Dagblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980. íþróttir iþróttir iþróttir Iþróttir íþn West Bromwich í 5. umferðina West Bromwich Albion tryggði sér rétt 1 gær i fimmtu umferð enska deildabikarsins, þegar liðið sigraði Preston 2—1 eftir framlengingu i hörkuleik liðanna i West Bromwich i gærkvöld. Í 5. umferðinni leikur WBA gegn Manchester City á Maine Road í Manchester. Þetta var þriðji leikur WBA og Jafntefli hjá Celtic í Dundee Glasgow Celtic gerði heldur betur breytingar á liði sinu frá tapleikjunum að undanförnu, þegar liðið lék fyrri leikinn við Dundee Utd. í gærkvöld i undanúrslitum skozka deildabikarsins. Fimm nýir leikmenn reyndir. Leikurinn var háður í Dundee og lengi vel virtist stefna i sigur heima- liðsins. Eamon Bannon skoraði fyrir Dundee Utd. á22. mín. og það var ekki fyrr en sjö mínútum fyrir leikslok að Celtic tókst að jafna. Charles Nicholias skoraði jöfnunarmarkið. Hann hafði komið inn sem varamaður ásamt John McGarey á 70. mín. en þeim John Doyle og George McClusky var kippt út af. McGarvay og Nichollas hafa verið helztu markaskorarar Celtic i haust en urðu nú að láta sér nægja varamannabekkina, þar til 20 mínútum fyrir leikslok. Liðin leika siðari leikinn á Parkhead í Glasgow næstkomandi miðvikudag og vegna þess leiks hefur Celtic neitað að írski landsliðsmarkvörðurinn, Paddy Bonner, fari með írska landslið- inu til Kýpur í HM-leikinn þar 19. nóvember næstkomandi. Hann er ekki aðalmarkvörður írska iandsliðsins, heldur Gerry Peyton, Fulham. Paddy Roche, varamarkvörður Man. Utd. mun fara með irska landsliðshópnum til Kýpur í stað Bonner. Paddy Bonner náði markvarðarstöðunni hjá Celtic frá Peter Latchford í sumar. Hefur síðan verið fastamaður þar. Preston, liðs Nobby Stiles, heims- meistara 1966, í 4. umferðinni. Tveim- ur þeim fyrri lauk með jafntefli. Framan af virtist stefna í sigur 2. deildarliðsins. Alex Bruce náði forustu fyrir PNE á 21. mín. og liðið hafði umtalsverða yfirburði í fyrri hálfleikn- um. Tókst þóekki að skora fleiri mörk. í síðari hálfleiknum juku leikmenn WBA hraðann en hæfnina ekki að sama skapi. Þegar tíu mín. voru til leiksloka tókst þó Cyrille Regis að jafna i 1 — 1 með skallamarki. Fram- lenging og á 96. mín. skoraði Regis aftur. Eftir það var allur vindur úr leik- mönnum Preston en þrátt fyrir upp- lögð tækifæri tókst leikmönnum WBA ekki að skora fleiri mörk. Íslandsmeistararnir i einliðaleik í badminton — I Fjórir ísl Norði Norðurlandamótið f badminton verður háð i Stokkhólmi um næstu helgi — nánar tiltekið á laugardag og sunnudag. Á mótinu keppa allir sterkustu badmintonleikarar Norðurlanda og margir þeirra eru meðal hinna fremstu i heimi. Fjórir íslendingar keppa á mótinu. Þeir eru Kristín Magnúsdóttir, TBR, Kristín Berglind Kristjánsdóttir, TBR, Broddi Kristjánsson, TBR og Jóhann Kjartansson, TBR. Fyrstu leikir íslenzku keppendanna verða þannig:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.