Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.10.1980, Qupperneq 8

Dagblaðið - 30.10.1980, Qupperneq 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980. 1 Erlent Erlent BÓKHALD Er viðskiptafræðingur og tek að mér færslu bókhalds fyrir smærri fyrir- tæki. Upplýsingar í sima 39909 eftir kl. 17.30. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 - Sími 15105 KVIKMYNDIR 8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur til leigu í mjög miklu úr-j vali í stuttum og löngum útgáfum, bæði þöglar og með] hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéla,) m.a. Gög og Gokke, Chaplin, Walt Disney, Bleikií Pardusinn, Star Wars o.fl. Fyrir fullorðna m.a. Jaws, Deep,j Grease, Godfather, China Town o.fl. Filmur til sölu og! skipta. Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla | K vikmy ndamarkaðurinn daea kl 1 —■7 36521i TOYOTA-SALURINN Nýbý/avegi 8 (í portinu) OpiÖ laugardaga kl. 1—5. 1 AUGLÝS/R: Árg. Ekinn Verð þús. km miiij. Toyota Cressida hardtopp, sjálfsk. '79 6 7.7 Toyota Cressida 4 dyra 78 56 6 Toyota Cressida 78 100 5.5 Toyota Cressida 78 94 5,5 Toyota Cressida sjáHskiptur 77 60 6 Toyota Cressida station 78 84 5.7 Toyota Cressida 78 56 5.8 Toyota Corona Mark H 77 60 4.6 Toyota Carina 76 65 3.8 Toyota Crown 71 15 á vól 2,3 Toyota Land Cruiser (iengri gerði 77 25 8 Skipti mögulog á ódýrari. Válsleði Rupp 1.5 TOYOTASALURINN NÝBÝLAVEG!8, KÓP. S/MI44144. Honda Civic árg. ’79. Nýr bill, aðcins Toyota Starlet DL árg. ’79. Ekinn 24 ekinn 3 þús. km. Rauður. Áklæði á þús. km. Rauður. Sparneytinn konu- sætum. Sjálfskiptur konubill, nýr og bill. 3 dyra skutbill. Einnig höfum við ónotaður. Starlet ’80, ekinn 5 þús. km, bláan. I ÍÍ!Í!!!!,í1í|;í 1 r bilaka.MP SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030 Möguleikar á samkomulagi i Namibíudeilu —grundvöllurinn yrði friðartillögur vesturveldanna fimm fráárínul978 Líklegt er að á næstu vikum fáist úr því skorið hvort takast muni að ná alþjóðlegu samkomulagi um hvernig staðið skuli að sjálfstæðistöku Suð- vestur-Afríku, sem líka hefur verið kölluð Namibía. Svo virðist sem viðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í Pretóríu á milli hátt- seitra embættismanna stjórnar Suður-Afríku og fulltrúa Sam- einuðu þjóðanna hafi farið út um þúfur, i það minnsta að sinni. Þess vegna er búizt við að enn frekari kröfur komi fram á þingi Sameinuðu þjóðanna um viðskiptatakmarkanir gagnvart Suður-Afríku. — Suður- Afríka hefur stjórnað Namibíu og notið góðs að auðugum námum þar alveg frá lokum fyrri heims- styrjaldarinnar, eða í rúm sextíu ár. Frá lokum síðari heimsstyrjaldar hefur þessi stjórn verið í óþökk Sam- einuðu þjóðanna sem tóku við af Þjóðabandalaginu gamla sem nokkurs konar tilsjáraðili með velferð íbúa Suðvestur-Afríku. Til ársins 1918 taldist Suðvestur- Afríka þýzk nýlenda en hún var tekin af Þjóðverjum við ósigur þeirra i fyrri heimsstyrjöldinni. Hinn 11. til 13. nóvember næst- komandi verða haldnar héraðskosn- ingar í átta af ellefu héruðum þeim sem landinu hefur verið skipt i. Fer sú skipting að mestu eftir ættflokk- um. í desember 1978 fóru þar fram kosningar til þings landsins að undir- lagi Suður-Afríkumanna. Hvorugar kosningarnar hafa verið viðurkennd- ar af Sameinuðu þjóðunum og fæstar þjóðir heims hafa tekið neitt mark á þeim. Síðan í desemberkosningunum árið 1978 hafa Suður-Afrikumenn talið heimastjórn ríkja í Namibíu. Héraðskosningarnar á næstunni munu þó hafa sitt gildi. Þær munu að nokkru skera úr um hvert afl sá flokkur sem stjórnað er af milljóna- mæringnum Dirk Mudge og talinn er stærsti flokkur landsins í dag hefur. Þó svo