÍiit;:-- •!' ’lll Hli í : Húsbyggjendum á Reykjavíkur- svæðinu berast óhugnanlegar fréttir. Samkvæmt útreikningum forráða- manna Hitaveitu Reykjavíkur hefur fyrirtækið ekki bolmagn til að sjá nýjum byggingum á svæðinu fyrir heitu vatni. Guðmundur G. Þórarinsson al- þingismaður sagði í kjallaragrein í Dagblaðinu á mánudaginn, að líklega verði 200—300 hús á höfuðborgarsvæðinu kjnt með olíu að ári liðnu. Þetta yrði gífurlegt áfall fyrir húsbyggjendur. Upp- hitunarkostnaður með vatni frá Hitaveitunni er aðeins um þrettán af hundraði þess, sem olíukynding mundi kosta. bn þetta yrði ekki einungis áfall fyrir hundruð húsbyggjenda. Þettr yrði áfall fyrir þjóðarbúið allt og mund sýna,að við kynnum ekki fótum okkar forráð. Vissulega má vænta þess, að ekki komi til þessa. Stjórnvöld eiga ymissa kosta völ til að komast hjá slíku áfalli. Nú þegar hefur orðið tjón. Hitaveitan hefur ekki talið sig geta lagt dreifikerfi í ný hverfi á þessu ári. Nokkur ný hús í Hafnarfirði hafa fyrir þær sakir orðið að nota olíukyndingu. Hvað hefur gerzt? Ríkisstjórnin hefur ekki leyft Hitaveitu Reykjavíkur að hækka gjaldskrá sína eins mikið og forráðamenn Hitaveitunnar telja nauðsynlegt. Svipað gildir um önnur fyrirtæki og ber sízt að harma í þeim tilvikum. í heild hefur ríkisstjórnin leyft of miklar verðhækkanir en ekki of litlar. Mál Hitaveitu Reykjavíkur er nokkuð sérstætt. í fyrsta lagi hefur verðlagsstjóri borið brigður á út- reikninga forráðamanna Hitaveitunnar. Skoðun verðlagsstjóra er, að hagur Hitaveitunnar sé mun betri en ráðamenn hennar telja. Húsbyggjendur á höfuðborgarsvæðinu eiga ekki að gjalda fyrir rifrildi embættismanna um tölur. Tafar- laust verður að komast að niðurstöðu um, hvaða tölur eru rétiar í þessu tilviki og hver staða Hitaveitunnar er í raun. í öéru lagi hindrar vitlaust vísitölukerfi lausn vandans. Vísitölufjölskyldan ,,býr í Reykjavík” Það þýðir, að aukist útgjöld hennar, til dæmis við hækkun gjald- skrár Hitaveitunnar, hækkar framfærsluvisitala fyrir alla landsmenn. Verði gjaldskráin hækkuð, þannig að tekjur Hita- veitunnar aukist um tvo milljarða, leiðir sú hækkun framfærsluvísitölunnar til fimm milljarða kaup- hækkunar um allt landið, vegna verðbótakerfisins, svo að stuðzt sé við útreikning Guðmundar G. Þórarins- sonar. Vísitöluspil ríkisstjórna, hverrar af annarri, hér á landi er alræmt. Reynt er að greiða niður það, sem fram kemur í vísitölunni, til dæmis með hækkun beinna skatta, sem ekki eru i vísitölunni. Einnig er reynt að halda niðri þáttum, sem í vísitölunni eru, svo sem hitunarkostnaði í Reykjavík. Auðvitað sýnir þetta, að vísitölureikningurinn er ekki aðeins rangur heldur í sumum tilvikum hættulegur. Á þennan vísitöluhnút þarf að höggva. Þegar í stað verður að komast að niðurstöðu um, hver sé raunveruleg staða Hitaveitunnar og hvort for- ráðamenn hennar fara með rangt mál eða rétt. Athuga þarf, hvort nauðsynlegt sé að bjarga málum í bili með erlendum lántökum til mjög skamms tíma. Þegar vitað er, hvernig Hitaveitan stendur, ber stjórnvöldum að sjá til þess, að gjaldskrá hennar sé í samræmi við þarfir Reykvíkinga og þjóðarinnar allrar. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLt 1980. Vextir almennt lækkandi á Vesturíöndum —áf ramhaldandi samdráttur á lánamarkaði og háir vextir þó enn um sinn á Norðurlöndum og Bretlandi Vextir fara nú lækkandi á Vestur- löndutn eftir að fjármálayfirvöld höfðu um stund þrengt svo að á lána- mörkuðum að lántakendum þótti nóg um. Lækkun vaxta mun halda áfram en þó eingöngu hægt og síg- andi að því er niðurstöður frétta- manna Reuter fréttastofunnar herma. Hafa þeir að undanförnu kannað ástandið á nokkrum helztu lánamörkuðum. í apríl síðastliðnum voru forvextir eða grunnvextir helztu banka í Bandaríkjunum komnir upp í 20 af hundraði og höfðu aldrei fyrr verið hærri. Var þetta liður í baráttu stjórnvalda