Dagblaðið - 19.09.1980, Page 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBF.R 1980.
Coca Cola-keppniní
hefst á morgun
Elzta opna mótið í golfi, Coca C'ola-keppnin,
verður haldin á Grafarholtsvellinum um helgina. Er
þetta i 20. skipti, sem mótið er haldið og er búizt við
að þátttakendur verði hátt á annað hundrað. Rétt ;
til þátttöku hafa allir karlar með 23 eða minna í for-i
gjöf og allar konur með 29 eða minna i forgjöf.
Skráningu í keppnina lýkur í dag kl. 18 en hún fer
fram hjá Golfklúbbi Reykjavikur í síma 84735. Ræst;
verður út báða dagana klukkan 8 að morgni ogi
verða rástímar tilbúnir í kvöld, en þrír keppendur
verða ræstir út íéinu.
-SA.
Maraþonhlaup
frá Kambabrún
Haustmaraþonhlaup fer fram laugardaginn 4.
október og verður þá hlaupið frá Kambabrún til
Reykjavíkur. Vmsir af helztu hlaupurum landsinsl
taka þátt í þessu maraþonhlaupi, sem er hið fyrsta,|
sem fer fram hérlendis í langan tíma, en ástæða cr fil
að skora á alla langhlaupara að vera með.
Skráning fer fram í síma 16371 alla virka daga til
26. þessa mánaðar, en fundur með þátttakendum
verður síðan haldinn mánudaginn 29. september í
matstofu NLEÍ að Laugavegi 20B. Að hlaupinuj
standa íþróttafélag Reykjavíkur, Hlaupaklúbbur Sri
Chinmoy og Náttúrulækningafélag íslands.
A-stigs námskeið
í körfuknattleik
Menntunardeild körfuknattieiksins heldur þjálf-;
aranámskeið, Á-stigs námskeið, í Reykjavík dagana^
20. og 21. september. Léiðbeinandi á námskeiðinu
verður Einar Bollason, landsliðsþjálfari. Allar frek-,
ari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu KKÍ í síma
85949 á venjulegum skrifstofulíma, en þátttöku skal|
lilkynna á sama stað i síðasta lagi i dag.
Úrslit í 3. deild kl.
14 á sunnudag
Úrslitaleikurinn í 3. deild verður leikinn á Laug-j
ardalsvelli á sunnudag og eigast þá við Reynir Sand-
gerði og Skallagrímur Borgarfirði. Hefst leikurinnj
kl. 14. Reynir sigraði örugglega í sínum riðli í úr-|
slitakeppninni, en Skallagrímur komst í úrslita-
ieikinn, þar sem liðið hafði hagstæðari markatölu en!
hin liðin i riðlinum, Tindastóll og Grindavík. Án efa
verður hart barizt á sunnudag, en hvernig sem!
Icikurinn fer leika bæði liðin í 2. deild næsta ár, þvíj
tvö lið færast milli deilda.
Exeter bætti
sjgri í sarpinn
Nokkrir leikir voru háðir í ensku deildakeppninní
í fyrrakvöld, en vegna þrengsla í blaðinu í gærj
gátum við ekki birl úrslitin. En betra erseint en aldFÍi
og hér koma þau:
3. deild
ExeterCity-Fulham 1—0:
Reading-Plymouth Argyle 1—l1
4. deild
Bradford-Nothamton 3—1
Herford-Rochdale 3—0
‘Lincoln-Aldershot 0—lí
Dómaranefnd HSÍ!
boðar námskeið
Námskeið fyrir Landsdómara í handknattleik
hefsl föstudaginn 26. sepfember kl. 14. á Hótel Loft-
leiöum. Leiðbeinandi verður Carl E. Wang,for-
maður dómaranefndar IHF. Öllum þjáífurum deild-
arliða er einnig boðin þátttaka og eru þeir hvattir til
að mæta. -
KA varð
Akureyrarmeistarir
KA vann Þór 3—2síðari leik liðanna í Akureyrar-I
mótinu i knattspyrnu í fyrrakvöld". KA vann fyrrl*
leik liðanna með sömu markatölu og telst því Akur-j
eyrarniei'tari 1980.
