Dagblaðið - 03.10.1980, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTL'DAGUR 3. OKTÓBER 1980.
Skrifstofuaðstoð
Ráðuneytið óskar eftir að ráða, hálfan daginn
eftir hádegi, starfskraft til léttra sendiferða og til
aðstoðar á skrifstofu. Getur hentað fullorðnum
karli eða konu.
Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 7. október
Dóms og kirkjumálaráðuneytið,
29. scptember 1980.
—Haltu heilsunni----------------------
Styrkið og fegrið líkamann. Bjóðum upp á sólböð
úr hinum viðurkenndu CORO-SOL lömpum og
hjá okkur er líka saunabað, heitur pottur, nudd
æfingatæki og fleira. Ný og betri þjónusta —
karlatímar — konutímar — einkatímar.
Opið alla daga nema sunnudaga.
BAÐSTOFAN BREIÐHOLTI
Þangbakka 8. — Sími 76540.
Pizza%
Heimsendingarþjonusta
Pöntunarsími 13340.
Pizza Marinara
(M/tómat, osti, krækling og
rækjum)
Pizza Pazza
(M/tómat, osti, lauk og papriku)
Pizza Campagnola
(M/tómat, osti og sveppum)
Pizza Margheríta
(M/tómat og osti)
Pizza Bella Italia
(M/tómat, osti, sardínum og
ólivum)
Pizza Calzone
(M/tómat, osti og skinku)
Pizza Fiorentina
(M/tómat, osti og aspas)
Pizza Caruso
(M/tómat, osti.salami og lauk)
Firmakeppni Gróttu
í knattspyrnu innanhúss verður í íþróttahúsi
Seltjarnarness síðustu helgina í október og fyrstu
helgina í nóvember.
Keppt verður um Gróttubikarinn, sem er í vöizlu
starfsmannafélags Pósts og síma.
Þátttaka tilkynnist í síma 21722 f.h. (Már).
Þá.ttökugjald er kr. 40.000.^^^ ^
LAUGAVEGI 74 101 REYKJAVIK SÍMI: 17345
KULDASKOR
Sérstaklepa mjúkir 0|> þanik'yir
loðfóðraðir kanadiskir kuldaskór
með rennilás, með lausum ioðfóðr-
uðum lcppum, hrágúmmísóli —
tióðir i hálku.
Litur: Brúnn
Verð kr. 44.500.- Stærðir: 36—41
Verð kr. 39.500,- Stærðir: 41 —45
(aðeins lægri á leKttinn)
Skodanakönnun Dagblaðsins um fylgi stjómmálaf lokkanna
Hver eru viðbrögð
manna við niður-
stöðu könnunarinnar?
„Framsóknarflokkurinn er á-
byrgasti flokkurinn. Það hefur meðal
annars sýnt sig i Flugleiðamálinu,”
sagði karl i Þingeyjarsýslum þegar
kannað var fylgi stjórnmála-
flokkanna meðal kjósenda á vegum
Dagblaðsins.
„Ég stæði eins og glópttr ef fara
ætti að kjósa núna,” sagði hins vegar
kona á Reykjavikursvæðinu.
í skoðanakönnun Dagblaðsins
voru 600 kjósendur víðs vegar um
landið spurðir sömu spurningar:
Hvaða stjórnmálaflokki tclur þú þig
standa næst um þessar mundif? Ef
aðeins eru teknir þeir sem afstöðu
tóku eru niðurstöðumar á þessa leið:
Alþýðuflokkur fengi 13.0% atkvæða
(17.4% i síðustu þingkosningum),
Framsóknarflokkur 21.7% (24.9%),
Sjálfstæðisflokkur 46.2% (35.4%)
og Alþýðubandalag 18.8% (19.7%).
Þá fengu marz-lenínistar (Einingar-
samtök kommúnista) I atkvæði eða
0.2%. Ef þingsætum væri skipt á
milli flokkanna i samræmi við þetta
fengi Alþýðuflokkur 8 menn kjörna,
Framsóknarflokkur 13, Sjálfstæðis
flokkur 28 og Alþýðubandalag 11.
Dagblaðið kannaði í gær viðhorf
nokurra manna til skoðana-
könnunarinnar ogniðurstöðuhennar.
Má lesa árangurinn á þessum síðum.
Karvel Pálmason alþingismaður:
Framsókn ísömu spor
umogkratarífyrra
,,Ég hef alltaf hneigzt til að taka
mark á skoðanakönnunum. Tel að oft-
ar en ekki hafi þær gefið vísbendingu
til dæmis um fylgi stjórnmálaflokka,”
sagði Karvel Pálmason alþingismaður á
Bolungarvík í samtali við Dagblaðið.
„Reyndar er altalað að Dagblaðið
sé málgagn ríkisstjórnarinnar.
Einhverjir hugsa sjálfsagt sem svo að
blaðið hafi viljað reyna að hjálpa
stjórninni á erfiðleikatimum með
birtingu hagstæðra skoðanakannana.”
Karvel kvaðst ekki finna fyrir því í
sínu kjördæmi að Alþýðuflokkurinn
standi verr en áður, eins og könnunin
gefur til kynna.
