Dagblaðið - 03.10.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 03.10.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1980. 9 Styrjöld íran og íraks: Iranir undir- búa nýja sókn — Bani Sadr haf nar öllum f riðarhugmyndum, einnig þeim nýjustufráKúbu írönskum hersveitum vex nú mjög móður og er nú fyrirskipað að berjast til sigurs, Bani Sadr forseti landsins hefur hafnað öllum hugmyndum um friðarsamninga og vopnahlé. Síðasta tilboðið sem hann hafnaði var frá Kúbustjórn. Tilkynning fraksstjórnar, um að herir hennar hefðu nú náð öllum helztu markmiðum sinum í styrjöldinni og mundu nú einbeita sér að jivi að halda þeim, þykir benda til að nokkuð sé farið að draga af þeim. Bani Sadr forseti skýrði hersveitum sínum frá þvi i gær að á miðvikudaginn hefði verið hafin ný sókn gegn innrás- arliði íraks. Hann tjáði mönnum sínum að ekkert dygði nema itrasta sóknar- harka ef sigur ætti að vinnast. And- staða innrásarliðs íraka dvínaði þó dag f rá degi. Friðarhugmyndir Kúbustjórnar komu fram í Teheran i gær. Var það utanríkisráðherra Castrós sem bar þær fram. Kúba er nú i forsæti i samtökum óháðra þjóða. Bæði íran og írak eru i samtökunum. Ríkisútvarpið í íran til- kynnti í gærkvöldi að hugmyndum Castrós hefði verið hafnað. Eins fór með tillögur sem Zia, forseti Pakistans, lagði fram og einnig tillögur þær sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti á skyndifundi um málið. Segjast íranir ekki vera til viðræðu um neins konar vopnahlé fyrr en allur írakskur her sé á brott af landi írans. írakar hafa hernumið stór svæði af íran í vesturhluta landsins. Þeim hefur hins vegar mistekizt að ná nokkurri mikilvægri borg í olíuhéraðinu Khuzestan, en að því stefndu þeir mjög. Samkvæmt fregnum frá Persaflóa telja sérfræðingar að ekki sé rélt af írönum að hætta bardögum nú. Bæði stæðist það illa af sálfræðilegum á- stæðum heima fyrir og einnig virtist svo sem mesti móðurinn sé farinn úr innrásarliði íraka. STAÐA SKATTSTJÖRA Norðurlandsumdæmis vestra er laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa að full- nægja skilyrðum 86. gr. laga nr. 40/1978 um tekjuskatt og eignarskatt. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist fjármálaráðu- neytinu fyrir 20. október nk., Fjármálaráðuneytið, 1. október 1980. SENDILL Óskum að ráða sendil til snúninga á rit- stjórn blaðsins í Síðumúla 12 Vinnutími frá kl. 7 til 11. iBlAÐIÐ Margaret Thatcher forsætisráðherra Breta brá sér nýverið til Frakklands og ræddi við ráðamenn þar. Myndin sýnir er Thatcher kemur frá morgunverðarboði Valery Giscard d’Estaing Frakklandsforseta. Hann er lengst til hægri. Á milli þeirra er Raymond Barre forsætisráðherra Frakklands. LAUGAVEGI 74 101 REYKJAVIK SIMI: 17345 Pólland: MiHjónir verkamanna í verkfall —f jórðungur af tólf milljónum verkamanna í Póllandi nú félagar ífrjálsum verkalýðsfélögum Milljónir pólskra verkamanna stöðv- ekki orðið. uðu vinnu sína i eina klukkustund um Verkfallið í hádeginu í dagátti að ná hádegið í dag. Með verkfallinu vilja til allra starfsmanna í almennum mann- þeir mótmæla því sem þeir telja vera flutningum, leigubifreiðastjóra, náma- svik stjórnvalda á að uppfylla loforð manna og einnig starfsmanna nokkurra um launahækkanir fyrir 30. sept. sl. verksmiðja. Var boðað til þess fyrr í vik- Ráðamenn i Póllandi og einnig blöð unni af samtökum hinna nýju yfirvalda hafa hvað eftir ánnað fullyrt frjálsu verkalýðsfélaga. Þá virtist leið- að öll loforð sem gefin hefðu verið togi þeirra l.ech Walesa vera sann- verkfallsmönnum yrðu uppfyllt. Ásök- færður að til vinnustöðvunarinnar unum um að málstaður hinna nýju þyrfti ekki að koma þar sem stjórnvöld samtaka verkamanna hafi verið af- mundu bæta úr kvörtunarefni verka- fluttur i pólskum fjölmiðlum hefur manna áður en til þess kæmi. Svo hefur hins vegar lítt verið svarað. Bang & Olufsen Verölaunatæki um allan heim Auövitaö getur Bang & Olufsen framleitt tæki eins og allir hinir, en þá hefur þú ekki þennan valkost, sem er Beosystem 2400. ER ÞAÐ? Bæöi magnarinn og plötuspilarinn eru fjarstýröir. Verö: 1.448.780.-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.