vestra gegn vaxandi verð- bólgu. Þessir háu vextir fóru fljótt að segja til sín í viðskiptalífinu. Einkum urðu viðskipti sem byggðu mikið á svonefndum krítarkortum illa úti svo og ýmis fyrirtæki sem þurftu að taka lán til reksturs síns. Dollarinn styrktist hins vegar þar sem fjárfest- ingar buðu upp á mikinn arð. önnur vestræn ríki gripu á hinn bóginn til varnaraðgerða vegna þessa og hækkuðu einnig vexti hjá sér til að verja gjaldeyri sinn áföllum. Á tíma- bili var jafnvel rætt um einhvers konar „vaxtastríð”. Vextir í Bandaríkjunum eru nú komnir niður í 11,5 til 12 af hundraði hjá helztu fjármálastofnunum. Bankar í öðrum löndum fylgja einnig í kjölfarið. Síðustu fregnir í þá áttina bárust frá Bretlandi í liðinni viku. Þar ákvað ríkisstjórn Margrétar Thatcher for- sætisráðherra íhaldsflokksins að lækka forvexti úr 17% í 16%. Ríkis- stjórn hennar hefur verið þess mjög hvetjandi að aðgerðir í peninga- málum eins og breytingar á vöxtum yrðu aftur teknar upp sem gildandi þáttur i stjórn efnahagsmála. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun Thatcher mun hafa verið sú að kaup- sýslumenn og stjórnendur iðnfyrir- tækja höfðu lagt fast að henni að lækka vextina. Óttast þeir að öðrum kosti að það muni færast mjög í vöxt að fyrirtæki verði lögð niður eða hætti allri endurnýjun tækja sinna og annarra eigna. Þrátt fyrir þessa lækkun vaxta verður Bretland að teljast áfram meðal landa með háa vexti. Margrét Thatcher hefur skýrt og skorinort lýst því yfir að hún muni halda áfram baráttu sinni gegn verð- bólgunni og beita til þess aðgerðum í peningamálum eins og samdrætti í lánum, vaxtabreytingum og minnk- andi opinberri eyðslu. Hér liggur fisk- ur undir steini Fólk verður að hafa eitthvað fróð- legt og æsandi til að lesa um í blöðum og horfa á i sjónvarpi. Þar sem íslendingar lesa allir sömu blöðin og eru mataðir á sömu fréttunum i út- varpi, er ekki að undra, að öll þjóðin skuli rifast um sama hlutinn á sama timanum. Síðast var það Jan Mayen, sem þjóðarhausinn helgaði hugsanir sinar, og voru um skeið skráðar 19 mismunandi stefnur urn land allt til lausnar þeim vandanum. En nú er sá spenningurinn liðinn og kemur þá næsta stórmál í flasið á þjóðinni: Af hverju hefir minnkað fisksalan í Ameríku? Margar tegundir spekinga þeysa nú fram á ritvöllinn og taka til við að út- skýra fyrir lesendum, hvers vegna þessi teikn og undur hafi gerzt. Útskýringarnar eru helzt i því fólgnar að finna sökudólga og segja um þá miður fallega hluti. Það þykÍT flest- um gaman að Iesa. En oftast fer nú samt svo, að hengdur er bakari fyrir smið. Orsökin Einn greinarhöfundur segir sölu- samtökin hafa byggt of stórar fisk- vinnslustöðvar t Ameríku og séu frystihúsin á íslandi eingöngu orðin hráefnisgeymslur fyrir þær. Aðrir skriffinnar telja, að sölufyrirtækin hafi stór-vanrækt Evrópumarkaðinn, en hætt öllu á markaðinn vestan hafsins. Einn telur, að islenzku fyrir- tækin séu sein að taka upp nýjungar og koma með nýjar vörur á mark- aðinn. Nefndi hann sem dæmi, að einn lítill framleiðandi hefði verkað bcinlausan saltfisk, held ég, og siðan fryst. Likaði þetta vel i Reykjavík og ætti því einnig að slá í gegn í Ameriku, telur hann. Leiðarahöfundur eins síðdegis- blaðsins pundar þvi sifellt á fisksölu- fyrirtækin, að Danir séu súper-sölu- menn og að þeir geri þetta og geri hitt, og væri líklega bezt að fá þá til að selja þetta lítilræði fyrir okkur. Sá hinn sami álasar einnig utanrikis- þjónustu landsins fyrir það, að hún telji sig of fína til að selja fisk. í Dan- mörku hlaupi drottningin sjálf til, hvenær sem selja þarf beikon eða ost. Þeir, sem kunnugastir eru þessum málum, eru ekki í neinum vafa um orsákir núverandi vandræða. Þær er að finna í samdrætti i efnahagslífi- Bandaríkjanna. Hagfræðingar íslands vita þetta ábyggilega og geta

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.