Dagblaðið - 20.10.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1980.
17
d
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
I
TVBR ÞRUMUSKALLAR ATLA
þegar Borussia Dortmund sigraði 1860 Mtinchen 4-1 á laugardag
„Þetta var talsvert einkennilegur
leikur, þegar við lékum við 1860
Miinchen hér í Dortmund á laugar-
dag. Fyrir lcikinn var þýzki landsliðs-
maðurinn, Riidiger Abramczik,
settur úr liðinu og var varamaður.
Geysilegar kröfur hafa verið gerðar
til hans siðan hann var keyptur fyrir
stórpeninga i sumar frá Schalke og
honum hefur reynzt erfitt að uppfylla
allar kröfur áhorfenda. Það hvorki
gekk né rak hjá okkur framan af
leiknum við Múnchen-liðið — en í
siðari hálfleiknum kom Abramczik
inn á og þá fórum við heldur betur á
stað. Skoruðum þrjú mörk og
Borussia sigraði 4-1,” sagði Atii
Eðvaldsson, þegar DB ræddi við
hann í gær. Atli skoraði tvö af mörk-
um Borussia, bæði með skalla.
Þrumuskallar.
Manfred Burgsmliller, sem er
markhæsti leikmaðurinn í Bundeslíg-
unni, skoraði fyrsta mark leiksins en
Miinchen tókst að jafna í 1-1 fyrir
hálfleik. Heldur slakur leikur hjá
Borussia og var það einnig fyrstu tíu
mínúturnar i síðari hálfleik. Þá kom
Abramczik inn á og leikur Dort-
mund-liðsins breyttist mjög til hins
betra. Liðið komst fljótlega í 2-1,
þegar Atli skallaði i mark. Fékk fyrir-
gjöf frá Abramczik á nærstöngina.
Mirko Votava, þýzkur landsliðs-
maður, skoraði þriðja markið og Atli
það fjórða beint úr hornspyrnu með
skalla. Abramczik tók homspyrnuna
,,og þetta var mjög gott mark,”
sagði Atli í hógværð sinni í gær.
Hann lék miðherja allan leikinn.
Áhorfendur vom nokkru færri en i
fyrri leikjum í Dortmund — eða um
25 þúsund. „Það var gott að fá
Abramczik inn á — þýzku blöðin eru
mjög kröfuhörð og hann var beinlínis
skrifaður út úr liðinu,” sagði Atli
ennfremur.
Eins og áður segir er Burgsmliller
markhæsti leikmaðurinn í Bundeslíg-
unni með tíu mörk. Rummenigge hjá
Bayern Munchen er næstur með níu
mörk. Tveir hafa skorað 8 mörk og
tveir aðrir, ásamt Atla, sjö mörk. í
þýzku blöðunum á sunnudag fékk
Atli mjög góða dóma fyrir leik sinn á
laugardag — eins og hann hefur nær
undantekningarlaust fengið frá því
hann fór að leika með Borussia Dort-
mund í haust.
f leiknum á laugardag . kom
furðulegt atvik fyrir. Bomssia náði
skyndisókn — Atli og annar fram-
herji iiðsins áttu við einn varnarmann
að etja, þegar þeir hlupu saman
félagarnir. Atli stóð en samherji hans
féll og dómarinn flautaði. Dæmdi
aukaspyrnu á Míinchen og allt ætlaði
að verða vitlaust á vellinum, og ekki
bætti úr, þegar dómarinn hafði í
frammi tilburði að bóka Atla! ! — Af
þeirri vitleysu varð þó ekki.
AZ '67 vann
sinn níunda
leik í röð
— erliðið sigraði
Ajax 2-1 á útivelli
AZ ’67 gerír það ekki endasleppt
þessa dagana í hollenzku 1. deildinni. í
gær lék liðið við meistarana Ajax í
Amsterdam og sigraði 2-1, níundi
leikurínn í röð sem liðið vinnur i
deildinni og liðið er nú langefst með 18
stig eftir niu umferðir. Feyenoord
mjakaði sér i annað sætið með 2-0 sigrí
á Excelsior, en það lið er í raun litið
annað en varalið Feyenoord, svipað og
Castilla er varalið Real Madrid. Gamla
stórliðið PSV Eindhoven fór á kostum
á útivelli gegn Willem 11 Tilburg,
sigraði 6-1, en sá sigur nægði ekki tll að
koma liðinu í hóp fimm efstu liða.
Önnur úrslit i Hollandi urðu þessi:
Roda Kerkrade — Sparta 4-2
Go Ahead Eagles — Wageningen 2-2
Utrecht — NAC Breda 3-0
MVV Maastricht — Haag 3-4
NEC Nijmegen—PEC Zwolle 2-0
Twente Enschede — Groningen 3-1
Staða efstu liða eftir leikina um helg-
ina er þessi:
AZ '67 9 9 0 0 34-8 18
Feyenoord 9 7 11 19-5 15
Twente
Maastricht
Ajax
9612 17-12 13
9 5 2 2 17-13 12
9 5 1 3 29-20 11
Bjöm Borg
tapaði
Mjög óvænt úrslit urðu i gær i sviss-
neska innanhússmótinu i tennis í Basel.
