Dagblaðið - 11.10.1980, Síða 24
Flokkssnatamir samir við sig:
Óháðu landsmálablaði
neitað um auglýsingu
—f rá Seðlabankanum, þar sem það var ekki gefið út af stjórnmálaf lokki j— Þó
þessir f lokkar stjómi landinu eiga þeir ekki draslið, segir ritstjóri Víkur-f rétta
„Það var hringt í okkur hjá Víkur-
fréttum frá Auglýsingastofu:
Kristínar og okkur boðin auglýsing
frá Seðlabankanum um ný-krónuna.
Síðan var spurt hvort þetta væri ekki'
pólitískt blað en því var neitað.
Auglýsingastofan sagði þá að ein-
göngu mætti auglýsa i pólitískum
blöðum og væru það fyrirmæli frá
Seðlabankanum.” Þannig mæltist
Sigurjóni Vikarssyni útgefanda og
ritstjóra Víkur-frétta í Keflavík í gær.
Víkur-fréttir eru óháð lands-
málablað, sem nýlega hóf göngu sína
og miðar markað sinn við Keflavík
og Suðurnes. Blaðið kemur í fram-
haldi af öðru óháðu blaði,
Suðurnesjatíðindum. ,,Ég spurði
auglýsingastofuna,” sagði Sigurjón,
„hver stefnan væri þá t.d. gagnvart
Dagblaðinu og Vikunni, sem ekki
væru gefin út af flokkspólitiskum
öflum. Mér var sagt að það gilti
annað, t.d. ef lesið væri úr leiðurum
viðkomandi blaða í úrvarp. Hér er
ekki við auglýsingastofuna að sakast,
heldur kemur þetta beint frá Seðla-
bankanum.
Það er „prinsipmál” hjá mér að
láta ekki bjóða mér þetta. Ég mun
hafa samband við dómsmálaráðu-
neytið og kanna réttmæti þess, að
einn sé útilokaður í þágu annarra.
Þetta er komið út í öfgar. Ef gefin
væru út blöð af stjórnmála-
flokkunum hér í Keflavík, þá fengju
þau auglýsinguna strax.
Það taka öll ráðuneytin þátt i
þessu, en einstök ríkisfyrirtæki eru
hissa á þessu og auglýsa sjálf. Menn
verða að gera sér grein fyrir því, að
það er fullt af fólki, sem ekki vill tjá
sig i flokkspólitískum blöðum, senni-
lega meirihluti þjóðarinnar. Þetta
fólk er ekki verra en það, sem tekur
þátt í flokkspólitísku starfi.
Þau landsmálablöð, sem gefín
eru út óháð stjórnmálaflokkum eiga
rétt á að lifa og eru raunar vinsælli
en flokksblöðin t.d. í Kópavogi, á
ísafirði og hér. Það er aðeins Dagur á
Akureyri, sem hefur náð verulegri
fótfestu af flokkspólitískum lands-
málablöðum. Þó þessir flokkar
stjórni landinu, eiga þeir ekki draslið.
Hvað myndi t.d. gerast, ef einn
flokkur næði meirihluta á Alþingi.
Myndi ríkið ekki auglýsa í öðrum
blöðum en blöðum þess flokks?”
-JH
Þjófar með stór-
hættulega nagla-
byssu undir höndum
— námskeið hjá Öryggiseftiriitinu þarf til að
kunna að fara með hana
Einhverjir fingralangir naunB2,r
hafa nú undir höndum naglabyssu, af
gerðinni Ramset, sem gæti reynzt
stórhættuleg i höndum manna, sem
kunna ekki með hana að fara. Byss-
unni var stolið úr bil, sem stóð við
Háagerði. Þjófnaðurinn var framinn
aðfaranótt miðvikudagsins síðasta.
„Þessi byssa eröðruvísj en flestar
aðrar að þvi iéýíi 'áð er ekki
kólfur, sem skýtur út nöglunum,
heldur skot,” sagði Sigurður
Böðvarsson, rafvirki, sá sem
byssunni var stolið frá. Úr bíl hans
hvarf einnig mikið magn af verk-
færum, mælitækjum og fleiru, sem
Sigurður áætlar að kosti um 5—800
þúsund krónur.
