Dagblaðið - 11.10.1980, Page 11

Dagblaðið - 11.10.1980, Page 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1980. Nýju Delhí til Mexikó og jafnyel ganga frá samningi um 7,3 milljónir fata á næsta ári. Einnig er ferðinni heitið til Nígeriu til að ræða þar við yfirvöld um olíusamninga til langs tíma. Af opinberri hálfu í Nýju Dehli hefur verið sagt að Indland muni ekki lenda i bráðum vandræðum vegna oliuskorts á næstunni. Ef styrj- öldin og stöðvun olíuviðskipta við Persaflóa stendur eitthvað verulega fram á næsta ár þá gætu Indverjar hins vegar lent í vandræðum með að fullnægja olíuþörf sinni án þess að gripa til skömmtunar. lndverjar eiga nokkrar eigin olíu- lindir sem eru í ríkinu Assam. Frakkar fengu tuttugu af hundraði oliuþarfar sinar fullnægt með kaupum af írökum. Opinberlega hefur verið hvatt til þess að kayipa ekki oliuvörur á frjálsum markaði til að bæta þetta upp. Oliumálaráðherra Frakklands hefur fullyrt að auðvelt verði að sjá fyrir oliu i stað þeirrar sem keypt var frá Irak. Segjasl Frakkar geta staðizt olíusölustöðvun frá Írak i allt að fimmtán mánuði. Sömu sögu er að segja frá ítaliu. Þeir keyptu 20% sinnar oliu frá írak. í Róm er sagt að birgðir séu fyrir hendi til tveggja mánaða og hingað til hafi ekki verið ráðizl í að kaupa olíu á frjálsum markaði. Italía er í Alþjóðaorkuráðinu. Það samþykkti á fundi í síðustu viku að hvetja með- limi sina til að kaupa ekki oliu á frjálsum markaði. Ennfremur var samþykkl að reyna að auka oliu- birgðir landanna til að vera belur undir orkukreppu búin en nú er. Spánverjar hyggjast leysa sín mál með þvi að auka oliukaup sin frá löndum eins og Mexíkó. Lándið er í Alþjóðaorkuráðinu. Spánverjar lelja sig eiga oliubirgðir sem duga mundu i 140 daga þó svo að ekkert bættisl við þær á þeim tíma. Japanir segjast ekkert munu kaupa af oliu á frjálsum markaði á næst- unni. Munu þeir telja sig eiga nægar birgðir til að þrauka i nokkra mánuði. i nóvember siðastliðnum urðu Japanir fyrir nokkurri gagnrýni þegar þeir festu kaup á verulegu oliu- magni á frjálsum markaði rélt eflir að bandarisku gislarnir voru leknir í sendiráðinu íTeheran. (Reulerí i HREINSKILNISAGT Það hefur orðið mörg uppákoman í okkar þjóðlifi að undanförnu. Þær liafa flestar vakið mjög áhugaverðar og allt að þvi krefjandi spurningar. Er samgöngufyrirtækið Flugleiðir á hausnum, eða á það mun meira en fyrir skuldum? Á að þjóðnýta það fyrirtæki, eða styðja við bakið á þvi á annan hátt? Eða máske að láta það leiga sig? Á liltekinn kennari að kenna tilteknum bekk á lilleknum stað? Var ráðning skólastjóra á einum stað pólitisk ákvörðun, eða var verið að koma í veg fyrir pólitíska ákvörðun? Var annar skólastjóri á öðrum stað samvinnuþýður, eða það gagnslæða? Álti að veita frönskum flóttamanni landvistarleyfi, eða reka hann til baka um hæl? Þvilikar sláandi spurningar hafa duniðyfirlandslýðón oglíll undan- farnar vikur. Ég mun hér aðeins staðnæmast ívið eina þeirra þá síðastnefndu, er snertir franska flóltamanninn. Hvað var sá maður að flýja? Hann var að flýja herþjónustu. Hann Ivar að flýja það sem stöðluð heims- hyggja og yfírborðfljótandi al- Imenningsálit nefnir föðurlandsþjón- ustu. Hann virðist alfarið mótfallinn hernaði og vill silthvað á sig leggja lil ,að komast undan þvílíkri iðju. Þessi óbreytli alþýðumaður virðisl skynja það, sem mörgum spakvitrgm sýnist hulið, að skólun og þálllaka i mannvígalisl gelur engu föðurlandi þjónað, hvað þá bjargað. Hann neit- ar að gerasl hlekkur í þeirri ómælis- keðju