Dagblaðið - 19.09.1980, Side 11

Dagblaðið - 19.09.1980, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1980. til klukkan fimm að morgni verða þeir sem í biðröðunum bíða að hverfa á brott um miðnætti. Fela þeir sig þá í næstu portum og görðum en stökkva svo aftur í biðraðirnar klukkan fimm að morgni og gefur þá enginn eftir,” sagði blaðamaðurinn. Auk oliunnar eru það demanta- námurnar sem afla Angólamönnum tekna sinna að mestu. Angóia var mesta demantavinnsluríki i heimi. Voru þar unnar þrjár milljónir karata af demöntum á hverju ári. í fyrra náði vinnslan aðeins þriðjungi þess magns. Hið sorglega við ástandið í Angóla er að þar skortir ekki peninga til að greiða fyrir nauðsynjar, vegna olí- unnar, demantanna og tekna sem Angóla hefur af sölu raforku til Suður-Afríku. Ástandið í Angóla er einna verst úti á landsbyggðinni. Spænskur blaðamaður sem fór þar fyrstur um erlendra fréttamanna síðan landið fékk sjálfstæði hefur skýrt frá því að þar sé hrikalegt að sjáaðstæður fólks víðast hvar. Jafnvel fulltrúar stjórnarinnar i sveitum gagnrýna stjórnvöld í Luanda fyrir skipulags- leysi og óstjórn. Bié hérað er einna verst statt. Þangað hafa á undanförnum árum flykkzt rúmlega ein og hálf milljón flóttamanna frá öðrum héruðum í Angóla. Hafa þeir verið á flótta undan her landsins og kúbönskum liðssveitum. Hinir kúbönsku ráð- gjafar hafa nefnilega tekið upp þær aðferðir i baráttunni við UNITA skæruliðana. Þeir reka hvert manns- barn á brott af landsvæðum þar sem þeir hafa einhverja fótfestu. Gallinn er sá að Bié hérað getur ekki brauð- fætt svo mikinn viðbótarfólksfjölda. Spænski blaðamaðurinn ræddi við einn æðsta mann MPLA í Bié héraði og var sá ekki myrkur i máli. „Hið eina sem fólk fær til að leggja sér til heldur en þegar Portúgalir stjórnuðu málum í Angóla. Sem dæmi má taka kaffiræktina.. Aður voru ræktuð um 240 þús. tonn af miklu gæðakaffi i Angóla á ári. Nú er búizt við að ársuppskeran verði 40 þúsund tonn. Árið 1973 fékkst 100 þúsund tonna maísuppskera í Ang- óla. í ár verður að flytja inn 100 þús- und tonn til að koma í veg fyrir al- gjöra hungursneyð. í Luanda, höfuðborg landsins, er allt í kalda koli. Strætisvagnakerfið er ekki lengur starfrækt. Flestir vagn- anna standa víðs vegar um borgina í óökufæru ástandi. Meginhluti þeirra er innan við tveggja ára gamlir. Vilji menn fá embættismanna- kerfið til að gera eitthvað kostar það þvílíkt pappírsflóð að því léttir ekki fyrr en eftir margar vikur og mánuði, segir blaðamaður einn sem heimsótti Luanda nýlega. „Skortur á matvörum og ruglingur á öllu skipulagi veldur því að langar biðraðir myndast alls staðar þar sem einhver von er um mat. Oft á tíðum verður að bíða í biðröðinni í heilan sólarhring samfleytt. Þar sem enn er útgöngubann í Luanda frá miðnætti munns eru rætur sem malaðar eru í mjöl. Samt sem áður fellur það eins og flugur vegna þess að engin gagnleg næring er í rótunum. Ég ætla að senda þeim malaðar rætur til Luanda ef það mætti verða til þess að þeir skilji hve ástandið er orðið alvar- legt.” „Þegar sendar eru