Dagblaðið - 20.10.1980, Blaðsíða 36
„FRAMBOÐ KJARTANS
ER MJÖC ÆSKILEGT’
— segir Vilmundur Gylfason — Jón Baldvin á uppleið
„Ég tel framboð Kjartans mjög
æskilegt. Ég er þeirrar skoðunar að
Kjartan hafi varla getað annað eins
og málum er nú háttað,” sagði Vil-
mundur Gylfason er blaðamaður DB
spurði hann, hvort hann teldi fram-
boð Kjartans Jóhannssonar æskilegt
fyrir Alþýðuflokkinn.
,,Ég vísa á bug öllum hugmyndum
um að Kjartan sé með framboði sinu
að gera sig sekan um einhvern
ódrengskap. Lýðræðislegar kosning-
ar geta ekki verið annað en já-
kvæðar.
Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir
hefur Alþýðuflokkurinn ekki tekið
þeim breytingum sem kosningafyrir-
komulagið hefur gert. Þótt Alþýðu-
flokkurinn njóti nú fylgis nærfelit
fimmta hvers kjósanda í landinu eru
aðeins 150 fulltrúar á flokksþinginu.
Skipulag flokksins hefur að hluta til
yfirbragð klíkunnar. Þetta er ekki
ólíkt vandamál og brezki verka-
mannaflokkurinn hefur átt við að
glima. Ef þetta væri heilbrigt ættum
við að vera með 1000 manna flokks-
þing,” sagði Vilmundur.
Aðspurður hvort hann hygðist
styðja Kjartan sagðist Vilmundur líta
á sig sem traustan flokksmann en
, ,þarna kunna að vegast á per-
sónulegir hagsmunir og langtíma-
hagsmunir flokks og lands,” sagði
hann og kvaðst vera að vega málin.
Það var sl. föstudag að Kjartan
Jóhannsson varaformaður Alþýðu-
flokksins gekk á fund Benedikts
Gröndal, formanns flokksins, og
tilkynnti honum að hann hygðjst
bjóða sig fram gegn honum við for-
mannskjör á flokksþingi Alþýðu-
flokksins um næstu mánaðamót.
Báðir hafa þeir Benedikt og Kjartan
lýst þvi yfir að ekki sé um neinn
málefnaágreining þeirra á milli að
ræða. Kjartan segir að fyrir sér vaki
einungis að fram geti farið lýðræðis-
legt val. DB hafði tal af alþingis-
mönnunum Árna Gunnassyni, Karli
Steinari Guðnasyni og Sighvati
Björgvinssyni, en þeir reyndust ófá-
anlegir til að tjá sig um framboð
Kjartans á þessu stigi.
Um helgina voru kosnir fulltrúar
Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur á
þing Alþýðuflokksins um næstu
mánaðamót. Flest atkvæði hlutu
Eggert G. Þorsteinsson 140, Jón
Baldvin Hannibalsson 131, Gylfi Þ.
Gislason 128, Sigurður E.
Guðmundsson 124 og Bjarni Guðna-
son 124.
-GAJ.
Sundasamtökin:
Mótmælaskilti
af hjúpað í gær
,,Það merkilega við þetta er hin
gifurlega þátttaka og undirtektir sem
þetta hefur fengið,” sagði Magnús
Óskarsson nýkjörinn formaður Sunda-
samtakanna í gær. Samtökin voru
stofnuð til þess að berjast gegn
byggingu skrifstofuháhýsis Sambands
islenzkra samvinnufélaga sjávarmegin
við Kleppsveginn.
„Við sprengdum utan af okkur
félagsheimilið Þróttheima í gær þar
sem komu 300 manns til að mótmæla
byggingunni.” Fólkið hélt síðan að
fyrirhuguðum byggingarstað, þar sem
afhjúpað var mótmælaskilti. Stjórn
hinna nýju samtaka skipa 11 menn.
-JH/DB-mynd Gunnar Örn.
