Dagblaðið - 03.10.1980, Síða 11

Dagblaðið - 03.10.1980, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1980. lendingar lýstu þó yfir sjálfstæði. Slíkt var vonlaust. Æðstu menn bandamanna í styrjöldinni, þeir Churchill, Stalín og Roosevelt, höfðu þegar gengið frá því að þessi ríki, Eistland, Lettland og Litháen skyldu verða innan áhrifasvæðis Sovétríkj- anna. Stalín anzaði engu kvabbi og aftur voru löndin lýst sovétlýðveldi. Síðan hafa þau fyllt þann flokkinn. Örlög þessara þriggja smáþjóða við Eystrasalt hafa lítt haldið fyrir mönnum vöku á alþjóðavettvangi. Háværar kröfur um að þær endur- heimti sjálfstæði sitt hafa sjaldan komið fram. Innan Sovétrikjanna skulu þær vera. Mikill landflótti brast á árið 1944 þegar sovézki herinn var að ganga frá innlimun ríkjanna þriggja. Ekki er neinn vafi á að meirihluti lands- manna i Eistlandi, Lettlandi og Lit- háen var andvígur þvi að þau væru innlimuð í Sovétríkin, þó svo að stjórnarförm landanna hefði verið mismunandi tegundir af einræði fyrir heimsstyrjöldina. Þarna er um sérstakar þjóðir að ræða, með sína eigin tungu og menn- ingu, sem lítið átti skylt við menn- ingu Rússa austar í álfunni. Eistlendingar eru taldir hafa setzt að í landi sinu við Eystrasaltið suður af Finnska flóa á elleftu öld fyrir Krist. Fyrstu skrifaðar heimildir um landið eru frá því á níundu öld eftir Krist. Víkingar sóttu þá heim og fóru sjaldnast með friði fremur en þeirra var háttur. Svöruðu Eistlendingar oft í sömu mynt. Þeir voru ekki kristnaðir fyrr en við lok tólftu aldar. Voru Eistlend- ingar ásamt Lettum og Litháum síð- astir Evrópuþjóða til að kristnast. Við það kom til styrjaldar þeirra við Þjóðverja, Dani og Svía sem fyrir Inge Arro ballettdansari er einn þeirra listamanna sem skemmta Islendingum á Sovézkum dögum sem Menningarfélag íslands og Ráðstjórnarríkjanna halda hér á næstu dögum. Þá skall síðari heimsstyrjöldin á. í samkomulagi þeirra kumpána Hitlers og Stalíns voru ákvæði um Eistland og hin Eystrasaltslöndin tvö. Um haustið 1939 urðu Eistlendingar að samþykkja að heimila Sovétrikjunum að koma sér upp herstöðvum í land- inu. Næsta ár, í júní, óð rauði herinn inn yfir landamærin. Sovétmenn stóðu fyrir kosningum að sínum hætti í landinu. Úrslitin voru að sjálf- sögðu ráðin fyrirfram. Tveimur mánuðum síðar var Eistland ásamt Lettlandi og Litháen innlimað í Sovétríkin. Þar með var Eistland orðið eitt af Sovétlýðveldunum. Ekki var það þó lengi að þessu sinni. Þjóðverjar hernámu löndin þrjú strax um mitt sumar árið 1941. Héldu herir þeirra Eystrasaltslöndun- um þar til árið 1944. Þá „frelsuðu” herir Sovétríkjanna þessi ríki. Eist- Þjóðdansaflokkurinn Söprus hefur oftlega hlotið verðlaun á listahátíðum áhugamanna viðs vegar að. Söprus mun þýða vinátta á eislnesku. Dansflokkurinn hefur sýnt víða um heim. hvatningu páfans í Róm tróðu kristn- inni upp á ibúana með illu eða góðu. Að lokum misstu þeir sjálfstæðið, gerðist það aðeins fjórum áratugum áður en við íslendingar misstum sjálfstæði okkar með samþykkt Gamla sáttmála árið 1262. Siðan tók við sjö alda áþján undir yfirráðum þýzkra aðalsmanna, Svía og Rússa. Bezt líkaði þeim við Svíana. Saga Eistlendinga í gegnum aldirnar er saga uppreisna, hörmunga og drepsótta. Fyrri hluta átjándu aldar lifði til dæmis aðeins fjórð- ungur þjóðarinnar af eftir styrjöld Svía og Rússa. Eftir það voru þeir komnir undir yfirráð Rússakeisara. Nú búa í Eistlandi rétt um ein og hálf