Dagblaðið - 30.10.1980, Side 12

Dagblaðið - 30.10.1980, Side 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980. MMBIAÐIÐ Útgefandi: DagblaOifl hf. Framkveamdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jórtas Kristjánason. Aflstoflarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjflri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar Jóhannes Reykdal. Iþróttir: HaHur Sfmonarson. Menning: Aflaisteinn UigóHsson. Aðstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Hflnnun: Hilmar Karisson. Blaflamenn: Anna Bjarriason, Atfi Rúnar Halldórsson, AtJi Steinarsson, Asgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: BjarnleHur BjarnleHsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. HaHdórs- son. DreHingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar dg skrifstofur Þverholti 11. Afleisimi blaflsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskriftarverfl á mánufli kr. 5.500. Verfl í lausasölu 300 kr. eintakið. Forstokkaðir forsjármenn Okkur finnst núna broslegt að hugsa til þess, að fyrir nokkrum árum var mjólkursölubann í matvöruverzlunum afsakað sem sérstök umhyggja fyrir neytendum. Bannið átti að tryggja neytendum betri og ódýrari mjólkur- vörur. Neytendur kærðu sig auðvitað ekki um þessa forsjá og börðust fyrir mjólkursölufrelsi. Þeim tókst að koma forsjármönnum á kné og hnekkja einkasölu í sérstök- um mjólkurbúðum. En slagurinn stóð lengi og var harður á köflum. Mjög víða í valdakerfi landsins eru menn, sem eru sannfærðir um, að þeir viti, hvað sé fólki fyrir beztu. Auðveldast er að finna þá í valdakerfi landbúnaðarins, því að þar er íslenzkt skrifræði á holdugasta stigi. Sem lítið dæmi má nefna eggja-, kjúklinga- og svína- rækt. Forjármenn þykjast vita, hvernig bú heppilegast sé að reka. Þau skulu vera fjölskyldubú í stíl hins hefð- bundna landbúnaðar. Stórbúin skulu hins vegar ofsótt. Forsjármenn þykjast líka sjá, að heppilegt sé að jafna niður flutningskostnaði, svo að ekki þurfí að hafa áhyggjur af, hvort búin séu nálægt markaði eða fjarri. Þar kemur blessuð byggðastefnan til skjalanna. í öllum smáatriðum þykjast forsjármenn vita, hvernig skipuleggja skuli eggja-, kjúklinga- og svína- rækt. Draumur þeirra er, að koma megi þessum grein- um inn í lokað kerfi á sama hátt og hinn hefðbundni landbúnaður er í. Hér hafa verið tekin dæmi úr landbúnaði, því að hann er sú grein, sem fjarlægust er þróunarlögmáli frjálsa markaðsins. En af nógu öðru er að taka, til dæmis spottprisaflugi með útlendinga milli Luxem- borgar og New York. Stjórnvöld fóru fram á, að þessu gersamlega von- lausa flugi yrði haldið áfram og buðust til að borga tapið. Ekkert mark er tekið á hinum frjálsa markaði, sem segir, að fátt sé til fáránlegra en þátttaka í þessu flugi. Við mættum §jarna velta fyrir okkur, hvernig færi fyrir sjálfstæði Islendinga, ef hugsunarháttur forsjár- manna réði í sjávarútvegi, fiskvinnslu og fisksölu. Þá mundi molna sá hornsteinn, sem á að bera alla vit- leysuna. Hinn frjálsi markaður ákveður, hversu mikið neyt- endur í Bandarikjunum borga fyrir freðfiskinn. Á þeim grundvelli vita menn hér heima, hvað hagkvæmt er að gera og hvað ekki. Þeir þykjast ekki vita betur en neytendur. í fiskinum eru engir búnaðarmálastjórar og ráðu- nautar, sem ákveða, hvernig físk bandarískir neyt- endur skuli borða og á hvaða verði. Sannleikurinn kemur bara í ljós í hinum harða skóla lífsins, á hinum frjálsa markaði. Þeir, sem læra á slíkar aðstæður, verða samkeppnis- hæfir. Þannig hefur sjávarútvegurinn gert íslendinga að auðugri þjóð. En það er ekkert, sem bannar okkur að beita markaðshugsun á fleiri sviðum, sem að gagni gætu komið. Draga þarf úr valdi forsjármanna á opinberum og hálfopinberum skrifstofum. Þeir ganga með þá grillu, að þeir sjálfir geti hugsað betur og hraðar en frjálsi markaðurinn. Þeir segja allt í einu, að nú þurfum við prjónastofur. Kennslubókardæmið um dragbítana sjáum við í stofnunum landbúnaðarins. Þar sitja menn, sem jafn- an eru reiðubúnir að ákveða, hvað sé framleiðendum og neytendum fyrir beztu, og óttast ekki neitt meira en einmitt frjálsan markað. v /* „Bylting án b •ylt- ingar” í Póll landi Sveinn Rúnar Hauksson skrifar merkilega grein í DB 16.10 sl. Hann reynir að gera samanburð á við- brögðum yfirvalda í Bólivíu, Frakk- landi og Póllandi við verkfallsað- gerðum verkamanna. í stuttu máli kemur fram í grein