Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.11.1980, Qupperneq 11

Dagblaðið - 13.11.1980, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980. Samnorræn könnun leiðir í Ijös að heimabrugg er stundað í miklum mæli á íslandi: 43% höfðu smakkað bjór 18?/o höfðu smakkað landa — bruggun er alltaf viðbót við það áfengi sem fyrir er og eykur heildarneyzluna, segir Tómas Helgason yf irlæknir „Við spurðum fólk hvort það hefði einhvern tíma bragðað heimabruggað- an bjór eða heimabruggað vín. 43% af þeim sem svöruðu kváðust hafa smakk- að bjór en 37% heimabruggað vín. Það sem kom kannski mest á óvart var að 18% höfðu smakkað heimabruggað sterkt áfengi,” sagði Tómas Helgason yfirlæknir á Kleppsspítalanum þegar hann lýsti niðurstöðum á könnun um áfengisneyzlu íslendinga sem hann vinnur að ásamt Hildigunni Ólafsdótt- ur afbrotafræðingi. Könnunin umrædda er samnorrænt verkefni. Sendir voru út spurningalistar samhljóða þeim sem notaðir voru á öðrum Norðurlöndum. 3500 íslend- ingar fengu senda listana, valdir í til- viljunarúrtaki úr þjóðskrá. Fólkið var á aldrinum 20—69 ára og bárust svör frá alls 2160 manns. Fullnaðarniður- stöður liggja enn ekki fyrir en af svör- unum má sjá að verulegur hluti af áfengisneyzlu íslendinga er í formi ein- hvers konar bruggefna, jafnvel virðist landabrugg síður en svo tilheyra sög- unni, eins og upplýsingar gefa til kynna sem Tómas veitti í upphafi samtalsins við blaðamann DB. Opinberar tölur yfirvalda gefa til kynna að áfengisneyzla á íslandi sé 3,1 lítri af hreinum vínanda á hvert manns- barn í landinu á ári. Augljóst er að tala um raunverulega neyzlu er hærri þar sem vantar tölur um heimabrugg sem stundað er mjög víða. Einnig vantar tollfrjálst áfengi og bjór sem ferða- menn, áhafnir skipa og flugvéla o.fl. flytja inn í landið á löglegan hátt. Bjarni Þjóðleifsson læknir reiknaði árið 1975 út áfengismagn bruggefna sem þá voru flutt inn. Reyndist það samsvara 0,8 lítrum af 5% sterkum bjór á mann á ári. Bjarna reiknaðist líka til að tollfrjálst áfengi sem flutt er inn næmi 0,15 lítrum á mann á ári og löglega innfluttur bjór 0,3 lítrum á mann á ári og löglega innfluttur bjór 0,3 lítrum. Samkvæmt þessum útreikn- ingum var heildarneyzla íslendinga á áfengi 3,15 lítrar af hreinum vínanda árið 1975 í stað 2,9 lítra eins og opin- berar skýrslur sögðu, þ.e. óskráð neyzla árið 1975 nam 1,25 lítrum af hreinum vínanda á mann. Þess má geta að tollskýrslur sýna að 190 tonn af bruggefnum voru flutt til landsins á árinu 1975. En könnun Tómasar og Hildigunnar er ekki eina örugga visbendingin um út- breiðslu bruggunar á áfengum drykkj- umhérálandi. Áfengisvarnaráð leitaði tii Tómasar Helgasonar, Jóhannesar Bergsveins- sonar læknis og Gylfa Ásmundssonar sálfræðings fyrir 13 árum og bað þá að kanna ýmsar hliðar á áfengisvandamál- inu. Þeir félagar hófust handa og reyndu m.a. aö gera sér grein fyrir hve margir misnotuðu áfengi á landinu. Árið 1974 sendu þeir spurningalista til rúmlega 3000 manns á aldrinum 20—49 ára víðs vegar um land og spurðu um hvort viðkomandi hafi neytt áfengis, um magn, tíðni, eftirköst drykkju o.s.frv. 2417 manns svöruðu spurning- unum og kom í ljós að svo og svo marg- ir höfðu drukkið bjór í miklum eða litl- um mæli, þrátt fyrir að bjór ætti lögum samkvæmt ekki að vera á markaði hér. Tveir af hundraði sem höfðu neytt áfengis kváðust eingöngu drekka bjór. Á síðastliðnu ári var könnunin endurtekin til að afla vitneskju um mögulegar breytingar á áfengisneyzlu á þeim fimm árum sem liðið höfðu. Voru spurningalistar sendir þeim sem svarað höfðu spurningunum 1974. Þá var spurt hvort menn brugguðu bjór eða vín í heimahúsum og þá hve mikið síð- ustu 12 mánuði fyrir könnunina. 