Dagblaðið - 03.10.1980, Blaðsíða 13
12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1980.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1980.
21
i
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
22ja manna lands-
liðshópur valinn
— sex leikmenn með erlendum
liðum gefa kost á sér í HM-leikinn
við Sovétríkin
Sex leikmenn, sem leika meft erlendum liðum,
hafa gefið kosl á sér í HM-leikinn gegn Sovélríkjun-
um i Moskvu 15. október næstkomandi. ÞaA eru
þeir Ásgeir Sigurvinsson, Standard Liege, Janus
Guðlaugsson, Fortuna, Teitur Þórðarson, Oster,
Þorsteinn Ólafsson, Gautaborg, Örn Óskarsson,
Örgryte, og Arnór Guðjohnsen, Lokeren, en hann
lék með liði sínu í Moskvu á miðvikudag. Átti þá
hörkustangarskot. Lokeren sigraði.
Þrír leikmenn, sem voru í landsliðshópnum i
Tyrklandi, eru ekki i 22ja manna hópnum nú Atli
Kðvaldsson, Dortmund, Bjarni Sigurðsson, Akra-
nesi, og Ragnar Margeirsson, Keflavík, sem tekur
þátt i unglingalandsleik.
I.andsliðsnefnd hefur valið 21 leikmenn i lands-
liðshópinn fyrir HM-leikinn — mun hafa samband
við einn ieikmann ÍBV síðar. 16 leikmenn fara til
Sovétrikjanna.
Auk atvinnumannanna sex eru í hópnum mark-
verðirnir Þorsteinn Bjarnason, ÍBK, og Guðmundur
Baldursson, Val. Aðrir leikmenn Marteinn Geirsson
og Trausti Haraldsson, Fram, Árni Sveinsson og
Sigurður Halldórsson, Akranesi, Guðmundur Þor-
bjömsson, Albert Guðmundsson og Dýri
Guðmundsson, Val, Lárus Guðmundsson og Jó-
hannes Bárðarson, Viking, Viðar Halldórsson og
Valþór Sigþórsson, FH, Sigurður Grétarsson,
Breiðablik og Sigurlás Þorleifsson, ÍBV. Flins og
áður segir verður 22. maðurinn valinn síðar eða eflir
að Vestmannaeyingar koma heim.
Atli Eðvaldsson getur ekki leikið i Moskvu þar
sem lið hans leikur við Hamburger SV sama dag. Þá
var ekki leitað til Péturs Péturssonar, Feyenoord, en
hann gekkst undir uppskurð nýlega.
-hsim.
Sterkt unglinga-
lið gegn Skotum
Mánudaginn 6. okt. nk. kl. 16.30 leikur island
gegn Skotlandi unglingalandsleik á Laugardaisvelli.
Landsleikur þessi er liður í Evrópukeppni unglinga-
landsliða 16—18 ára, en úrslitakeppnin fer fram i
V.—Þýzkalandi 25. maí til 3. júni 1981 og taka 16
lið þátt i úrslitum mótsins.
Lið Skota er væntanlegt til landsins n.k. sunnudag
en leikmenn þess eru allir nú þegar atvinnumenn hjá
enskuni ogskozkum knatlspyrnufélögum. i
Valdir hala verið 16 leikmenn, sem leika n.k.
mánudag ogeru þaðeftirtaldir:
Markverðir: Hreggviður Ágústsson ÍBV., Halldór
Þórarinsson Fram. Aðrir leikmenn: Þorsteinn Þor-
steinsson Fram, Loftur Ólafsson, Fylki, Hermann
Björnsson Fram, Gísli Hjálmtýsson Fylki, Nikulás
Jónsson Þrótti, Sæmundur Valdimarsson ÍBK, Ás-
björn Björnsson, fyrirliði KA., Óli Þór Magnússon
ÍBK., Kjartan Broddi Bragason Þrótti, Trausli
Ómarsson UBK., Ragnar Margeirsson ÍBK., Kári
Þorleifsson ÍBV., Samúel Grytvík ÍBV., Bjarni
Sveinbjörnsson Þór. Þjálfari: Lárus Loftsson.
Dómari í leiknum er Mr. A. W. Grey frá Englandi
en linuverðir Arnþór Óskarsson og Óli P. Ólsen.