,,Ég held að almennt séð vaxi vantrú
Karvel Pálmason. Mynd: Jim Smart
fólks á stjórnmálamönnum og flokkum
yfirleitt. Menn segja svo sem að sama
sé hverjir sitji i valdastólum, allt fari
heldur niður á við hvort eð er.
Mér kemur hins vegar ekki á óvart
að fylgið reitist af Framsókn sam-
kvæmt þessum tölum. Framsóknar-
menn eru nú í sömu sporum og
Alþýðuflokksmenn í fyrra. Framsókn
fær engu framgengt af sínum málum í
ríkisstjórninni á sama hátt og Alþýðu-
flokkurinn fékk ekki sínum stefnumið-
um framgengt í ríkisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar. í raun og veru er stað-
reyndin sú að vonlaust er að ná árangri
í efnahagsmálum í stjórnarsamstarfi
við Alþýðubandalagið.”
Karvel Pálmason taldi ólíklegt að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið betri
hljómgrunn hjá kjósendum. Mögúleg
fylgisaukning hans gæti verið tilkomin
vegna stjórnarþátttöku manna úr
Gunnarsarminum.
,,Ég ætla svo að benda á, að
Alþýðuflokkurinn á erfiðara með að
koma sjónarmiðum sínum á framfæri
vegna þess hve málgagn hans er
veikburða og litið útbreitt. En við mun-
um láta heyra í okkur þegar pólitíkin
fer i gang og Alþingi kemur saman. Þá
hressist þetta allt.”
-ARH.
Bjarni P. Magnússon.
DB-mynd: Bjarnleifur.
Bjarni P. Magnússon,
form. framkvæmda -
stjórnar Alþýðuf lokksins:
„Óttast
áfram-
haldandi
stjórn
leysi”
Jón G. Sólnes:
TJraustsyfirlýsing
við dr. Gunnar”
„Fylgisaukning Sjálfstæðis-
flokksins samkvæmt skoðana-
könnuninni er persónuleg traustyfir-
lýsing við dr. Gunnar Thoroddsen.
Flokkurinn á honum mikið að þakka
og hann er hæfasti stjórnmálaleiðtogi
sem þjóðin á,” sagði Jón G. Sólnes á
Akureyri.
„Það er auðséð að sjálfstæðis-
stefnan á sterk ítök hjá þjóðinni. Hins
vegar hefur neikvæð niðurrifsstefna
sumra forystumanna Sjálfstæðis-
flokksins gagnvart ríkisstjórninni
skaðað flokkinn. Fólk er almennt
fylgjandi ríkisstjórninni og segir sem
svo: Hver annar getur leyst málið ef
ekki þessi stjórn: Menn sjá að í rikis-
stjórninni er unnið af heilindum undir
öruggri verkstjórn dr. Gunnars.
Alþýðubandalagsmenn sem áður voru
óbilgjarnir sýna nú ábyrga afstöðu og
halda fylgi samkvæmt könnuninni.
Þjóðin er hins vegar hundþreytt á
óábyrgri stjórnarandstöðu kratanna.
J6n G. Sólnes. DB-mynd: G.Sv. Akureyri
Þeir hafa tapað fylgi frá síðustu
kosningum og eiga eftir að fara miklu
neðar.”
-ARH.
„Það leggst ekki illa i mig að sjá
þessa tölu um fylgi Alþýðuflokksins í
skoðanakönnuninni. Útkoman er mjög
svipað og í könnuninni í febr. og við
megum vel við una. Ekki er hægt að
neita því að skoðanakannanir Dag-
blaðsins hafa sýnt ákveðna tilhneigingu
í fylgistilfærslum milli flokka. Þrátt
fyrir að deila megi um vísindaleg
vinnubrögð við framkvæmd
könnunarinnar hefur tekizt að gera
þær marktækar,” sagði Bjarni P.
Magnússon formaður framkvæmda-
stjórnar Alþýðuflokksins.
„Hættulegasta ábendingin i niður-
stöðunni er sú að Alþýðubandalagið
hefur styrkt stöðu sína frá því könnun
var gerð í febrúar. Við höfum haldið
því fram að Alþýðubandalagið væri
stefnulaust. Á þeim flokki strandaði
samstarfið í ríkisstjórn Ólafs Jóhannes-
sonar. Ég óttast mest að þjóðin kjósi
yfir sig áframhaldandi stjórnleysi með
því að efla gengi stjórnleysisflokks á
borð við Alþýðubandalagið og raunar
Sjálfstæðisflokkinn líka.
Það fer heldur ekki fram hjá
neinum að óvissa er meiri hjá fólki.
Óákveðnum kjósendum fjölgar.
Spurningin er hvar þeir hafna sem
hætta að fylgja ríkisstjórnar-
flokkimum. Raunar er Alþýðu-
flokkurinn eini valkosturinn fyrir þá.
Ég er bjartsýnn fyrir okkar hönd og
held að ef Alþýðuflokknum tekst-að
koma stefnumiðum sinum
óbrengluðum til kjósenda þurfi ekki að
kvíða framtíðinni. Við reynum að
standa eða falla með okkar stefnu,”
segir Bjarni P. Magnússon.
tmurbrauðstofan
BJÖRNINN
Hiótegöfa
49 — Simi
-ARH.