Dagblaðið - 09.07.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 09.07.1980, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLl.1980. r s Kvikmyndun á hefst f næstu viku: Yngri Andrinn „fannst á Lækjartorgi 17. júní — ..... Eftir rúma viku hefst kvikmyndun myndarinnar „Punktur, punktur, komma, strik”, en myndin er sem kunnugt er byggð á samnefndri skáld- sögu Péturs Gunnarssonar. Leikstjóri myndarinnar er Þorsteinn Jónsson og hefur hann einnig samið kvikmynda- handritið ásamt Pétri Gunnarssyni. Undirbúningur kvikmyndatökunnar er nú á lokastigi, en myndin verður að mestu leyti tekin í vesturbænum í Reykjavík. Einnig verða atriði tekin víðar í borginni, á Suðurnesjum og sveitaatriði myndarinnar verða kvik- mynduð að Indriðastöðum í Skorradai. Fyrri hluti myndarinnar gerist um 1957, þegar söguhetjan, Andri, er 10 ára, en síðari hlutinn fimm árum síðar. Þá eru atriði í myndinni frá árínu 1947. Að sögn Þórhalls Sigurðssonar, aðstoðarleikstjóra, eru útisenurnar frá 1957 teknar á Framnesvegi og Selja- vegi, en engar útisenur eru frá árinu 1947. Talsverðum erfiðleikum hefur verið bundið að fá leikmuni frá þessum árum, einkanlega þó barnaföt, þar sem fólk geymir þau sjaldan, heldur hendir þeim þegar þau eru orðin gatslitin. Um 300 manns koma fram í myndinni, svo nægur klæðnaður frá árunum 1955— ’62 verður að vera til staðar. Þá hefur einnig alls kyns hlutum og húsgögnum frá þessum tíma verið safnaðsaman. Sem fyrr getur koma um 300 manns fram i myndinni og var farið í skóla í Reykjavík og nágrenni og lengi leitað að leikurum. Er nú ráðið í öll meiri- háttar hlutverk, þó enn vanti fólk í nokkur aukahlutverk. Er hér aðallega um að ræða fólk á aldrinum 30—80 ára. _____'' ,<i»**! í einni skólastofunni i Hagaskóla, þar sem aðalstöóvar kvikmyndagerðarmanna eru, ægir saman alls kyns dóti og munum, sem nota á í myndinni. Björn Björnsson leik myndasmiður á mikið verk fyrir höndum i þeim efnum. ..jJF KEFLA VÍK - NJARÐ- VÍK-ÍBÚD Rammi h.f. þarf að útvega litla íbúð (1 —2ja herbergja), helzt með sérinngangi, í Keflavík eða Njarðvík fyrir starfsmann sinn. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu vora að Bakkastíg 16, Njarðvík. Sími 92-1601. trfo s£jp©í«/* é! Dönsku hústjötam rra Trío hafa löngu sannað ágæti sitt hér á iandi. Verðfrákr. 180 þús. Þau eru bæði vatnsheld og vindþolin, rúm- góð og hlý. Kynnizt þeim af eigin raun og skoðið þau uppsett að Tjaktbúdum, Geithálsi w——yBLm—mmVÍdSudurlandsveg - Simi44392.*—, Börnin í 10 ára bekknum hans Andra eru flest úr Öldutúnsskóla i Hafnar- firði, en mörg barnanna eru úr Lækjar- skóla og úr ýmsum skólum í Reykjavík. Andra 10 ára leikur Pétur Jónsson, strákur úr Breiðholtinu, sem „fannst” niðri á Lækjartorgi 17. júní, þar sem hann var ásamt frænku sinni að horfa á barnaskemmtun. Hallur Helgason leikur hins vegar Andra 15 ára. Hallur er úr Flensborgarskóla í Hafnarfirði, en þaðan eru flestir unglingarnir í myndinni. Kristbjörg Kjeld og Erlingur Gísla- son leika hlutverk foreldra, og Valde- mar Helgason og Áróra Halldórsdóttir fara meö hlutverk afans og ömmunn- ar. Aðrir leikarar eru m.a. Bjarni Steingrímsson, Halla Guðmundsdóttir, Karl Guðmundsson, Stefán frá Möðru- dal, Guðmundur Haraldsson og Ási í Bæ. Þess má geta að samkomulag hefur náðst milli aðstandenda kvikmyndar- innar um greiðslur til leikara fyrir þátt- töku í myndinni. Félag islenzkra leikara og Félag kvikmyndagerðar- manna hafa enn ekki orðið ásátt um launataxta, sem fylgja á í sambandi við kvikmyndagerð. Verða leikurum i „Punktur, punktur, komma, strik ” greidd laun samkvæmt væntanlegum samningi félaganna. Verði taxti þessi ekki tilbúinn, þá er myndin verður frumsýnd, skulu leikurum greidd laun, samkvæmt einhliða launataxta, sem þeir hafa sett fram. Gert er ráð fyrir að kostnaður við myndina verði um 100 milljónir, en styrkur kvikmyndasjóðs er ekki nema brot af þeirri upphæð. Að sögn for- ráðamanna myndarinnar þurfa um 50.000 manns að sjá myndina, eigi endaraðnásaman. Kvikmyndataka stendur yfir dagana 13. júlí til 24. ágúst, en frum- sýning myndarinnar er áætluð þann I. marzá næstaári. -SA. I jölskyldan saman komin: Hallur Helgason, Andri 15 ára, Krlingur Gislason, faðirinn, Kristbjörg Kjeld, móðirin, og Pétur Jónsson, Andri lOára. DB-myndir Bj. Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.