Dagblaðið - 30.10.1980, Side 2
2
r
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980.
Umönnun fyrsta flokks á Landspítalanum en...
Of spítalaleg, ópersónu-
leg og gjörgæzluleg
ópersónuleg og gjörgæzluleg þegar
allt gekk eölilega.
Þess vegna frnnst mér sjálfsagt að
samstarf sé á milli Fæðingarheimilis-
ins og Landspítalans en alls ekki á
þann óþægilega hátt sem áætlað er
heldur verði það metið eftir
meðgöngutímanum af læknum hvort
konur þurfiágjörgæzlueftirliti Land-
spítalans að halda við og eftir
fæðingu. Ef útlit er fyrir að allt gangi
eðlilega fyrir sig eiga konur að fá að
fæða á Fæöingarheimilinu ef þær
kjósa sjálfar.
Fæðingarheimilið hefur lagt
áherzlu á mjög jákvæða þróun í
fæðingarhjálp siðustu árin, sem
byggist á afslöppuðu og heimilislegu
andrúmslofti sem margar konur
þurfa á aö halda og hafa kunnað aö
meta og fundizt fæðingin eins stór-
kostleg upplifun og hún getur orðið.
Því ættu þeir menn sem þessu ráða
að hlusta á konur því ekki kynnast
þeir þessum málum af eigin reynslu.
Þeir ættu að hugsa sig um tvisvar
áður en þeir hrifsa af okkur þessi
sjálfsögðu réttindi okkar. Þeir neyða
okkur sem viljum afslappaða fæð-
ingu til að fæða börn okkar heima og
það hlýturaövera spor aftur á bak.
Ríkinu ætti að standa næraðstyðja
þessa stofnun en sumar aðrar.
Mig langar að þakka Elínu
Albertsdóttur fyrir frábæra kjallara-
grein í DB 27. október. Og við Davíð
Oddsson segi ég. Áfram með barátt-
una!
Verðandi móðir hríngdi:
Ég held að við konur ættum að
standa upp og mótmæla breytingum
á rekstri Fæðingarheimilisins því
enginn vafi leikur á hversu óhag-
kvæmt það er fyrir okkur þó
karlarnir i stjórnunum skilji þaö ekki
og ætii að halda áfram aö spara á
okkar kostnað.
Fyrst voru afnumdar tannlækna-
bætur fyrir barnshafandi konur sem
engin vanþörf var á en þetta er skrefi
of langt. Ég hef fulla ástæðu til að
ætla að Landspítalinn geti ekki bætt
við sig mörgum fæðingum því ég hef
átt þar barn og þá var yfirfullt og
nokkuö þröngt. Umönnun var öll
fyrsta flokks en of spítalaleg,
Verðandi móðir segir að með þvi að breyta rekstri Fxðingarheimilisins sé verið að neyða þær konur sem vilji afslappaða
fæðingu til að fæða heinta.
Pill Helðar Jónsson.
PÁLL
HEIÐAR
ENSKU-
SJÚKUR
Kona að norðan hríngdi:
Alveg er hún að gera út af við mig
þessi enskusýki hans Páls Heiðars í
Morgunpóstinum. Alltaf þarf hann
að taka viðtöl við einhverja ensku-
mælandi menn, jafnvel þó hann fari
á Súgandafjörð.
Það er að sjálfsögðu I lagi að taka
viðtöl við enskumælandi menn en
það á ekki að láta enskuna heyrast
eins og Páll Heiðar gerir. Hann lætur
enskuna heyrast einhvers staðar á
bak við en það hefur truflandi áhrif.
Það á að nægja að hafa bara íslenzku
þýðinguna.
Tek undir orð Elínar
— Fæðingarheimiliö er ómissandi
Sigrún Gunnlaugsdóttir, Garðabæ,
hringdi:
Mig langar til þess að taka undir
orð Elínar Albertsdóttur í kjallara-
grein sem hún skrifaði um Fæðingar-
heimilið.
