Dagblaðið - 30.10.1980, Side 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980.
............... ...........
17
\
HUGMYNDIR UPPIUM AÐ
LOÐNUFLOTINN VEIDIÞORSK
— rætt um vanda loðnuf lotans og loðnuverksmiðjanna á þingi
„Það kann að koma til greina að
loðnuflotinn fái heimild til að dýfa
þorskanetum í sjó. Það er í athugun
ásamt fleiri hugsanlegum úrlausnum
vegna vanda loðnuflotans,” sagði
Steingrímur Hermannsson sjávarút-
vegsráðherra á þingi á þriðjudag.
Rætt var um fyrirspurn Helga
Seljan um dreifingu loðnu og leiðir til
að vissir landshlutar yrðu ekki alveg
útundan í vinnslu loðnu.
Ræddu þrír menn sem setið hafa
stól sjávarútvegsráðherra málið, þeir
Steingrímur, Matthías Bjarnason og
Kjartan Jóhannsson ásamt fyrir-
spyrjanda og Halldóri Ásgrímssyni.
Steingrimur kvað vandann mikinn,
bæði hjá flotanum og verksmiðjum
sem lagt hefðu í mikla fjárfestingu
vegna loðnumóttöku, en fengju svo
lítið sem ekkert til vinnslu. Kvað
hann loðnuaflann i heild haft verið
18. október sl. 124 þúsund tonn móti
344 þúsund tonnum á sama tíma í
fyrra.
Nú ykist vandi flotans og verk-
smiðjanna við strangari veiðitak-
markanir en upphaflega var ráð fyrir
gert, í kjölfar nýrra mælinga ftski-
fræðinga á stofninum. Fyrir þann
vanda hefði verið ljóst að afkoma 52
loðnuskipa sem veiða máttu 658 þús-
und lestir að hámarki til, yrði alveg á
mörkum. Auk þess væri vandi verk-
.smiðjanna óleystur.
Matthías Bjarnason kvað nauðsyn
á gerð skýrslu um þróun loðnuveiði-
mála. Dýr floti hefði verið útbúinn á
grundvelli spádóma fiskifræðinga
um að veiða mætti allt að 1,5 milljón
tonn árlega. Fjárfest hefði verið i nýj-
um tækjum í verksmiðjum. Nauðsyn
væri skýrslu um þróun þessara mála
hjá okkur, um rannsóknir og veiðar,
um tillögur fiskifræðinga frá ári til
árs og um þær ákvarðanir sem teknar
hefðu verið á grundvelli þeirra.
Steingrímur kvað sjálfsagt að láta
vinna slíka skýrslu.
Halldór Ásgrímsson kvað þá dreif-
ingu sem nú hefði orðið á vinnslu
loðnuafla byggjast á þvt að verk-
smiðjur hefðu gert út veiðiskip til að
tryggja sér hlut í vinnslunni. Hins
vegar taldi Halldór að ákveðnar ríkis-
verksmiðjur hefðu í fyrra fengið of
mikinn afla til vinnslu. Takmarka
ætti það magn sem verksmiðjum
væri heimilt að sanka að sér og
geyma til vinnslu meðan aðrar verk-
smiðjur stæðu tómar. Við geymsluna
versnar hráefnið og skemmist. Sú
hefði orðið raunin á i fyrra.
- A.St.
V
iWU>>
timmi
Óskoðuðum engin miskunn sýnd
Lögreglan hefur á undanförnum nú að vera lokið. Ljósaskoðun lýkur nú Hverfisgötu og sýnir runu óskoðaðra
dögúm stöðvað fjölmarga bíleigendur um helgina og eftir það verður líklega bíla á leið inn í portið.
og fært bíla þeirra til skoðunar, en al- engin miskunn sýnd. Myndin var tekin DB-mynd: GunnarÖrn.
mennri bifreiðaskoðun í Reykjavík á úr glugga Lögreglustöðvarinnar við
Ósamið við verkalýðsfélagið
Rangæing:
32,5% hærra
kaupvegna
orkuokurs
—er ein af kröf um félagsins
kröfur sem ekkert hefur verið rælt
unt í fullan meðgöngutíma!” sagði
Sigurður.
„Þar á meðal er krafa vegna raf-
orkuokursins sem bitnar á okkar
fólki. Við þurfum 32,5% hærra mán-
aðarkaup fyrir dagvinnu en til dæmis
verkafólk á Reykjavíkursvæðinu
vegna orkuokursins og höfum papp-
ira frá kjararannsóknarnefnd kröf-
unni til stuðnins.
