Dagblaðið - 20.10.1980, Blaðsíða 20
20
G
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1980.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
I
38. jafnteflið íderbie-leikjum Liverpool-liðanna:
Liverpool vann upp 2ja
marka forustu Everton!
— Aston Villa hef ur náð Ipswich að stigum í 1. deild — Notts County efst í 2. deild — Martin Peters
skoraði í 3. deild — Nýtt leikjamet John Trollope Swindon, 765 leikir
Staðan er nú þannig:
Martin Peters, heimsmeistari 1966 sem leikmaður West Ham, er nú leikmaður og ,
framkvæmdastjðri hjá SheRield United i 3. deild. Skoraði sitt annað mark fyrir Shef-
field-liðið á laugardag.
Ipswich
Aston Villa
Liverpool
Everton
Nottm. For.
WBA
Man. Utd.
Sunderland
Arsenal
Southampton
Tottenham
Stoke
Middlesbro
Birmingham
Coventry
Wolves
Leeds
Brighton
Norwich
Leicester
C. Palace
Man. City
Notts Co.
West Ham
Blackburn
Swansea
Sheff. Wed.
Chelsea
Orient
Cambridge
Derby
Newcastle
Oldham
Preston
QPR
Bolton
Watford
Grimsby
Wrexham
Cardiff
Luton
Shrewsbury
Bristol City
Bristol Rov.
1. deild
11 7
12 8
12 6
12
12
12
12
12
12
12
11
12
12
12
12
12
12 3
12 2
11 3
12 3
11 2
12 0
2. deild
12 8
5
2
3
3
8 1
4 0 19-6
2 2 21-11
1 28-12 17
3 23-12 16
3 21-11 15
3 15-12 15
17-9 14
4 3 19-14 14
4 3 14-12 14
3 4 21-16 13
4 3 15-21 12
4 4 14-20 12
3 5 21-21 11
5 4 16-16 11
2 6 14-19 10
2 6 11-16 10
10-19
18
18
3 6
4 6 15-22
2 6 14-23
1 8 9-22
0 9 12-25
4 8 11-26
12
12
12
12
12
12
12
12
12
12
12
12
12
12
12
12
12 4 1 7
12 3 3 6
12 2 5 5
12 2 4 6
12 0 6 6
19-11 19
18-6 18
18- 10 17
21-12 16
19- 14 16
21-15 15
18-14 13
16- 14 13
17- 18 13
11-16 12
9-11 11
9-14 11
18- 13 10
16-17 10
14-17 10
6-12 10
11-13 9
14-19
10- 15
11- 17
8-14
8-20
- hsím.
,,Það má aldrei slappa af augnablik
gegn I.iverpool. Það fengu leikmenn
Everton að reyna á laugardaginn. Eftir
að hafa komizt í 2-0 fljótt í leiknum
gáfu þeir aðeins eftir. Hinir leikreyndu
leikmennLiverpool gengu á lagið. Jöfn-
uðu og voru reyndar óheppnir að hljóta
ekki bæði stigin í leiknum. Þrisvar
hittu þeir stangirEverton marksins,"
sagði kappinn kunni, Dennis Law, í
BBC eftir að Liverpool-liðin höfðu gert
jafntefli á laugardag i 123. Derbie-leik
liðanna 1 ensku knattspyrnunni. Ever-
ton hefur aðeins betur 1 þeim. Sígrað í
44 leikjum — Liverpool 1 41. Jafntefli í
38 leikjum.
Everton fékk sannkallaða óskabyrj-
un. Á 14. mín. léku þeir Wright og
Gidman fram völlinn. Bakvörðurinn
Gidman fékk knöttinn út á kant og gaf
vel fyrir. Þar var Asa Hartford fyrir og
skoraði fyrsta mark Everton með
skalla. Á 22. mín. lék hinn 19 ára Joe
McBride á varnarleikmenn Liverpool
Komst inn í vítateiginn og umkringdur
leikmönnum Liverpool tókst honum að
koma knettinum rétta boðleið i mark.
2-0. Mikið einstaklingsafrek hins unga
framherja, sem nú er orðinn einn
skemmtilegasti leikmaðurinn i ensku
knattspyrnunni.
En ef leikmenn Everton hafa þarna
haldið að þeir stefndu í auðunninn leik
þá var það mikill misskilningur.