milljón manna. Landið er 45 þúsund ferkilómetrar að stærð. Höfuðborgin heitir Tallinn en íbúar þar eru tæplega hálf milljón. Lífskjör i Eistlandi eru með því betra sem þekkist í Sovétríkjunum og að sögn margra er frjálsræði þar meira en víða annars staðar í þvi stóra landi. Eftir að Moskvuvaldið skellti kruml- unni yfir Eistland hafa verið miklir flutningar til og frá landinu. Margir ráðamenn þar eru frá öðrum hlutum Sovétríkjanna. Stalín stóð fyrir miklum hreinsun- um þar á fimmta áratugnum. Fengu þá margir ókeypis ferð og dvöl í Síberíu eins og hans var gjarnan hátt- ur. Í sögunni eiga Eistland og ísland inargt sameiginlegt. Landsmenn beggja ríkja töpuðu fyrst sjálfstæði sínu á þrettándu öld. Síðan tók við sjö alda erlend áþján. Bæði endur- heimtu þau sjálfstæði sitt árið 1918. Bæði voru hernumin í byrjun síðari heimsstyrjaldarinnar. Síðan hafa leiðir skilið. Annað ríkið, Eistland, tilheyrir nú formlega Sovétríkjunum. ísland heldur enn sjálfstæði sinu. Af samanburði þess- um má vafalaust draga einhvern lær- dóm. ^ „Eru ekki Kaupa-Héðnarnir orðnir nokkuð margir, sem leiddir eru inn í Sjálfstæðisflokkinn til að hræra í honum með rauðum sleifum sínum og valda ringulreið?” áhrifum innri ágreinings, stefnu- mörkun og túlkun af hangandi hendi, svo öfgaöfl gátu vaðið upp. Ef koma á afgerandi virku flokksstarfi, þarf að snúast gegn höfuðmeinsemdun- um, missætti milli borgar og lands- byggðar og hinum efnahagslega ójöfnuði. Ég tel þetta nú svo mikil- væga undirstöðuþætti, að þeir sem ekki geta aðhyllst það, eiga ekki að vera í flokknum. Þeir sem jafnvel ala á þessum meinsemdum og beita þeim til sundrungar innan flokksins eiga að víkja, alveg hreinar línur. Þetta eru sterk orð, en þau eru aðeins mælt i þunga þeirrar fullvissu, að nú er úrslitastund. Brátt kemur þing saman með annarskonar úrslitastund fyrir þing- flokkinn um setu vinstri stjórnarráð- herra i honum. Auðvitað hafa menn tilfinningar og vilja ekki beita hörðu við gamla vini. En það er staðreynd að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er í stjórnarandstöðu og það er ekki nema hámark fáránleikans að stjórnarráðherrar skuli ætla sér þar setu. Það lamar störf þingflokksins og gerir hann að skrípafyrirbæri, ekki síst gegnum sjónvarpsskjáinn. Auðvitað ættu þeir að sjá sóma sinn að mæta þar ekki, en ef svo heldur áfram, er óhjákvæmilegt að víkja þeim burt, auðvitað með kurteisum orðum, að hinir glötuðu synir séu vel- komnir heim, þá skuli haldin veisla og slátrað alikálfi, þegar þeir draga sig út úr spillingunni. Vinstristjórnarráðherrarnir ætla sér sérstaka taflstöðu innan þing- flokksins, sem vekur furðu. Þeir starfa sem nokkurskonar fimmtuher- deildarmenn innan stjórnarandstöð- unnar. Hvenær sem flokkurinn sýnir af sér einhver andmæli gegn stjórn- inni, þá er það stimplað sem óhæfar persónulegar árásir á Gunnar. Hvað myndu menn segja um slikar taflað- ferðir í skákinni, þegar kemur að heimsmeistarakeppninni milli Karpovs og Kortsnojs. Ef Karpov ' heimtaði að fá alltaf að vita tvo leiki Kortsnojs fram í tímann, eða hann bannaði honum að leika fram eitruðu peði „Af þvi að ég tel það persónu- lega árás á mig.” Eins ætlast Sjálfstæðisvinstri- stjórnarráðherrarnir (afsakið hvað orðið var langt), til þess að þing- flokkurinn kjósi þá og þeirra menn í þingnefndir. Og þar víla þeir ekki fyrir sér að brjóta þingræðishefðir, að sitja sjálfir í nefndum þó þeir séu ráðherrar. Gunnar í