Dagblaðið - 03.10.1980, Blaðsíða 24
Prentaradeilan:
SAMKOMULAG í NOTT
UM VERULEG ATRIDI
- annar sáttaf undur kl. 18 ídag - skriður ætti að komast á viðræður ASÍ og VSÍ
„Samkomulag náðist í nótt um þó
nokkurn hluta atvinnu- og öryggis-
mála í deilu bókagerðarmanna og
Félags íslenzka prentiðnaðarins,”
sagði Guðlaugur Þorvaldsson ríkis-
sáttasemjari í morgun. „Það var
lengi verið að og sáttafundurinn stóð
fram á nótt og það er óhætt að segja
að málinu hafi miðað töluvert
áfram.”
Nýr sáttafundur með deiluaðilum
hefur siðan verið boðaður kl. 18 i
dag. Ríkissáttasemjari sagði að
bókuð hefðu verið þau atriði, sem
samkomulag hefur náðst um, en
málið væri þó ekki frágengið. Hreyf-
ing væri þó á málunum og yrði að sjá
til hvað gerðist í kvöld.
Guðlaugur sagði að prentaradeilan
hefði tafið samningaviðræður
viðræðunefnda Alþýðusambandsins
og Vinnuveilendasambandsins ■ i
nokkra daga. Nokkur sérmál væru
óleyst og hefði deila prentara og
vinnuveitenda þeirra verið aðal-
skerið. Vinnuveitendasambandið
hefur neitað að fjalla um kauplið
samninganna nema allar sérkröfur
séu leystar, þ.ám. krafa bóka-
gerðarmanna um nýja prenttækni.
Ríkissáttasemjari sagði að
viðræðunefndir ASÍ og VSÍ kæmu
saman til fundar i dag og vonaðist
hann til þess að skriður kæmist nú á
málin vegna þess hve vel hefði miðað
í deilu bókagerðarmanna og Félags
islenzka prentiðnaðarins.
-JH.
Mjög hefur dregið úr loðnuveiði nú I vikunni en um slðustu helgi var mjög góð veiði
á miðunum. Sveinn Þormóðsson tók myndina I Reykjavlkurhöfn I morgun þegar
verið var að undirbúa löndun úr Helgu II sem kom með 540 tonn af loðnu til hafnar.
Ifyrradag landaði Eldborgin 1672 tonnum af loðnu I Reykjavlk, stœrstafarmisem
komið hefur upp úr Islenzku fiskiskipi. Þetta var önnur löndun Eldborgar á
loðnuvertlðinni, Ifyrra skiptið skilaði skipið á land 800 tonnum afloðnu. -ARH.
STÖÐUGAR HÆKKANIR A OLIUVERÐI
Gasolíuverð á Rotterdammarkaði
var komið upp í 318.50 dollara
tonnið hinn 30. september. Hinn 22.
september var gasolíutonnið í Rotter-
dam á 277.50 dollara. Þrem dögum
síðar var það komið upp í 313
dollara, eins og DB skýrði nýlega frá.
Hafði þá gasolían hækkað um 35.5
dollara á aðeins þrem dögum, eða á
sarna tima sem striðsátökin milli irak
og íran hörðnuðu hvað mest.
Því var spáð að verðið kynni að
fara upp í 330—340 dollara tonnið
um eða eftir mánaðamótin siðustu.
Verðhækkunin hefur því i raun
orðið nokkru hægari en sú spá gerði
ráð fyrir.
Þrátt fyrir þessar gifurlegu hækk-
anir á Rotterdammarkaðnum, sem
verðið á olíunni frá Sovétríkjunum
miðast við, var gasolíuverðið hinn
30. september líklega ekki orðið jafn-
hátt verðinu sem við sömdum um við
brezka olíufyrirtækið BNOC. -BS.
Smygiað áf engi
í Skeiðsf ossi
Follverðir úr Reykjavik og frá
Sauðárkróki fundu i gær við leit í
Skeiðsfossi 383 flöskur af smygluðu
áfengi. Skipið lá við Hofsóshöfn er
leitin fór fram og var það að koma frá
ýmsum Miðjarðarhafshöfnunt.
Malsveinn og vélstjóri hafa viðurkennt
að eiga áfengið sem falið var í loftstokk
í vélarrúmi. Áfengið var af ýmsum
tegundum, romm, viskí, vodka og tölu-
vert af splritus. Skipið mun nú vera
væntanlegt lil Hríseyjar og hefur leit
verið hætt.