Öll mörk leiksins voru skoruð t fyrri hálfleik, sem|
var mjög fjörugur og skemmtilegur. Hafþór Hegla-
son skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Þór, en þeir*
Óskar Ingimundarson og Gunnar Gíslason breyttu;
stöðunni í 2-1 fyrir KA. Árni Stefánsson jafnaðij
metin fyrir Þór, en á 40. mínútu skoraöi Eyjólfur
Ágústsson sigurmark leiksins úr vítaspvrnu. í síðari
hálfleik datt leikurinn nokkuð niður, en hann var í;
heildina góður ogjafnlefli hefðu verið sanngjöm úr-
slit.
- Gsv.i
Valur og KR háðu marga skemmtilega
hildi í körfunni í fyrravetur og þessi
mynd er einmitt úr leiknum sem dró að
.lóhannes Eðvaldsson er hér í búningi
Celtic, þar sem ha.nn átti sín beztu ár í
knattspyrnunni.
sér 1400 manns. KKÍ á nú í „strögli”
með ÍBR vegna Laugardalshallarinnar
og telur að með dræmum undirtektum
séu ÍBR hreinl <>g beint að leggjast gegn
íþróttinni.
„BEIN ANDSTAÐA VIÐ
KÖRFUKNATTLEIKINN”
— sagöi Stefán Ingolfsson formaður á blaðamannafundi í gær vegna viðbragða
ÍBR við óskum um fleiri tíma til handa körfuboltanum í Höllinni í vetur
„Við ætlum okkur ekki að fara að
bera okkur saman við handboltann —
höfum aldrei gert það — og munum
ekki gera. Við viljum veg hans sem
mestan, rétt eins og veg okkar íþrótt-
ar,” sagði Stefán Ingólfsson, formaður
Körfuknattleikssamhands íslands, á
blaðamannafundi er sambandiö boð-
aði til í gærdag. Ástæðan fyrir boðun
fundarins var að vekja máls á þeim
sofandahætti sem ríkt hefur af hálfu
IBR í garð sambandsins. Þrátt f.vrir
margítrekaðar fyrirspurnir hafa enn
ekki borizt nein skrifleg svör varðandi
beiðnir KKÍ og félaganna Vals, KR og
IR um heimaleiki sína í Laugardalshöll-
inni í vetur.
,,Ég get ekki skilið þessi vinnubrögð
á annan hátt en þann að þeir hjá ÍBR
vilji sem minnst af okkur vita,” sagði
Stefán ennfremur. „Við niðurröðun í
keppnissali í vetur var Val úthlutað 5
leikjum, KR 4 og ÍR 1 leik. ÖIl félögin
sóttu upphaflega um alla sina heima-
leiki i höilinni en munu nú, að því er
bezt er vitað,- vera reiðubúin til að
fallast á að fá 6 heimaleiki hvert í
Höllinni. Eftir þvi sem þeir KKÍ-menn
segja var þeim tjáð að til þess að leikir
fengjust leiknir í Höllinni yrðu að hafa
verið a.m.k. 300 áhorfendur á tilsvar-
andi leik árið áður. Samkvæmt þessu
hefðu leikirnir átt að vera 11 því
áhorfendur voru yfir 300 i ellefu
Ingimar og félagar
í Helsingör höf nuðu
í þriðja sætinu
Ingimar Haraldsson, fyrrum leik-
maður Hauka, var í sviðsljósinu um sl.
helgi með liði sínu, IF Helsingör, er
hann og félagar hans tóku þátt í 48
stunda móti sem haldiö var i Vásteraas
i Svíþjóð. Alls tóku 16 liö þátt í mótinu
og hafnaði Helsingör í 3. sæti. Sigur-
vegarar urðu sænsku Allsvenskan-liðið
Heim.
Leikið var í fjórum riðlum og vann
Helsingör alla leikina í sínum riðli.
