Dagblaðið - 09.07.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLl 1980.
Bflasala Eggerts svarar:
VltlOERDIN KOSTAÐI
2,5-2,7 MILUÓNIR
Spurning
dagsins
Hlustarðu meira á
útvarp eftir afl s|ón-
varpifl fór í sumar-
leyfi?
Magnús Jónasson skrifar fyrir hönd
Bílasölu Eggerts.
Bílasala Eggerts viil með athuga-
semd þessari mótmæla frétt þeirri
sem birtist í Dagblaðinu hinn 25. júni
sl. um bilakaup er Eggert bílasali
gerði. Fréttin gefur mjög ranga mynd
af þeim viðskiptum sem þarna áttu
.sér stað og af henni verður varla
annað ráðið en að Eggert og/eða
bílasalan hafi reynt að féfletta
þennan viðskiptavin sinn. Það er þó
öðru nær og skal hér reynt að sýna
fram á hið rétta i málinu.
Má það merkilegt vera að blaða-
menn þeir sem sömdu fréttina skuli
hafa birt hana án þess að reyna að ná
í Eggert eða einhvern þann sem gæti
veitt upplýsingar fyrir hans hönd, eða
þá að biða með fréttina þar til slikt
hefði reynzt unnt. Það er enn merki
legra þar sem annar blaðámannanna
er fréttastjóri Dagblaðsins en hann
hefur ekki haft í huga hversu æru-
meiðandi slík frétt getur verið.
Bílasala Eggerts vill taka fram
eftirfarandi atriði sem sýna það að
ekki var um neinn óheiðarleika að
ræða af hálfu Eggerts eða bílasöl-
unnar við kaup þessa bíls.
„misferli og svik”. Það er ekki rétt
þvi pilturinn leitaði til Rannsóknar-
lögreglu ríkisins í því skyni að fá lið-
sinni hennar til að rifta kaupunum.
Fréttin hefur
valdifl álitshnekki
Bílasala Eggerts vill að lokum
ítreka óánægju sina með meðhöndl-
un Dagblaðsins á þessari frétt. Bíla-
salan skilur það að dagblöðin eigi í
samkeppni um fréttir en þrátt fyrir
þetta má ekki gleyma að frétt á að
túlka atburði á sem hlutlausastan
hátt og i-máli sem þessu er það ekki
mögulegt nema eftir upplýsingum
beggja málsaðila. í þessu tilfelli var
frétt Dagblaðsins röng og villandi og
hún gæti orðið hættuleg afkomu
fyrirtækisins komi hið sanna ekki
fram.
Bílasala Eggerts vill að Iokum
beina þeim eindregnu tilmælum til
Dagblaðsins að það birti þessa
athugasemd á sama stað í blaðinu og
hin umrædda frétt var, ef það gæti
orðið til þess að fyrrverandi sem
væntanlegir viðskiptavinir reki augun
í hana og geri sér grein fyrir
staðreyndum málsins.
Aths.: Sú staðreynd að forráðamenn
bílasölu Eggerts féllust á að rifta
gerðum kaupum um leið og
Iögreglan var komin í spilið segir
meiri sögu en allar athugasemdir frá
bílasölunum. Hvað varðar þá full-
yrðingu Magnúsar Jónassonar að af
hálfu DB hafi ekki verið gerð tilraun
til að ná í Eggert Sveinbjörnsson þá
skal á það bent að hann var sagður í
laxveiði og ekki hægt að ná i hann.
Fullyrðingin er því röng.
Þess má geta til upplýsingar fyrir
lesendur að bréf Magnúsar Jónas-
sonar er önnur athugasemdin sem
DB hefur borizt frá Bílasölu Eggerts
vegna fréttar blaðsins um þessi
viðskipti. í þeirri fyrri var frétt
blaðsins af viöskiptunum staðfest lið
fyrir lið. Síðan hafa komið upp bak-
þankar á bílasölunni, fyrri athuga-
semd var dregin til baka og þessi send
inn í staðinn. Hún segir í veiga-
miklum atriðum allt aðra sögu og
fegurri fyrir bílasöluna. Hin upphaf-
lega frétt blaðsins af þessum
viðskiptum stendur þvi enn óhögguð.
