Dagblaðið - 20.10.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 20.10.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1980. 5 , '' ' BUOiSM Formaður f ulltrúaráðsins féll f ,,Ég held að ég taki umsókn mína aftur í sjálfstæðisfélag þar sem ég fæ að sitja fund fyrir náð og miskunn og með skert réttindi,” sagði Magnús Jó- hannsson, trésmíðameistari og listmál- ari, um leið og hann yfirgaf fundarstað aðalfundar sjálfstæðismannaféiagsins i Fella- og Hólahverfi siðastliðinn laugardag. Magnús er fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann situr nú í fulltrúaráði sjálfstæðisfélag- anna og hefur verið virkur i félagsstörf- um flokksins um áratuga skeið. Þó nokkrir sjálfstæðismenn, sem ekki var leyfð fundarseta nema með skilyrðum, meðal annars um að taka ekki þátt í störfum fundarins eða at- kvæðagreiðslum, fóru i burtu af fundarstað. Flest þetta fólk er, eins og Magnús Jóhannsson, í öðrum hverfafélögum auk Varðarfélagsins, en er nýlega flutt í Fella- og Hólahverfi í Breiðholti. Formaður þessa hverfafélags, Gunnlaugur Birgir Danielsson, for- maður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík, beið lægri hlut fyrir Kristjáni Guðbjartssyni í kosningu um formann félagsins með litlum atkvæða- mun. Fékk Gunnlaugur 31 atkvæði en Kristján 34. í framboði til stjórnar var í raun kosið um tvo lista, sem myndaðir voru af • stuðningsmönnum formannsefn- anna að mestu leyti Þessir voru kosnir í stjórn: Erlendur Kristjánsson, 56 at- kvæði, Örn Valdimarsson, 44, þeir voru á báðum listum, Ingi Þór Valdi- marsson, 40, Dóra Gissurardóttir, 36, Ólafía Þóra Valentínusdóttir og Guð- jón Valgeirsson, bæði með 30 atkvæði. Formaðurinn, Gunnlaugur Birgir, flutti skýrslu stjórnarinnar um starFið á síðasta starfstímabili. Mark sitt kvað hann tvennar kosningar hafa sett á starf félagsins. Þeim hafi fylgt funda- höld og umfangsmikið kosningastarf. Hafi doði í félagsstarfi fylgt á eftir. Ekki hvað sízt vegna þess að flokkur- inn kom illa út í kosiiingunum. Vék hann að mörgum öðrum þáttum i starf- inu, sem unnið hefði verið, meðal ann- ars í sanivinnu við önnur hverfafélög. Fyrsta loðnan til Eskif jarðar Fyrsta loðnan barst til Eskifjarðar á miðvikudag er Eldborg landaði 1362 tonnum af góðri loðnu, að sögn Krist- jáns Guðmundssonar, sem sér um löndun loðnubáta á Eskifirði. Tungufoss kom sama dag með 5 þús- und síldartunnur. þá er saltskip væntanlegt, en lítið er orðið eftir af salti eftir hina geysilegu síldarsöltun, sem hefur staðið yfir að undanförnu. Loðnubrtéðslan sendi frá sér 250 tonn af fiskimjöli. Hólmanesið er væntanlegt á mánu- dagsmorgun með mikinn afla. Allt er á fullu hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar því smábátarnir fiska vel. - Regína. Eskifjörður: Síldarfólkið er eins og lömb semfá fjöruskjögur Metsala var hjá bátnum Kristjáni Guðmundssyni, sem seldi 41 tonn í Grimsby af sérstaklega góðum línu- fiski. Alls fengust 43,2 milljónir króna fyrir aflann. Þór sf., sem Ingvar Þ. Gunnlaugsson er í forsvari fyrir, keypti bátinn í sumar. Kristján hefur fiskað sæmilega. Báturinn varð þó fljótlega að fara rviðgerð eftir að hann kom hingað og kostaði hún 25 milljónir króna. Ég skrapp i búð í morgun og sýndist mér á fólki, sem unnið hefur stanzlaust i síldinni, að þaö sé farið að halla undir flatt eða réttara sagt skjögra eins og lömb sem fá fjöruskjögur. Timafólkið hjá Auðbjörgu fær 4—5 stunda svefn, sumir ekki einu sinni það. Eftir langan tíma í slíkri vinnu fer að bera á skjögr- mu‘ - Regína, Eskifirði. Fella- og Hólahverfi „Sjálfstædisf lokkurinn ekki bezta dæmið um samhentan f lokk’sagði Davíð Oddsson, form. borgarmálaf lokksins „Vantarkonu með nokkra punkta" „Það verður ekki sagt um vinstri flokkana í borgarstjórn, að með þeim