Dagblaðið - 11.10.1980, Side 1
6. ÁRG. — LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980 — 230. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMl 27022.
DB afhjúpar leyndardóma fjárlagafrumvarpsins:
TOLF MILUARÐAR TIL
EFNAHAGSRAÐST AFANA
—reiknaðmeðyfir40% verðbólgu næsta ár
—yfir 60% hækkun frá frumvarpi Tómasar fyrir 12mánuðum
Dagblaðið afhjúpar í dag þá miklu
leynd, sem hvílt hefur yfir fjárlaga-
frumvarpi Ragnars Arnalds fjár-
málaráðherra. DB hefur orðið sér úti
um aðalatriði frumvarpsins.
Nálaegt 12 milljörðum skal sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpinu verja til
„efnahagsaðgerða ” á næsta ári.
Stjórnarliðar eru ósammála um,
hvaða aðgerðir þetta eigi að vera.
Framsóknarmenn leggja áherzlu á,
að sett verði „hámark” á verðbætur,
sem þýðir skerðing verðbóta. Þetta
verði gert jafnframt ýmsu öðru til að
hægja á skrúfugangi verðbólgunnar.
Því verði að gera í fjárlögum ráð fyrir
fjármunum til að bæta hinum tekju-
lægstu það tjón, sem skerðing verð-
bóta valdi þeim. Slíkt mætti, að mati
framsóknarmanna, gera með skatta-
lækkunum.
Einnig eru hugmyndir um að verja
fjármunum til að auka niðurgreiðslur
frá því, sem fjárlögin munu annars
gera ráð fyrir.
Framsóknarmenn hafa gengið á
fund forsætisráðherra með uppkast
að lagafrumvarpi um efnahagsað-
Igerðir, en uppkastið hefur ekki hlotið
frekari umfjöllun.
-HH
sjá nánar iun fjárlagafrum varpið á Us. 5
Stefniríkosninga-
bandalag st jérnarliða
um nefndarkjör á þingi:
Gunnar
teflir
Albert
fram
gegn Geir
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
þrefa enn um nefndarkosningar á
Alþingi og verða haldnir fundir um
málið í dag. Gunnarsarmurinn krefst
þess að sjálfstæðismenn bjóði fram
einn iista en jafnframt verði tryggt að
fylgismenn ríkisstjórnarinnar í
flokknum fái einn mann af þremur í
sjö manna nefndum. Með þvi er
meirihluti stjórnarliða i nefndunum
tryggður. Geirsmenn hafna þessu og
er lalið cinsýnt aö niðurstaðan verði
sú að Gunnarsarmurinn geri
kosningabandalag við Alþýðubanda-
lag og Framsóknarflokk um nefndar-
kosningarnar.
Athygli verkur krafa Gunnars
Thoroddsens forsætisráðherra um að
Albert Guðmundsson verði formaður
utanrikismálanefndar. Sumir túlka
það sem beina atlögu varaformanns
Sjálfstæðisflokksins að Geir
Hallgrímssyni formanni, sem hefur
veriö formaður utanrikisnefndar til
þessa. -ARH.
Sjá nánar um
þingsetninguna á bls. 6
Jnnanhússtillaga’
íkjaradeilunni?
Sáttanefnd boðar samninganefndir
Alþýðusambandsins og Vinnuveitenda-
sambandsins til fundar kl. 16 í dag.
Talið er að þá muni hún leggja fyrir
deiluaðila „innanhússtillögu” ’ til að
reyna að koma samningaviðræðum á
skrið á ný. Viðmælendur DB sem í
’■ rsvndu að spá i efni
gærkvoioi .v,.. , n - ..
tillögunnar töldu líklegt ao ln
vildi fækka ágreiningsefnum, með þvi
að ýta undir samninga um sameiginleg-
ar sérkröfur og sérkröfur sambanda
sem óafgreiddar eru. Til dæmis
varðandi réttindi farandverkafólks,
innheimtu orlofs- og sjúkragreiðslna o.
fl. ,,Það er ákaflega brýnt að,,hreinsa
borðið” eins og hægt er,” sagði einn
samningamannanna i samtali við DB.
-ARH.
Þingmenn hlýddu með andakt á boðskap forseta Islands, Vigdlsar Finnbogadóttur, þá er hún fyrst kvenna i heiminum setti iöggjafarsamkomu þjóðþings. Við þingsetn-
ingu lgœr var Vigdis Finnbogadóttir hvítklœdd og bar engin embættistákn. DB-mynd: Einar Ól.
Ákvörðunar menntamálaráðherrans beðið með eftirvæntingu í Háskólanum:
Baldur eða Höskuldur
í prófessorsembætti?
—Vésteinn Ólason og Peter Söby Kristensen lektorar í heimspekideild
- -or Oislason hefur enn ekki
ingva. _, nft
skipað í embætti prófessors i
málfræði í heimspekideild Háskóla
fslands samkvæmt upplýsingum sem
DB aflaði sér í gær. Af alls 3 um-
sækjendum um stöðuna koma 2 frek-
ast til greina, þeir Baldur Jónsson
dósent og dr. Höskuldur Þráinsson.
Á deildarfundi þar sem kosið var um
umsækjendur hlaut Höskuldur 17 at-
kvæði eða hreinan meirihluta en
Baldur 'iC a!.'ívæði- Stúdentar sækja
fast að Höskuldur veröi
prófessor. Hafa flestir stúdentar á
kandídatsstigi deildarinnar i ísl. mál-
fræði skrifað nöfn sín á stuðnings-
lista við Höskuld og kynnt mennta-
málaráðherra sjónarmið sín. Baldur
nýtur hins vegar stuðnings nokkurra
áhrifamikilla lærifeðra í deildinni.
Menntamálaráðherra hefur fyrir
skömmú' lPtl Peter Söby Kristensen
lektor í dönsku í heimspcs,'íí.'tci lii
tveggja ára. Hinn umsækjandinn,
Peter Rasmussen, hafði áður dregið
umsókn sína til baka. Dómnefnd
dæmdi báða hæfa en Söby Kristen-
sen fékk þó öllu hagstæðari dóm.
Ennfrémur hefur ráðherra skipað
Véstein Ólason lektor í íslenzkum
bókmenntum í heimspekideild. Vé-
steinn var áður lektor í almennum
boí.'.T-.nntum °8 vefður sú staða aug-
lýst laus til umsOKilíL' lnnan tíðar.
-AS.H