Tveimur mín. síðar tókst Sammy Lee
að minnka muninn í 2-1 og 52.565
áhorfendur voru heldur betur með á
nótunum á köldum sólskinsdegi í
Liverpool. Margir töldu að Lee hefði
verið rangstæöur, þegar hann skoraði,
,,og störf linuvarða og dómara orkuðu
oft mjög tvímælis í leiknum,” sögðu
þulir brezka útvarpsins. Þegar tíu mín.
voru af síðari hálfleik varð Everton
fyrir áfalli. John Gidman varð að yfir-
gefa völlinn vegna meiðsla og fimm
mínútum síðar hafði Liverpool jafnað.
Kenny Dalglish skoraði með skalla.
Liverpool náði undirtökunum. Dalg-
lish átti skot í þverslá — spyrnti síðan í
hliðarnet marksins, þegar hann komst
einn inn fyrir. Hinn snjalli mark-
vörður, Jim McDonagh, kominn úr
markinu. Keyptur frá Bolton í sumar
og þar gerði Everton góð kaup.
Siðustu mínútur leiksins varði hann
tvívegis snilldarlega. Hirti meöal ann-
ars knöttinn af tám Dalglish. Bæði
liðin sendu knöttinn í mark síðustu 10
mín. McDermott fyrir Liverpool,
McBride hjá Everton en þau voru
dæmd af vegna rangstöðu. En lítum á
úrslitin áður en lengra er haldið.
l.deild
Arsenal — Sundarland 2-2
Aston Villa — Tottenham 3-0
Coven.ry -- Norwich 0-1
( Palare — Leicester 2-1
Everton - • Liverpool 2-2
Ipswich - • Man. Utd. 1-1
Man. City — Birmingham 0-1
Middlesbro — Southampton 1-1
Nottm. Forest —,WBA 2-1
Aberdeení
Skozku meistararnir, Aberdeen, sem
leikið hafa 24 leiki án taps i skozku úr-
valsdeildinni, komust á ný i efsta sætið
á laugardag. Unnu þá St. Mirren 3-2 en
Rangers tókst ekki að ná nema öðru
stiginu á heimavelli gegn Airdrie, 0-0.
Celtic sigraði Morton á útivelli, 2-3,
með mörkum Provan, Aitken og Nico-
las. Aberdeen hefur nú 17 stig, Celtic
og Rangers 16.
í öðrum leikjum urðu úrsllt þau i úr-
valsdeildinni að Hearts tapaði fyrir
Partick i Edinborg 0-1, og Kilmarnock
tapaði á heimavelli fyrir Dundee Utd.
0-1.
Stoke — Brighton 0-0
Wolves — Leeds 2-1
2. deild
Blackburn — Chelsea 1-1
Bolton — Bristol City 1-1
Itiistol Rov. — Sheff. Wed. 3-3
Cardiff — Cambridge 1-2
Derby County — QPR 3-3
Grimsby — Watford 1-1
Luton — Shrewsbury 1-1
Newcastle — Swansea 1-2
Oldham — West Ham 0-0
Orient — Notts County 0-2
Wrexham — Preston 0-1
3. deild
Barnsley — Millwall 2-0
Blackpool — Colchester 1-1
Brentford — Chester • 0-1
Fulham — Oxford 0-4
Huddersfield — Plymouth 2-0
Hull City — Charlton 0-2
Portsmouth — Burnley 4-2
Reading — Chesterfield 2-3
Rotherham — Gillingham 2-0
Sheff. Utd. — Exeter 3-1
Swindon — Carlisle 1-1
Walsall — Newport 1-0
4. deild
Bournemouth — Mansfield 0-1
Bradford — Port Vale 2-1
Doncaster — Halifax 0-0
Hartlepool — Lincoln 2-0
Hereford — Wimbledon 1-1
Northampton — Crewe 4-1
Peterbro — Darlington 1-0
Rochdale — Bury 2-1
Southend — Scunthorpe 2-1
Torquay — Wigan 2-0
York — Stockport 1-0
Aston Villa í öðru sœtinu
Tottenham, án Ardiles, átti litla
möguleika gegn Aston Villa í Birming-
ham. Þó var jafnræði lengi vel með lið-
unum eða þar til á 40. min.að fyrirliða
Tottenham, Steve Perryman, urðu á
slæm mistök. Ætlaði að gefa knöttinn
aftur til markvarðar. Morley komst á
milli og skoraði fyrsta mark leiksins. í
síðari hálfleiknum skoraði hann aftur
og gamli garpuiinn Petei Withe þriðja
markið. Áhorfendur 31 þús. Bezt hjá
Villa í haust.