Danska liðið Sanna 19—18, LUGI
17—16 og síðán gestgjafana Vasteraas
14—13. í milliriðlinum gerði Helsingör
fyrst jafntefli við Kroppskultur, lið sem
komst upp í Allsvenskan á siðasta
keppnistímabili 17—17, vann síðan
Helgingfors 28—16, en tapaði svo fyrir
Heim 18—26.
Mörg þekkt lið s.s. Drott, Hellas,
Lugi, Saga, Heim, Helsingör, o. fh
tóku þátt í mótinu svo og GUIF, sem
Andrés Kristjánsson kemur til með að
leika með í vetur. Hann er enn ekki
farinn út til Sviþjóðar en mun fara um
mánaðamótin.
Ingimar er tiltölulega nýbyrjaður að
æfa með Helsingör-liðinu en lék engu
að síður með í fjórum leikja liðsins. í
spjalli við Dagblaðið sagði hann
keppnina hafa verið geysilega erfiða
því liðið lék 6 Ieiki á aðeins 48 stundum
Búbbi varð
markahæstur
Jóhanncx Eðvaldsson sem leikur
með handariska félaginu Tulsa
Roughnecks var í lok keppnislíma-
hilsins hjá félaginu kjörinn bezti leik-
maður þess. Var það vissulega rós í
hnappagalið hjá honum því hann varð
einnig markahæsli maður liösins þó
svo að hann léki slöðu miðvarðar.
Tulsa hóf timabiliö af miklum krafli en
dalaði svo verulega er á leið og há-
markið var 1—8 skeliur gegn Cosmos
er Chinaglia skoraði 7 mörk.
-SSv.
og var leikið á öllum mögulegum tím-
um sólarhrings, m.a. fóreinn leikurinn
fram kl. 5 að morgni. -SSv.
tilvikum í fyrra.
Þessi bið eftir svörum hefur gert það
að verkum, að KKÍ hefur orðið að
fresta útgáfu leikjabókar um einar 3
vikur og verður ekki tilbúin fyrr en i
næstu viku. Að sögn Stefáns var það
ætlun KKSÍ að reyna að skera niður
reksturskostnað sinn í ár en ekki
gengur það eifiðleikalaust með slíku'm
seinagangiaf hálfu ÍBR.
„RAKARINN” SIGR-
AÐI „BAKARANN”
— firmakeppng GS lauk á miðviku-
dagskvöldi með æsispennandi keppni
Það var „rakarinn" eins og Hörður
Guðmundsson er kallaður á meöal
klúbbfélaga sinna í Golfklúbbi Suðíir-
nesja sem bar sigur úr býtum í firma-
keppni GS sem lauk í fyrrakvöld. Rélt-
ara er þó að segja að það hafi verið
Rakarastofa Harðar Guðmundssonar,
sem sigraði þ'ví um firmakeppni var að
ræða. Keppt var með hoiukeppni-fyrir-
komulagi og í úrslitunum sigraði „rak-
arinn” „bakarann” eða Gunnars-
bakarí. Fyrir „rakarann" keppti
Magnús Jónsson en fyrir „bakarann”
Sigurður Alberlsson.
Jafnir I 3.—4. sæti urðu svo Páll
Ketilsson, sem keppti fyrir Smith og
Norland, og Marteinn Guðnason, sem
keppti fyrir Njarðvíkurbæ (aiian eins
og hann lagði sig). Alls voru eitt
hundrað fyrirtæki, sem tóku þátt í
keppninni og var hún mjög skemmtileg
og vel heppnuð.
Um sl. helgi fór fram tvímennings-
keppni og var leikinn „greensome”,
þ.e. tveir léku með einn bolta. Var
dregið saman í pör og öllum á óvart
voru það nýliðarnir Rósant Aðalsteins-
son og Geirmundur Sigvaldason, sem
sigrðu á 71 höggi nettó. í 2. sæti urðu
þeir Magnús Jónsson og Ástþór Val-
geirsson á 72 höggum nettó og í 3.
sætinu urðu þeir félagar Garðar
Jónsson og Annel Þorkelsson á 73
höggum nettó.
