Dagblaðið - 20.10.1980, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 20.10.1980, Blaðsíða 19
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1980. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1980. I Iþróftir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Forusta Andeiiect tvö stig í Belgíu —Arnór Guðjónssen skoraði eitt af mörkum Lokarenálaugardag Arnór Guðjohnsen skoraði eitt af mörkum Lokeren, þegar liðið vann góðan sigur á Courtrai 5-1 í 1. deild í Belgiu á laugardag. Á sama tíma gerðu Standard og Beveren jafntefli 1-1 í Liege en Anderlecht sigraði Winterslag. Jók forustu sína í 1. deild í tvö stig. Úrslit urðu annars þessi í leikjunum í Belgíu i níundu umferðinni: Anderlecht — Winterslag Waregem — CS Brugge Gent — Berchem Standard — Beveren Beringen — Beerschot Lokeren — Courtrai FC Brugge — Molenbeek Waterschei — Lierse Antwerpen — FC Liege Staðan er nú þannig: Anderlecht 2—0 3—2 3—0 1 — 1 1—0 5—1 3—1 3—4 2—0 9 6 11 24—9 15 Beveren Standard Molenbeek Lokeren Lierse Waterschei Waregem Courtrai Berchem Winterslag CS Brugge Antwerpen CS Brugge Beringen Gent Beerschot FC Liege 2 18- 1 24— 2 3 2 4 4 4 3 5 4 4 5 5 5 6 8 8 13 12 13 9 12 11 11 13 11 16 9 -14 -15 -16 -14 8 -16 8 -19 8 -23 7 -18 6 -14 6 -16 5 -20 1 Þórarar fóru ómjúkum höndum um löggurnar Þórarar í Eyjum, sem féllu í 3. deild í vor, léku sinn fyrsta leik i deildinni á fösludagskvöldið, er þeir sigruðu hið harðskeytta lið lögreglumanna úr Reykjavík, Óðinn, 20—16. Lögguliðið undir for- ystu Bodan Kowalczyk náði sér aldrei á strik í leiknum og komst aldrei nær Þór en undir lokin, er staðan var 18—16 fyrir Þór. í hálfleik höfðu Eyjamenn náð góðri forystu, 12—7, og er grelnilegt að liðið hefur fullan hug á að endurheimta sæti sitt i 2. deild i vor. Annars var leikur þeirra nokkuð gloppóttur og verða þeir að gera betur ef þeim á að takast að vinna sig upp. Bezti maður Þórs var Ásmundur Friðriksson, en Andrés Bridde átti einnig ágætan leik og mark- verðirnir vörðu nokkuð vel. Hjá Óðni báru þeir nokkuð af Frosti Sæmundsson og Jakob Þórarins- son. Flest mörk Þórs gerðu Ásmundur 8, Andrés og Albert Ágústsson 3 hvor. Flest mörk Óðins gerðu Jakob 7 og Frosti 3. - FÓV Magnús Guðmundsson, fyrrum landsliðsmaður úr Víking, skorar eitt af mörkum KA í gær. DB-myndSvÞ. SH0USE LEK A KR-KOLKRABBANA — UMFN sigraði KR naumlega 86-85 ífyrsta leik úrvalsdeildarinnar f körfubolta Körfuknattleikur Úrvalsdeild, UMFNtKR, 86:85 (46:39) Njarðvikingar sigruðu KR-inga syðra i fyrsta leik íslandsmótsins i körfuknattleik i Úrvalsdeild og fóru þar með vel af stað. Sigurinn var samt naumur. Aðeins eitt stig skildi liðin að, 86:85, i hörkuspennandi leik, frá upphafsmínútu til seinustu sekúndu, en þá voru KR-ingar með knöttinn og reyndu körfuskot. Það var um seinan. Merki um leikslok gall við og fylgjend- ur UMFN lustu upp fagnaðarópi en áhorfendapallarnir voru fullskipaðir og rúmlega það. Körfuknattleikurinn á sýnilega auknum vinsældum að fagna hérálandi. Mörgum lék vafalaust forvitni á að sjá Daniel Shouse með UMFN, en hann lék sem kunnugt er með Ármanni seinasta leiktímabil og skoraði megin- hlutann af stigum Ármanns í mótinu. Danny eins og hann er jafnan nefnd- ur, fór fremur hægt af stað, virtist ekki finna sig í leiknum framan af og sam- herjarnir áttuðu sig ekki á snilldarsend- ingum hans. En þessi „svarti smaragður” átti aldeilis eftir að ná sér á strik í leiknum. Áður en yfir lauk hafði hann skorað 40 stig, auk þess sem hann spilaði félaga sína upp, eins og sagt er á íþróttamáli. Mýmörg langskot hans fóru beint í körfuna og þrátt fyrir smáan vöxt á körfuknattleiksmanna- KAfór létt með Armanti Ekki fór svo að KA-menn héldu stigslausir aftur heim til Akureyrar eftir tvo leiki í 2. deild handboltans um helg- ina. Þeir