Dagblaðið - 09.07.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 09.07.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1980. 2 r VERÐUR ROFA- BÆR TENGDUR VH> HÖFÐABAKKAVEG? Kona í Árbæ hringdi: Við erum hérna nokkrir Árbæing- ar og okkur langaði lil að spyrja borgaryfirvöld hvort til stæði að tengja Rofabæ við Höfðabakkaveg. Hjá Guttormi Þormar á skrifstofu borgarverkfræðings fékk DB þær upplýsingar, að engin ákvörðun hefði verið tekin varðandi þessa teng- ingu. Sú tillaga hefði komið fram að tengja Höfðabakkaveg við Rofabæ en engin ákvörðun hefði verið tekin þar að lútandi. Brél'ritari krarlar >tir stjiirmileysi íslen/kra knattspyrnuliða. Lélegri knatt- spyma nú en undanfarin ár Knattspyrnuunnandi skrifar: Sem einlægur unnandi góðrar knattspyrnu sæki ég flesta þá leiki sem ég kemst á. í sumar hafa þeir verið nokkuð margir en ég get ekki sagt að þeir hafi verið góðir. Mér finnst íslenzku knattspyrnunni hafa farið töluvert aftur, hverju sem um er að kenna. í dag eru ekki lengur stjörnur sem trekkja að, allir eru sokknir niður í djúp meðal- mennskunnar, þar sem kýlingar og hugsunarleysi ráða ríkjum. Eina ráðið sem ég sé við vanda þessum er að taka upp hálf-atvinnumennsku. Þá gætum við kannski haldið eilitið lengur í okkar beztu knatt- spyrnumenn i stað þess að þurfa að sjá á eftir þeim til annarra landa strax og þeir eru orðnir nægilega gamlir til að ferðast. C lash spilaði alltol' hátt, hljómhurðurinn »ar lélegur ojj liigin lnert iiðru lik. segir hréfritari. Clash ekki eins góð og af var látið Rokkunnandi skrifar: Eftir að hafa heyrt margt gott skrifað um brezku rokkhljómsveitina Clash ákvað ég að fara á hljómleika hennar í Laugardalshöll 21. júni sl. Ég hefði betur látið það ógert þvi mér fannst harla lítið i leik hennar varið og hundleiddist megnið af kvöldinu. Clash spilaði alltof hátt, hljóm- burðurinn var lélegur og lögin hvert öðru lík. Þá eru þeir félagar frekar slappir hljóðfæraleikarar. Margir kunningar mínir voru alveg á sama máli og ég og dauðsáu eftir að hafa látið ginna sig á hljómleikana með fögrum orðum og fyrirheitum. Raddir lesenda Hins vegar voru Utangarðsmenn alveg frábærir og hefði betur farið á því að Clash hefði hitað upp fyrir þá. Kvartað yfir skemmdu kjötfarsi: Mannleg mistök sem koma má í veg fyrir ,,Okkur hafa borizt tvær kvartanir vegna skemmds kjötfars og er um tvær mismunandi sendingar að ræða,” sagði Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður rannsóknarstofu bú- vörudeildar SÍS. í DB á mánudag kvartaði íris Randversdóttir yfir skemmdu kjötfarsi frá Goða en SÍS framleiðir kjötvörur undir þvi vörumerki. Sigurður Örn Hansson sagði að hann teldi líklegustu skýringuna að frysting kjötfarsins hefði verið of hæg. ,,Ef kælikeðjan rofnar, fá gerlar tækifæri til að fjölga sér og þá skemmist kjörfarsið. Við erum með eftirlit á framleiðsluvörum og tökum sýni með jöfnu millibili. Það er undantekning en ekki regla að við fáum kvartanir yfir skemmdu kjötfarsi og ég tel að hér sé um mannleg mistök að ræða sem hægt á að vera að koma í veg fyrir.” ER JÖRÐIN FLÖT? —eru blómin spendýr? Dagbjartur Stígsson Hraunbæ 110 skrifar: Undarlegt er það og furðulegt að hópur vel menntaðra og jafnvel stór- gáfaðra íslendinga skuli leggja sig niður við að murka lífið úr stórkost- legustu gestum sem heimsækja þetta land á sumrin, þar á ég við indíána sjávarins — hvalina. Hvers vegna þarf maðurinn alltaf að drepa? Við teljum okkur háþróaðar verur með þekkingu og tækni sem kemur okkur til annarra hnatta. Þrátt fyrir það erum við að keppast við að útrýma einu hugsanlegu vitsmunaver- unni, auk mannsins, sem er sam- ferða okkur á þessum hnetti. Maður hrekkur við að heyra raddir þeirra sem taka laun sin frá samfélaginu og hafa umboð til að vernda og varðveita lífríki jarðar og eiga að skila því ósködduðu til þeirra sem erfa það. Svo vel skilja þeir hlut- verk sitt að þeir senda grasafræðing Dagbjartur Stígsson vill banna veiðar á „indiánum sjávarins” — hvölum. til Alþjóðahvalveiðiráðsins til þess að fjalla um hvali og friðun þeirra, grasafræðing sem telur hvali sambærilega við sauðkind. Þessir einstaklingar geta ráðið þvi í dag, með atkvæði okkar hjá Alþjóðahval- veiðiráðinu, hvort hvalveiðar stöðvast um allan heim og 20 þúsund hvölum verður bjargað árlega frá grimmdarlegum dauðdaga og maðurinn fær tækifæri til að kynnast öðruvisi fólki, — hvölum. Við þá sem vilja halda áfram að drepa hvali eins og sauðkindur og trúa því, að þeir séu ekki að útrýma vitsmunaveru, vil ég segja þetta: Fyrr á öldum var til sams konar fólk sem hélt fast við það að jörðin væri flöt. Enn einu sinni minna lesenda- dálkar DB alla þá, er hyggjast senda þœttinum línu, að láta fylgja jullt nafn, heimilisfang, slmanúmer (ef um það er að ræða) og nafn- númer. Þetta er lltil fyrirhöfii fyrir bréjritara okkar og til mikilla þœginda jyrir DB. Lesendur eru jafnframt minntir á að bréf eiga að vera stutt og skýr. Áskilinn erfullur réttur tilað stytta bréf og umorða til að spara rúm og koma efni betur til skila. Bréf œttu helzt ekki að vera lengri en 200—300 orð. Símatimi lesendadálka DB er milli kl. 13 og 15 frá mánudögum tiljbstudaga. J m

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.