Samningar okkar eru því algerlega
ófrágengnir og mér þykir með óllk-
indum hve margir vcrkalýðsforingjar
voru fljótir tneð pennann fyrir sunn-
an á dögunum.”
- ARH
,,Við eigum von á kalli sáttasemj-
ara á hverri stundu til viðræðna.
Þrátt fyrir að verkfalli hafi verið af-
lýst á okkar félagssvæði er ósamið
við okkur enn. Við berum enga
ábyrgð á samningum sem undirrit-
aðir voru í Reykjavik,” sagði
Sigurður Óskarsson, framkvæmda-
stjóri verkalýðsfélagsins Rangæings,
igær.
Rangæingur semur nteðal annars
fyrir fjölda verkafólks við Hraun-
eyjafoss, en forysta félagsins féllst á
að aflýsa verkfalli þar í dag með þvi
skilyrði að samningaviðræður hæfust
þegar í stað.
„Við höfunt lagt fram sjálfstæðar
Skiptafundur íþrotabúi byggingafélagsins Sigurmóta hf. fór fram f gær:
ÍBÚÐAKAUPENDUR FA AFSÖL
—en verða að greiða gatnagerðargjöld sem þeir töldu sig hafa greitt
Skiptafundur var haldinn í gær í
þrotabúi byggingafélagsins Sigur-
móta hf. í Garðakaupstað hjá bæjar-
fógetanum í Hafnarfirði. Tekin var
endanleg afstaða til kröfugerðar
kaupsamningshafa um útgáfu afsala
fyrir byggingarframkvæmdum. Jafn-
framt var gerð grein fyrir stöðu
þrotabúsins.
Fyrir rúmu ári var kveðinn upp úr-
skurður um greiðslustöðvun Sigur-
móta hf. á meðan könnun fór fram á
fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Sigur-
mót höfðu þá byggt 70 af 100 íbúð-
um, sem félagið áætlaði að byggja í
Garðakaupstað, nánar tiltekið í
Lyngmóum.
Fyrsti skiptafundur i máli þessu fór
fram 6. marz sl. þar sem gerð var
grein fyrirstöðu fyrirtækisins. Lýstar
kröfur námu þá um 350 milljónum
króna og voru meðal kröfuhafa
kaupendur 30 íbúða sem ekki hafði
verið kominn nema grunnur að er
greiðslustöðvun var ákveðin.
Fyrr á þessu ári var bifreið fyrir-
tækisins seld fyrir um 1100 þúsund.
Þá var krani fyrirtækisins seldur á
uppboði fyrir 11 milljónir. Eignir
fyrirtækisins í peningum eru um 7
milljónir og liggur því ljóst fyrir að
það hrekkur hvergi til.
Á skiptafundinum i gær var
ákveðið að gefa út afsöl til þeirra
kaupenda sem ekki hafa fengi þau,
en það munu vera um 25 manns. Þá á
þrotabúið eina íbúð sem seld verður á
uppboöi í desember. Áætlað er að
lokið verði við að skipta í janúar.
Frá skiptafundinum hjá fógetaembættinu 1 Hafnarfirði 1 gær: Skiptaráðandi og lögmenn ráðgast um þrotabú Sigurmóta hf.
DB-mynd: Sig. Þorri.
Eigendur íbúðanna við Lyngmóa
1, 3, 5 og 7 töldu sig hafa greitt
gatnagerðargjöld til Sigurmóta, en
fyrirtækið skilaði hins vegar aldrei
þeim peningum til Garðakaupstaðar.
Garðabær taldi sig því eiga lögveð
fyrir gatnagerðargjöldum. Sigurmót
höfðu aldrei gert lóðarsamninga við
Garðakaupstað um 4 hús við
Lyngmóa.
Garðakaupstaður hélt fast við sína
kröfu um greiðslu á gatnagerðar-
gjöldum og gerði þvi fólkið samning
við bæinn I stað þess að láta reyna á
það hjá dómara hvort krafan stæðist,
en þá átti fólkið á hættu að allt yrði
seltáuppboði.
Margir þessara íbúðaeigenda hafa
farið illa út úr máli þessu, meðal ann-
ars þurft að greiða mörg hundruð
þúsund og allt upp í tvær milljónir til
að ganga frá íbúðum sínum sem
Sigurmót átti að gera. Ákveðið var á
fundinum að ibúarnir gætu fengið af-
söl sín í næstu viku. Skiptaráðandi i
máli þessu er Benedikt Blöndal hrl.
-ELA