Til úrslita léku Björn Borg, Sviþjóð, og
Tékkinn Ivan Lendl , sem hefur náð
heimsfrægð i tennis slðustu mánuði.
Lendl gerði sér lítið fyrir og sigraði i
fimm lotum 6-3, 6-2, 5-7, 0-6 og 6-4 en
það var einmitt hann, sem Borg varð
að hætta keppni gegn í úrslitum kana-
díska meistaramótsins i sumar.
'• ■ .t lUii+atöÍXl'Tí..'.Sjíly , i !
dýfcÍAG W Vs!®
Úrslit í leikjunum á laugardag
urðu þessi:
Bayern Múnchen-Bochum 3—1
Gladbach-Núrnberg 1—4
Frankfurt-Kaisersl. 3—2
Dortmund-1860 Múnchen 4—1
Köln-Karlsruher 4—0
Uerdingen-Duisburg 4—1
Bielefeld-Leverkusen 1 — 1
Schalke-Stuttgart 3—2
Dússeldorf-Hamborg 2—3
Karl-Heinz Rummenigge var i sér-
flokki í. leik Bayern og Bochum.
Skoraði tvívegis. Bernd Dúrnberger
eitt. Kaiserslautern.sem var í öðru
sæti fyrir umferðina, tapaði fyrir
Eintracht í Frankfurt. Cha Bum frá
Kóreu átti stórleik fyrir Frankfurt.
Loks náði Köln sér á strik — Rainer
Bonhof skoraði tvívegis úr víta-
spyrnum i fyrri hálfleik, Tony
W'•iu.lcoek og Dieter Múller í þeim
síðari. Köln vann þar með sinn fyrsta
heimasigur í Bundesligunni í haust.
Staða efstu liða:
Bayern
Hamborg
Kaisersl.
Frankfurt
Dortmund
Leverkusen
10 9 0 I 28—12 18
10 7 2 1 22—14 16
10 6 2 2 20—10 1 4
10 7 0 3 22—15 14
10 5 2 3 24—19 12
10 4 2 4 20—15 1 0
hsím-
Atli Eðvaldsson fagnar marki hjá Borussia Dortmund. Hann skoraði tvivegis á laugardag og hefur skorað sjö mörk I
Bundesligunni.
Gunnar Páll
sigurvegari
Gunnar Páll Jóakimsson, ÍR, sigraði
i Öskjuhliðarhlaupi ÍR á laugardag.
Keppendur voru 21 í karlaflokki.
Gunnar hljóp á 25 mín. og 12 sek.
vegalengdina — átta kilómetra. Ágúst
Ásgeirsson, ÍR, varð annar og Halldór
Matthíasson, KR, þriðji. í kvenna-
flokki sigraði Thelma Björnsdóttir,
UBK. Þar var vegalengdin 4 km.
Leikur í Eyjum tvístöðvaður
vegna slagsmála áhorfenda!
— HK úr Kópavogi sigraöi Tý fVestmannaeyjum í 2. deild á laugardag
Það er óhætt að segja að mikið hafi
gengið á í Eyjum á laugardag, þegar
Týr og HK léku þar i annarri deildinni í
handbolta, er heilmikil slagsmál
brutust út meðal áhorfenda. Nokkrir
áhangendur HK-manna mættu á leik-
Fram vann
Víking
Fram sigraði Víking 18-14 í 1. deild
kvenna í Laugardalshöll i gær. Á Akur-
eyri léku Þór og Haukar í söniu dcild.
Haukar sigruðu 16-15 eftir 8-8 í hálfleik.
inn og hvöttu sína menn ákaft, og fór
það illa í taugarnar á nokkrum æstum
stuðningsmönnum Týs, sem viidu
lækka í þeim rostann. Hlutust af þessu
töluverð handalögmál. Tvívegis þurfti
að stöðva leikinn af þeim sökum,
meðan forstöðumaður hússins gekk á
milli fylkinganna.
Um leikinn er það annars að segja að
HK sigraði örugglega 19-13 án þess þó
að sýna neinn stórleik, staðan í leikhléi
var þó 8-7 fyrir Tý, en strax i byrjun
síðari hálfleiks skildu leiðir. Kópavogs-
piltarnir juku forskotið jafnt og þétt,
og munaði þar mestu um mjög góða
markvörzlu Einars Þorvarðssonar í
marki HK.