hans að á meðan verkföll eru barin niður með hörku í auðvaldslöndunum Bólivíu og Frakk- landi eru þau meðhöndluð með mildi í , Jafnaðarþjóðfélaginu” (eins og hann kallar það) Póllandi og aö auki verða verkföllin þar til þess að það hriktir í stoðum valdakerfisins. Grein Sveins er merkileg fyrir þann hlut aö með henni þvær hann hendur óvina vina sinna, verkamanna, en ég geri ráð fyrir að Sveinn Rúnar vilji heldur flokka sig sem stuðningsmann pólskra verkamanna fremur en flokks og valdamanna. Ekki gripið til valdbeitingar? Sveinn Rúnar fullyrðir að ekki hafi verið gripið til valdbeitingar i verk- föllunum í Póllandi. Það er rétt að ekki voru verkamenn skotnir á götum úti. En segir það allt? Er það ekki Kjallarinn Albert Einarsson valdbeiting að loka fyrir talsíma til Gdansk og setja á feröahömlur? Eru handtökur og fangelsanir verkfalls- manna og stuðningsmanna þeirra, m.a. félaga úr KOR (Varnarnefiíd verkamanna), ekki valdbeiting? Er það ekki valdbeiting að þverskallast við að viðurkenna það sem um var samið við verkamenn? Er það ekki valdbeiting að stöðva gjafir til Frjálsu verkalýðshreyfingarinnar frá verkalýðsfélögum erlendis við landa- mærin? Það var gert við nokkra offset-fjölritara sem verkalýðsfélögin í Osló vildu færa nýju hreyfingunni. Auðvitað er þetta valdbeiting. Annars er saga þessara verkfalla í Póllandi aðeins 2—3 mánaða gömul, en baráttan miklu eldri. Kannski Sveinn Rúnar vildi taka sig til og fræða lesendur um viðbrögð yfir- valda í Póllandi við verkföllunum i desember 1970 ogjúní 1976. í bæði skiptin gæti Sveinn Rúnar haft sömu greinafyrirsagnir og á greininni 16. 10. sl., þ.e. „Sigur í Gdansk”. Þeir Hver hefur ekki lesiðeða heyrt í út- varpi setningar eins og þessar: „Annars staðar í heiminum hafa menn komist að raun um, að þræla- hald er of dýrt.” „Landbúnaðurinn er og hefur alltaf verið baggi á landi og þjóð.” „Vandinn er fremur sá, að við framleiðum þessar vörur yfir- leitt.” (Þ.e. smjör, osta og kjöt.) „Margt hefur orðið íslands óham- ingju að vopni. Ekkert eitt atriði vegur þó þyngra en landbúnaðurinn. Hann hefur í lífskjörum dregið okkur aftur úr nágrannaþjóðunum.” Þessar tilvitnanir eru úr nokkrum Dagblaðsleiðurum Jónasar Kristjáns- sonar frá í september, þegar hann tók mikla syrpu um landbúnaðinn. - Skrif af þessu tagi virðast nú mjög í tísku, og er skemmst að minnast Flugleiðamálsins. Hvergi er fjallað um efnið á jákvæðan hátt, engar jákvæðar umbótatillögur. Allt rifið niður og tætt í sundur. ERUM VK) VKF BÚINÖRTÖLVU- BYLHNGUNNI? Undanfarið hefur margt fólk, sem ég hef hitt á almannafæri, verið að rifja það upp að hafa lesið greinar í blöðum, þar sem ég hef verið að reyna að benda á þá hættu og þá röskun sem ný tækni kæmi til með að hafa í för með sér í þjóðfélaginu, ef engin stjórnun væri höfð á þróun þessarar tækni. Ég man ekki betur en að undan- farin tvö ár hafi ég annað slagið reifað þetta mál og þá oftast vegna þess að einhverjar fréttir hafa rekist til mín eftir einhverjum leiðum utan úr heiminum. „Vísindaskáldskapur" Það fólk, sem ég hitti núna, segist ekki hafa tekið mark á þessum skrif- um og ekki heldur á þeim „vísinda- skáldskap” sem sjónvarpiö hefur sýntumþessa hluti. Nú er þetta fólk og annað fólk hins vegar að vakna upp við vondan draum. Örtölvubyltingin er þegar hafin hér á lslandi og ekki í einni grein, heldur í mörgum greinum. Augu margra eru að opnast, en aðrir færa sig ennþá yfir í næsta vígi sjálfs- blekkingarinnar. Menn fengu örlitla nasasjón af íslenskum staðreyndum þessa máls í fréttaskýringaþætti sjónvarpsins nýlega. Þar var sýnt inn á nokkra vinnustaði þar sem hin nýja tækni er að taka við af mannshöndinni. Þó var þarna aðeins um forboöa að ræða. Á næstu mánuðum og árum hellist þessi þróun yfir okkur eins og aðrar iðnvæddarþjóðir. „Þriðja iflnbyltingin" Aðrar þjóðir eru komnar lengra en við í notkun tækninnar og eru á fullri ferð í örtölvubyltingunni. í bók eftir franska rithöfundinn André Graz um „þriðju iðnbylting- una” eru tínd til dæmi um þau áhrif sem Örtölvubyltingin hefur þegar haft á atvinnulíf erlendis. Einn af hverjum fjórum mönnum í samsetningarverksmiðjum Toyota i „Örtölvubyltinggin er þegar hafin hér á íslandi og ekki í einni grein, heldur í mörgum greinum. Augu margra eru aö opnast, en aörir færa sig ennþá yfír í næsta vígi sjálfsblekkingarinnar.”

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.