Þess má geta að siðari leikur þessara þjóða fer
fram i Glasgow í Skotlandi þann 16. okt. nk.
fslenzka unglingalandsliðið hefur síðan 1973,
komizt 5 sinnum i úrslit þessarar keppni og siðast
1978 en þá var úrslitakeppnin háð í Póllandi.
Síðastliðið ár lék fsland gegn Finnlandi. Unnu
Finnar fyrri leikinn hér heima 3-1, en ísland vann
síðari leikinn úti 2—0 og vantaði þá aðeins eitt niark
til að komast áfram.
Landsleikurinn á mánudag er 56. unglingalands-
leikur íslands.
NMTbíaki
hefst í dag
Blaklandsliðið leikur í dag sinn fyrsta leik í NM
'80, sem fram fer í Finnlandi nú um helgina. Liðið
hefur síðustu daga dvalið í æfingabúðum í
Linköbing i Svíþjóð og bættust þar þrír ,,út-
lendingar” við landsliðshöpinn. Landsliðið skipa
eftirtaldir leikmenn (landsleikjafjöldi fyrir aftan):
Guðmundur E. Pálsson, Þrótti, 31
Gunnar Árnason, Þrótti, 29
Indriði Arnórsson, ÍS 18
Tómas Jónsson, KFUM, Osló 16
Leifur Harðarson, Þrótti 16
Haraldur G. Hlöðversson, UMFL 14
Jason ívarsson, Þrótti 10
BöðvarH.Sigurðsson, USG 9
Hreinn Þorkelsson, UMFL 1
Kristján Oddsson, Berga VS 0
Sigurður Þráinsson, ÍS 0
Sigurður Guðmundsson, Vikingi 0
Sveinn Hreinsson, Þrótti 0
Þjálfari liðsins er Kínverjinn Ni Fonggou en í far-
arstjórn eru Friðbert Traustason formaður lands-
liðsnefndar og Kjartan P. Einarsson.
-KMU.
Bodgan Kowalczyk, Vikingsþjálfari, spenntur og ánægður i leiknum. Fjær
sést hinn sovézki þjálfari Vals. DB-mynd Sv. Þ.
Ali sigraður á rot-
höggi í fyrsta sinn
— þjálfari hans lét stöðva leikinn við Larry Holmes eftir tíundu lotu í nótt.
Ali þá greinilega sigraður maður en hann var aldrei sleginn niður íkeppninni
Heimsmeistarinn í þungavigt í hnefa-
leikum, Larry Holmes, varði titil sinn í
áttunda sinn í nótt í Las Vegas, þegar
hann mætti Muhammad Ali. Þjálfari
Ali, Angelo Dundee, neitaði að Ali
héldi áfram eftir tíundu lotuna — og
hringdómarinn Richard Greene til-
kynnti þá þegar lok leiksins, sem átti að
standa i 15 lotur. í metabókunum
verða úrslitin skráð sem rothögg i
tíundu lotu. Ali, sem þrívegis hefur
unnið heimsmeistaratitilinn, tapaði þvi
leik í fjórða sinn á löngum og litríkum
ferli. Honum tókst ekki — 38 ára að
aldri — að endurheimta titilinn i fjórða
sinn. Mikil læti urðu á leikstaðnum,
þegar Dundee ákvað að stöðva leikinn
— Ali sat á stól í horni sínu, greinilega
sigraður maður. Hann hafði aldrei átt
möguleika gegn Holmes — ekki keppt
í tvö ár. Hann lék varnarleik frá
byrjun, lá i köðlunum. Dansaði þó um
hringinn tvisvar-þrisvar sinnum eins og
hann gerði með árangri á veldisdögum
sínum. Holmes, sem í fjögur ár var
æfingafélagi (sparring-partner) Alis og
hefur ekki tapað leik sem atvinnu-"
maður, var nærri því að slá Ali út í
lciknum i nótt. „Balíinu er lokið"
sagði Dundee eftir leikinn og greinilegt
á honum, að Muhammad Ali hefði
keppt í síðasta sinn í hringnum.
Holmes — 31 árs — sótti mjög í
ieiknum en með góðri vörn tókst Ali að
verjast hættulegustu sóknarlotum
hans. Aldrei rothögg í leiknum en litlu.
munaði að AIi félli i áttundu lotu, |
þegar tvö þung krosshögg Holmes^
lentu á höfði hans. Þá „hengdi hanr '
hausinn” greinilega dasaður og
Holmes, léttur og ákveðinn eins og í
fyrstu lotunni, lét tvö vinstri handar
högg fylgja. Þau særðu Ali, sem var
orðinn mjög þreyttur.
