Dagblaðið - 03.10.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 03.10.1980, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1980. Að hugsa sér að aftur skuli vera komin sláturtíð og við varla búin að borða slátrið frá því í fyrra. Það er ekki langt síðari við höfðum ný- soðinn blóðmör, sem bragðaðist rétt eins og hann væri nýlagaður. Lifrar- pylsan var aftur á móti yngri, því við áttum afgangsvambir frá því í fyrra og bjuggum til lifrarpylsu í „tilrauna- eldhúsinu” í sumar. „Slátursalan er nú svona rétt að fara í gang hjá okkur,” sagði Vigfús Tómasson, sölustjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands, er við ræddum við hann um slátursöluna. „Þetta fer vanalegt hægt af stað svona framundir mánaðamótin, þá kemst fyrst veru- legur skriður á söluna,” sagði Vig- fús. — Er nokkur hætta á að fólk fái ekki svið með slátrinu sínu eins og gerðist í fyrra þegar ekki hafðist und- an að svíða? „Nei, það er engin hætta á þvi. Við byrjuðum ekki að selja slátrið fyrri heldur en við vorum búnir að „safna” einum tíu þúsund sviðnum hausum,” sagði Vigfús. — í fyrra var mikil óánægja fólks með að sviðin fylgdu ekki með slátrinu vegna þess að ekki hafðist undan að svíða. Heilslátur kostar nú 2.765 kr. Er þá hausinn sviðinn og sagaður og I kg af mör fylgir. Á sláturmarkaði Sláturfélagsins er einnig hægt að fá auka sviðahausa á 1300 kr. kg. og auka lifrar á 2600 kr. kg. Tveggja daga törn Við i „tilraunaeldhúsi” DB erum ekki mikið fyrir að hafa „stress” í kringum okkur. Við ætlum okkur því að jafnaði tvo daga til slátur- gerðarinnar. Fyrri daginn hreinsum við vambirnar, því þótt þær séu hreinsaðar að mestu leyti eru alltaf einhver óhreinindi á þeim. Við geym- um vambirnar i saltvatni á köldum stað. Þegar búið er að sniða vambirnar hefst saumaskapurinn. Við höfum keppina að jafnaði nokkuð stóra til að spara okkur saumaskapinn, en þegar búið er að fela upp í þá, saum- um við þvert yfir þannig að keppirnir verða líkt og samvaxnir. Hvert heimili með eigin uppskrif t Sjálfsagt er fleirum farið líkt og okkur í „tilraunaeldhúsinu”. Við notum eiginlega ekki neina sérstaka uppskrift. Það eina sem er i rauninni nauðsynlegt að vita nákvæmlega er hvernig á að blanda blóðið. Við látum einn pela af vatni út í hvern lítra af blóði. Auðvitað má láta aðeins meira vatn, en hver hefur sinn háttinn á því. Út í hverja blöndu látum við um það bil I 1/2—2 msk. af grófu salti. Þegar blóðiðer komið í stóra skál, við notum alltaf vaskafat, er rúg- mjölinu sáldrað út í. Hrært í með þeytara. Við látum mjöl í blóðið þar til trésleif sem látin er í mitt fatið rétt hnígur til annarrar hliðarinnar. Þá er mörinn brytjaður. Hann má hvorki vera of stórgerður og heldur ekki of smátt brytjaður, því þá hverfur hann alveg í suðunni. Okkur þykir ekki gott að hafa blóðmörinn alltof feitan, þannig að við notum minni mör en er t.d. í „búðarslátri”. Þá notum við jafnan rúsínur í okkar slátur, en að sjálfsögðu má sleppa þeim, eða láta rúsínurnar í hluta af blóðmörnum. Þá er hentugt að merkja þá keppi sem eru með rúsínum, t.d. með löngum spotta. Gætið þess að hafa keppina ekki Lifrarpylsan Margir nota nýrun með í lifrarpylsuna og eru þau þá hökkuð með lifrinni. Taka verður burt æðarnar úr lifrunum. Reikna má með að nota um það bil 2,5—3 dl. af mjólk út í eina lifur (450—500 gr). Við notuðum I matsk. gróft salt og um það bil 2 kúfaðar matsk. af maggíkjötkrafti (dufti). Loks kemur rúgmjölið. Við höfum jafnan sama hátlinn á með magnið af því og við blóðmörsgerðina. Hrærum rúgmjöli saman við þar til trésleif rétt hnigur til annarrar hliðarinnar. alveg stútfulla, bezt að fylla þá ekki nema að þrem fjórðu. Þegar búið er að sauma fyrir er jafnað í þeim. Suðan í gamla daga var talið nauðsynlegt að sjóða slátur í þrjá til fjóra tíma. Þetta er mesti misskilningur. Það er alveg nóg að sjóða slátur í mesta lagi tvo og hálfan tíma. Þegar keppirnir byrja að bólgna í suðunni verður að stinga i þá með prjóni til þess að þeir springi ekki. Slátur skal jafnan látið út í sjóðandi vatn. Og fyrir alla muni, notið ekki litla potta. Loks er saltað i pottinn og til þess að finna hve mikið saltmagn á að nota verður hreinlega að smakka á soðinu. Munið að það virðist saltara þegar það er heitt. Gæta verður þess að hafa hvorki of mikinn mör né heldur of litinn. Þ6 verður að taka tillit til þess ef heimilisfólkið vill e.t.v. feitt slátur. gerðinni. Hér kemur svo hefðbundin uppskrift að blóðmör og lifrarpyslu fyrir þá, sem ekki treysta sér til þess að nota trésleifaraðferðina okkar í „tilraunaeldhúsinu”: Blóðmör 1 lítri blóð 2 dlvatn 1/2 msk salt 300 gr haframjöl 400—500 gr rúgmjöl 500 gr mör Frystingin Fyrri sláturdaginn er gott aðauka kuldann í frystikistunni eða skápnum til þess að slátrið frjósi fyrr. Margir telja að hentugra sé að hálf- sjóða slátur áður en það er fryst en það teljum við í tilraunaeldhúsinu” að sé regin firra. Það fer miklu meira fyrir því þannig. Við geymum gjarnan plast- bakkana, sem ýmsar matvörur eru pakkaðar í og notum undir slátrið, sem síðan er vafið inn í sterka plast- poka. Þannig fer ekki mikið fyrir því í kistunni, auðvelt að raða því og síðast en ekki sizt, gott að finna það aftur þegar á að nota það. Þegar sláturgerðinni er lokið og búið að ganga frá öllum tólum og tækjum fyllist maður einhverri sælutilfinningu að þessu skuli vera lokið. Og það jafnvel þótt ekkert „stress” hafi verið samfara slátur- Þvi verður ekki á móti mælt að það er svolitið „subbulegt” að sauma fyrir. Lifrarpylsa 450 gr lifur 100 gr nýru 3 dl mjólk 1 /2 msk. salt 100 gr haframjöl lOOgr hveiti 200—300 gr rúgmjöl 300—400 gr mör. -A.Bj. Við höfum keppina alltaf nokkuð stóra til þess að spara okkur saumaskapinn. jafna I keppunum, saumum við þvert fyrir og fáum þannig „samvaxna” keppi. Þegar búið er að fela upp, sauma fyrir og DB-myndir Hörður Vilhjálmsson. DB á ne ytendamarkaði ANNA BJARNASON Enn er komin sláturtíö: HVERT HEIMIU A SENNILEGA SÍNA EIGIN UPPSKRIFT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.