Dagblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 6
Erlent Erlent Erlent DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980. Erlent Vestur-Þýzkaland: Slegiztvið hersýningu Þúsundir lögreglumanna héldu aftur af nokkur hundruð and- stæðingum hernaðar við hersýningu í Bonn í Vestur-Þýzkalandi í gærkvöldi. Mikil viðhöfn var við athöfn þessa og bæði Karl Carstens, forseti Vestur- Þýzkalands, og Helmut Schmidt kanslari voru þarna viðstaddir. Rúmlega áttatíu manns voru hand- teknir. Páf i heimsækir V.-Þýzkaland Jóhannes Páll annar páfi fer i dag áleiðis til Vestur-Þýzkalands í opinbera heimsókn. Mun hann verða fimm daga í ferðinni. Þykir ferð r-áfa mjög mikilvæg og áður en húnhefsthafa þeg- ar verið rifjuð upp ýmis deilumál kaþólskra og mótmælenda vegna hennar. Marteinn Lúter, upphafs- maður — mótmælenda — lúthersku kirkjunnar, var einmitt þýzkur og stóð fyrir siðbót sinni fyrir um 450árum. FlugráníArgentínu: Delta velur Boeing þotur — stærsti samningur í sögu farþegaflugvéla Sú ákvörðun flugfélagsins Delta i Bandarikjunum að kaupa nýju Boeingþotu ætlaða fyrir meðah ega- lengdir kann að reynast dauðadomur fyrir þá flugvél, sem McDonnell Douglasverksmiðjurnar hafa hannað í samkeppni við hina nýju vél Boeing- verksmiðjanna. Hin nýja Boeing 757 vél á að leysa Boeing 727 og DC-9 af hólmi, sem eru bæði háværari og eyðslufrekari en hin nýja Boeingþota. Deltaflugfélagið hefur ákveðið að kaupa sextíu nýjar Boeing 757-232 fyrir meira en þrjár billjónir dollara. Þetta mun vera stærsti samningur sem gerður hefur verið um kaup á flugvélum í allri sögu flugsins ef flug- vélar til hernaðar eru undanskildar. K IA fv jU| i Bqr Byrjendanómskeið M M ' P M V hefst 17. nóvember. Innritun og uppl. í sínu 16288 mánudags- ti fmmtudagskvöld kl. 20.31 til 22.00, laugardaga kl, 11—14. Einnig í síma 40171 allc virka daga kl. 2— 7. Nú er rétti tíminn fyrir eldri karate- iðkendur að koma aftur til œfinga. KARATEFÉLAG ÍSLANDS Svíþjóð: GERVILÆKNIR MED GRUNNSKÓLAPRÓF — var orðinn félagi í Læknafélagi Svíþjóðar og hafði stundað hundruð sjúklinga Falskur læknir hefur verið af- hjúpaður í Svíþjóð. „Læknirinn”. 25 ára gamall Gautaborgarbúi situi nú i gæzluvarðhaldi. Hann hefui meðhöndlað hundruð sjúklinga á læknamóttöku í miðborg Gautaborg- ar í sumar og haust. Menntun hefur hann ekki aðra en próf úr grunnskóla og einn vetur i menntaskóla auk þess sem hann hefur starfað sem gæzlumaður ásjúkrahúsi. Manninum tókst einnig að verða félagi í læknafélagi Sviþjóðar, sem ekki gerir kröfu til að menn framvísi prófskírteinum við inngönguna. Lög- fræðingur læknafélagsins hafði þetta um málið að segja: „Þetta er mjög óvenjuleg aðstaða. Við vorum í engri aðstöðu til að efast um menntun hans.” Mál þetta hefur vakið talsverða athygli í Svíþjóð og fólk furðar sig á að annað eins og þetta geti átt sér stað. Eins og alkunna er þá er algeng- asti námstími i læknisfræði sex ár að loknu stúdentsprófi og má því ljóst vera að Gautaborgarbúann vantaði talsvert upp á þá menntun, sem krafizt er af læknum. Ekki liggur hins vegar Ijóst fyrir hvort maðurinn gerði kröfu til að vera álitinn sér- fræðingur á einhverju sviði læknis- fræðinnar. REUTER 63 ÁR FRÁ BYLT- INGU BOLSANNA Hinn 7. nóvember sfðastliðinn héldu Brésnef forseta Sovétrikjanna og Sovétmenn hátíðlegt að 63 ár eru Lenin. Sá fyrrnefndi stóð síðan ofan llðln frá þvi að kommúnistar — bols- á grafhýsl hins síðarnefnda og var arnir — komust til valda í Rússlandi. sagður við góða heilsu og í ágætis- Hefðbundin hersýning var í Rauða- skapi, þrátt fyrir 73 ára aldur og fyrri torginu i Moskvu. Myndir voru af sjúkleika. SKAUT EINN GÍSLANNA IHONDINA Tuttugu og fimm ára gamall maður frá Uruguay, sem rændi flugvél á leið til Buenos Aires skaut konu úr hópi gíslanna er hún reyndi að afvopna hann. Maðurinn heldur niu manns i gíslingu á flugvellinum í Buenos Aires og gerir kröfu til að flogið verði með hann til Kúbu. Hann leyfði 32 far- þegum að yfirgefa vélina, sem er 44 sæta Convair-600 vél, við lendingu i Buenos Aires. Hins vegar hélt hann eftir í gislingu sex kvenmönnum og þremur úr áhöfninni. Maðurinn hefur krafizt vegabréfs og leyfis til að fara til Kúbu. Embættis- menn í Uruguay báru þessa beiðni upp við rikisstjórn Argentinu þar sem Uruguay er ekki í stjórnmálasambandi við Kúbu. Utanríkisráðherra Argentínu hefur hins vegar neitað þeirri beiðni á grundvelli þeirrar samþykktar að ekki skuli samið við mannræningja. Flugvélin var enn á flugvellinum í Buenos Aires þegar síðast fréttist.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.