stjórnarskrár- nefnd sem fulltrúi þingflokks Sjálf- stæðismanna og Friðjón í fjárveit- inganefnd, algert brot á anda stjórnarskrárinnar. Ef stjórnarandstöðu-þingflokkur- inn vill ekki kjósa þá i nefndir, þá eiga þeir gamalt og gott ráð við því, leita bara atkvæðastyrks hjá and- stæðingaflokkum til að fella fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins. Er þetta nú ekki slíkt hámark fáránleik- ans að yfirgengur jafnvel skáldsögur Kafka? En þetta er ekkert nýtt, það er orðið gamalt ráð metnaðarmanna í flokknum að leita sér liðsstyrks and- stæðinga. Á síðustu árum hefur flokksstarf- semin verið færð i átt til aukins lýðræðis. Þetta hefur bæði verið frá- hvarf frá einræðisstöðu, sem Bjami Benediktsson skapaði sér í krafti sterks persónuleika, en líka kall tímans. Til að innleiða flokkslýð- ræði voru tekin upp prófkjör og hlut- skipti Geirs sem formanns að koma þeim á, kannski ekki af neinni göfug- mennsku, heldur beygt sig fyrir kalli tímans og tekið mið af aðferðum Alþýðuflokksins. Mér virðist aðGeir hafi i stórum dráttum verið trúr þess- um lýðræðishugmyndum, eftirtakan- legt hve mjög hann hefur forðast persónulegt skrum og undirróður. Þegar honum er núið því um nasir að vera „veikur” foringi stafar það af sumu leyti af lýðræðislegri vinnu- brögðum, þar sem margir áttu að koma sér saman. En þetta er eins og sumir hafi ekki skilið né það að því þurfti að svara með heiðarlegum vinnubrögðum á móti. Ég lít þvi á framapot Gunnars sem gamlar og úreltar hugmyndir með hetjudýrkun og höfðingjavaldi. Einmitt þessi afturhaldsháttur hefur spillt fyrir prófkjörum og stofnað í voða lýðræðisþróun innan flokksstarfsins. Sigurður Hafstein lýsir þessu á sinn hógværa hátt í sam- tali í Mbl. nú í vikunni: „Af því nei- kvæða vil ég nefna þátttöku póli- tískra andstæðinga í prófkjörum og misnotkun prófkjöranna í þágu eins frambjóðanda.” Þetta hefur skeð hvað eftir annað í Reykjavík. Andlýðræðislegar aðferð- ir með skefjalausum undirróðri og smölun. í ofsanum hafa menn ekki sést fyrir og farið að smala framsóknarmönnum, krötum og jafnvel kommum til að hafa áhrif innan Sjálfstæðisflokksins. Ég man eftir sögu um að Albert Guðmunds- son hefði komið með vin sinn Kristján heitinn Friðriksson, bæjar- fulltrúa Framsóknar, til að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Sjálf- sagt er það bara gamansaga tif\að spauga með. En hitt er ekki til að spauga nieð, að svona andstyggilega sviksamlegar aðferðir stofna lýðræði í flokknum í voða, og er lang svæsnasta aðferðin til aðgrafa undan „þessu þjóðfélags- afli, sem er vörn gegn upplausn,”- eins og Ingólfur orðaði það svo snilldarlega. Síðan er þetta að komast upp í vana hjá flokksmönnum sem þrá metorð og völd. Hvenær sem þeir þurfa á að halda sækja þeir sér svo- litla sleif til andstæðinganna og með þessari svikastarfsemi eru þeir að drepa niður prófk jörin. Orð lá á, sem verður auðvitað ekki sannað, að ástæðan til þess að próf-' kjör fóru ekki fram í Norðurlandi eystra og Suðurlandi, hafi verið ótt- inn við sleifarnar úr öðrum flokkum. Jón Sólnes sakaður um fjármálamls- ferli ætlaði að komast upp með hundruðum atkvæða frá krötum og KEA-framsókn, sem auðvitað voru fúsir til að stuðla að glundroða í Sjálfstæðisflokknum. Með sama hætti er sagt, að Eggert Haukdal (og kannski Ingólfur á bak við hann), hafi hæglega getað smalað allri framsóknarhjörðinni í Rangár- þingi'til að styðja sýslunga sinn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Sömu