Dagblaðið - 20.10.1980, Blaðsíða 2
2 .
* .....'" ....... ' '
Hvaða heilbrigðisstofnun
ber sig fjárhagslega?
—ógæfulegt að breyta rekstri Fæðingarhéimilisins
Ung kona hríngdi:
Ég vona að konur taki eftír því að í
ráði er að leggja Fæðingarheimili
Reykjavíkur niður í þeirri mynd sem
það hefur verið rekið. Að margra
mati er slikt ógæfulegt.
Það vekur athygli mína sem haft
var eftir öddu Báru að snöggra
breytinga væri ekki að vænta. Auð-
vitað fylgja breytíngar í kjölfarið.
Ein af rökunum fyrir breytingunni
er að Fæðingarheimilið beri sig ekki
fjárhagslega. En ég spyr: Hvaða heil-
brigðisstofnun ber sig fjárhagslega?
4
Nýfædd börn á Fæðingarheimili
Reykjavfkurborgar.
Þrjár þyrlur?
—tilaðeinséflugfær
Þ. K. skrifar:
Nú hefur Landhelgisgæzlan fengiö
nýja og fullkomna björgunarþyrlu i
flotann sinn. Margir hugsa meö sér
að með þessari nýju þyrlu séu íslend-
ingar loksins orðnir óháðir varnar-
liðinu með björgunarflug þvi þessi
þyrla sé svo fullkomin og góð.
En eitt atriöi langar mig að spyrjast
fyrir um og það er hvort ein þyrla sé
nóg. Maður hefur heyrt að til þess að
tryggt sé að a.m.k. ein þyrla sé i flug--
færu standi þurfi að hafa þrjár því
viðhaldið sé svo mikið. Sagt er að
þyrlurnar hjá varnarliðinu þurfi 16
klst. í viðhald á móti hverri einni í
flugi.
Þyrla Landhelgisgæzlunnar, TF-RÁN, i skýli Gæzlunnar. DB-mynd: Þorri.
Það virðist því sem við séum ekki björgunarflug og að nokkuð langt sé
enn orðnir sjálfstæðir með íaðsvoverði.
—m.
ÆSKÁN
SELFOSSI
Sími99 1830
VERSLUNIN
TINNI
Drafnarfelii 16-18
Sími75713
Glitbrá
Lauf’avet’i 70 — Simi 10660
Verslunin
Tröð
Neðstutröð 8
Sími 43180
Kópavogi.
Skólavörðustíg 3
Sími27340
GÆÐANNA
VEGNA
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1980.
Er ríkisvaldið að þrýsta þjóðinni út f drykkju með þvf að sýna rússneskar kvik-
myndir?
Fólk lagðist
í fyllirí
—þegar það f rétti af rússnesku
myndinni
Eiginmaður konunnar i vesturbæn-
um hríngdi:
Ég furða mig á dagskrá sjónvarps-
ins því það er segin saga að þegar
ekki eru sýndar amerískar bíómyndir
um helgar leggst öll þjóðin i fyllirí.
Þeir sem sáu fyrri hluta þessarar
rússnesku bíómyndar, sem virtist í
raun vera einskonar strimill þvert yfir
sjónvarpsskerminn, horfðu með
skelfingu fram á það að þurfa að sjá
eitthvert framhald á þessu nk. föstu-
dagskvöld. Þaðvar mikil ös í rikinu.
Spurningin er hvort rikisvaldið í
skjóli ríkisfjölmiðlanna sé að þyngja
drykkju landsmanna með þvi að sýna
þessa óskaplegu mynd í sjónvarpinu.
Mér er kunnugt um að fjöldi manna
sem vissi af því að sýna ættí myndina
aftur á föstudegi lagðist i gegndar-
laust fylliríi sem enginn veit hvar
endar.
Raddir
lesenda
mennska úr tízku?
Bókin „Stattu þig drengur” vekur spurningar um hvað komið hafl út úr rannsókn
á meintu harðræði gagnvart Sævari Cierielski við yfirheyrslur f Geirfinnsmálinu.
Rannsóknarblaða-
Einn undrandi skrifar:
Ég var að ljúka við að lesa bókina
um Sævar Ciecielski (Stattu þig
drengur). Eftir þá lesningu er Geir-
finnsmálið í mínum augum langt frá
þvi að vera leyst. En það sem meira
er, hvernig er með þessa svokölluðu
„harðræðisrannsókn”? Hefur
nokkuð meira verið gert i því máli?
Á virkilega að leyfa mönnum sem
hlaupa með stóla á veggi tíl aö halda
föngum vakandi og líma heftiplástur
fyrir munninn á þeim af einskærri
meinfýsi að halda áfram störfum eins
og ekkert hafi í skorizt? Hvar er
Vilmundur Gylfason nú? Hvar eru
allir rannsóknarblaðamennirnir? Er
það kannski ekki lengur í tízku?