í tíundu lotunni og þeirri síðustu
lamdi Holmes AIi miskunnarlaust og
var þá um litla vörn að ræða hjá
meistaranum mikla. Sjö mikil högg
lentu á höfði hans en þegar Ali fór í
horn sitt í lok lotunnar bjóst enginn við
því að Ali væri að tapa á rothöggi í
■ fyrsta sinn á ferlinum, sem spannar 20
ár og yfir 60 leiki. Hann sat áfram í
horninu þegar bjallan hringdi og mikil
læti urðu meðal 24.780 áhorfenda i
Cæsars-íþróttahöllinni. Ali hafði beðið
skipbrot — taktik hans hafði mistekizt.
Holmes var óþreyttur, þó mörg hafi
högg hans verið i leiknum. Fleiri, sem
misheppnuðust en lentu á mótherj-
anum, þó nákvæmni hans yrði meiri
eftir því, sem á leikinn leið. Reiknað
hafði verið með því að Ali myndi reyna
skyndisóknir, sem stæðu í 30—40
sekúndur en þær komu aldrei. Barizt í
mesta lagi í tíu sekúndur í einu —
bakkaði svo í kaðlana. í níundu lotu
fékk Ali á sig fleiri högg en nokkru
sinni áður i leiknum — einmitt í þeirri
lotunni, sem Ali hafði fyrir leikinn sagt
að hann myndi sigra Holmes í og vinna
heimsmeistaratitilinn i fjórða sinn. Það
voru stór orð en ekki munaði þá miklu
að Ali sjálfur félli. Sú tíunda var
einstefna — síðan búið.
Að mali fréttamanna ein sorglegasta
stund í sögu hnefaleikanna. Ferli
VIKINGSSIGURIÆSILEIK
— Víkingur sigraöi Val 16-15 í fyrsta leik liðanna á íslandsmótinu í handknattleik
„Þetta var ótrúlega spennandi
leikur — maður er enn utan við sig. Ég
er mjög ánægður með hvað Vikings-
liðið tók sig á eftir heldur slaka byrjun.
Sigurinn var sætur og mun virka sem
vitamínsprauta á mina menn,” sagði
Hannes Guðmundsson, liðsstjóri
Vikings, eftir að islandsmeistarar
Víkings höfðu hafið vörn sína á
meistaratitlinum í handknattleik með
eins marks sigri á snjöllum Valsmönn-
um í æsispennandi leik i Laugardals-
höllinni í gærkvöld. Úrslit 16—15 fyrir
Viking eftir að Valur hafði komizt i 4—
I í byrjun. Ef leikir íslandsmólsins
verða svona spennandi og vel leiknir i
vetur þarf ekki að efa að þeir verða vel
sóltir af áhorfendum. Þeir voru á
annað þúsundið i gær og hvatningar-
hróp þeirra og spenna var gífurleg alll
(il loka leiksins. Leikur, sem var mikil
auglýsing fyrir handknattleikinn — og í
lokin stóðu meistarar Víkings uppi sem
sigurvegarar. En þar mátti ekki miklu
muna. Æðisgenginn darraðardans á
fjöltim l.augardalshallarinnar loka-
sekúndurnar. Valsmenn með knöttinn
en tókst ekki að jafna.
Þremur mínútum fyrr hafði þó
stefnt i öruggan Víkingssigur. Staðan
16—13 fyrir Viking en Valsmenn voru
ekki á þvi að gefast upp. Stefán Hall-
dórsson minnkaði muninn í 14—16,
síðan komst Bjarni Guðmundsson inn í
sendingu. Brunaði upp og skoraði,
15—16, og ein og hálf mínúta til leiks-
loka. Það fór greinilega um leikmenn
Víkings sent áhangendur þeirra á
áhorfendapöllum. Á lokamínútunni
skoraði Páll Björgvinsson að þvi er
virtist gott mark fyrir Víking. Karl
dómari Jóhannsson var á annarri
skoðun. Dæmdimarkið afogaukakast
á Víking. Valsmenn höfðu möguleika]
á að jafna og enn jukust möguleikar
þeirra, þegar Karl dómari vék Páli af
velli 15 sekúndum síðar. Valsmenn því(
einum fleiri síðustu 20 sekúndurnar en;
þeim tókst ekki að finna smugu i vörnj
Vikings. Leiktiminn rann út án þess aðj
þeir skoruðu — sigur VikingSj
staðreynd.