mannraunaa, sem i gegnum jsögu aldanna hefur varpað dekkri skuggum á feril mannsins en dænii jeru um meðal flestra ef ekki allra lannarra lífvera á þessari plánetu. IHann neitar að læra að drepa fólk. Hvað ætli mörgum íslendingum sé fyrirmunað að skilja svona sjónar- mið? Vonandi ekki mörgum. Hér er Ihöfðað til mennskrar siðgæðishyggju i dýpslu merkingu þess orðs. Þegar hinn franski flóttamaður, Patrick Gervasoni, eygir þann imöguleika, sem sina einu úrslitavon !að leita á náðir okkar islendinga lil Jakob G. Pétursson að mega lifa nátlúrulegu lifi, utanvið kröfur um andmennskar kvaðir, þá eigunt við ekki að þurfa að karpa um andsvör. Og okkar jáyrði þarf hvorki að tengjasl gestrisni né göfug- mennsku. Það mundi einungis vilna nni örlílinn skilningmeðal þjóðþegna þessa lands á heilbrigðu, kiislilegu siðgæði án gæsalappa. Við höfum hafnað þáltlöku í mannvigum um aldaraðir og munum gera það áfram, — vonandi. Vopnarekstur og ófriður hefur engan vanda levsl, en mörgum valdið. Saga mannlifsins margsannar okkur að allar ofbeldisaðgerðir er framdar eru í nafni umbóta og réll- lætis, ná aldrei seltu marki. en snúa því ofl i andhverfu sina. Þess vegna hlýtur sérhverl hernaðarbrölt að vitna um andlega vanþróun viðkomandi þjóða. í þeirri merkingu eru því flestar svonefndar menningarþjóðir vanþróaðar, og þó stórveldin mesl. „Sjáiði sprelli- karlana!" Það kann að vera fjarlægur draumur að lála sér della í hug að þeim formyrkvaða leikaraskap linni, ^ „Viö íslendingar mættum sannarlega láta meira í okkur heyra á fjölþjóðafund- um um smán okkar á vígbúnaðarkeppni og hermennsku, í stað þess að taka þátt í mál- æðisþófi um hvort við styöjum þetta tiltekna atvikið eða fordæmum hitt á sviði ofheldis- átaka.” að einn þjóðarsjóli heiðri móttöku annars með hinum fáránlega sprellikarlasirkusi, er þeir kalla her- sýningu. En um leið og þeim fífla- lálurn linnir að fullu, má e.l.v. vænta nokkurs jákvæðs árangurs af per- sónulegum samskiplum þeirra. en fvrr ekki. Við íslendingar mættum sannar- lega lála meira i okkur heyra á fjölþjóðafundum um snián okkar á vigbúnaðarsamkeppni og her- imennsku, i stað þess að laka þáli i málæðisþófi um hvort við styðjum þetta tiltekna atvikið en fordæmum hitt á sviði ofbeldisátaka. Og þegar einlægur andstæðingur hermennsku knýr dyra hjá okkur og leitar ásjár, þá ber okkur að taka honum opnum örmum og styðja að velfcrð hans eflir mælli. í okkar löggjöf l'innst ekkerl aksivði um liet'naðitii. i.abrol eða viðurlög við neitun heiþjónustu. Fl forsvarsmenn annarra þjóða kvnnu að leita samstarfs við okkur um fram kvæmd refísákvæða varðandi undan- brögð einstakra þegna sinna frá her- skyldu. er þeir leila skjóls undir islenskum verndarvæng, þá ber okkur að benda þeim góðfúslega á að okkai löggjöl og siefnumörk snúi að barállu mannsins fvrir gildum lifsins. og að við séum, sem einhuga þjóð, alls ófróðir um rök og nauðsynjar þess óskapnaðar, sem stefnir að eyðingu þess. Í þessum efnum ælti okkur islendinguii. að linnasl áslæða til að bera höfuðið liáli og bjóða l'rant leiðsögn, en ekki að hima eins og hræddir hérar undir gráfeldi eins her- veldis og skjálfa af ótta við tor- limingarhættu fráöðru. A hinum ýmsu leikbrúðusviðuin heimsmálanna er fjöreggjum þjóða l'leygt milli örlagavalda af gálausri geðþóltamennsku og glórulausri log- streitu. Hið sanna íslendi ngseðli finnur til með lavisum, eigi siður en þeim sem bjargarvana eru. En þráll fyrir allar ógnir hinnar ömurlegu þróunar i heimsmálunum, þá bregður slundum fyrir broslegum glans- myndum, sem i það minnsla sneria .