Dagblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 16
16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980.
Tvœr japanskar sjónvarps-
stöðvar kvikmynda hérlendis
— og vilja hvorug af hinni vita
Hér á landi eru nú staddir þrír
karlmenn og ein kona frá japanska
sjónvarpinu. Er aetlun þeirra að gera
10 fræðslumyndir um ísland og hafa
þau farið víða vegna þess. Meðal
þeirra staða sem Japanirnir hafa
heimsótt er Hveragerði, þar sem þeir
heimsóttu Heilsuhælið, Garðyrkju-
skólann og litu á hverina , Austfirðir
og að sjálfsögðu fóru þeir i heimsókn
til forseta íslands, Vigdísar
Finnbogadóttur.
Fyrsti kvenforsetinn hefur sannar-
leg'a vakið athygli á erlendri grundu
og hingað flykkjast sjónvarps-
tökumenn úr víðri veröld. Hitt mun
hins vegar vera sjaldgæfara að komið
sé frá tveimur sjónvarpsstöðvum i,
sama landi, en það mun einmitt vera
nú. Aðrir Japanir eru sagðir vera hér
á landi í sama tilgangi og vilja
hvorugur af hinum vita. Er sögð hörð
samkeppni milli þessara tveggja
japönsku sjónvarpsstöðva hér á landi
og reyndist DB þess vegna erfitt um
vik að fá upplýsingar um heimsókn
Japananna á Heilsuhælið i Hvera-
gerði þar sem Bjarnleifur ljósmynd-
ari DB dvelst nú og tók meðfylgjandi
mynd. -ELA.
Ágúst Guðmundsson leitar eftir fólki í Gíslasögu:
Kvikmyndataka hefst í marz
— og áœtlað að frumsýna í janúar ’82
Ætlaaðgefaút
mánaðarlegt
kvikmyndablaö í 5000
eintökum:
„Tvímœlalaust
áhugifyrir
slíku blaöi”
— segir Friðrik Þór
Friðriksson einn
af stofhendunum
„Fyrsta blaðið mun koma út i
byrjun desember og við höfum nefnt
það því einfalda nafni Kvikmynda-
blaðið. Það er í A—4 broti og
prentað á glanspappír. Ætli það
verði ekki um 60 síður og offset-
prentað,” sagði Friðrik Þór Friðriks-
son kvikmyndagagnrýnandi DB, er
hann var inntur eftir nýju blaði um
kvikmyndir sem hann ásamt Jóni
Karli Helgasyni og Sveini Blöndal
hyggst gefa út mánaðarlega.
„Ég hef gengið með þessa hug-
mynd um stofnun sliks blaðs alveg
frá því að ég var í stjórn Fjalakatt-
arins. Það sem stöðvaði mig þá var
hve lítil gróska var í íslenzkri kvik-
myndagerð. Núna ér þetta hins vegar
mögulegt og við munum vera með
viðtöl og greinar um islenzku kvik-
myndagerðina.
Það verða um 40 manns sem
skrifa í blaðið. Við höfum komið
okkur í samband við menn sem eru
erlendis og fengið þá til að skrifa.
Ætlunin er að segja ítarlega frá ýmsum
kvikmyndum og þeim sem að Jreim
standa. í fyrsta blaðinu verður t.d.
ítarlega sagt frá leikstjóranum
Francis Coppola, sem leikstýrði m.a.
myndinni Apocalypse Now! sem
sýnd verður innan skamms í Tóna-
bíói.
Hrafn Gunnlaugsson ætlar að
skrifa um Norrænu kvikmynda-
vikuna í New York sem verður núna
á næstunni. Einnig verðum við með
ýmislegt þýtt efni. Blaðið verður
gefið út í 5000 eintökum og ég held
að það sé tvímælalaust áhugi fyrir
slíku blaði hér á landi,” sagði Friðrik
Þór. Þeir félagar hafa opnað skrif-
stofu að Vesturgötu 3, þar sem þeir
munu hafa sína aðstöðu við út-
gáfuna. -ELA.;
Matthías,
símastúlk-
umarog
blaða-
manna-
félagið
Vegna klausu í þætti vinar míns
Braga Sigurðssonar, Fleira fólk,
langar mig að taka fram, svo að
óyggjandi sé, að ég sagði mig ekki úr
Blaðamannafélagi íslands vegna þess
að ég vildi ekki vera í félagi með þess-
um eða hinum, heldur er þetta
prinsippmál af minni hálfu og snýst
um það, hvort allir geti gengið i
Blaðamannafélag íslands sem koma
við útgáfusögu dagblaðs eða annars
fjölmiðils. Ég gekk í Blaðamanna-
félagið fyrir nær þremur áratugum
og hef litið svo á, að það eigi að vera
félag starfandi blaðamanna. En það
er það ekki lengur eins og ég bendi á í
úrsögn minni.