Þelta var mikið einvigi snjallra liðaj
— og það var lika mikið einvígi millil
landsliðsmarkvarðanna, Óla Ben. í!
Valsmarkinuog Kristjáns Sigurmunds-
sonar í Víkingsmarkinu. Þegar á heild-
ina er litið fór Kristján með sigur í því
einvígi og lagði þar með grunn að Vík-
ings^igrinum. Bogdan þjálfari faðmaði
hann líka innilega í leikslok. Báðir
vörðu mjög vel — Óli beinlínis lokaði
imarki sínu framan af. Dalaði nokkuð
er á leið. Kristján snjall allan leikinn,
varði m.a. þau viti, sem Valur fékk. í
allt 12 skot í leiknum — Óli Ben. 10.
Valsmenn hófu leikinn og fengu víti
á 2. mín. Kristján varði en Bjarni konr
Val í 1—0 á fimmtu mín. Páll jafnaði
fljótlega en síðan fylgdu þrjú Vals-
mörk, 4—1. Óli Ben. varði viti og
lokaði alveg marki stnu. Það var ekki
fyrr en á 16. mín. að stórskyttur
Víkings skoruðu sitt annað mark. Tvö
fylgdu fljótt áeftir, 4—4 eftir 20 mín.'
Jón Pétur kom Val í 5—4 — en Víking-
ur komst i fyrsta skipti yfir með mörk-
um Páls og Steinars Birgissonar. Aftur
jafnaði Jón Pétur en Þorbergur skor-
aði sjöunda mark Víkings beint úr
aukakasti eftir að leiktíma lauk. Frá
hliðarlinu — knötturinn lenti i stöng
Valsmarksins fjær og i mótstætt horn.
7—6 fyrir Viking i hálfleik.
Steindór Gunnarsson jafnaði fyrir;
Val á 34. mín., en siðan fóru Víkingarj
að síga fram eftir að jafnt hafði verið;
7—7 og 8—8. Víkingur komst i 12—8,
þegar 14 mín. voru .til leiksloka. Sigur
þeirra virtist að nálgast. Valur skoraði
en aftur komst Víkingur fjórunr
mörkunt yfir, 13—9. Tólf mín. eftir.
En þá náðu Valsmenn snjöllum leik-
kafla — skoruðu næstu fjögur mörk.
13—13 og spennan í hámarki. Loks
tókst Vikingum að skora hjá Val eftir
að hafa ekki skorað i sjö minútur. Árni
Indriðason viti — og Árni fylgdi því
strax á eftir með öðru nrarki af línu.j
Síðan skoraði Páll, 16—13 og öll nótti
virtist úti fyrir Valsmenn. En það var
ekki. Þeir minnkuðu muninn í eitt
mark og spennan var gifurleg í lokin
eins og áður er lýst. Afburðaskemmti-
legur leikur og ef svona heldur áfram á
Íslandsmótinu verður handknattleiks-
veturinn skemmtilegur fyrir áhorf-
endur.
Víkingssigurinn hékk á bláþræði í
lokin en maður undrast hvað Víkingur
hefur verið sterkur í haustleikjunum
eftir að hafa misst fjóra landsliðsmennl
í sumar. Liðið var ákaflega jafnt í
leiknum og alltaf keyrt á sömu sjö leik-
mönnunum. Kristján, Árni og Páll þó
beztir. Valsliðið er einnig ntjög sterkt
og á eftir að verða enn betra. Óli Ben.,
Bjarni og Steindór, sent gætti Þorbergs
mjögvel, beztir.
Mörk Víkings skoruðu Páll 5/1,
Steinar 3, Guðmundur Guðmundsson,
Þorbergur, Ólafur Jónsson og Árni tvö
hver. Allir útispijararnir skoruðu þvi.
Mörk Vals: Bjarni 4, Jón Pétur, Stefán
Halldórsson, Þorbjörn Guðmundsson
3 hver, Steindór 2.