sleifina sótti Gunnar til Framsóknar og jafnvel komma við stjórnarmyndun, og alltaf eru sleif- arnar bleikar og rauðar að koma í góða þarfir í nefndakosningum. Þar með erum við eiginlega hætt að búa við lýðræði. Þetta er orðið sleifræði, sem er auðvitað ekkert annað en stór- kostleg stjórnmálaspilling. Og nú eru nýjustu fréttirnar, að smíða eigi stærstu pólitísku sleifina, og sú er nú ekkert smá ausutetur. Núna um það bil sem þið lesið þetta, er Guðfaðirinn að kalla saman sinn orþódoxa frelsaða sértrúarsöfnuð. Hann tekur fram að hann ætli alls ekki að stofna nýjan pólitískan flokk, heldur ætlar hann sér þá einkar skemmtilegu taflstöðu, að sitja áfram í stjórnarandstöðuflokki Sjálfstæðismanna, en þó vera stjórnarsinni (eftir sinni sleifarsam- visku), svo ætlar hann að hafa í hendinni voða voða stóra sleif. Ekki pólitiskur flokkur, heldur þrýsti- flokkur, —- og kemur það ekki heim, þar sem sameinast menn af öllum þingflokkum um allt land, framsókn, kratar og kommar til að hafa áhrif á Sjálfstæðisflokkinn. Hér á að koma hinu spillta sleifræði í fullkomið kerfi, smíða stórbrotna sleif fram- sóknar, krata og komma til að hræra, þvinga og hóta i flokksstarf- semi Sjálfstæðisflokksins. Það er stórkotlega ámælisvert, ef nokkrir Sjálfstæðismenn taka þátt í slíkri starfsemi. Kæri Ingólfur. Við höfum báðir sem gamlir samsýslungar haft óblandna ánægju af gamansögunni, þegar þjóðhetja okkar beggja, Gunnar á Hlíðarenda brá sér í dular- gervi sem Kaupa-Héðinn og laum- aðist svo að segja inn í herbúðir and- stæðingsins til að njósna og eyði- leggja öll hans ráð. Hvernig lízt þér á ástandið núna? Eru ekki Kaupa- Héðnarnir orðnir nokkuð rnargir, sem leiddir eru inn í Sjálfstæðis- flokkinn til að hræra í honum með rauðum sleifum sínum og valda ringulreið? Finnst þér Kaupa- Héðnarnir, óvinir Sjálfstæðisflokks- ins, ekki nokkuð snjallir að nota sér persónulegan metnað og valdasýki til að brjóta niður þetta sameiningar- afl þjóðarinnar. Það hefði verið mikilvægt ef þú hefðir gert grein fyrir þessu vandam.áli í viðtali þinu, sér- staklega þar sem þú segist hvorki vera Geirs- né Gunnarsmaður. Hinsvegar máttum við horfa upp á það í sumar, að þú gerðist fundar- stjóri hjá Guðföðurnum, þessum sem forðum spurði: „hvar eru þingmenn Reykvíkinga?” eitraðasta peðið, sem leikið hefur verið í sambúð borgar og landsbyggðar. Ég skildi þig ekki á Lækjartorgi, eða ertu kannski þrátt fyrir fögur orð um sættir, genginn í , stóru utanflokkssleifina, orþódoksa Guðföðursöfnuðinn? Ég skil það ekki heldur. En þó við höfum skemmt okkur af bragðvísi Gunnars á Hlíðarenda, skulum við ekki gleyma örlögum hans, hann féll í blóði sínu sem ógæfumaður, eftir fylgdu logatungur brennandi bæjar og manndráp út um allt land. Við erum nýbúnir að horfa á helförina, en hitt er kannski enn alvarlegra, að mannkynið er ekki enn upp úr því vaxið að beita svikum og lævi, og það ku allsstaðar vera að fljóta blóð út um heim enn i dag. Lýðræðið er enginn víður Rangár- sandur, sem við getum ekið um til og frá og látið eins og okkur lystir. Líkara er það gömlu bitabrúnni hans Jóns Þorlákssonar yfir Ytri-Rangá, þar sem við verðum að vanda okkur að hitta rétta leið. Þorsteinn Thorarensen ^ „Ef „gróðapungarnir” ná valdi yfir flokksstarfseminni, þarf hann ekki einu sinni að klofna. Eftir áratug verður komin á skandinavísk flokkaskipun.”

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.