-ÓV.
Raddir
lesenda
Aðdragandi
kaupanna
„Hafnfirðingurinn ungi” kom á
Bilasölu Eggerts ásamt tveim
félögum sínum og bauð Eggerti bíl-
inn til kaups. Hann hafði áður farið
með bílinn i Bílabankann í Reykjavík
og fengið þar tilboð í hann er hann
hafnaði. Allt tal um að honum hafi
verið sagt að hann fengi ekki nema
fjórar milljónir fyrir bílinn er upp-
spuni og geta piltarnir sem með
honum voru staðfest það. Pilturinn
gekk fast eftir að fá tilboð í bílinn og
kvaðst vanta peninga til skemmtana
um helgina. Var honum strax bent á
að setja bílinn í sýningarsal bílasöl-
unnar og bíða tilboða þar sem Eggert
myndi ekki bjóða honum jafnmikið
og hann gæti fengið með því móti.
Sagðist hann ekki geta beðið og bar
fyrir títt nefnda helgarskemmtan og
fyrirhugaða sjúkrahúsvist sína. Við
skoðun á bílnum kom í ljós að hann
hafði lent i árekstri oghafði verið illa
sprautaður, var alsprautun því
nauðsynleg. Fjögur dekk af fimm
voru illa farin og pústkerfi lélegt.
Lélegur gangur var í vélinni. Eftir
þessa skoðun gerði Eggert honum
margumrætt tilboð. Var á engan hátt
rekið á eftir piltinum af hálfu Eggerts
eða bílasölunnar enda var honum að
sjálfsögðu frjálst að taka eða hafna
tilboðinu.
Eftir að hafa falazt eftir láni hjá
öðrum félaga sinna vegna tilvonandi
helgarskemmtunar, en fengið neitun,
ákvað pilturinn í samráði við félaga
sína að taka tilboði Eggerts.
Var pilturinn margspurður að því
hvort bíllinn væri ekki í góðu lagi, að
öðru leyti en framan greinir, og kvað
hann svo vera.
Bíllinn stóð í sýningarsal bílasöl-
unnar yfir helgina en á mánudags-
morgun kom í ljós stór olíupollur
undir bilnum. Var strax farið með
bílinn á verkstæði bifreiðaumboðsins
og var þar úrskurðað að sjálfskipting
bilsins væri ónýt og viðgerð myndi
kosta um 900 þúsund krónur.
Mundi einhver sem keypti bíl í
góðri trú en kemst síðan að því að í
honum er galli sem kostar 900
þúsund krónur að gera við taka því
þegjandi? Svari nú hver fyrir sig.
Varðandi þá upphæð sem sett var á
bílinn i sýningarsal var mönnum, sem
um hann spurðu, bent á að innifalið í
verðinu væri sprautun, ný dekk, nýtt
pústkerfi, vélarstilling og viðgerð á
sjálfskiptingu. Viðgerð að upphæð
2,5 til 2,7 milljónir króna.
Ekki um „misferli
og svik" að ræfla
í Dagblaðsfréttinni kemur fram að
seljandi hafi kært kaupanda fyrir
Smáauglýsingar
BIAÐSINS
Þverholti11 sími 2 70 22
Opið til kl.10 í kvöld
Finnur Pétursson: Já, ég hlusta mdra á
kvöldin. Annars geri ég það nú oftast
með öðru eyranu.
Hanslna Traustadóttir: Ég hugsa afi
fólk geri það. Sjálf geri ég þafl núna
þegar ég er heima yfir sumartimann.
Hólmgelr Bjömsson: Ég hlusta aOtáf
meira á útvarpið. Það er ekkcrt varið i
sjónvarpið.
Anna Pála Þorstelnsdóttlr: Já, ég geri
meira að þvi.
Guðmundur Jónsson: Já, það geri ég.