Eins og fram hefur komið fundust i
síðustu viku tæplega ellefu hundruð
flöskur i Goðafossi, sem sex menn
viðurkenndu að eiga, Smyglvarningur-
inn sem nú hefur fundizt á tveintur
vikum mun vera um tutlugu milljón
krónavirði, *ELA,
ASÍ-samningarnir:
„EKKISUTNAД
—þótt hægt gangi — sáttaf undur í dag
„Það hefur ekki slitnað upp úr
samningum Alþýðusambandsins og
atvinnurekenda, en þetta gengur
frekar hægt,” sagði Ásmundur
Stefánsson, framkvæmdastjóri
Alþýðusambandsins, í viðtali við DB
i morgun, „Sáttafundur verður í dag
og ég vona að þetta fari eitthvað að
losast,” sagði Ásmundur, Vinnuveit-
endur neita að fara I umræður um
kaup og visitölu, fyrr en prentaradeil-
an sé leyst. ASÍ-menn telja hins vegar
ekkert til fyrirstöðu að byrja þær
viðræður.
Sáttafundur var ekki i gær. ASÍ-
menn ræddu í staðinn við fulltrúa
ríkisstjórnarinnar um félagsmála-
pakkann. Þar eru ýmfs atriði iangt
komin, eins og DB hefur skýrt frá, en
önnur óljósari. Embættismenn á
vegum ríkisstjórnarinnar eru að
athuga skattbyrði lágtekjufólks. ASÍ-
menn vona að ríkisstjórnin komi til
móts við þá bæði í skattamálum og
lifeyrismálum, þótt lítið hafi enn
miðað á því sviði.
Aðalsamninganefnd ASÍ, 43
manna nefndin, hefur verið boðuð jj|
fundará þriðjudag.
-HH.
fijálst, áháð dagblað
FÖSTUDAGUR 3. OKT. 1980.
Keðjubréfin
upprunnin
íNoregi
— Rannsóknarlögregian
kominíspilid
Rannsóknarlögregla ríkisins rann-
sakar nú umfang keðjubréfafaraldurs-
ins, sem gengið hefur yfir að undan-
förnu. Verður kannað með hvaða
hætti bréfin berast á milli manna, en
eins og skýrt var frá í DB í gær fullyrða
upphafsmenn keðjubréfanna — sem
skv. upplýsingum DB eru íslenzkir
námsmenn í Noregi — að á 4—7 vikum
geti menn orðið allt að 20.4 milljónum
ríkari.
Ekki hefur peningakeðja þessi vérið
kærð en rannsóknarlögreglunni hafa
borizt upplýsingar um hana úr ýmsum
áttum. Er því hætt við að hver fari nú
að verða siðastur til að græða tuttugu
milljónirnar.
-ÓV.
Drengimir sem auglýst
vareftirígær:
Seldu
gjaldeyri
í miðbænum
— höfðu brotizt inn
itvöhús
Drengirnir tveir 13 og 15 ára sem
augiýst var eftir í gær fundust i
Lækjargötu um þrjúleytið í gærdag.
Drengirnir höfðu brotizt inn í tvö
mannlaus hús og höfðu haft með sér
eitthvert þýfi. Þar á meðal var gjald-
eyrir sem þeir reyndu að selja i
miðbænum í gær. Annar drengurinn
hefur áður komið við sögu hjá lögregl-
unni.
-KI.A.
Féll niður
af vinnupalli
Sá atburður gerðist um tíuleytið í
gærmorgun að fertugur maður sem var
við vinnu á vinnupalli við nýbyggingu á
Smiðjuveginum féll niður af pallinum.
Fallið mun vera um fjórir metrar.
Maðurinn var fluttur á gjörgæzludeild
Borgarspítalans en ekki fékkst
uppgefið í morgun um líðan hans.
-ELA.
Borgarbíóið seldi
óstimplaða miða
Borgarbíóið í Kópavogi seldi
aðgöngumiða, sem ekki voru
stimpláðir af bæjárfógétanum vegna
innheimtu menningarsjóðsgjalds,
STEF-gjalds og söluskatts. Var þetta
kært til Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Við yfirheyrslu játuðu eigendur
bíósins að hafa sett slíka aðgöngumiða
i sölu. Komst bíóið þannig undan því
að skila ofangreindum gjöldum.
Er nú rannsakað hversu umfangs-
mikið þetta atferli er, og hefur Rann-
sóknarlögregla ríkisins málið með
höndum.
-BS.
LURKUPAGAR:
3. OKTÓBER 12076
Sjónvarpsspil.
Vinningshafar hringi
í síma 33622.
i.