Fundarhöld
í verkalýðsfélögum:
Gengið f rá
formsatriðum
— vegna verkfallsboð-
unar 29. október
Verkalýðsfélögin vitt og breitt um
landið eru um þessar mundir að ganga
frá nauðsynlegum formsatriðum vegna
verk fallsboðunar Alþýðusambandsins
29. október. Mörg félög sem hafa ekki
afgreitt heimild til stjórna og trúnaðar-
mannaráða til að boða verkfall héldu
fundi um helgina og önnur halda fundi
í kvöld. Verða félögin að tilkynna i
síðasta lagi á morgun um þátttöku í
allsherjarverkfallinu í lok mánaðarins.
Að öðru leyti er tíðindalitið af
samningavigstöðvum. í Karphúsi sátta-
nefndarmanna við Borgartnn hefur
verið efnt til funda í deilu llugmannar
félaganna um starfsaldurslista um
helgina. Engir fundir eru boðaðir í
deilu Alþýðusambands og Vinnuveit-
endasambands. „Við höfum formlega
farið fram á þríhliða viðræður við ASÍ
og ríkið og væntum skjótra svara. Á
það verður að reyna hvort raunveru-
legur samningsvilji er fyrir hendi,”
sagði Þorsteinn Pálsson framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambandsins í
morgun. -ARH.
Stykkishólmur:
Húsið brann meðan
íbúarnir voru í frfi
Mikið tjón varð er eldur kom upp í
einbýlishúsi að Sundabakka 7 í
Stykkishólmi um fjögurleytið á laugar-
dag. Eigendur hússins höfðu farið til
Reykjavíkur á fimmtudag en ná-
grannar urðu varir við reyk og gerðu
slökkviliðinu viðvart. Upptök eldsins
voru í olíufylltum rafmagnsofni sem
stóð i barnaherbergi hússins. Er talið
líklegt að hitastillir hans hafi bilað og
ofninn hitnað. Tvö lítil göt fundust á
ofninum og vætlaði þar út olía.
Húsið er mikið skemmt eftir
brunann, veggir og innbú sótugt og
loftklæðning sviðnuð. Þá þurftu
slökkviliðsmenn að rjúfa þakið til áð
• ••• -ELA.
Eigendur hússins að Sundabakka 7 i
Stykkishólmi, Jónas Steinþórsson og
Guðrún Gunnlaugsdóttir. Á meðan
þau óku Kerlingarskarð á leið heim úr
Reykjavik barðist slökkviliðið við að
ráða niðurlögum eldsins á heimili
þeirra. Á innfelldu myndinni má sjá
hvar slökkviliðsmenn rjúfa þakið til að
ná til eldsins.
DB-myndir Ólafur H. Torfason,
Stykkishólmi.
Mann tók út af loðnubát á miðunum
— fannst ekki þrátt fyrir mikla leit
Það slys varð á loðnumiðunum út af
Vestfjörðum aðfaranótt laugardagsins
að einn skipverja af Náttfara RE 75 féll
fyrir borð.
Var leit þegar hafin og tóku þátt i
henni bæði Náttfari og fleiri bátar.
Leitin varð árangurslaus.
Náttfari hélt til Akureyrar og verða
sjópróf varðandi slysið þar.
Loðnuflotinn var allur á miðum um
helgina og var veiðisvæðið út af Vest-
fjörðum, hérna megin við miðlinu til
Grænlands.
Gott veður var á miðunum en krap i
sjónum vegna kulda. 13 bátar fengu
9400 tonn á laugardag og 17 skip
tilkynntu 10500 tonna afla á sunnudag.
-A.St.
Flugleiðafrumvarpið:
„í SAMRÆMIVKJ STEFNU 0KKAR”
— segir Ólafur Ragnar Grímsson
„Þingflokkur Alþýðubanda-
lagsins hefur lýst yfir stuðningi við
þetta frumvarp. Eitt aðalatriðið í
frumvarpinu að okkar mati er, að
skilyrði fyrir ríkisábyrgðinni er að
fullt veð fáist svo að tryggt sé að ef
félagið geti ekki staðið í skilum komi
það ekki niður á skattborgurunum,”
sagði Ólafur Ragnar Grimsson al-
þingismaður er blaðamaður DB innti
hann álits á Flugleiðafrumvarpinu.