Á morgun verður flaggakeppni h'já
GS en þar fá menn í nesti SSS vallarins,
sem er 70, að viðbættri eigin forgjöf.
Siðan er slegið eins og menn komast í
sinum höggafjölda og þegar ekkert
högg er eftir I pokahorninu stinga þeir
niður flaggi til merkis um endanlegan
ákvörðunarstað boltans.
- SSv.
A fundinum í gær voru lagðar fram
tölur um áhorfendafjölda í úrvals-
deildinni í fyrra. Ekki lágu fyrir tölur
úr Njarðvík og íþróttahúsi kennarahá-
skólans. Meðalaðsókn að leikjum KR,
Vals, ÍR og Fram var í fyrra 330,7
áhorfendur en til gamans má geta þess
að fyrir þemur árum var meðaltalið 40
á leik! í Njarðvík er ekki fjarri lagi að
áætla meðaltal áhorfenda á bilinu
400—450 manns. Hins vegar hafa
áhorfendur vart verið yfir 150 að
meðaltali í kennaraháskólanum. Gott
dæmi um þá aukningu áhorfenda sem
orðið hefur í körfuknattleiknum er
leikur KR og Vals haustið 1978. Þann,
leik sáu 400 manns. í fyrrahaust sáu
þann leik 1400 manns og á 4 viðureignir
liðanna í fyrra komu að meðaltali 737
manns. Aðsóknin í 1. umferð mótsins í
fyrra var að meðaltali 430 manns.
„Við höfum aldrei fengið nein rök
frá ÍBR varðandi úthlutunina og það
virðist engin ákveðin stefna hafa verið
mörkuð hjá ÍBR varðandi úthlutun
tíma til einstakra íþróttagreina,” sagði
Stefán. ,,Er naumast hægt að Iesa
annað en beina andstöðu við
körfuknattleiksíþróttina af undir-
tektum ÍBR,” sagði Stefán.
-SSv.
Blaklandsliðið æfði af fullum krafti i tþróttahúsi Háskólans.
DB-mynd Ragnar Th.
Víkingamir út en Stef-
án Konráðsson er heima
Borðtennisdeild Víkings hefur ráðisl í
það slórvirki að senda lið sitt lil þáll-
töku í Evrópukeppni félagsliða í borð-
tennis þótt bezli maður félagsins,
Slefán Konráðsson, geti ekki komizt
með til að keppa vegna vinnu sinnar.
Víkingarnir Hilmar Konráðsson,
Kristján Jónasson, Þorfinnur Guð-
mundsson og Kjartan 'Ingason (vara-
maður) héldu út til Bergen í morgun
til keppni við norska félagið Heraas.
Fer leikur liðanna fram í kvöld kl. 18 í
Bergen og verður þetta þvi- strembið
fyrir Vikingana því þeir koma ekki til
Bergen fyrr en kl. 151 dag. KR átti rétt-
inn til að taka þátt i keppninni í ár en
nýtti hann ekki. Aðeins einu sinni áður
hefur íslenzkt félagslið ráðizt i þátttöku
í Evrópukeppni en það var 1977 er KR-
ingar reyndu fyrir sér. -SSv.
Blaklandslið í vígahug
— halda í viku í æfingabúðir fyrír NM í Finnlandi
Islenzka landsliðið i blaki undirbýr
nú af krafti þátltöku sína í Norður-
landamótinu sem fram fer í Finnlandi
dagana 3.-5. október. Liðið hefur æft
vel að undanförnu undir sljórn
Kínverjans Ni Fongguo.
íþróttir
Reykjavíkur-
mótið-
í handbolta
Vikingur sigraði ÍR í Reykjavíkur-
mótinu í handbolta í gærkvöldi. Úr-
slitatölurnar urðu 29—22: KR-ingar
báru sigurorð af Ármenningum, 29—
21, og að lokum lauk leik Fram og
Þróttar með sigri Þróttar 24—22.