tilkynningar til Luanda um að maís skorti í Bié hér- aði þá fletta þeir aðeins upp i mann- talinu frá því árið 1970. Síðan eru sendir nokkrir bílfarmar í samræmi við mannfjölda árið 1970. Ekkert þýðir að segja þeim í Luanda að siöan hafi bætzt við ein og hálf milljón flóttamanna og að íbúum héraðsins fjölgi um 30 þúsund á mánuði hverjum. Vegna þess að tekinn hefur verið upp miðstýrður sósíalismi í Angóla er ekki leyfilegt fyrir stjórnendur í Bié héraði að leita annað eftir matvælum en í gegnum stjórnvöld í Luanda. Spænski blaðamaðurinn heimsótti fjögur þúsund manna flóttamanna- búðir í Cuimo sem er höfuðborg Bié héraðs. Foringinn í búðunum skýrði frá því að á hverjum degi létust að meðaltali tveir af völdum sjúkdóma ogtveirafsulti. Vöruskiptakerfi sem áður gilti víðs vegar um Angóla á milli smábænda innbyrðis og við handverksmenn hefur einnig farið algjörlega í vaskinn vegna afskipta miðstýringarmanna í Luanda. Nú á allt að ganga í gegnum opinbert fyrirtæki. Starfsmenn þar hafa að sjálfsögðu enga hugmynd um þarfir smábænda sem búa víðs fjarri. Auk þess hefur verðlagskerfinu sem gilti i vöruskiptaverzluninni öllu verið raskað með óraunhæfum verð- ákvörðunum framkvæmdum á stjórnarskrifstofu í órafjarlægð. Allir framleiðsluatvinnuvegir í Angóla eru magnlausir. Þá er olíu- vinnslan undanskilin en hún er al- farið í höndum útlendinga. Aðrar at- vinnugreinar skila minni afköstum legu þætti. Astandið er alvarlegt, þjóðin stynur undir óskaplegri skatt- píningu, sem minnir á ástandið úti í Frans fyrir stjórnarbyltinguna miklu. Valdhafarnir eru montnir og stæra sig af því, hvað fjármálastjórnin sé viturleg. Þeir tala um einhverjar prósentur, yfirdrætti, vergar tekjur, sem enginn skilur neitt í. En það sem fólk skilur er hinn miskunnarlausa grimmd, sem nú er beitt í allri skatt- píningu. Ég má finna fyrir því með söltum tárum, öll þjóðin grætur undan þessari grimmd og miskunnar- leysi. Forðum fengu þjóðhöfðingjar viðurnefni hjá alþýðunni, hinir harð- ráðu og miskunnarlausu. Nú hefur risið yfir okkur nýr valdsmaður, sem kalla mætti Ragnar hinn skatt- grimmá. Við erum að komast á stig þraut- kúgaðrar nýlenduþjóðar. En kúgar- inn er ekki útlendur kóngur við Eyrarsund, heldur Arnarnefur i Arnarhvoli, skattheimtudrekinn grimmi. Nú eru giftar konur, sem leyfa sér að vinna úti skattpíndar og blóð- sognar. Þær fá stjörnutékka og verða jafnvel að greiða dráttarvexti af sköttum í marga mánuði, sem þær vissu aldrei að þær ættu að greiða. Einmana mæðrum er miskunnarlaust misþyrmt, svo að þær svelta og mega ekki einu sinni eiga litasjónvarps- tæki. Hvað var verið að þvæla um það á dögunum, að kvenfólki væri eitthvað á móti skapi að láta nauðga sér? En hvað er það á móti skatt- píningunni á þeim, sem nálgast losta- fullar pyntingar skattaherrans grimma? Ráðherrann virðist líta á þær eins og mjólkurkýr á bás, sem ríkisvaldið eigi að blóðsjúga. Og hvað er nú síðasta tilfellið. Hafin er grimmdarleg skattpíning á börnum. Það þótti ekki fallegt hér áður fyrr að níðast á konum og börnum. Nú hefur allt