Dómarar Karl og Óli Olsen. Valur
fékk 2 vítaköst. Kristján varði bæði frá
Stefáni Halldórssyni. Víkingur fékk 4
vitaköst, Óli Ben. varði tvö. Frá
Hafliða Halldórssyni og Þorbergi en
Páll og Árni skoruðu. Engum Vals-
manni var vikið af velli en fjórum
Víkingum í tvær min. hverjum, Þor-
bergi, Guðmundi, Steinari ogPáli. Það
hefði getað skipt sköpurn í svo jöfnum
leik.
-hsím.
hnefaleikamannsins glæsilegasta —
mesta hnefaleikara sögunnar að flestra
mati —var lokið. En náði því marki
sínu að vinna sér inn mikla peninga —
talið að hann fái um 12 milljónir
dollara fyrir keppnina, Holmes aðeins
fjórða hluta þeirrar upphæðar. Eitt-
hvað á þriðju milljón dollara. Enn
vildu allir sjá Ali í keppni — leiknum
sjónvarpað beint víða. 1
Ef við rennum aðeins yfir loturnar
tíu, þá hóf Holmes strax mikla sókn í I.
lotu. Ali hallaði sér i kaðlana og talaði
stöðugt við Holmes, Ætlaði greinilega
að sigra hann með munninum — brjóta
niður taugar þessa fyrrum æfinga-
félaga síns. Það heppnaðist ekki. Ali
varðist. Holmes hitti illa. Þó lota
Holmes..Af dómurum var Holmes tal-
inn sigra í átta Iotum. Þeir töldu þriðju
lotuna jafna — Ali hefði unnið á
stigum i þeirri sjöundu. í 2. lotu
byrjaði Holmes með fimm léttum
vinstri, reyndi síðan þrjú þung högg,
sem misstu marks — um.miðja lotuna
lét Ali hendurnar falla eins og hann
byði Holmes upp á að reyna að slá
hann í höfuðið. Holmes hitti Ali ekki i
tiu höggum t röð. í lok lotunnar tók
Holmes upp aðferð Alis — ræddi við'
hann í lokin. í 3. lotu dansaði Ali
um hringinn og kom fjórum höggum i
röð á Holmes, sem svaraði með ógn-
andi höggi, sem rétt missti kjálka Alis.
Jöfn lota — en í næstu þremur hafði
Holmes umtalsverða yfirburði. Ali
mest í köðlunum — og varðist nokkuð
vel. í þeirri 7. fór Ali allt í einu að
dansa og áðdáendur hans urðu bjart-
sýnir. Mikið vinstri handar högg Alis
lenti í maga Holmes og Ali skoraði
einnig stig með léttari höggum. Síðan
fór hann í kaðlana á ný en þetta var
lota Alis.
í þeirri 8. lenti strax mikið högg
Holmes á höfði Alis — og fleiri fylgdu
á eftir. Þau virtust þó ekki meiða Ali
en Holmes hafði mikla yfirburði. 1
þeirri 9. lentu þrjú hægri handar högg
Holmes á Ali, sem riðaði við og flúði í
hornið. Ali leið illa og svo virtist sem
Holmes ætlaði að ganga frá honum —
Ali reyndi hvað hann gat en allt kom
fyrir ekki. Sama í þeirri tiundu — síðan
leikslok.
-hsím.
Frá leik Demons og Pojaque. Atli Atlason er þriðji frá hægri I röndóttum búningi.
íslenzki neminn stjama
skólaliðsins í Santa Fe
—Atli Atlason skoraði fjögur mSrk í fy rsta knattspyrnuleik
sínum með menntaskólaliðinu í Santa Fe í Nýja-Mexíkó
„Nýi pilturinn i borginni er Atli
Atlason, sem kom til Sante Fe frá
íslandi. Hann hefur leikið knattspyrnu
frá þvi hann var smástrákur. Það er
aöalíþrótt hans og hann er góöur leik-
maöur. Hávaxinn og ræður ríkjum á
miöju vallarins, sem er þýöingarmikiö
fyrir okkur,” segir Martin Jacobson,
þjálfari Santa Fe skólaliösins í samtali
við dagblaðið New Mexican i Santa Fe
fyrst í september. Það er greinilegt að
Jacobson er ánægður með það, sem
hann hefur séð til Atla bætir blaöið
viö. The Dcmons, lið Sante Fe, vann
stórsigra í tveimur fyrstu leikjum sinum
i skólakeppninni. Atli Atlason skoraöi
fimm mörk í leikjunum.