„Þeim sem nota byssur sem þessa
er skylt að læra á þær hjá öryggis-
eftirliti ríkisins. Ef sett er fram-
7' , ., ' virkar
lenging á hlaup neuuo, .....
eins og venjuleg skammbyssa,” sagði
Sigurður. „Ef einhverjir unglingar
eru með hana undir höndum má
búast við hverju sem er. Sama má
segja ef þjófurinn eða þjófarnir selja
hana einhverjum, sem ekki kann með
svona hluti að fara.”
Fkki var einungis brotizt inn í bíl
Sigurðar Böðvaf7IÍ?.rlar aðfæanótt
miðvikudagsins. Hluta er sakiuL ur
nokkrum bílum til viðbótar og einnig'
sést að reynt hefur verið að komast
inn í aðra. Þá var einnig brotizt inn i
að minnsta kosti tvo bila við
Brekkugerði. Mál þetta er í höndum
rannsóknarlögreglunnar.
-ÁT-
frfálst, úháð dagblað
LAUGARDAGUR 11. OKT 1980.
Útgerð Sporðs RE-16 mótmælir harðjega
ásökunum nokkurra skipverja og snýr vörn ísókn:
„Kaupinu þeirra var
stolið íFleetwood”
— „buðum þeim uppgjör en þeir neituðu
og hlupust á brott af skipinu”
„Mönnunum stóð til boða greiðsla
á inneignum sinum föstudaginn 3.
október, inneignum 5 manna sem
nema frá 55 þús. kr. til 787 þús. kr. á
mann eða alls tæplega 2,3 milljónum.
Þessu höfnuðu þeir af óþekktum
ástæðum og hlupust á brott af skip-
inu, einn með 3ja mánaða upp-
sagnarfrest, hinir með 7 daga upp-
sagnarfrest. Skipið hefur verið stopp
í heilan mánuð vegna aðgerða mann-
anna og kostað útgerðina allt að
einni milljón kr. á dag að frátöldu
aflatapi. Við munum beita fullum
rétti og hýrudraga þá.”
Þetta höfðu talsmenn útgerðar-
fyrirtækisins Fiskugga hf. að segja
um forsíðufrétt DB á fimmtudaginn.
Þar var sagt frá deilu nokkurra
manna úr áhöfn á Sporði RE 16 við
útgerðina um kaup sem þeir telja sig
eiga inni. Kom Tram að sjómennirnir
ættu inni 700—1800 þús. kr. hver, en
þeir Hafþór Svavarsson útgerðar-
maður Sporðs og Hreiðar Bjarnason
skipstjóri og meðeigandi bátsins mót-
mæla harðlega þeirri tölu sem allt of
hárri og segja skuldina vera 2.3
milljónir eins og áður segir.
„Þeir segjast eiga inni langt aftur i
timann, en sannleikurinn er sá að
ágúst er uppgerður að fullu og þeir
fengu fulla kauptryggingu fyrir sept-
émber og 100 þús. að auki upp í sigl-
ingartúr til Fleetwood. Uppgjör fyrir
siglinguna er hins vegar enn ekki
komið frá Bretlandi.”
Aðspurðir um ástæður inneignar
sjómannanna svöruðu þeir Hafþór
og Hreiðar að „þessir menn viti það
fullvel”. Hafi einn úr áhöfninni
.stolið 8—9 milljónum kr. í erlendum
gjaldeyri úr skipinu í höfn í Fleet-
wood í siglingarferðinni, peningum
sem átti að nota til að borga mann-.
'skapnum kaup. Hafi lögregla þar í
borg verið í eina viku að leita manns-
ins, fundið að lokum og 6,1 milljón
af stolnu peningunum.
