Dagblaðið - 03.10.1980, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1980.
Nefndafarganið er allt að drepa
— og alþingismennirnir að úrkynjast
Sigfús Steindórsson skrifur:
Karlinn togaði í kerlinguna,
kerlingin togaði í rófuna, og ekki
kom kálfurinn. Mér dettur þessi saga
stundum i hug þegar eitthvað þarf að
sækja tii kerfisins, sérstaklega í
sambandi við byggingarfram-
kvæmdir.
Þeim fjölgar alltaf ar frá ári sem
leita þarf til. Það virðist ekkert mega
gera nema fá leyfi.
Ég ætla að taka lítið dæmi. Ef
bóndi þarf að byggja, til dæmis
íbúðarhús þarf hann að fá leyfi,
fyrst byggingarnefndar í viðkomandi
hreppi, jarðanefndar sýslunnar,
byggingarfulltrúa umdæmisins, land-
námsstjóra ef jörð hefur fallið úr á-
búð tvö til þrjú ár vcgnn sl.emra
Jhúsakynna.
Það er be/t að halda sig við
jnefndarfarganið, sumir halda að
Iþeim sé nú heldur að fækka en það ei
nú ekki, heldur er búið að skíra þær
tveimur nöfnum, nefnd og starfs-
Bréfritari telur alþingismennina vera að úrkynjast, ekki séu lengur stórmenni á borð við Ólaf Thors, Hermann Jónasson,
Bjarna Benediktsson og Jónas frá Hriflu á Alþingi. DB-mynd: Ragnar Th.
hópur og þá gjarnan fjölgað til að
mynda dálítinn hóp. I sumum tilfell-
um eru þetta hálfgerðir glópahópar.
Ég man eftir málshætti sem hljóðar
svo: því verr gefast heimskra manna
ráð sem þeir koma fleiri saman.
Virðist þetta nefnda- og starfshópa-
fargan vera ein hringavitleysa, manni
er þvælt á milli nefnda og starfshópa.
Nei, þetta má ekki, það verður að fá
leyfi hjá hinum og þessum. Þetta
líkar mér ekki, ég held að Íslendingar
séu að úrkynjast, örugglega alþingis-
mennirnir, þeir virðast ekkert þora
að gera sem gagn er að. Það var
munur um það leyti sem afi minn var
á þingi, og þar nokkru á eftir. Þá sátu
menn á þingi sem eitthvað þorðu að
gera.
Og vil ég nefna nokkra þeirra:
Steingrímur Steinþórsson, Ólafur
Thors, Hermann Jónasson, Bjarni
Benediktsson, Eysteinn Jónsson,
Pétur Ottesen og síðast en ekki sizt
Jónas Jónsson, og fleiri væri ástæða
til að nefna en ég læt þetta duga. Það
hafa ekki komið menn á þing á móti
þessum gömlu kempum.
Hvernig getur sendinefnd
íslands atyrt Suður-Af ríku?
— þegar mesta atkvæðamisréttið er á Islandi
Viggó Oddsson, Jóhannesarborg,
skrifar:
Það er að vonum, að það er
aldeilis „hljóð úr horni” þegar fólk í
S. Afríku býsnast yfir því óheyriléga
misrétti sem er á mannréttindum og
atkvæðajafnræði sem áratugum
saman viðgengst möglunarlítið á
fslandi. Jafnvel svertingjar í
Rhodesiu hafa skotið Reykvikingum
ref fyrir rass fyrir löngu.
Hvítir ibúar S. Afríku eru um 5
milljónir, 3 millj. Búar, 2 millj. af
enskumælandi landnemum, frá
hundrað þjóðum eins og í USA.
Landinu er skipt í kjördæmi og eru
um tíu þús. atkvæði fyrir hvern þing-
mann. í stað þess að fjölga þing-
mönnum er sumum kjördæmum
lokað og ný stofnuð með breyttum
landamærum. Hér eru einmennings-
kjördæmi, sem skerða fjölda
klofningsflokka sem engu geta
breytt. Þetta fyrirkomulag gæti bætt
úr öngþveitinu á fslandi, án fjölgunar
þingmanna.
Að líkja misréttinu á fslandi við
það sem skeður í S. Afríku finnst
ókunnugum nokkuð langt gengið. f
H
Teppið sem þessir svertingjar i gervi-
ríkinu Lesotho hafa um sig er ekki
aðeins notað sem yfirhöfn heldur er
það einnig stöðutákn.
USA er ftali bara Ameríkani,
svertingjar eru líka Ameríkanar; en í
USA eru bara engir svertingjar nema
þeir sem gista hjá SÞ. Aliir
svertingjar í USA eru kynblendingar,
sem er óþolandi þjóðflokkur í allri
Afríku í heild og fyrirlitinn, þetta
innifelur hinn kunna Andrew Yong,
slettireku Carters forseta. í S.Afríku
eru milljónir svertin'gja frá öðrum
löndum og því rangt að þeir hafi
tvöfaldan kosningarétt, einn í sínu
útlandi og annan í viðbót í S. Afríku.