Atli Atlason er að verða sautján ára,
sonur blaðahjónanna okkar ágætu hér á
DB, Önnu Bjarnason og Atla Steinars-
sonar. Hann hélt til Bandaríkjanna i
júní í sumar, og dvelur hjá systur sinni,
sem þar er búsett. Er í öðrum bekk
menntaskólans i Santa Fe en nemendur
þar eru fjögur þúsund. Mikill áhugi á
knattspyrnunni þar og það þarf því
hæfni til að komast í aðallið skólans.
Atli er yngsti maður liðsins — af
sautján leikmönnum. Hann lék með
yngri flokkum Fram hér heima — flutti
síðan i Mosfellsveit með foreldrum
sínum. Gerðist þá félagi í Aftureldingu
og hefur leikið þar við góðan orðslír
undanfarin sumur. Meiðsli komu i veg
Atli Atlason.
fyrir að hann væri valinn í drengjalandslið
íslands, 14—16ára.
The Demons leikur í I. deild skóla-
liðann.i í Nýja vlexikó — skipað mun
yngri lcikmönnuin en oftast áður, þar
sem margir þeirra, sem áður léku i lið-
inu, luku námi í Sante Fe mennta-
skólanum i vor og sumar. Það kom þó
ekki að sök í fyrsta leik liðsins í haust i
I. deildinni. Demons sigraði Pojoaque
Elks 18—0. Leikið var á nýjum leikvelli
í Santa Fe — Ivan Head Stadium. Atli
Atlason sló heldur betur í gegn í sínum
fyrsta leik með Demons. Var
markhæstur með fjögur mörk og átti
auk þess eina sendingu, sem gaf mark.
Hann var miðherji liðsins. Þrir
leikmenn skoruðu þrjú mörk hver.
Næsti leikur liðsins var við Santa Fe
Preparatory skólann og var nrikill
áhugi í borginni á þessari innbyrðis
viðureign skóla borgarinnar. En það
var sama sagan og í fyrsta leiknum —
Demons vann yfirburðasigur 9—1.
Atli skoraði eitt af mörkunum niu og
átti tvær sendingar, sem gáfu mörk.
Annar ungur piltur, nýkominn úr
drengjaliði skólans, Eric Malström, var
markhæstur með þrjú mörk. Ekki
höfum við fréttir af fleiri leikjum
Demons en greinilegt er af blaðaúr-
klippum, að Martin Jacobson, þjálfari
liðsins, er mjög ánægður með nemann
frá íslandi. -hsím.
KR skoraði aðeins 5 mörk
stðasta stundarfjórðunginn
—og Þróttur gekk á lagið og sigraði örugglega 27-19
.. ..... iiini iiiaaB—................................ im iiiMiffli. ir l.
Knötturínn á leið i stðng Valsmarksins og inn eftir aukakast Þorbergs Aðalsteins-sonar eftir að leiktíma lauk í fyrri
hÓlflpiL brumucLnt
Annað eins hrun og hjá KR-ingum í
leik liðsins á móti Þrótti i gærkvöldi
hefur ekki sézt lengi. Um miðjan síðari
hálfleik var staöan 17—15 fyrir Þrótt
og allt stefndi í æsispennandi loka-
kafia. En þegar hér var komiö sögu
brotnuöu KR-ingar alveg, og siöustu 15
minútur leiksins skoruöu þeir aöeins
fimm mörk, meðan Þróttarar gerðu 10
og lokatölur urðu 27—19 fyrir Þrótt,
eftir að KR hafði leitt í hálfleik 10—9.
Siðasta mark leiksins var einkar
glæsilegt, en það kom þegar 10
sekúndur voru eftir af leiknum. Ólafur
H. Jónsson henti þá boltanum inn í
vinstra vítateigshorn KR og þar kom
Páll Ólafsson aðvífandi, greip bolt-
ann á lofti og innsiglaði sigur Þróttar.