Ég hef legið tvisvar á Fæðingar-
heimilinu og einnig á öðrum sjúkra-
húsum og finnst að sú starfsemi sem
rekin er á Fæðingarheimilinu sé
ómissandi. Það er mikill munur að
vera þar en á sjúkrahúsum. Ég vil því
eindregið mæla með því að starfsemi
Fæðingarheimilisins verði haldið á-
fram í sömu mynd og verið hefur.
Ég vil sérstaklega færa Huldu
Jensdóttur þakkir fyrir hennar starf
en það hefur verið mjög gott.
Ég vil hvetja konur til að láta frá
sér heyra um þetta mál. Við megum
ekki láta breyta rekstri Fæðingar-
heimilisins.
ÞIÐ ÞURFK) ENGAR
ÁHYGGJUR AÐ HAFA
— Vísismenn og Steingrímur ráöherra
Regína á Eskifirði hringdi:
Ég held að Steingrímur Hermanns-
son sjávarútvegsráðherra þurfi engar
áhyggjur að hafa af síldarsöltun hér á
Austurlandi. Ogþaðan af síður þurfa
blessaðir súkkulaðidrengirnir á dag-
blaðinu Vísi að hafa áhyggjur af
söltun á Eskifirði, því Eskfirðingar
eru gamalreyndir síldarsaltendur og
lærðu af Norðmönnum. Þessi þvæla
í Visi 24. október um söltunina á
Austurlandi er bara atvinnurógur og
öfundsýki sem ég trúi ekki öðru en að
Félags-
mála-
pakkinn
Lesandi sendi okkur þessa visu I
tilefni af opnun félagsmálapakkans:
Málið er afgreitt, margt er hér að þakka.
Mikill er Arnalds, höfðinglega veitt.
Innan í frægum félagsmálapakka
er fæðingarorlof karla númer eitt.
sildarsaltendur láti Vísismenn standa
við. Við þá Vísisdrengi vil ég segja að
lokum:
Þið eruö svo litlir að þið gætuð
ekki vakað nótt eftir nótt og unnið á
skrifstofu á daginn eins og kyn-
bræður ykkar á Austurlandi gera.
Hafið engar áhyggjur af söltun hér,
heldur sinnið ykkar eigin störfum af
samvizkusemi.
Regina telur að súkkulaðidrengirnir á VIsi gætu ekki vakað nótt eftir nótt og
unnið á skrifstofu á daginn eins og sildarsaltendur á Eskifirði.
DB-mynd: E. Thorarensen.
V
Alþingismennirnir
sjálfir.
ruddu auglýstri dagskrá Rikisútvarpsins út og töluðu
DB-mynd: Sigurður Þorri.
OKURTEISIGAGN-
VART ÞJÓDINNI
Borgari hringdi:
Ókurteisi gagnvart íslenzkri þjóð
lýsir sér því miður allt of oft hjá leið-
endum þjóðarinnar og má með
eindæmum teljast og óboðlegt að
hringla meö dagskrá eins og gert var
fímmtudaginn 23. október í út-
varpinu.
Ekki var fyrirhyggjan mikil þar
sem í flestum blöðum var prentuð
dagskrá fyrir daginn. En sú dagskrá
sá ekki dagsins Ijós þvi leiðendurnir
tóku sér leyft og gerðu dagskrána í
hljóðvarpinu ómerka.
Væri ekki hægt fyrir þingmennina
að ákveða með fyrirvara þáttinn sem
var þetta kvöld, nefnilega útvarp frá
alþingi?
Spurningin er hvort einræði sé á
íslandi. Fáum öðrum þjóðum er
boðið upp á annað eins hringl. Kæru-
leysi okkar íslendinga lýsir sér í of
mörgu, því miður.
Við þurfum að stokka upp á nýtt
og hafa forsjónina að leiðarljósi öll
sem eitt.
Twilight Zone
f sjónvarpið!
5984—1173 skrifar: voru ofboðslega spennandi myndiii
Fyrir nokkrum árum var sýndur i og skemmtilegar og vil ég biðja sjón-
Keflavíkursjónvarpinu mynda- varpið um að reyna að fá þær til
flokkur sem hét Twilight Zone. Þetta sýningar.