„Jafnframt eru sett fram frekari
skilyrði, s.s. sala hlutabréfa tii starfs-
fólks. Þetta tvennt teljum við afar
mikilvægt. Ennfremur teljum við
mikilvægt að almannavaldinu er
tryggður meiri réttur til áhrifa á
stjórnarstefnu fyrrtækisins með
aukningu hlutafjár ríkisins úr 6% i
20%,” sagði Ólafur Ragnar.
Hann sagðist telja það meginat-
riðið að tryggt væri að hugsanlegum
halla á rekstri fyrirtækisins yrði ekki
velt yfir á skattborgarana. Það væri í
samræmi við stefnu Alþýðubanda-
lagsins.
-GAJ.
frjálst, óháð dagbJað
MÁNUDAGUR 20. OKT. 1980,
Heimspekideild
Háskóla íslands:
Höskuldur
settur
prófessor
Ingvar Gíslason menntamála-
ráðherra hefur ákveðið að dr.
Höskuldur Þráinsson verði skipaður
prófessor í nútímamálfræði í heim-
spekideild Háskólans, en sú staða hefur
verið laus í á annað ár. Áður gegndi
henni dr. Halldór Halldórsson.
Umsækjendur um prófessors-
stöðuna voru auk dr. Höskuldar þeir
Baldur Jónsson dósent og dr. Kristján
Ámason. Samkvæmt úrskurði dóm-
nefndar þriggja manna sem til voru
kvaddir stóð valið á milli Höskuldar og
Baldurs. Á deildarfundi í heimspeki-
deild hlaut Höskuldur 17 atkvæði
(hreinan meirihluta) en Baldur 10 at-
kvæði. Erindið fór síðan fyrir mennta-
málaráðherra og hefur verið beðið
ákvörðunar hans i nokkrar vikur.
-ARH.
Bankamennfelldu
samningana:
Ný stef na
mótuð í dag
Félagar i Sambandi íslenzkra banka-
manna felldu í síðustu viku bráða-
birgðasamning þann sem undirritaður
var 3. október síðastliðinn. Talin voru
atkvæði á laugardaginn og kom þá i
Ijós að 1181 sagði nei, 778 sögðu já og
auðir seðlar og ógildir voru 84. Um
60% þeirra sem afstöðu tóku voru
þannig á móti samningnum en 40%
með.
Vilhelm G. Kristinsson fram-
kæmdastjóri SÍB sagði t morgun að
haldnir hefðu verið kynningarfundir á
öllum vinnustöðum um þessa samninga
og hefði á þeim komið fram nokkur
gagnrýni á einstök atriði i þeim. Því
hefði fyrirfram verið ljóst að tvísýnt
yrði hvort þeir næðu fram eða ekki
Úrslitin komu mönnum þannig ekki
alveg í opna skjöldu.
í hádeginu í dag er stjórnarfundur í
SÍB en i kvöld fundur formanna
allra aðildarfélaga sambandsins.
Reiknað er með að þeir verði þá búnir
að funda innan sinna stjórna og verður
þá stefnan mótuð upp á nýtt.
-DS.
Sexinnbrot
um helgina
— stórfelldar skemmdir
á húsi í Kópavogi
Sex innbrot voru framin á
höfuðborgarsvæðinu um helgina.
Málin eru i rannsókn og ekki var vitað í
morgun hverju stolið var alls staðar.
Miklar skemmdir voru unnar á Bústað
við Þinghólsbraut í Kópavogi. Aðrir
staðir sem heimsókn þjófa fengu voru
Járnsteypan við Ánanaust, .hús AA-
samtakanna i Tjarnargötu 5, Efnalaug
Hafnarfjarðar, þar sem brotinn var
upp peningaskápur, Vélsmiðja Hafnar-
fjarðarogSanitas. -A.St.
LUKKUDAGAR:
19. OKTÓBER 10845
Muiinette kvörn
20. OKTÓBER 11095
Sharp vasatölva
m/klukku og vekjara.
Vinningshafar hríngi
ísíma 33622.