mannlegt siðgæði dofnað og það er helst í tísku. — Skelfing er að heyra, hvað þú lætur út úr þér meistari. Telur þú þá að draga ætti hinn skattglaða ráð- herra fyrir barnaverndarnefnd? — Ja, ég veit ekki. Það ætti að draga hann fyrir mannréttindadóm- stólinn eða einhvern mannúðardóm- stól. — En nú er sagt að þetta sé mesta ljúfmenni og göfugmenni. — Látum eigi ytra borðið villa. Hann mun stæra sig af viturlegri fjár- málastjórn, hagur ríkissjóðs sé góð- ur. En þessir fjármunir eru dregnir í sívaxandi mæli undan blóðugum nöglum alþýðunnar. — En ég hélt að það væru hinir vanda. — Pulsur með öllu handa öllum, hrópaði meistari Tesi. — Já, pulsuvagninn er prýði okkar bæjarfélags. Mynd af honum hefur birst í blaði á Nýja Sjálandi. Pulsu- vagninn er meiri menningarstofnun en sinfóníuhljómsveitin, enda er allt sem hann hefur að bjóða greitt niður jí. eins og miðarnir að hljómsveitinni. Hann er áiika ljúffeng andleg næring íf' og Dagblaðstertan mikla, sem var kúfuð af niðurgreiddum landbúnaðarrjóma. í pulsuvagninum prýðilega breytast landbúnaðarstyrk- irnir í menningarstyrki, enda eru pulsurnar Ijúffengu alltaf á sama gamla góða hræbillega verðinu. — Lof og prís skal okkar prýðilega pulsuprinsi, mælir meistari Tesi. Hér hefur hann með framsýni byggt upp blómlegt atvinnu- og menningarfyrir- tæki. Að hugsa sér, hverju hann fær afrekað í pulsubransanum. Ég trúi að hagnaðurinn af þessu örlitla sjálfs- bjargarfyrirtæki sé 8 milljörðum krónum meiri en af risafyrirtæki á borð við Flugleiðir. Það er vel af sér vikið. En um leið og pulsuprinsinn fer fimum og viðkvæmum höndum um pulsutitti og lætur allt gumsið, sinnep, túmat og remúlaði fljóta í fegurstu skrautrákum eins og flug- eldasýningu, tónar hann sinn sértrúarboðskap. — Komið til mín allir þið sem þjáist. Komið á hið mikla kirkjuþing orþódoxu Guðföðurdýrkendanna. Föllum allir fram og dýrkum hann. Hann var Guðfaðir stjórnarinnar. Hann fékk þannig kommum í hendur fjármál og iðnaðarmál og framsókn í hendur viðskiptamál og málefni verslunar og banka og sjávarút- vegsins. Þannig ofurseldi Guðfaðir- inn þeim örlög kaupmanna og iðnaðar. Hann fékk þeim allt vald á himni og jörð, nema fóðurbætisráðu- neytið. En vegir hins mikia Guðföður eru órannsakanlegir, samviska hans óræð eins og Kolluáll og eftir því sem vindáttin blæs, drengskapur hans óskiljanlegur nema að sjá um sína. Nú hefur hann að vísu eitthvað ruglast í kollinum, því að hann ætlar að gerast mesti sátta- semjari rikisins, ea það var nú annar frambjóðandi. Samt munum vér allir mæta til hinnar erþódoxu messu og falla fram og t; ibiðja hinn mikla Guðföður og þakka honum fyrir alla þá blessun, sem hann hefur leit yfir okkur. Hann sundrar og sættir eftir sinni alvitru tilvilj inakenndu sam- visku. Þorsteinn Thorarensen ríku, hátekjumennirnir og stórfyrir- tækin, sem standa mest undir sköttunum. — Nei, nú hefur verið gengið svo harkalega að atvinnurekstrinum, að hann getur ekki staðið undir sömu sköttum og áður. Hinn skattaglaði maður hefði þá þurft að taka tillit til þess og draga almennt úr