14% af þeim sem svöruðu sögðust brugga og nefndu tölur um magn af bjór og víni. Aðstandendur könnunarinnar um- reiknuðu þær tölur í bjór með ca. 4% styrkleika, sem er svipað og „grænn” Tuborg/Carlsberg bjór. Reyndist bruggmagnið svara til 52500 flaskna af bjór. Það þýðir að hver maður í landinu, 20—49 ára, hafi neytt 0,4— 0,5 lítra á ári af hreinum vinanda i formi heimabruggs. Til samanburðar skal rifjað upp að Bjarna Þjóðleifssyni reiknaðist til eftir skoðun á tollskýrsl- um að ársneyzlan á bruggi væri 0,8 lítr- ar af hreinum vínanda. „Niðurstöður okkar Bjarna eru vel samrýmanlegar,” sagði Tómas Helga- son. „Tölurnar sem okkar könnun leiddi í Ijós eru trúlega lægri en hið rétta. Frá- vikin eru miklu frekar i þá átt að raun- veruleg neyzla hafi verið meiri og nálg- ast þá tölu sem Bjarni fann út.” „Mér sýnist menn fara i kringum lögin með innflutningi bruggefna.” DB-myndir: Einar Ólason. „Mest kom á óvart hve margir höfðu smakkað heimabruggað sterkt áfengi — landa.” ATLIRUNAR HALLDÓRSSON Tómas var að iokum spurður hvort niðurstöðurnar hafi komið honum á óvart, hvort neyzla bruggs hafi reynzt meiri en hann hafði áður gert sér i hugarlund. „Miðað við allt umtal bjóst ég við að töluvert væri bruggað,” svaraði hann. „En óneitanlega er þetta mikið magn, allt of mikið finnst mér. Bruggun er alltaf viðbót við það áfengi sem fyrir er og eykur heildarneyzluna.” — Er innflutningur bruggefnanna ólöglegur að þínum dómi? „Ég er ekki lögfróður maður og skal því ekkert um það segja. En lögum samkvæmt hefur Áfengis- og lóbaks- verzlun ríkisins einkaleýfi á framleiðslu og sölu áfengra drykkja og því sýnist mér menn fara í kringum lögin nteð innflutningi bruggefna.” - ARH Hnífapör Hollenzk hnífapör úr 18/8 gæðastáli — Einstaklega hagstætt verð ,, Múrsteinsmunstur ” 24 karata gullhúð Gaffall, hnífur, skeið kr. 13.500 6 manna sett ásamt 6 teskeiðum — 85.000 — sama sett í vönduðum kassa. — 95.500 Sósuausa — 8.000 Súpuausa — 16.800 Salatsett (2 stk.) — 12.000 Grænmetisskeið — 8.000 Teskeið — l 500 6 teskeiðar í gjafakassa — 9.000 Kökugaffall — 1 500 6 kökugafflar í gjafakassa — 9.000 — ennfremur: deserthnífar. desertskeiðar, ávaxtaskeiðar. Með svörtu „beini” Gaffall, hnífur, skeið . . . . kr. 15.000 6 manna sett í vönduðum kassa..........kr. 102.000 — ennfremur: sósuausa, grænmetis- sett, teskeiðar, kökugafflar, tertuspað- ar. ísskeiðar. Múrsteinsmunstrið verður hægt að fá án gullhúðunar, í desember. Biðjið um mynda- og verðlista af postulínsmatarstellinu okkar, við póstsendum. Verzlunin erfull af IFIÍK- KKISFIFI Laugavegi 15 Reykjavik Simi 14320 ★ P.S. Leggðu fingurinn yfir tvo síðustu tölustafina og þá sérðu verðið í nýkrónum. vönduðum og fallegum gjafavörum —Einstaklega hagstætt verð — Gerðu svo vel að líta inny__

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.