hafi komið „betri tíð með blóm í haga. Þessir menn mega hvergi sjá blóm án þess að troða á því,” sagði Davíð Oddsson, borgarfulltrúi í ræðu sem hann flutti á fundinum. „Lengi var pylsuvagninn í miðborg- inni það eina, sem vinstri meirihlutinn gat stært sig af,” sagði Davíð. „Og síðan hinar nýju aðferðir við lóðaút- hlutanir. Samkvæmt reglum þeirra getur maður fengið stig fyrir að sækja um lóð sem hann þarf ekki á að halda,” sagði Davíð. „Það væri ekkert undrunarefni þótt maður læsi aug- lýsingu eitthvað á þessa leið: „Vantar konu — má gjarnan hafa með sér nokkra punkta.” „Sjálfstæðisflokkurinn er ekki bezta dæmið um einarðan, samhentan og baráttuglaðan flokk,” sagði Davíð. „Það er hins vegar gott samkomulag í borgarmálaflokknum. Það þarf að koma skýrt fram.” „Þurfum ekki að œfa minnihlutaaðstöðu" „Fjölgun borgarfulltrúa á ekki að þurfa að hafa neikv^eð áhrif á stöðu Sjálfstæðisflokksins,” sagði Davíð Oddsson. Hann minnti á, að Sjálf- stæðisflokkurinn er óvanur því að vera í stjórnarandstöðu í Reykjavík. „Ég tel að við þurfum ekki sérstakíega að æfa okkur í því hlutverki. Ég vona að hlut- skipti okkar nú heyri til undantekn- inga.” „Við beittum glundroðakenningunni fyrir kosningarnar. Margir telja að hún hafi ekki sannazt. Ljóst er samt að með auknum álögum, hækkun fasteigna- gjalda og útsvara hefur þessi meirihluti úr meiri peningum að spila en við höfum haft. Samt má búast við áfram- haldandi þyngri álögum undir þessari borgarstjórn en ekki að sama skapi auknum framkvæmdum ogþjónustu,” sagði Davíð. „Vinstri meirihlutinn hefur hreinsaö til í vösum borgaranna" „Borgarstjórinn er ágætismaður, að mörgu leyti farsæll. Hann er hins vegar valdalaus með þrjá yfirborgarstjóra. Vinstri meirihlutinn hefur einungis hreinsað til í vösum borgaranna og hvergi annars staðar,” sagði Davíð Oddsson. Hann vék því næst að skipu- lagsmálum, þar sem hann taldi, að Alþýðubandalagsmenn réðu öllu. Flefðu þeir af fullkomnu siðleysi afhent arkitektum sínum sívaxandi verkefni, sem orðið hefði til þess nú þegar að unnin væru varanleg skaðaverk á borg- inni. Hann kvað þau dæmi afsanna þá kenningu sem margir hafi látið glepjast af, að það væri í lagi að leyfa vinstri- mönnum að prófa stjórn borgarinnar eitt kjörtímabil. Markús Örn Antonsson borgarfull- trúi þakkaði mikilvægt verk sem hverfafélagið þarna, eins og raunar fleiri, hefði unnið fyrir flokkinn. Gunnlaugi Birgi Daníelssyni, fráfar- andi formanni, þakkaði hann sérstak- lega gott samstarf á öllum sviðum. Hann hvatti félaga til samstöðu í þeim átökum sem fyrirsjáanleg væru, þar sem enginn mætti liggja á liði sínu. „Það bezta sem gert hefur verið á þessu kjörtímabili, þegar 28 mánuðir liðnir og 20 eftir, er framkvæmd þeirra verka sem við höfðum tekið ákvörðun um og hafið markvissan undirbúning að,” sagði Markús Örn. Að lokum mæltu þeir nokkur orð, fráfarandi formaður og hinn nýkjörni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var fund- arstjóri. -BS BETRIHLJÓMUR FÆRRI KRÓNUR! SÉRTILBOÐ AÐEINS KR. 95.000 * ■* I • , 1 I Þegar CROWN-hljómtækin komu fyrst til landsins þa var þeim frábærlega vel tekið, enda glæsileg hljóm- tæki á vægu verði. Þetta var hægt að bjóða með hagkvæmum innflutningi. Árangurinn nú er sá að 30% íslenzkra heimila eiga CROWN-hljómflutningstæki. ÞETTA ER ÍSLANDSMET & JAFN- FRAMT HEIMSMET ___ miðað við fólksfjölda. .. , j j [ | j I í ’] Enn eykst fjöldi CROWN kaupenda og þeim sem enn I eiga eftir að kaupa bjóðum við þægilega greiðsluskil- j |-j C]1";’1 »~j niáls. Stadgr.verö: 362.363.- (5% afsl.) r |j 1 gpm■■■ p/j| |ggcr £r~ 16.000 tœki seld, efþaö sérverslun * eru ekki ttieðmceliþá eru litasjónvörp þau ekki til 0G HLJÓMTÆKI skipholti 19 sími 29800

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.