Liðið mun halda út föstudaginn 26.
september til Svíþjóðar þar sem það
mun dvelja í æfingabúðum fram að
mótinu. Þar munu þrír íslendingar sem
leika með erlendum liðum bætast í
hópinn. Þeir eru Kristján Óskarsson
sem leikur í Svíþjóð (áður Þrótti),
Tómas Jónsson sem leikur með KFUM
Ósló og Böðvar Sigurðsson sem er við
nám í Kaupmannahöfn.
Blaksambandið er eins og fleiri
íþróttasamtök ekki of fjársterk og því
þurfa leikmennirnir sjálfir að taka á sig
verulegan hluta af ferða-
kostnaðinum eða um 150 þúsund á
mann.
Nokkrir leikmenn sem upphaflega
voru valdir í landsliðshópinn gefa ekki
kost á sér til fararinnar. Ber þar fyrst
að telja Þróttarana Valdemar Jónasson
og Benedikt Höskuldsson. Benedikt er
farinn til Bandaríkjanna í nám en
Valdemar stendur í íbúðakaupum og
treystir sér ekki til að fara. Framarinn
Baldur Tumi Baldursson er í erfiðum
prófum í læknisfræði og ákvað því að
sleppa landsliðinu í bili.
Þrátt fyrir þessa blóðtöku er óhætt
að fullyrða að blaklandsliðið hafi
aldrei verið sterkara. Engu að síður er
það óiiklegt að þvi takist að vinna leik
en það hefur aldrei gerzt á Norður-
landamóti. Reyndar þætti það mjög
góður árangur ef liðinu tækist að vinna
hrinu og er vonandi að svo verði.
-KMU.
Panathinaikos
rak stjórann
Framkvæmdastjóri gríska félagsins
Panalhinaikos Ronnie Allen var rekinn í
gærkvöldi, eflir 0-4 tap liðsins fyrir
Juvenlus í UEFA-keppninni í fyrra-'
kvöld. Talsmenn Panathinaikos sögðu
að þeir leldu Allen einan bera sök á
hinu. mikla tapi og var honum því
skipað að laka pokann sinn og hafa sig
á burl. Allan lék fimm landsleiki fyrir
England á árunum 1952—55, en hann
lék með félaginu WBA.
ARGENTINA
Osvaldo Ardiles Huracan
; Ricardo Villa fíacing
! Alex Sabella River Plate
Sheff. Utd.
. Claudio Marangoni San Lorenzo
! Pedro Verde Hercules/1
II
Spurs
Spurs
Sheff. Utd.
Leeds
Sundertand
Sheff. Utd.
£325,000
£375,000
£80,000
£400,000
£320.000
Free
BELGIA
1 Roger Van Gool fT Cologne Coventry £250,000
Johnny Ostergaard Ikast
Viggo Jacobsen Kestrup
DANM0RK
Charlton
Charlton
£40,000
combined
FINNLAND
Pertti Jantunen IFK Eskiltuna
Bristol C.
£95,000
HOLLAND
Frans Thijssen FC Twente
Arnold Muhren FC Twente
Loek Ursem AZ '67
Pat Van den Hauwe JJemfernmnde
_______________C'________i :
Ipswich
Ipswich
Stoke
Birmingham
£200,000
£200,000
£60,000
£100,000
ISRAEL
Avi Cohen
Moshe Garayani
Maccabi Tel Aviv Liverpool
Maccabi Netanya Brighton
£200,000
£40,000
35 ÚTLENDINGAR FRÁ11LÖND-
UMIEKA MED ENSKUM UDUM
Frá því enska knattspyrnusambandið
aflétti banni sínu á kaupum enskra liða á
erlendum leikmönnum fyrir tveimur ár-
um hafa 35 útlendingar verið keyptir til
Englands. Toltenham Hotspur reið á
vaðið, er það keypti Argentínumennina
Osvaldo Ardiles og Ricardo Villa í júlí
1978. I dag leika útlendingar méð 14 af
22 liðum í 1. deild og með sanni má segja
að útlendingarnir setji sinn svip á deilda-
keppnina.