Þróttarar voru lengi að komast á
blað í upphafi leiksins, þeir skoruðu
sitt fyrsta mark á 7. mínútu, en þá
höfðu KR-ingar þegar gert tvö, staðan
2—1. Vesturbæjarliðið komst síðan í
4—1, en Þróttur náði að jafna á 19.
mínútu, 6—6. En aftur dó í sundur
með liðunum, KR-ingar voru sterkari í
fyrri hálfleik og þótt Þróttur kæmist
yfir 9—8, náði KR að skora tvö síðustu
mörkin í fyrri hálfleik. Markvarzlan í
fyrri hálfleik var mjög góð, markverðir
KR þeir Pétur Hjálmarsson og Gísli
Felix Bjarnason vörðu sitt vítið hvor,
og kollegi þeirra í marki Þróttar, Sig-
urður Ragnarsson varði eitt víti frá
Birni Péturssyni.
Eftir fjögurra mínútna leik í siðari
hálfleik höfðu KR-ingar náð þriggja
marka forystu, 13—10, en þeir
Sigurður Sveinsson og Páll Ólafsson
jöfnuðu metin, og gott betur, því Páll
kom Þrótti yfir, 14—13. Friðrik Þor-
björnsson jafnaði fyrir KR, 14—14 og
18mínútureftir. Næstu mínútur reyndu
KR-ingar að taka Sigurð Sveinsson úr
umferð og gafst það illa, því Þróttur
gerði næstu þrjú mörk, þar af Ölafur
H. Jónsson tvö af línunni, bæði eftir
línusendingar Einars Sveinssonar. Þor-
varður Guðmundsson gerði næsta
mark leiksins fyrir KR, 17—15 fyrir
Þrótt og þessi tveggja marka munur
hélzt fram á 20. mínútu, er Sigurður
Sveinsson óð í gegnum vörn KR og
skoraði rúeð hægri, 19—16 Þrótti i
vil. Rétt á eftir var Magnús Geirsson
rekinn út af í tvær mínútur og Þróttar-
ar léku því einum færri. KR-ingar
brugðu þá á það ráð að taka bæði
Sigurð og Pál Ólafsson úr umferð með
þeim árangri að Þróttur bætti enn við
tveimur mörkum án svars frá KR. KR-
ingar höfðu að vísu fengið ágætt tæki-
færi til að minnka muninn á 22.
mínútu, er liðið fékk víti. En Sigurður
markvörður gerði sér lítið fyrir og varði
sitt annað vítakast í leiknum, og að
auki annað skot í sömu sókn. Á 24.
mínútu kom Magnús Margeirsson
aftur inn á og hann byrjaði á því að
skora mark og breyta stöðunni í 23—
16. Það er ekki fyrr en á 26. mínútu
sem Konráð Jónsson nær að laga stöð-
una fyrir KR og þá voru liðnar átta
mínútur frá því KR-ingar skoruðu
síðast. Síðustu mínútur leiksins juku
Þróttarar enn forskot sitt og er upp var
staðið munaði átta mörkum, 27—19.
Lið Þróttar lék þennan leik mjög
vel, vörnin var þokkaleg, en mark-
vörður liðsins, Sigurður Ragnars-
son, átti stjörnuleik og varði mark
sitt með kjafti og klóm. Ólafur H.
Jónss., þjálfari liðsins, átti góðan leik í
vörninni, batt hana vel saman og þeir
Sigurður Sveinsson og Páll Ólafsson
voru mjög ógnandi.
Lið KR var mjög jafnt, flestir leik-
manna liðsins léku langt undir getu, en
skástir voru Alfreð Gíslason og Konráð
Jónsson. Pétur varði vel í fyrri hálfleik,
en í síðari hálfleik var vörn KR sem
gatasigti og markvarzlan versnaði því
mjög. Skipti litlu máli þótt Hilmar
Björnsson þjálfari setti Pétur aftur í
markið í stað Gísla Felixs, hann varði
lítið meira.
Mörk KR: Alfreð Gíslason og
Konráð Jónsson 5 hvor, Haukur Geir-
mundsson, Björn Pétursson og Ragnar
Hermannsson 2 hver og Jóhannes
Stefánsson, Þorvarður Guðmundsson
og Friðrik Þorbjörnsson 1 hver.
Mörk Þróttar: Páll Ólafsson 9,
Sigurður Sveinsson 9/2, .lón Viðar
Jónsson 4/1, Ólafur H. Jónsson og
Magnús Margeirsson 2 hvor og Lárus
Lárusson 1. -SA.