sköttum. Hann lofaði á sínum tíma að kreista stórgróðafyrirtækin, sem hann sagði að hefðu sloppið svo létt. En hlut- fall fyrirtækja í sköttum hríðminnkar fyrsta að baráttudegi gegn rikis- kúgun. Þá safnast fóstrur, mæður og börn með snuð í munni undir rauðum fánum og kröfuspjöldum um mjólk og brauð til að fá að lifa. Eða heldur uppmælingaaðallinn að hann hafi einkaleyfi á að fara í kröfugöngur og gera verkföll? — Nei, rólegur Tesi meistari, þú tekur alltof stórt upp í þig. — "Hva, er nokkur furða, þó maður sé skapstyggur að horfa á þjóðina stefna hraðbyri inn í kerfi ; ríkissjóð um 3 milljarðar króna — segi og skrifa 3 milljarðar króna. Og takið eftir að öll þessi gífurlega álagning er fyrst og fremst barna- skattur. Það er verið að merg- sjúga hina minnstu í þjóðfélaginu. Nú skyldi maður ætla að eitthvað af þessum fjármunum myndu þá fara til að styrkja sælgætisiðnaðinn. Jú, í hlut sælgætisiðnaðarins af allri þessari risafúlgu eiga að komast 20 milljónir í hvern framleiðnisjóð, — segi og skrifa 20 milljónir. „Nú blása naprir vindar haustsins um stræti og torg, þar sem við setjum alfræðingu andans, akademiu alþýðunnar niðri 1 Austurstræti, 1 höm undir grágrýtisvegg bankans 1 ilmandi lykt frá moðsuðu pylsuvagnsins”. nú og því bitnar skattagleðin nú í meira mæli en nokkru sinni áður á alþýðunni. Pyntingartækin heita skattvísitala og hækkuð prósenta sveitarfélaga. Þau eru engu betri en glóandi klípitengur og þumalskrúfur rannsóknarréttarins. Nú leggjast skattarnir þyngst á konur, einstæðar mæður, börn og okkur smælingjana. Nú verðum við að grípa til okkar ráða og stofna frjáls verkalýðsfélög fátæks fólks. Óháð verkalýðsfélög, barnfóstra laus undan rikisatvinnu- rekendastjórnsýslu BSRB — böðla- svipa ríkis og bæja. Óháð verkalýðs- félag mæðra, óháð verkalýðsfélag barna. Svo gera þau sumardaginn skattkúgunar, sem drepur niður alla atorku og lifskraft, allt réttlæti og gleði, þar sem blómin visna og fugl- arnir hætta aðsyngja. Hvað skyldi t.d. óháð stéttarfélag barna og annarra sælgætisunnenda segja við síðustu kveðjunni frá hinum skattglaða ráðherra? 40% aukatollur á útlent sæjgæti til að styrkja innlendan sælgætisatvinnuveg. En sé málið athugað nánar, er það allt annað sem vakir fyrir hinum skatt- grimma ráðherra, það er bara að seilast í meiri og meiri peninga í óseðjandi ríkiskassann. Óljúgfróður maður hermir, að með þessari skatta- hækkun á sælgæti muni velta árlega i Tilgangurinn er því auðsær, það er ekki verið að styðja neinn atvinnu- veg, heldur verið að skattkúga börn. Á þeim degi urðu þeir Ragnar og Heródes barnamorðingi vinir. — Samt er það rétt hjá ykkur, kæru lærisveinar að við megum ekki einblína um of á hinar dökku hliðar, mælti meistari Tesi, bretti upp á nefið og skinnið á skallanum og spennti út bláa skeggbroddana, um leið og hann stóð upp. — Það er nú t.d. þessi skínandi bjarti pulsuvagn, hann er þó alltaf eins og sólskins- bletturístræti. Stendur ekki sjálfur pulsuprinsinn í afgreiðslunni, hermannlegur að

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.