að margir muni hafa efasemdir um hve mikið mark sé tak- andi á kosningunum munu þær þó gefa einhverja hugmynd um styrk- leika flokks Mudge og hver muni verða styrkleiki Swapo samtakanna í hugsanlegum kosningum í framtið- inni þar sem Sameinuðu þjóðirnar mundu hafa hönd í bagga. Swapo samtökin hafa nú barizt gegn stjórn Suður-Afríku í Nathibíu í fjórtán ár og er nokkur hópur skæruliðaþeirra ávallt sagður vera i landinu. Hvorki Swapo né ýmsir hópar vinstri flokka tóku þátt i undirbún- ingi hinna fyrirhuguðu héraðskosn- inga í Namibíu. Þær munu heldur ekki fara fram í nyrzta héraði landsins, Ovamboland, en þar búa tæp fimmtíu af hundraði þeirrar einnar milljónar íbúa Namibíu. Ovamboar sem búa i nyrzta hérað- inu eru líka sagðir vera helztu stuðningsmenn skæruliða Swapo og þar fá þeir mestu aðstoðina innan- lands. Þar er einnig mest um skærur á milli herliðs Suður-Afríku og skæruliða. Dirk Mudge, sem eins og áður sagði er auðugur hvítur jarðeigandi og gegnir þeirri stöðu í heimastjórn- inni sem samsvarar forsætisráð- herra, hefur lýst þvi yfir að fregnir af því að heimastjórn hans sé aðeins einn liður til samsvarandi stjórnar- forms og þegar hvitir ménn lýstu yfir sjálfstæði Ródesíu árið 1965 séu rangar. í Ródesíu ríkir nú stjórn meirihluta svartra. í flokki Mudge eru bæði svartir og hvitir menn í Namibíu. Hann segist þó ekki heldur vera neinn Muzorewa biskup sem um nokkurra mánaða skeið í fyrra var forsætisráðherra í rikisstjórn hvítra og svartra í Ródesíu eða Zimbabwe/Ródesíu en hraktist strax frá völdum þegar svartir í landinu fengu meirihluta völd í sam- ræmi við meirihluta sinn meðal þjóðarinnar. Mudge segist sannfærður um að flokkur hans geti náð meirihluta í frjálsum kosningum. í fyrri viku ræddu háttsettir full- trúar suður-afrísku stjórnarinnar i samtals sex daga við fulltrúa Samein- uðu þjóðanna um ýmis þau atriði er enn standa í veginum fyrir því að samþykkt sú sem Sameinuðu þjóð- irnar gerðu um friðaráætlun fyrir Namibíu samkvæmt tillögum fimm vestrænna ríkja nái fram að ganga. Voru það Bretland, Bandaríkin, Frakkland, Vestur-Þýzkaland og Kanada. Ekki náðist samkomulag í viðræðunum. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna ræddu einnig við nokkra fulltrúa heimastjórnarinnar í Nami- bíu, þar á meðal Dirk Mudge for- sætisráðherra. Áætlun sú sem vesturveldin lögðu fram gerir ráð fyrir vopnahléi sem síðan sé fylgt eftir með kosningum eftir sjö mánuði. Hefur stjórn Suður- Afríku fallizt á þessar hugmyndir, þegar árið 1978. Ætlunin er að á landamærum Namibíu í norðri, þar sem þau ná að Angóla og Zambíu, verði hlutlaust svæði undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna, sem þar eiga að hafa 7500 manna lið. Á þessum svæðum hefur Swapo einmitt helzt búið um sig. Það er einmitt helzti agnúinn á að framkvæmdar verði vopnahlésað- gerðir og kosningar að áliti Suður- Afríkustjórnar, að Sameinuðu þjóð- irnar hafa lýst yfir einhliða stuðningi sínum við Swapo hreyfinguna. Telja verði þá hina einu réttu stjórnendur Namibíu. Auk þess hefur hreyfingin notið beins og óbeins fjárstuðnings Sameinuðu þjóðanna. Viðræður fulltrúa Sameinuðu þjóðanna og stjórnarinnar í Pretóríu héldu áfram alveg þar til forustumað- ur Sameinuðu þjóða mannanna þurfti að fara til New Yo^k til að gefa skýrslu um árangur viðræðnanna. Þær gætu því haldið áfram og þó svo engin opinber yfirlýsing hafi verið gefin út um málið er Ijóst af orðum viðmælenda að þeir telja að nokkuð hafi þokað í samkomulagsátt. Skæruliðar Swapo hafa aðallega látið á sér kræla á svæðum við landamæri Angóla og Zambiu.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.