3 landnámsþjóðir svertingja í SA
hafa fullt sjálfstæði frá S. Afríku og
nr. 4, Ciskei hefur óskað eftir sjálf-
stæði (á stærð við Danmörk) og ég er
að kortleggja landnám Zulu-negra
við Indlandshaf, mörg hundruð kort-
blöð; eftir 3 ár, ef ég þekki rétt,
munu þeir vera fimmta blökkuþjóðin
með fullt sjálfstæði og því ekki
hluthafi í þingi hvítra manna í S.
Afríku. Svo einfalt er þetta í stórum
dráttum — og óviðkomandi mis-
réttinu á íslandi. I S. Afríku eru
lýðræðisöflin daglega að breyta góðu
landi í betra, á meðan hjakkar ajlt í
sama sporinu á Islandi, nema að vagn
jafnréttisins sekkur dýpra og dýpra í
fen misréttis og afturhalds, enginn
hjálpar til að ýta.
Hér er við ramman reip að draga,
hvernig sem ég hefi skammast í 20 ár
og fengið tugi greina á prent, virðist
ekkert ganga. Hvernig getur
sendinefnd ísland hjá SÞ atyrt S.
Afríku, þegar eitt mesta atkvæða-
svínari í öllum heiminum viðgengst á
Islandi? Svertingjar i Rhodesiu þoldu
ekki misréttið og kalla landið
Zimbabwe eftir brevtingarnar. Hvers
konar aumingjar eru Reykvíkingar
og þeirra þingmenn, þessir
gerivmenn sem tútna út af sköttum
þessa þrælahverfis? Atkvæðamisrétti
i alþingiskosningum kostar þéttbýlis-
fólk: tvöfalda skatta, þrefalda tolla
— og allt að tífalt hærra verð á land-
búnaðarvörum (úr fjárlögum).
Ógeðfelld framkoma
— gagnvart Fríhafnarstarfsmönnum
9317-9315 skrifar:
Ég vil mótmæla framkomu utan-
ríkisráðherra gagnvart starfs-
mönnum Fríhafnarinnar, Þetta er
ógeðfelld framkoma og hafi hann
skömm fyrir. Nú vita menn hverju
megi eiga» von á frá utanríkis-
ráðherra. Hann er ekki vinur vinn-
andi stétta og fólk mun
munaeftir þessu.
Kemur ekki til mála að veita
Gervasoni landvistarleyfi
— við eigum ekki að skipta okkur af innanríkismálum Frakka
Erlendur maður hefur beðizt
hælis hér á landi, ekki sem pólitiskur
flóttamaður heldur til þess að losna
undan herþjónustu í heimalandi sinu.
Mér finnst ekki koma til mála að
veita honum landvistarleyfi hér,
eingöngu af þeirri ástæðu að hann er
kominn til landsins á fölskum for-
sendum. Sú samúð sem er verið að
byggja upp til þess að hann fái hér
dvalarleyfi, er að mínum dómi all-
hæpin.
Við islendingar eigum máske gott
að hafa ekki hér í landi hérþjónustu,
en sinn er siður í landi hverju.
í síðari heimsstyrjöldinni var her-
skylda í öllum þeim löndum, sem
börðust á móti möndulveldunum og
þótti engum mikið, en nú er öldin
önnur.
Alls kyns friðarsveitir hafa verið
stofnaðir (líka á íslandi), og nú eru
allir á móti vopnaburði.
Sjálft Alþýðubandalagið hefur
haldið æsingafund um málið (ekkert
er því óviðkomandi) og skorað á
stjórnvöld að veita • Frakkanum
landvistarleyfi. Málið er bara ekki
svona einfalt.
Með þvi að skjóta skjólshúsi yfir
þennan mann erum við í raun og veru
að skipta okkur af innanrikismálum
Frakka, en það finnst mér ekki nógu
gott.
Frakkar hafa hjá sér herþjónustu,
hvort sem okkur líkar betur eða verr
þaö er þeirra mál en ekki okkar.
Þeir sem reyna að smeygja sér undan
þvi að ganga í herinn, sæta refsingu.
Það er líka mál Frakka.
Okkurþykirgott að hafa ekkj hér
herþjúnustu, en lofa öðrum að
berjast fyrir því frelsi sem okkur er
svo dýrmætt.
Það þyrfti svo sem enga her-
þjónustu í heimi hér ef Rússar stæðu
ekki gráir fyrir járnum og innlimuðu
ekki hverja þjóðina á fætur annarri i
Ráðstjórnarríkin, og þar með ógna
hinum frjálsa heimi.
í Rússlandi, sjálfu landi öreiganna
er herþjónusta, ekki til þess aö verj-
ast ásælni annarra þjóða heldur til
þess að sækja á og innlima hvert
landið á fætur öðru undir járnhæl
kommúnista. I Ráðstjórnarríkjunum
er að sjálfsögðu gífurleg hegning
fyrir það að svíkjast undan her-
þjónustu, að gerast liðhlaupi.
Refsingin mun vera liflát.
I Frakklandi mun hegning fyrir
hið sama langelsun í 20 ár og sýnist
nóg.
Mér datt þetta (svona) i hug.
SIGGI Flug.
7877—8083.