Dagblaðið - 19.09.1980, Page 8

Dagblaðið - 19.09.1980, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1980. Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar f tjónsástandi: Toyota Corolla árg. 72 Toyota Starlet árg. ’80 Fiat 125 Párg. 78 Wartburg árg. ’80 Mercury Comet árg. 74 Fíat 850 árg. 71 Sunbeam Vogue árg. 71 Sunbeam 1500árg. 72 Fiat 132 árg. 74 Fiat 125 station árg. 78 Mercedes Benz árg. '69 Lada 1600 árg. 79 Bifreiðarnar verða til sýnis að Melabraut 26, Hafnarfirði, laugardaginn 20. september frá kl. 1—5 e.h. Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofu að Lauga- vegi 103 fyrir kl. 5 mánudaginn 22. september. Brunabótafélag íslands. Patreksfjörður Dagblaðið óskar eftir að ráða umboðs- mann á Patreksfirði frá 1. október. Uppl. í síma 94-1280 og 91-22078. ______________ÍÆMABW: ^MÁLASKÓLI____________26908- • Danska, enska, þýzka, franska, ítalska, spœnska og íslenzka fyrir útlendinga. • Innritun daglega kl. 1 —7 e.h. • Kennsla hefst 22. september. • Skírteini afhent í dag, föstud. 19. sept., kl. 3—7 e.h. >.26908______HALLDÓRS_ Galant GL árg. ’80, aðeins ekinn 14 þús. km, siflurgrár. Tveir dekkja- gangar, sem nýr bill. Kr. 6,9 millj. Daihatsu Charmant árg. ’79, station- bifreið, ekinn 22 þús. km. Ljósbrúnn. Eftirsóttur sparneytinn bill, góður i endursölu. Datsun 180 B árg. ’78, sem ónotaður. Aðeins ekinn 22 þús. km.‘ Fallega milliblár. Kr. 5,4 millj. Mjög sparneytinn en rúmgóður bill. Subaru 1600 station árg. ’78. Fram- hjóladrifinn, dráttarkúla. Ekinn 26 þús. km á malbiki. Snyrtilegur dekur- bill. Einstakur konubill. Toyota Carina árg. ’75, aðeins ekinn 8 þús. km á ári. Sjálfskiptur. Vetrardekk á felg- um. Nýtt áklæði. Sem nýr. M. Benz 608 LP árg. ’68. Upptekin vél. Sæti fyrir 26 manns. Full breidd. tsl. hús. Höfum einnig annan með þýzku húsi. Þetta er bezti tfminn til að kaupa rútur. Kúbumenn skila fyrstu flug- ræningjunum Tveir flugræningjar af kúbönsku þjóðerni sem rændu þotu frá banda- riska flugfélaginu DeltaAirlines í gær komu aftur til Bandarikjanna í nótt frá Havana á Kúbu. Voru þeir fluttir i flugvél í eigu bandarísku stjórnar- innar. Mennirnir tveir voru í handjárnum við komuna til Columbia í Suður- Karólinu. I fylgd með þeim voru tveir bandarískir lögreglumenn, sem farið höfðu til Havana til að ná í flugræn- ingjana tvo. Áður en til ránsins á Delta þotunni kom hafði stjórn Kúbu tilkynnt Bandaríkjastjórn að hér eftir mundu allir flugræningjar sem neyddu flug- vélar til Kúbu verða afhentir aftur til bandarískra yfirvalda. Þetta eru fyrstu flugræningjarnir sem Kúbustjórn afhendir aftur til Bandaríkjanna á þeim nítján árum sem liðin eru síðan farið var að tíðka það að ræna bandarískum flugvélum og fljúga þeim til Kúbu. Á síðustu vikum hefur flugránum fjölgað mjög. Hver Kúbumaðurinn á fætur öðrum sem viljað hefur snúa aftur til lands síns hefur gengið inn i bandaríska farþegaflugvél, dregið þar upp flösku fulla af bensíni og hótað að kveikja í vélinni ef ekki yrði orðið við kröfum hans og flogið til Kúbu. Eru þetta lífsþreyttir Kúbu- menn sem voru í hópi þeirra sem komu til Bandaríkjanna í apríl síðast- liðnum. Lengi hefur verið Ijóst að stjórnin i Havana var orðin litt hrifn af flug- ræningjum og mörgum þeirra hefur veriðstungiðbeint i fangelsi við