Markvarzla Emils færði
Aftureldingu bæði stigin
— Einar Magnússon skoraði átta mörk og Af turelding
vann KA16-15 í 2. deild
„Ég er sæmilega ánægður með
varnarleikinn og markvörziuna og það
er alltaf gott að hljóta tvö stig,” sagði
Pétur Bjarnason, þjálfari Aftureld-
ingar, eftir að leikmenn hans höfðu
sigrað KA 16-15 i leik liðanna i íþrótta-
húsinu að Varmá i 2. deild á laugardag.
Óvæntur sigur fyrír marga og leikurinn
var mjög tvisýnn og skemmtilegur.
Afturelding komst í byrjun í 4-1 og
5-3. KA jafnaði í 5-5 og komst síðan
yfir. Staðan í hálfleik 10-9 fyrir KA.
Framan af síðari hálfleiknum lék
Afturelding vel. Komst i 12-10, síðan
15-12. En KA jafnaði í 15-15 og spenn-
an var mikil. Einar Magnússon, lands-
liðskappinn úr Víking hér á árum áður,
skoraði sigurmark Aftureldignar úr
vítakasti rétt í lokin.
Einar var markahæstur í leiknum
með átta mörk — fimm vítaköst. Bezti
maður á vellinum var hins vegar mark-
vörður Aftureldingar, gamli KR-mark-
vörðurinn Emil Karlsson. KA hefur
misst nokkra góða leikmenn frá því á
síðasta leiktímabili — m.a. Alfreð
Gíslason til KR. Hins vegar hefur liðið
fengið tvo landsliðsmenn úr Víkingi —
Magnús Guðmundsson, sem greinilega
styrkti vörn liðsins, og Erlend Her-
mannsson. Erlendur lék þó ekki með
að þessu sinni — var að ganga i það
heilaga á laugardag, kvæntist. - hsím.
Leikur heimamanna var afburða-
slappur í síðari hálfleik, og er aðeins
þrjár mínútur voru til leiksloka höfðu
þeir aðeins skorað tvö mörk í hálfleikn-
um.
Langbezti maður Týs í þessum leik
var Magnús Þorsteinsson, skoraði fyrri
helming marka liðsins og batt vörnina>
vel saman. Aðrir voru fremur slappir,
annars varði Jens Einarsson vel í fyrri
hálfleik. Hjá HK var Einar Þorvarðar-
son beztur, varði vel allan leikinn.
Hallvarður Sigurðsson og Sigurður
Sveinsson voru grimmir í síðari hálf-
leik, skoruðu grimmt.
Flest mörk Týs: Magnús 7/4, Valþór
og Sigurlás 2 hvor. Flest mörk HK:
Sigurður Sveinsson 5/3, Hallvarður4.
- FÓV
Ahorfendur settu tauga-
spennu íValsstúlkurnar
—400 áhorfendur á fyrstu
handboltaleikjunum á Akranesi
deild karla. Jafntefli varð 18-18^eftir 8-
6 í hálfleik fyrir ÍA. Sverrir Sverrisson
skoraði flest mörk Gróttu eða 8. Gauti
Grétarsson 4. Þeir Pétur Ingólfsson og
Guðjón Engilbertsson voru markhæstir
í liði ÍA með 5 mörk hvor. Jón Hjalta-
lín Magnússon lék ekki með ÍA en er
byrjaður að æfa með liðinu. - VB
Eyjastúlkur
fóruvelafstað
ÍBV sigraði HK i 2. deild kvenna um
helgina 26-5. Ragna Birgisdóttir
skoraði 10 af mörkum ÍBV, en ÍBV
tekur nú i fyrsta sinn þátt i íslandsmóti
kvenna i handbolta eftir sameiningu
Eyjafélaganna Þórs og Týs.
-FÓV
Yfir 400 áhorfendur fylgdust með
fyrstu handboltaleikjunum á Akranesi
á föstudagskvöld. f 1. deild kvenna
léku í A-stúlkurnar, sem unnu sér sæti i
deildinni i vor, við Vai. Valur sigraði
13-9 eftir að lengi vel hafði verið jafn-
ræði með liðunum. 6-6 í hálfleik. Það
var greinileg taugaspenna í leik Vals-
stúlknanna — þær ekki vanar að leika,
þar sem svo margir áhorfendur eru.
Hrópuðu auðvitað með sinu liði. En
undir lokin sigu þær framúr þó svo
Valsstúlkurnar misnotuðu sex af átta
vitum, sem þær fengu i leiknum.
Mörk Vals í leiknum skoruðu Harpa
Guðmundsdóttir 5, Sigrún Bergmunds-
dóttir 3, Erna Lúðvíksdóttir 2, Elín
Kristinsdóttir 2, Ágústa Dúa Jónsdóttir
1. Mörk ÍA Lára Gunnarsdóttir 3,
Laufey Sigurðardóttir 3 og Kristín
Aöalsteinsdóttir 1.
Síðan lék Akranes og Grótta i 3.