Við sigurinn náði Villa Ipswich að
stigum. Bæði lið hafa 18 stig. Ipswich
náöi aðeins jafntefli á heimavelli gegn
Man. Utd., liðinu, sem það sigraði með
6-0 á sama stað leiktimabiliö áður, 3;0 í
hittifyrra. Nú mátti Ipswich frekar
þakka fyrir jafnteflið. Alan Brazil lék
með á ný en hins vegar meiddist hol-
lenzki landsliðsmaðurinn Franz Thij-
sen í fyrri hálfleiknum. Það virtist hafa
slæm áhrif á Ipswich-liöið. Því tókst þó
að ná forustu með marki Paul Mariner
á 55. mín. úr þröngri stöðu. Eftir það
náði Man. Utd. sinum bezta leik, þó
liðið sé enn án margra aðalmanna
sinna. Sóknarloturnar buldu á vörn
Ipswich og í einni þeirra — á 67. mín.
— átti markvörðurinn, Paul Cooper,
ekki annan kost en fella Steve Coppell,
þegar markið blasti opið við enska
landsliðsmanninum. Vitaspyrna og úr
henni skoraði Sammy Mcllroy.
Ward til Forest
Peter Ward fór frá Brighton til Nott:
ingham Forest á föstudag fyrir 500 þús-
und sterlingspund. Hann lék þó ekki
með Forest á laugardag gegn WBA.
Forest-liðið byrjaði þar vel og hefði átt
að skora þrjú mörk á fyrstu sjö mínút-
unum. John Robertson lék þá hvað
eftir annað á svarta bakvörðinn
Brendan Batson. Gaf síðan á félaga
sína, sem ekki gátu skorað. Það gerði
blökkumaðurinn Moses hins vegar
fyrir WBA á 14. mín. eftir hornspyrnu
Peter Barnes. Ian Bowyer tókst að
jafna fyrir Forest á 36. mín. og fjórum
mín. síðar skoraði Gary Mills, Það
reyndist sigurmark Forest, þrátt fyrir
þunga sókn WBA í síðari hálfleik.
Leikmenn liðsins hittu stangir og þver-
slá marks Forest en tókst ekki að jafna.
Mark, sem margir töldu gilt, var dæmt
afWBA.
Á Highbury sáu 32.135 áhorfendur
skemmtilegan leik Arsenal og Sunder-
land. Liðin deildu stigunum. Fjögur
mörk skoruð og mikið um marktæki-
færi. Steve Gatting náði forustu fyrir
Arsena! í fyrri hálfleik. í síðari hálf-
leiknum komst Sunderland yfir með
mörkum Gary Rowell og Stan Cumm-
ins. Willie Young jafnaði fyrir Arsenal
en rétt í lokin var 18 ára piltur, Cook,
sem lék í stað Pop Robson (meiddur),
mikill klaufi að tryggja Sunderiand
ekki bæði stigin. Fékk auðvelt tæki-
færi, sem hann misnotaði — tækifæri,
sem Robson hefði skorað úr með lokuð
augun.
Annar sigur Palace
Um aðra leiki er það að segja, að
Crystal Palace, sem nú er án fram-
kvæmdastjóra, vann sinn annan sigur í
1. deild. Sigraði Leicester með mörkum
Vince Hilaire og Allen víti. Norwich,
einnig án framkvæmdastjóra síðan
John Bond fór til Man. City, krækti sér
í bæði stigin í Coventry. Downes
skoraði eina mark leiksins. Hins vegar
tapaði Man. City á heimavelli og er í
neðsta sætinu i 1. deild. Það verður
erfitt fyrir Bond að koma í veg fyrir fall
liðsins í 2. deild. Archie Gemmill
skoraði sigurmark Birmingham úr
vítaspyrnu, þegar tvær mínútur voru til
leiksloka — og liðið hafði verið skárra í
slökum leik. Leeds náði forustu eftir
aðeins 55 sekúndur gegn Úlfunum.