sigruðu Ármann i Laugardals- höll I gær 23—17 og bættu sér því upp tapið gegn Aftureldingu frá þvi degin- um áður. KA tók þegar forystuna gegn Ármanni og leiddi í hálfleik 12—8. Sá munur hélzt svo út siöari hálfleikinn og í lokin munaði fimm mörkum Mörk Ármanns. Einar Eiriksson 5, Björn Jóhannesson 4/2, Haukur Har- aldsson, Ívar Jósafatsson og Kristinn Ingólfsson 2 hver og Atli Jóhannesson og Vilberg Sigtryggsson 1 hvor. Mörk KA: Gunnar Gíslason 7/3, Þorleifur Ananíasson 6, Friðjón Jóns- son 3, Magnús Guðmundsson, Erlingur Kristjánsson og Björn Friöþjófsson 2 hver og Magnús Birgisson 1. - SA mælikvarða gátu KR-risarnir ekki stöðvað Danny á leið hans undir körf- una þótt þeir breiddu arma sína eins og kolkrabbar yfir hann og allt í kring. Meö lipurð sinni og leikni tókst honum i flestum tilvikum að snúa á þá. Fyrstu mínútumar gætti mikils taugaóstyrks meðal leikmanna beggja iiða. Hver sóknarlotan af annarri rann út í sandinn, — knötturinn lenti utan körfu, í greipum mótherja eða hrein- lega fyrir utan völlinn. En Gunnar Þorvarðarson, sá gamalreyndi leik- maður kom UMFN á bragðið og Bandartkjamaðurinn i liði KR-inga sömuleiðis fyrir sitt iið. Eftir það fóru stigin að hrannast upp sitt á hvað. KR- ingar voru þó heldur á undan þar sem Jón Sigurðsson stjórnaði sóknarað- gerðum með miklum tilþrifum en Danny og Gunnar reyndu að klóra í bakkann fyrir UMFN. Náðu KR-ingar 6 stiga forskoti, 19:13, en þá tóku Njarðvíkingar mikinn fjörkipp og söxuðu á forskotið jafnt og þétt en þá var kominn í leikinn ungur piltur, Valur lngimundarson, sem þarna átti sinn langbezta leik til þessa og skoraði samtals 14 stig, sum i mjög snjallri samvinnu við Danny. Valur er því ný stjarna í liði UMFN, hávaxinn og kvik- ur leikmaður. Ágúst Líndal, keflvíski KR-ingurinn, kom mikið við sögu fram að hléi ásamt Bjarna Jóhannessyni en Ágúst fellur mjög vel í KR-liðið enda hefur hann leikið með þeim áður, — fyrir tveimur árum. En þrátt fyrir góðan leik þeirra félaganna höfðu heimamenn sjö stiga forskot í hléi sem entist þeim skammt í seinni hálfleik því Keith Yow og Bjarni ásamt Jóni Sigurðssyni jöfnuðu metin, 50:50. Seinna náðu KR-ingar ftmm stiga forskoti,74:69, sem þeir misstu niður og UMFN jafnaði, 76:76, en Garðar Jóhannesson, sem virtist æfmgarlítill, skoraði fyrir KR-inga 78:76;, og fór þá að fara alvarlega um heimamenn, — Guðsteinn Ingimars- son, sem hafði verið fremur daufur, sá að við svo búið mátti ekki standa. Tók hann á sig rögg og nældi í 4 stig. Baráttan var því í algleymingi, þegar tvær og hálf mínúta voru eftir. Danny læddi knettinum svo i körfuna 82:79, en Jón Sigurðsson svaraði að bragði með fallegu langskoti, — síðan fékk Yow vítaköst, sem bæði lentu á réttum stað, 83:82, og rúmlega ein mínúta til leiksloka. Hófst þá æðisgengin barátta, sem áhorfendur tóku þátt í með örvunarhrópum „áfram Njarðvik” enda flestir heimamenn. Heyrðist ekki í flautum dómaranna en lesa mátti á töflunni að karfa Danny væri gild og eins Guðsteins. Yow skoraði fyrir KR- inga svo að þegar 9 sekúndur voru eftir var staðan 86:85 og UMFN með knöttinn, misstu hann en KR-ingum vannst ekki timi til að nýta sér það og vildu raunar kenna dómurunum um. Olli það einhverjum ýfingum að leiks- lokum, en menn jöfnuðu sig fljótt, fögnuðu sigri og tóku ósigri karlmann- lega. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa en þó geta bæði liðin vafalaust betur. Menn mega ekki gleyma því að þetta var fyrsti leikurinn i stóru móti. KR-ing^r léku án Geirs Þorsteinssonar sem er tognaður, en hins vegar tefldi UMFN fram yngri mönnum og breiddin virðist mikil hjá þeim. Nokkurrarfestu gætti í leiknum og g.ngu leikmenn eins langt og dómar- ainir leyfðu, en þeir Sigurður Valur Halldórsson og Erlendur Eysteinsson voru ekki með neinn smásmuguhátt. Samræmis gætti í dómum þeirra og það var mál manna að með þeim tökum sem þeir tóku leikinn hafi hann verið miklu skemmtilegri en ella. Stigahæstu leikmenn UMFN voru þeir, Shouse 40, Valur 14, Guðsteinn 12 og Gunnar 7. — KR: Jón 24, Yow 20, Bjarni 14, Garðar 11 og Ágúst 10. -emm. „Kolamolinn” barg ÍS Bandaríkjamannslausir Ármenning- ar voru stúdentum auðveld bráð er liðin mættust í úrvalsdeildinni i körfu- bolta i Hagaskóla i gærkvöldi. ÍS sigraði 86-79, og getur þakkað þann sigur Bandaríkjamanni sínum, Mark Coleman. „Kolamolinn" átti hreint frábæran leik, skoraði sjálfur 37 stig en gaf auk þess margar góðar sending- ar og var sem klettur i vörninni. Svo vikið sé að gangi leiksins, þá voru Ármenningar mun atkvæðameiri til að byrja með, þeir komust í 10—4 eftir fjögurra míriútna leik og leiddu fram undir miðjan hálfleikinn. Þá var komið að stúdentum að taka forystuna og eftir 11 mínútur voru þeir búnir að ná fimm stiga forystu, 26—21. Upp úr því fór aftur að draga saman með liðunum og síðustu mínútur fyrri hálf- leiksins skiptust liðin á um forystuna, en í hálfieik var staðan iöfn 30—30 En í síðari hálfleik snerist dæmið við, nú voru stúdentar ætið í forystu- hlutverkinu,þeir náðu forystunni þegar í upphafi hálfieiksins og létu hana aldrei af hendi. Eftir fjögurra minútna leik var staðan orðin 49—44 fyrir ÍS og mestur varð munurinn 13 stig, 69—56. Lokatölur 86—79. Sem fyrr getur var Coleman allt í öllu hjá ÍS, en auk hans átti Steinn Sveinsson beztan leik stúdenta. Lands- liðsmaðurinn ungi Valdimar Guð- laugsson bar af' í liði Ármanns, en Kristján Rafnsson og Davið Arnar áttu einnig góðan leik. Lið Ármanns er ungt að árum og á framtiðina fyrir sér, margir efnilegir piltar í liðinu. Stig ÍS: Mark Coleman 37, Steinn Sveinsson 14, Árni Guðmundsson 12, Bjarni Gunnar Sveinsson 11, Pétur Óli Hansson 4, Gísli Gislason og Albert Guðmundsson 3 hvor og lngi Stefáns- snn 2. Stig Ármanns: Valdimar Guðlaugs- son 25, Kristján Rafnsson 19, Davíð Arnar 12, lngvar lngvarsson 10, Hörður Arnarson 7, Atli Arason 4 og Guðmundur Sigurðsson 2. -SA. Létthjá Haukum — Sigrudu Kyndilá báðum leikjunum íEvrópukeppninni Haukar úr Hafnarfirði unnu sér auðveldalega rétt i 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa í hand- knattleik, þegar þeir sigruðu Kyndil, Færeyjum, í báðum leikjum liðanna. Þeir voru báðir háðir í Þórshöfn. í fyrri leiknum á laugardag höfðu Haukar algjöra yfirburði. Sigruðu með fimmtán marka mun eða 30—15 eftir að staðan var 13—9 fyrir þá i hálfleik. í síðari leiknum, sem háður var i gær, var munurinn minni. Þá sigruðu Haukar með fjögurra marka mun, 23—19. Jafnt var i hálfleik 10—10. Þjálfari Hauka, Viðar Símonarson, skoraði flest mörk Hauka i siðari leiknum eða sjö. í báðum leikjunum sigruðu Haukar samanlagt 53—34. íþróttir Firmakeppni Gróttu í knattspyrnu innanhúss verður í íþróttahúsi Seltjarnarness síðustu helgina í október og fyrstu helgina í nóvember. Keppt verður um Gróttubikarinn sem er i vörzlu starfs- mannafélags Pósts og sima. Þátttaka tilkynnist í síma 21722 f.h. (Már) fyrir 22. okt. Þátttökugjald er kr. 40.000. Knattspymudeiid Gróttu 1 2 ÚL E Nýr kafli í sögu Pennans Penninn hefur opnaö nýja deild að Hallarmúia 2, — bókadeild sern iegcjur áherslu á góöa þjónustu og ráögjöf viö bókaval. Nýja bóka- deildin fæöist meö hartnær þriggja áratuga reynslu, - reynslu sem Sissa, deildarstjórinn okkar, hefur eftir 29 ára starf viö bóksölu. Víötæk þekking afgreidslufólksins er aöali hverrar versiunar. í bóka- deildinni er Sissa sá sérfræöingur sem svarar öllum spurningum þín- um um bækur og höfunda og aðstoðar þig viö bókavaliö. Taktu þér tíma - bílastæðin eru ekkert vandamál. BOKADEILD HALLARMÚLA 2 SÍMI83441

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.