þær kenndir meðal barna. „Sjáiði sprellikallana”, hrópaði harnungi einn, er sal fyrir framan 'sjónvarp og leil gæsagang hermanna við konui virðulegs þjóðhöfðingja til annars virðulegs þjóðhöfðingja. Það var lika barn. sem þorði að kveða upp úr með að keisarinn vteri nakinn, isögu H.C. Andersen. Jakob G. Pétursson lennari, Stykkishölmi. löndum Evrópu, bæði vestan og aust- an járntjalds, svo og í Norður- Ameriku, gefa mér tilefni til að á- lykta að tæknivæðingin hér sé fylli- lega sambærileg i þeim búgreinum, sem einkenna íslenskan Iandbúnað, en þar ber hæst nautgripa- og sauð- fjárrækt. Ræktun til fóðuröflunar og beitar er undirslaða þess búskapar, sem nú er stundaður hér á landi, stöðugl er unnið að kynbólum búfjárins, og húsakosti ogaðstöðu lil búfjárhirðingar hefur fleygt mjög fram. Til dæmis er það ekki að á- stæðulausu að útlendir bændur og búvtsindamenn taka sér ferð á hendur til íslands til að kynna sér fjárbúskap og nýjungar í gerð fjár- húsa. Reyndar eru framfarir í nautgripa- og sauðfjárrækt hér á landi fyllilega sambærilegar við það sem gerist á erlendum vettvangi, og hægt er að gera enn betur. islenskir bændur standa að sjálfsögðu ekki að baki erlendum starfsbræðrum, eru dugmiklir og þrautseigir þótt móti blási, og i landinu starfar vel menntaður hópur búvísindamanna við rannsóknir, leiðbeiningar og kennslu í þágu þessarar undirstöðuat- vinnugreinar. Norðlæg lega íslands útilokar ekki nútíma- búskap byggðan á innlendum gæðum Vissulega setur loftslag hér land- búnaði ýmsar skorður. Þó er ljóst, að unnt er að auka fjölbreytni fram- leiðslunnar, en slíkt verður að gera i samræmi við landkostina. Við hljótum að leggja megin áherslu á nýtingu innlendra gæða, t.d. notkun islensk fóðurs i stað þess innflutta. Það er eðlilegt, að í kornræktar- Kjallarinn Olafur R. Dýrmundsson lön'dum sé kjötframleiðsla af svínum og alifuglum í öndvegi, en kjötfram- leiðsla af grasbítum sé veigamest i grasræktarlandinu sem við byggjum. Að bera saman hagkvæmni sauðfjár- ræktar i Nýja-Sjálandi og á I’slandi hefur takmarkað gildi. Getur einhver bentmérá land, þar sem framleiðsla dilkakjöts er samkeppnisfær við nýsjálenska dilkakjötsframleiðslu á heimsmarkaði? Til dæmis búa Frakkar við mikla landkosti, en telja þó sauðfjárrækl sina ekki slandast óhefta samkeppni við þá nýsjár lensku. Smjör frá gósenlöndum Evrópu á einnig í harðri samkeppni svo að annað dæmi sé nefnt. Ég tel nauðsynlegt, að það komi fram i þessari umræðu, að sú stefna er nú ríkjandi í Evrópu, að hinar einstöku þjóðir búi sem mest aðsínu, en byggi ekki um of á innfluttum matvælum, t.d. frá Nýja-Sjálandi Jafnvel Bretar, sem flutt hafa inn meira af nýsjálensku dilkakjöti en aðrar þjóðir um fjölda ára, eru farnir að draga stórlega úr þeim innflutningi. Oliukreppan hefur þarna áhrif á þróunina t.d. í sam- bandi við flutningskostn. og erlendir ráðamenn gera sér í a- r'ikara mæli Ijóst gildi öflugs landbúnaðar, ekki aðeins vegna öryggisjónarmiða og verðmætasköpunar, heldur einnig með tilliti til æskilegrar dreifingar byggðar og atvinnusjónarmiða. Við skulum ekki heldur gleyma skugga- hliðunt iðnaðarsamfélaganna, þar sem borgirnar þenjast út, tengslin rofna við hina lifrænu þætti til- verunnar og atvinnuleysi fer viða vaxandi. Það er nefnilega fleira sem gefur lifinu gildi en mikil framleiðsla og örhagvöxtur. Hefðbundin búfjárrækt byggð á ræktunarbúskap stangast ekki á við gróðurverndarsjónarmið Víst er það