Terry Connor skoraði. En leikmönnum
Leeds tókst ekki aö fylgja þessu eftir. í
siðari hálfleik jafnaði fyrirliði Úlfanna,
Emlyn Hughes, og John Richards
skoraði sigurmarkið. Mark Hughes er
hið fyrsta, sem hann skorar frá því
hann fór frá Liverpool til Úlfanna. Á
þriðjudag fer kappinn í leikbann —
þriggja leikja bann. Júgóslavinn
Jankovic náði forustu fyrir Middles-
brough — enski landsliðsmiðvörðurinn
Dave Watson jafnaði fyrir Dýrlingana.
í 2. deild komst Notts County, elzta
knattspyrnufélag heims, í efsta sæti
eftir góðan sigur á Orient í Lundúnum.
Félagið hefur ekki leikið í 1. deild síðan !
1926. Löngum leikið í kjallara ensku |
deildakeppninnar en hefur vaknað til
lifsins á ný við sigurgöngu liins Notting-
hamliðsins, Nottingham Forest. West
Ham náði stigi í Oldham, útborg Man-
chester — og Blackburn og Chelsea
deildu einnig stigunum. Stonehouse
skoraði enn einu sinni fyrir Blackburn
— Walker mark Chelsea. Hans
sjöunda í haust. Bristol City hlaut sitt i
fimmta stig í þremur leikjum undir
stjórn nýja stjórans, Ken Houghton.
Gott að ná jafntefli í Bolton, þar sem
Alan Gowling skoraði mark heimaliðs-
ins. Andy King skoraði tvö af mörkum
QPR í Derby — 19 ára piltur Frank
Sheridan tvö fyrir Derby i 3-3 jafntefl-
inu.
í 3. deild er Chesterfield efst með 20
stig, Huddersfield, Plymouth og
Rotherham hafa 18 stig. Martin Peters
skoraði annað mark sitt fyrir Sheff.
Utd. á laugardag — John Trollope,
bakvörður, lék þá sinn 765. leik fyrir
Swindon. Bætti þar með leikjamet
enska landsliðsmannsins Jimmy
Dickenson, Portsmouth, hér á árum
áður. Hann lék 764 deildaleiki á
árunum 1946—1965.
í 4. deild er Southend efst með 21
stig, Lincoln og Peterbrough hafa 19
stig, Aldershot 18. Halifax er þar neðst
ásamt Bury með 9 stig.
Valur stóð
fyrir sínu
— þráttfyrirstórtap
90-126 gegn Cibona
Júgóslavarnir í Cibona voru ekki i
vandræðum með að tryggja sér farseð-
ilinn í 2. umferð Evrópukeppni bikar-
meistara í körfuknattleik, er þeir iéku
seinni leik sinn við Val i Laugardaishöll
á föstudagskvöldið. Þeir unnu öruggan
sigur, 126-90, en i hálfleik var staðan
66-41 fyrir þá. Fyrri leikinn unnu þeir
einnig eins og við var búizt og efiaust á
lið þetta eftir að ná mjög langt i keppn-
inni, kæmi víst fáum á óvart þó þeir
myndu vinna hana.
Cibona hóf leikinn á föstudag með
miklum látum, komst í 18-2 eftir fjórar
jog hálfa mínútu og lék mun betur en í
'fyrri leiknum kvöidið áður. Hittni leik-
manna liðsins var ótrúleg, skyndisókn-
irnar vel útfærðar og allur leikur liðsins
mjög agaður. En Valsmenn stóðu
einnig vel fyrir sínu, það er afrek út af
fyrir sig að skora 90 stig hjá jafnsterku
liði. Að öðrum ólöstuðum bar John
Johnson af, skoraði 31 stig, mörg hver
á stórglæsilegan hátt. Hinn Banda-
ríkjamaður Vals.Kenn Burrell, meidd-
ist i upphafi síðari háifleiks og varð að
fara út af. Það eina sem skyggði á
góðan leik var hversu fáir áhorfendur
voru á leiknum, synd að ekki skyldu
fleiri koma og berja snillingana frá
Júgóslaviu augum.
Stig Vals: Johnson 31, Burell 14,
Torfi, Kristján og Rikharður 8 hver,
Jóhann 7, Jón 6 og Leifur og Guð-
mundur 4 hvor. Hjá Cibona gerði
Petrovic flest stigin eða 28, Susic 21 og
Cosic 16. . sa