Eins og gerist og gengur hefur sumum
gengið erfiðlega að festa sig í sessi,
meðan aðrir hafa blómstrað. Sem dæmi
um leikmenn af fyrrnefnda taginu má
nefna Argentínumanninn Alberto Taran-
tini, sem lék með Birmingham. Hann
náði aldrei að sýna sinar beztu hliðar og
var á endanum seldur aftur lil Argentínu.
Aðrir hafa reynzt reyfarakaup, svo sem
Argentínumennirnir hjá Tottenham, og
hollenzka parið hjá Ipswich, Frans Thijs-
sen og Arnold Múhren.
Flestir útlendinganna koma frá Júgó-
slavíu, eða 10, og leika með ekki ófræg-
ari liðum en Manchester United, Man-
chester City og Southampton. Athygli
vekur. að þrír leikmenn frá Norðurlönd-
unum eru skráðir leika með enskum
deildafélögum, tveir hjá Charlton og
koma báðir frá Danmörku, og einn með
Manchester City og er sá Svíi.
Efiaust munu njósnarar og útsendarar
ensku félaganna beina augum sínum æ
oftar yfir Ermarsundiðí leit sinni að efni-
legum leikmönnum og sjálfsagt verður
þess ekki langt að bíða að íslenzkir leik-
menn geri samning við ensk félög.
Samkvæmt reglum EBE er hæsta verð,
sem greiða má fyrir leikmann 500.000
sterlingspund og er þá átt við þegar leik-
maður er seldur frá einu landi til annars.
Verð á leikmönnum í Englandi er hins
vegar mun hærra, þeir beztu eru metnir á
eina og hálfa milljón sterlingspund, og
það er því mikill fjárhagslegur ávinn-
ingur fyrir ensku félögin áð kaupa sína
menn frá öðrum löndum. Báðir Hol-
lendingarnir hjá Ipswich kostuðu félagið
|aðeins 500.000 pund, en í dag gæti
félagið selt þá báða til annars ensks
félags fyrir fjórum sinnum hærri upp-
hæð.
Ljóst má því vera að útlendingunum í
Englandi á enn eftir að fjölga á komandi
mánuðum, en hér á eftir fer listi yfir þá
erlendu leikmenn er nú leika með enskum
liðum. Fyrst kemur nafn leikmannsins,
síðan fyrrverandi félag, þá núverandi
félag og loks kaupverðið.
Peter Borota, júgóslavneski markmaðurinn hjá Chelsea, hefur gert mikla lukku, enda þykir hann mikill „sýningamarkvörður”
og fellur æsileg markvarzla hans vel i kramið hjá áhorfendum á Stamford Bridge.
P0LLAND
Kazimierz Deyna Legia Warsaw Man. City £100,000
Tad Nowak Legia Warsaw Bolton £50,000
Ryszard Kowenicki Widzew Lodz Oldham £10,000
Adam Musial Arka Gydinia Hereford £4,000
SVIÞJOD
I Kurt Bergstrand Halmstad
Man. City
SVISS
Raimondo Ponte Grasshoppers N. Forest £230,000
URUGUAY
Rafael Villasanz Huelva
Wolves
£160,000
s
JUGOSLAVÍA
Petar Borota
Dragoslav
Stepanovic
Ivan Golac
Ivan Katalinic
Bosco Jankovic
Nicky Jovanovic
Raddy Avromovic
Raddy Antic
Dzemai Hadziabdic
Drazen Muzinic
Partizan
„Wormancia
Partizán
Hajduk Split
Partizan
Red Star
M.K. Rijeka
,Rea| Zaragoza
‘NeTénllostar
Hajduk Split
Chelsea
Man. City
Southampton
Southampton
Middlesbro'
Man. Utd. (
Notts. C.
Luton
Swansea
Norwich
00,000
£150,000
£50,000
£100,000
£80,000
£300,000
£100,000
£50,000
£160,000
£300,000
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
íþróttir