rétt, að víða i landinu er gróður og jarðvegur viðkvæmur fyrir miklum ágangi og umferð. En að halda því fram, að mest allt landið sé ofbitið er fráleit einföldun á málinu. Ástandið er mjög breytilegt á milli svæða. í sum- um tilvikum er hálendið fullnýtt og jafnvel ofnýtt, einkum í kaldari árum, þótt beit á láglendi sé víðast livar góð og jafnvel lítið nýtt, t.d. viða á mýrum og flóum. Þekking á beitarþoli landsins hefur aukist mjög síðustu árin, sérstaklega vegna rannsókna, sem styrktar voru af þjóðargjöfinni frá 1974. Bændur sýna landnýtingarmálum vaxandi áhuga, enda þekkja þeir vel gildi góðra beililanda. Með framansögðu er ég þó ekki að gefa í skvn, að alls slaðar séu bcit- arinálin i lagi. |-g er revndar þeirrar skoðunar, að viða þurfi að verða mun bclra samræmi á milli fjölda búfjár á einstökum jöt ðum og þeirrar beitar, sem tiltæker. bæði í heima- löndum jarða og i alréttum, séu þeir til á viðkomandi svæði. Þetta leiðir hugann að vali búgreina eftir land- kostum. Þannig henta landlitlar jarðir ekki til verulegs sauðfjár- eða hrossabúskapar, þótl á þeim megi reka ágætan búskap með mjólkui kýr séu ræktunarskilyrði fyrir hendi.. Ég v-il einnig minna á þá staðreynd, að ekki er allt beitarálag i landinu tengt framleiðslu búsafurða Á Auslur- landi ganga hreindýrahjarðir sjálfala og hrossum i eigu þéttbýlisbúa hefur fjölgað gífurlega. Itestamcnnskan er mjög vinsæl tómstundaiðja fólks í öllum stéttum og samfara þessari þróun hafa viða sprottið upp beitar- vandamál, t.d. i nágrenni þéttbýlis, sem þarfnast úrlausnar. Skógrækt og sauð- fjárrækt geta farið saman Nú á ári trésins er mikið rætt um skógrækt og ýmsar hugmyndir hafa komið fram um möguleika á því sviði, t.d. í sainbandi við skjólbelta- rækt og ræktun nytjaskóga. Vil ég vekja sérstaka athygli á hugmynd, sem dr. Hajldór Pálsson fyrrverandi búnaðarmálasjjóri setur fram i nýút- komnu Búnaðarriti (bls. 249—250 i 93. árg. 1980) um að nýta hluta þess vinnuafls, sem losnar hjá bændurn vegna samdráttar i hefðbundnum búgreinum til að ræktn ntljaskóga til timhiirframleiðslu i slóriiin slil. Hefur hann sérstaka lerkirækl i huga með fjárstuðningi úr rikissjóði. Þannig yrði búið i haginn fyrir kontandi kynslóðit, þvi að innlend timburframleiðsla gætisparaðmikinn gjaldeyri í framtiðinni. Auk þess er vilað, að mjög gengur á skóglendi i heiminum. Hér á landi geta skógrækt og búfjárrækt hæglega farið saman, þvi að vetrarbeit sauðfjár heyrir að mestu fortíðinni til vegna stórbætlrar vetrarfóðrunar. Að sjálfsögðu þarf að girða nýmarkirnar, en þegar trén yrðu vaxin í ákveðna hæð gæti farið vel á þvi að beita lakmörkuðum fjölda sauðfjár í skógana yfir há- sumarið, eins og Sigurður Blöndal skógræktarstjóri hefur bent á. Með vaxandi ræklunarbúskap skapast æ betri skilyrði til að laka upp heppi- legri bcilarhætti, þar sem þess er þörf, þannig að sanngjörn og eðlileg gróðurverndarsjónarmið séu i heiðri höfð. Að minum dómi yrði umræðan um landbúnaðinn mun upp- byggilegri, ef hætt yrði að ræða utn lianii setn bagga á þjóðinni, sem hún þurl'i að losa sig við. Við eigum ekki að karpa um það atriði, hvort hér eigi að stunda landbúnað, heldur þurfum við að nýta þekkingu okkar og reynslu til að rökræða fordóma- laust, hvernig landbúnað hér eigi að stunda i framtiðinni, og hversu mikið eigi að framleiða af sem fjölbreytilegustum islenskum land- búnaðarafurðum. I)r. Olafur R. Dýrmundsson, landnýtingarráöiinaiitiir Búnaðarfélags íslands.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.