kom- una til Kúbu. Dómi mótmælt Stöðvar jám- brautar- verkfall samgöngur við Vestur- Beriín? Slarfsmenn járnbrauta i Veslur- Berlin liafa nú kjörið sér verkfalls- stjórn en þeir hafa lagl niður vinnu og krcfjasl hærri Iauna og frjáls verka- lýðsfélags. Þeir eru starfsmenn austur- þýzku járnbrautanna. Verkfalls- inennirnir hafa ítrekað hólanir sinar um að ef ekki verði gengið að kröfum þeirra muni ðllum járnbraularsam- göngum milli Vestur-Berlínar og Veslur-Þý/kalands verða hætt meðan á vinnudeilunni stendur. Þegar hafa allar vöruflulningalestir verið stöðva.ðar á leiðinni í gegnum Austur-Þýzkaland. Finnig liafa lestir innan Vestur-Berlínar stöðvazt vegna verkfallsins. Austur-þýzku rikisjárn- brautirnar haf'a svarað vinnu- stöðvuninni þannig að þegar hal'a tíu verkfallsmanna verið reknir og öðrum er hótað brottrekstri ef þeir hel’ji ekki vinnu á ný. Foringi herráösins i Suöur-Kóreu staöfesti i morgun dauöadóminn yfir Kiin l)ae Jung, forustumanni sljórnar- undstööunnar i landinu. Kim er dæmd- ur fyrir kommúnistatilhneigingar og andróöurgegn ríkinu. Dómi hans hefur verið mólmælt víða um heim. Tuttugu og þrír stuðningsmenn Kims voru einnig dæmdir i tveggja til tuttugu ára fangelsi. Dóminum verður áfrýjaö. Síöan hefur forseti Suður-Kóreu 90 daga frest til aö ákveöa hvort liann náöar hinn dæmda. Myndin aö ofan er frá Tókíó í Japan. Tveir landar Kims sjásl með mynd af honum. Voru þeir í hópi sextán Suöur-Kóreumanna sem föstuöu í mótmælaskyni yfir réltar- höldunum yfir Kim Dae Jung. ísrael: < Jurtir án jarð- ogvatns Israelskir vísindamenn vinna nú að því að fullgera aðferð til að rækta ýmsar plöntur án þess að nota nokk- urn jarðveg eða vatn. Segjast þeir hafa náð umtalsverðum árangri. Jurtirnar eru hafðar í frauðplastbeði og eru ræturnar baðaðar í úða af nauðsynlegum næringarefnum. Visindamennirnir kalla ræktunar- aðferð þessa „aeroponics”, er það myndað úr grísku orðunum sem þýða andrúmsloft og vinna. Hugmyndin er að sá sem vinnur að ræktuninni geti komið jurtunum fyrir í plastbeðunum en síðan látið næringarefnin ná til rótanna, annað- hvort með því að úða þeim yfir eða láta þau fljóta í vatnsupplausn. Loft undir þrýstingi sér um að næringarefnin leiki i nægilegum mæli um rætur jurtanna að sögn vís- indamannanna. Hitinn er tempraður með rafeindatækjum og nauðsynlegt er að fylgjast stöðugt með því að rót- um jurtanna berist næg næringar- efni. Eru til þess sérhönnuð tæki. Tilgangur þessara tilrauna með ræktun jurta án jarðvegs og vatns er einkum sá að gera ræktun mögulega í þeim hlutum ísraels þar sem hvort tveggja er af skornum skammti. Þegar hefur verið reist tilrauna- gróðurhús tilþessaranotaskammt frá Tel Aviv. Þar er hafin ræktun á ýmsum jurtum, svo sem vínberjum, græn- meti og ólívum. Allar þessar tegundir hvíla i frauðplastbeðum. Þegar lokun á beðunum er lyft upp má sjá rætur jurtanna fijóta i gruggugri upplausn. Visindamenn telja að með þessair nýju aðferð megi jafnvel nýta betur en áður þau næringarefni sem jurtun- um eru ætluð. Auk þess sé mun auðveldara að fylgjast með því að ræturnar sýkist ekki. Þegar er ákveðið að verja jafn- virði níutiu milljóna íslenzkra króna til þess að gera frekari tilraunir með þessa nýju aðferð við ræktun.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.