Þetta getur haft mjög nei-
kvæð áhrif á alla aðstöðu blaða-
manna, sem ég tel að eigi að vera til
fyrirmyndar. Til blaðamanna á að
gera miklar kröfur enda þykjast þeir
hafa efni á því að gera miklar kröfur
til allra annarra. Þeir eiga að mínu
viti að njóta sannmælis í launum og
kjörum og búa við lífeyrissjóð, sem
er frambærilegur en ekki sú svika-
glenna, sem nú er. Útvíkkun blaða-
mannafélagsins mun drepa öllum
þessum málum á dreif.
Ég vil líka láta á það reyna, hvort
við blaðamenn eigum jafn
innangengt í önnur stéttarfélög, til
dæmis Verzlunarmannafélag Reykja-
víkur, eins og félagar í öðrum stéttar-
félögum virðast eiga í Blaðamanna-
félag íslands og Iæt því á það reyna.
Aðild manna að stéttarfélögum er
eitthvert viðkvæmasta atriðið í starf-
semi launþegasamtakanna í landinu.
Ég tel að það sé kominn tími til,
að blaðamenn staldri við og hugsi sitt
mál. Að öðru leyti er ég helzt á því
að stofna ætti starfsmannafélög eins
og gefið hafa góða raun i álverinu.
Að því hefur verið reynt að vinna hér
á Morgunblaðinu og þykist ég hafa
verið einna áhugasamastur um það
Með því möti verð ég í sama félagi og
símastúlkur og allt annað kvenfólk á
Morgunblaðinu og vona ég að sá
áhugi sé gagnkvæmur. Ég veit ekki
betur en að Starfsmannafélag
Morgunblaðsins sé í burðarliðnum
með góðu samkomulagi allra stéttar-
félaganna.
Matthías Johannessen.
„Við erum þegar farnir að leita
eftir fólki í Gíslasögu, þótt kvik-
myndatakan sjálf byrji ekki fyrr en í
marz. Það er svo margt sem þarf að
gera fyrir töku svona viðamikillar
myndar og ekki er ráð nema í tíma sé
tekið,” sagði Ágúst Guðmundsson
kvikmyndagerðarmaður er við for-
vitnuðumst um hvað hann gerir þessa
dagana.
„Við auglýstum eftir karl-
mönnum um daginn og það höfðu
yfir 40 manns samband við okkur.
Okkur vantar fólk í alls kyns atriði,
m.a. bardagaatriði. Það verður
fjöldinn allur af fólki sem fram
kemur i myndinni.
Um síðustu helgi töluðum við
við fólkið og það las yfir með okkur
atriði. Þá höfum við einnig talað við
nokkra leikara og höfum þegar
fengið i nokkur hlutverk. Mér þykir
hins vegar ekki rétt að skýra frá
nöfnum strax.
Ég á von á því að kvikmynda-
takan fari fram á fjórum mánuðum,
þó ekki stöðugar upptökur og að
Gíslasaga verði frumsýnd í janúar
1982,” sagði Ágúst Guðmundsson.
Hann er nú á förum til New York,
Los Angeles og Chicago til að vera
viðstaddur frumsýningar á myndinni
Land og synir. Land og synir ásamt
fleiri myndum verða á Norrænni
Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerOarmoður við störf. Hann er nú á förum til Bandarikjanna þar sem sýningar
veröa á Landi og sonum. DB-mynd Ragnar Th.
kvikmyndaviku í New York.
„Land og synir hefur gengið núna
í Noregi undanfarið og fengið mjög
góða dóma. Norðmenn hafa lfkt
myndinni við sínar eigin kvikmyndir.
Þá verður kvikmyndin sýnd i Svíþjóö
innan skamms og í þýzka sjón-
varpinu.”
-ELA.
Japanska sjón varpsfóHdö heimsóttí m.a. Heilsuhœli NLFÍ i Hverageröi og rabbaöi viö vistmenn þar. Hár ræöir
fráttamaöurinn viö Steingrim Pálsson fyrrum alþingismann og umdæmisstjóra á Brú i Hrútafirði. Myndina tók
Bjarnleifur Ijósmyndari DB sem dvelst á Heiisuhæiinu.
Erlendar sjónvarpsstöðvar keppast um að gera jræðslumyndir um
ísland:
Sigurjón
Sunda-
fyllir
Borgarfulltrúar hafa sumir hverjir
tekið afstöðu með Sambandinu í
byggingaráformum þess. Meðal
þeirra er nefndur Sigurjón Péturs-
son. Eins og vitað er, greinir menn á
um þetta sem fleira.
Þessi vísa flýtur á milli manna:
Almenningur upp nú rís,
er umhverfinu spillir
og gengur í eina sæng með SÍS
Sigurjón Sundafyllir.
Höfundur vísunnar er sagður
„Konanvið Sundin”.