Dagblaðið - 19.09.1980, Page 4

Dagblaðið - 19.09.1980, Page 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1980. DB á ne ytendamarkaði Um innheimtu útvarps- og sjónvarps- gjalda: Þeir sem hafa sjónvarp sleppa raunverulega við útvarpsgjakl „Mig langar til að biðja ykkur að upplýsa fyrir mig og aðra lesendur DB hvað raunverulega er verið að grciða fyrir í þessum 41.200 kr. sem litsjónvarpseigendur greiða í afnota- gjöld,” sagði viðmælandi okkar, Kristján Greipsson. Hann sagðist vera með tvö litsjón- varpstæki og fékk tvo reikninga upp á 41.200 kr. Taldi Kristján að þarna’ gæti verið um misskilning að ræða, því útvarpsgjald væri þarna innifalið í litsjónvarpsgjaldinu. Hjá skrifstofustjóra ríkisútvarps- ins, Páli Jónssyni fengum við upplýst að i 41.200 kr. er innifalið afnota- gjald af litsjónvarpstæki. Fyrir svart- hvítt tæki er afnotagjaldið 32.800 kr. Og fyrir útvarpstæki eingöngu er afnotagjaldið 10.700 kr. Þeir, sem hafa sjónvarpstæki, sama hvort er um lit- eða svart/hvítt tæki að ræða, sleppa þvi við að greiða sérstakt afnotagjald af útvarpstækinu sínu. Má í leiðinni benda fólki á að eftir helgina kemur 10% ofan á reikning- inn hafi hann ekki verið greiddur. Um næstu mánaðamót bætast dráttarvextir og innheimtukostnaður við upphæðina. -A.Bj. Heimilisbókhald hefur tví- mælalaust jákvæð áhrif ,,Ég hef ekki verið dugleg að senda ykkur seðla það sem af er árinu, en nú ætla ég að bæta úr því,” segir m.a. í bréfi frá Guðrúnu í Þorláks- höfn. ,,Ég hef alltaf haldið reglulega bókhald yfir mín kaup og Ftnnst það' hafa mjög jákvæð áhrif. Eg verzla töluvert mikið í stórum pakkningum, þannig að matar- og hreinlætisvöru- reikningurinn er stundum allhár. í’ liðnum „annað” er rafmagnsreikn- ingur' og símareikningur svo og greiðslur inn á ýmis gjöld. Læt þetta duga að sinni, kær kveðja." Þessi Þorlákshafnarkona hefur ekki gert stórinnkaup þennan mánuð, þvi útgjöldin hjá henni eru tæpl. 27.500 kr. á mann að meðaltali.1 En yfir lengra tímabil jafnar kostnaðurinn sig út, því þegar hún gerir stórinnkaupin hækkar meðal- talið. -A<Bj.( Skilafrestur í ískeppninni útrunninn: VANTAR RÉTT NÖFN FYRIR TVÆR UPPSKRIFTIRNAR Nú er útrunninn skilafrestur í upp-i skriftasamkeppni Dagblaðsins ogi. Mjólkursamsölunnar um Emmess ís-i rétt aldarinnar. — Bárust hátt á annað hundrað uppskriftir, — allar réttilega merktar með dulnefni. Rétt nafn fylgdi í sérumslagi með öllum uppskriftunum nema tveimur. Þær voru undirritaðar með dulnefnunum 1NRA.IB og FÖLÓ. Viljum við biðja þann eða þá sem sendu uppskriftir undir þessum dulnöfnum að hringja til okkar og gefa upp rétt nafn. Allar uppskriftirnar fara nú i hendur þeirra sem ráða ríkjum í ,,til- raunaeldhúsi Mjólkursamsölunnar” þar sem farið verður yfir þær og þær skoðaðar ofan í kjölinn. -A.Bj. r til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi I upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskvldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili• Sími Fjöldi heimilisfólks___ IKostnaður í ágústmánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr. _ Annaö kr. _ - Alls kr. _ m hií i v Ætlaðist gróðrarstöðin til þess að viðskiptavinurinn færi til Hollands? Slæmt að geta ekki treyst því aó plöntur séu rétt merktar ,,Ég kevpti þessa dalíu í gróðra- stöðinniMörk.Hún var merkt „Pride of Holland," bleik á lit og kostaði þrjú þúsund krónur. Ég beið spennt éflir þvi að hún blómstraði og mikil urðu vonbrigðin. Hún blómstraði litlum gulum blómum”, sagði Dag- mar Gunnlaugsdóttir i samtali við DB. — „Þegar í Ijós kom að blómin voru gul en ekki bleik hafði ég sam- band við eigendur gróðrastöðvar- innar og kvartaði. Þeir sögðust hafa keypt þessa dalíur sem bleikar. Þær eru frá Hollandi oe þar Itafa litirnii víxlazt. Ekki var beðizt afsökunar, og mér sagt að ekkert væri hægt að gera. Ég hefði lialdið að þar sem það er gróðrastöðin sem verzlar við holl- erizku aðilana og ég siðan við gróðra- stöðina, ætti ég að kvarta við þá og þeir siðan við Hollendingana. Þeir hafa kannski ætlazt til þess að ég færi til Hollands til þess að kvarta! Það er afleitt að geta ekki treyst því að- plöntur sem maður kaupir séu rétt merktar. Svo keypti ég aðrar dalíur í Alaska i Breiðholti á 900 kr. (sams konar var til í Mörk á 1200 kr.). Þær hafa Dalian var merkt með „Pride of Holland”, bleik. Hún átti að blómstra risa- stórum hlómum. Blómin voru hinsvegar gul en ekki bleik og þar að auki lítil en ekki risastór. reynzt alveg sérlega vel, blómin mun stærri en á „Pride of Holland” og hafa staðið í fullum skrúða í allt sumar. Nú um miðjan september er enn heilmikið af óútsprungnum blómhnöppum á Alaska-dalíunni,” sagði Dagmar. Og við sáunt með eigin augum Þesst dalia var aftur á móti meira en helmingi ódýrari, blómstraði miklu stærri blómum en sú dýrari og er reyndar enn, um miðjan september, með heilmikið af óútsprungnum blómhnöppum. „Pride of Holland”, að vísu mjög falleg, en blómin voru gul, en ekki bleik og alls ekki nein risablóm. Hin dalían, frá Alsaka, var með mun DB-myndir Einar Ólason stærri blómum, þótt sum væru að vísu farin að fölna, en margir óútsprungnir blómhnappar voru á henni.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.