„Auk þess létu mennirnir greipar
'sópa um matvælageymslur skipsins
og tæmdu þær áður en þeir fóru i
iland. Tjónið er upp á nokkur
hundruð þúsund. Nákvæmari tölu
vitum við ekki fyrr en plögg berast
frá Bretlandi um hvaða kostur var
lekinn þar um borð,” sögðu Hafþór
og Hreiðar.
„Við mótmælum því að ekki hafi
verið. gert upp mánaðarlega. Þessi
útgerð hefur aldrei skuldað nema
,fyrir það að félagi mannanna stal
þeningunum í Fleetwood,” sögðu
þeir. - ARH
Rán og líkamsárás
á konu eftir dansleik:
Kinnbeins-
brotin, tennur
brotnar og
marin á hálsi
— árásarmaðurinn
enn ófundinn viku
eftirárásina
Ráðizt var á konu, hún rænd og
slösuð verulega eftir dansleik í Glæsi-
bæ sl. laugardag. Árásarmaðurinn er
enn ófundinn. Konan var á heiinleið
eftir dansleikinn og ætlaði að ná sér i
leigubil. Hún var koiiiin inn i hliðar-
götu er maður réðst að henni og sló í
götuna og hrifsaði af henni veskið.
Eftir árásina hraðaði maðurinn sér á
brott.
Konan lá eftir, en það vildi henni til
happs að lögreglubíll kom fljótlega að.
Lögreglan fór með konuna á slysa-
deild, þar sem gert var að helztu
meiðslum hennar. Hún var kinnbeins-
brotin og tennur brotnar og mikið
marin á hálsi. Þá voru föt rifin. Konan
fór siðan í aðgerð á mánudaginn, en
fékk að fara heim af sjúkrahúsi um
miðja vikuna.
Konan sá árásarmanninn aðeins
óljóst er hann hljóp burt, en telur að
hann sé frekar ungur. Hann virtist vera
frakkalaus, í dökkum jakka og féll
skyrtukraginn út yfir jakkaboðunga.
Árásarmaðurinn hafði ekki kynferðis-
lega tilburði í frammi, heldur virtist
hann beita ofbeldinu í þeim tilgangi að
ná veskinu. f því voru ekki miklir pen-
ingar, eða um 11 þúsund, en skilríki
konunnar.
Árásin var kærð til Rannsóknarlög-
reglu rikisins, sem hefur kannað málið,
en árásarmaðurinn var ófundinn í gær.
- JH
Bfllónýtur
eftir veltu
íKópavogi
— ogökumaður
íslysadeild
Skrítnirfeðgar
Bill valt innarlega á Nýbýlavegi i
Kópavogi um ellefuleytið í gær-
morgun. Kona sem í bílnum var
vankaðist og meiddist og var til rann-
sóknar í slysadeild í gær. Kom þar í Ijós
að hún var óbrotin þó hún hefði fengið
slæma pústra.
Talið er að bíllinn hafi farið hálfa
aðra veltu er hann fór út af veginum.
Orsökin er talin vera bæði möl á mal-
bikinu og óvenjuleg viðbrögð er konan
mætti bíl, sem hún áður mun ekki hafa
séð. Billinn sem konan ók er talinn
allt aðþvíónýtureftirveltuna.
-A.St.
íDagblaðsbíói
Ekkiánú að mlssZ Z?neinu'Súlkurnarfeg8ja mikið á sig að komasf
aö þeim leyndardómi, sem innZ tfrYsSS* hefur erfiðið^
borgað sig og sú neðri ekki fengið hryggskekkjú. Wlkunum verou, |
aðfyrirgefa, enda forvitnin mikiláþessum aldri. ^ j
DB-mynd Ragnar //«.,.
Vtnningshafar hringi
ísíma 33622.
LUKKUDAGAR:
: 11. OKTÓBER 26226
! Vöruúttekt að eigin vali
frá Liverpool.
í Dagblaðsbíói klukkan þrjú á
morgun verður sýnd gamanmyndin
Skrítnir feðgar. Myndin er i litum og
' ' '-"■’t-mn texta. Sýningin verður í
með isieii^„...
Haf narbíói að vanda.