Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.10.1980, Qupperneq 10

Dagblaðið - 30.10.1980, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30.OKTÓBER 1980. DB á ne ytendamarkaði Hillir undir úrslitin í ísuppskríftakeppninni Búið að velja tuttugu upp- skrtftir f undanúrslitin Nú er loksins fariö að hilla undir lokapsrettinn í samkeppninni um, „bezta isrétt ísaidar” sem Emmessís og Dagblaöið efndu til. Dómnefndin er nú búin aö velja tuttugu ísrétti sem ætlunin er aö búnir verði til í til- raunaeldhúsi Mjólkursamsölunnar. Verðlaunahafarnir verða valdir úr hópi átján höfunda þessara upp- skrifta. Höfundarnir eru bara átján,' en ekki jafnmargir uppskriftunum, því einn á hvorki meira né minna en þrjár uppskriftir i undanúrslitum. Þriggja manna dómnefnd Upphaflega var dómnefndin skipuð fjórum aöilum, Sigrúnu Davíðsdóttur matreiðslubókarhöf- undi, Ingvari Helga Jakobssyni mat- reiðslumanni, Sigrúnu Hjálmtýsdótt- ur (Diddú) söngkonu og umsjónar- manni Neytendasíðu, önnu Bjarna- son blaðamanni. Einn af dóm- nefndarmönnum hefur nú helzt úr lestinni. Diddú er farin utan til London til þess að stunda söngnám sitt, þannig að dómnefndin er skipuð ofangreindum þremur aðilum. — Dómnefndin hittist í vik'unni og var þá hver dómnefndaraöili búinn að hafa allar uppskriftirnar sem bárust í athugun i nokkra daga. Hver um sig hafði valið úr þær uppskriftir sem honum leizt bezt á. Síðan voru gerðar athuganir á því hverjar uppskriftirnar hefðu annað- hvort fengið atkvæði tveggja eða .þriggja dómnefndarmanna. Útkoman varð sú, eins og áður segir, að tuttugu ísrétdr urðu fyrir vali nefndarinnar. Ekki svo að skilja að margir fleiri hafi ekki verið góm- sætir. Það vantar ekki. Hins vegar gátu ekki allir réttirnir komizt í úrslitakeppnina. Þaö var mikill vandi ingur aörar en ódýrari ferðir á vegum ferðaskrifstofunnar. Þar að aukí verða veitt sex önnur verðlaun, úttekt fyrir ákveöna fjárupphæð í ísverzlun Mjólkursamsölunnar, Klakahöllinni. Mjólkursamsalan efndi til þessarar' samkeppni til þess m.a. að minnast tuttugu ára afmælis issölu fyrirtækis- ins, sem var í vor. Ráðgert er að uppskriftirnar sem bárust verði gefnar út í sérstökum bæklingi, annaðhvort allar eða aö hluta til. Alls bárust rúmlega 140 uppskriftir. Dulnefni þeirra sem lentu f undanúrsiitun- um Fjöldinn allur af fólki hefur hringt til okkar á Dagblaðinu og spurt hvað þessari keppni Iiði. Er ekki nema von að þeir, sem sendu inn uppskriftir, séu spenntir að vita eitthvað um úrslitin. Hér á eftir fara dulnefni þeirra sem komust í undanúrslitin. Árbæjarkonan, Kappakstushetjan, ísafold, Guttalingur, Pollý, X-9, ísa- fold, K-229, Hrímþoka, Inrajb, Græningi, írena, fsæta, Skuld, H.A.P.J., Optima (með þrjár upp- skriftir), Gunna og 3864. Sú Pöð sem dulnefnin eru nefnd í hér að ofan gefur ekki á nokkurn hátt til kynna neina röðun á upp- skriftum þeirra. Þeim er raðað þarna af handahófi og eiga allir jafna möguleika á því að hreppa verðlaun- in. Segja máaðOpdma eigi kannski meiri möguleika en hinir, því það nafn á þrjár af uppskriftunum (sendi reyndar inn fleiri fínar uppskriftir). Nú geta þeir sem eiga þessi dul- nefni byrjað að hlakka til lokaúrslit- anna, sem farið er að hilla undir. A.Bj. Dómnefndin er þarna að velja I undanúrslidn. Frá vinstri Sigrún Daviðsdótdr, Anna Bjarnason og Ingvar Helgi Jakobsson. DB-mynd Einar Ólason. lagður á herðar dómnefndarinnar. Vandanum er heldur ekki lokið með öllu, því nú er eftir að smakka á öll- um herlegheitunum. Ráðgert er að „smakkið” fari fram í næstu viku. Endanleg úrslit keppninnar verða síðan dlkynnt og verðlaunin afhent á ferðakynningarkvöldi hjá Sam- vinnuferðum/Landsýn. Þrenn fyrstu verðlaunin eru einmitt ferðavinn- ingar með leiguflugi á vegum Sam- vinnuferða/Landsýnar. Fyrsd vinn- ingur er ferð fyrir hálfa milljón tíl Júgóslaviu og annar og þriöji vinn- —Þeir sem sendu inn uppskriftir geta nú séð hvort þeir eru meðal hinna útvöldu HÆKKUN FRA ARAMÓTUM EKKIMINNIEN 10 ÞÚS Á MANN Kæra Neytendasíða! síðan um áramót og sé nú orðið Þá er það septemberseðillinn. Ég mikinn mun á hvað það fer meira í hef verið með í heimilisbókhaldinu niat núna á mann en þegar ég byrjaði, segir m.a. í bréfi frá „bara húsmóður”. ,,Ég gæd trúað það væri ekki minna en 10 þúsund kr. á mann sem þetta hefur hækkað. Samt er maður alltaf að reyna að spara til þess að endarnir nái saman. Það er einnig ýmsilegt annað en matur sem verður að borga þegar maður er nýbúinn að byggja. Með þakklæti fyrir mjög góða um- fjöllun um neytendamál. „ÖNNUR ÚTGJÖLD” YFIR TVÆR OG HÁLFA MILUÓN þesssari húsmóður okkar kom annars mann. Eftir því sem sýnist í fljótu mjög vel út, meðaltalslega séð, því' bragði er það frekar i lægri kandnum heimilisfólkið telur fimm og þannig á almennu meðaltali af innsendum er meðaltalið rúml. 41 þúsund á seðlum. A.Bj. NAFNLAUS SEÐILL FRÁ HÚSAVÍK Kæra Neytendasíða. Ég sendi nú inn septemberseðilinn með geysiháum tölum (matur og hreinlætisvörur 207.218 og liðurinn annað 2.745.031). í liðnum annað ber nú hæst hús- bygginguna, m.a. gler í húsið. Ég sundurliða þetta ekkert frekar en í september vorum við Ftmm heimilinu. Með beztu kveðjum, húsmóðir. Betra að hafa úr nægu að spila Þaö er sannarlega betra að hafa úr nægu að spila þegar greiða þarf upp- hæðir sem fara hátt yfir tvær og hálfa milljón fyrir utan matvörurnar á einum mánuöi. Matardálkurinn hjá Á dögunum fengum við sendan upplýsingaseðil i bréfi frá Húsavík. Á seðlinum stóð ekki annað en kostnaðartölurnar. Gleymzt hafði að skrifa nafn, heimilisfang og fjölda heimilisfólks. Við sáum á póst- stimplinum að bréfið var frá Húsa- vík. Upphæðin sem í matinn fór var 275.621 kr. Biðjum við þann sem sendi okkur seðilinn að senda okkur línu eða slá á þráðinn til okkar og gefasig fram. -A.Bj. Sérstakrar varúðar er þörf þegar verið er að steikja mat I sjóðandi heitri feidnni, gætíð þess að litil börn séu hvergi nálæg. Farið aldrei frá feitipottinum á meðan er kveikt undir honum, þótt simi eða dyrabjallan hringi. Takið pottinn af hellunni fyrst. DB-mynd Sigurður Þorri. 0RLY DEIG TIL DJÚPSTEIKINGAR Við vorum beðin um uppskrift að Orly deigi, en það er deig sem ftski og öðru er dyfið ofan í áður en það er djúpsteikt í feid. 250 g hveiti 3 eggjarauður 2 msk. olia 1 ölglas (eða meira) pilsner sykur (honum má sleppa ef vlll) salt Deigið er hrært saman og látið standa' í um það bil 1/2 klukkustund. Þá er eggjahvítunum, stífþeytum, blandað varlega saman vlð. Fiskstykkjum, grænmeti eða öðru því sem á að steikja upp úr þessu deigi, er dyftð ofan í, gott er að nota t.d. tvo gaffla, ládð deigiö leka af að nokkru leyd áður en maturinn er látinn út í feidpottinn. •Á dögunum sögðum við frá því hve nauðsynlegt væri að fara að öllu með gát þegar verið er að djúpsteikja mat i feiti. Endurtökum við viðvörun okkar hér með. Þegar búið er að nota feitina og hún orðin næstum köld er gott ráð að sigta hana og geyma síðan á köldum stað (helzt í kæliskáp) þangað til á að nota hana næst. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.