Dagblaðið - 13.11.1980, Page 27

Dagblaðið - 13.11.1980, Page 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1980. ÚLFALDINN - útvarp íkvöld M. 20.40: Sigriður Þorvaldsdóllir leikur Júllu. Minjagripur úr sólar- landaferð veldur vanda Hjónin Júlla og Hans eru að koma heim úr sölarlandaferð. Meðal þess sem þau hafa meðferðis er ljómandi vel gerður minjagripur, smáúlfaldi frá Marokkó. En hann á eftir að valda meira umróti en þau hjónin gat órað fyrir. Þannig hefst útvarpsleikrit vikunnar, sem flutt verður í kvöld. Það nefnist Úlfaldinn og er eftir Agnar Þórðarson. Leikstjóri er Klemenz Jónsson, en Steindór Hjör- leifsson, Sigríður Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir fara með aðalhlutverkin. Flutningur leiksins tekur tæpa klukkustund. Tækni- maður er Sigurður Ingólfsson. Agnar Þórðarson fæddist árið 1917. Hann lauk stúdentsprófi 1937 og varð cand. mag. í íslenzkum fræðum við Háskóla Íslands 1945. Framhaldsnám í Englandi 1947—48 og í Bandaríkjunum 1960—61. Agnar hefur verið bókavörður við Landsbókasafnið frá 1951. Fyrsta út- varpsleikrit hans var Förin til Brasilíu, 1953, en síðan hefur hann skrifað fjölda leikrita, bæði fyrir leiksvið, útvarp og sjónvarp, og auk þess skáldsögur og smásögur. 4C Steindór Hjörleifsson leikur Hans. DB-mynd Bj. Bj. MÉR ERU FORNU MINNIN KÆR- útvarp ífyrramálið kl. 11.00: Einar Kristjánsson er ágætis nikkari. Hér er hann ásamt Garðari Jakobssyni frá Lautum. AF HULDUF0LKI0G MENNSKUM „Þegar ég vel efni í þessa þætti fer ég alltaf eitthvað aftur í tímann. í þættinum á morg'in verður efni og frá- sagnir af huldufólki og mannfólki. Önnur frásögnin er af huldufólki og hef ég aðeins séð hana í cinni bók þrátt fyrir að margar af þessum huldufólks- sögum séu í mörgum bókum,” sagði Einar Kristjánsson rithöfundur frá Hermundarfelli um útvarpsþættina Mér eru fornu minnin kær. Þáttur með því nafni verður á dagskrá í fyrramálið sem aðra föstudagsmorgna. ,,í undanförnum þáttum hef ég rakið lif þeirra Péturs Thorsteinssonar og Ásthildar konu hans á meðan þau bjuggu á Bildudal. Síðasti þáttur var um Mugg son þeirra, listmálara. Ég studdist við bókina Bíldudalsminni sem ég hygg að fáir hafi Iesið. Pétur Scheving Thorsteinsson, sem bauð sig fram í forsetakosningunum síðustu, er einmitt barnabarn þeirra Ásthildar og Péturs,” sagði Einar. Hann býr á Akureyri og tekur þætti sína upp þar. Hann er húsvörður barnaskólans og skrifar mikið. Þannig er væntanlegt núna fyrir jólin annað bindi æviminninga hans, það fyrsta kom út i fyrra. Eru þetta fyrstu tvö bindin af fyrirhuguðu ritsafni Einars. Aðrar bækur í ritsafninu hafa þegar verið ákveðnar að nokkru og má þar nefna bindi með útvarpserindum hans, sem oft hafa vakið mikla athygli, og bindi með smásögum hans. Þær hafa áður komið út í 7 bindum en þau hafa lengi verið ófáanleg nema þau tvö síðustu. -DS. Útvarp i Fimmtudagur 13. nóvember 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttlr. I2.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Fimmtudagssyrpa. — Páll Þorsteinsson og Þorgeir Ástvaldsson. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Anton Dikoff og Ríkishljómsveitin í Sofia leika Píanókonsert nr. 2 eftir Béla Bartók; Dimitur Mano- loff stj. / Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur Sinfóníu nr. 2 eftir William Walton; André Previn stj. 17.20 Úlvarpssaga barnanna; „Krakkarnir við Kastaníugötu” eftir Philip Newth. Heimir Páls- son les þýðingu sína (3). 17.40 Litli barnatíminn. Heiðdís Norðfjörð stjórnar bamatima frá Akureyri. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Frétlir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Þórhallur Gutt- ormsson flytur þáttinn. 19.40 Ávettvangi. 20.05 Einsönguri útvarpssal: Guð- mundur Jónsson syngur lög eftir Hándel, Hannikainen, Rang- ström, Böhm og Tsjaíkovský; Agnes Löve leikur á pianó. 20.40 Leikrit: „Úlfaldínn” eftir Agnar Þórðarson. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Persónur og leikendur: Hans bankastarfs- maður: Steindór Hjörleifsson; Júlla, kona hans: Sigríður Þor- valdsdóttir; Dúa, dóttir þeirra; Ragnheiður Steindórsdóttir; Amman: Herdis Þorvaldsdóttir; Fríða, nágrannakona: Margrét Ólafsdóttir; Sófi: Bessi Bjarna- son. Aðrir leikendur: Harald G. Haraldsson, Sigurður Sigurjóns- son, Gisli Alfreðsson, Guð- mundur Pálsson og Árni Tryggvason. 21.40 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands og Tónlisl- arskólans i Reykjavik i Háskóla- bíói 1. marz sl. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Einleikari: Jónas Sen. a, „Rússlan og Lúdmilla”, forleikur eftir Michael Glinka. b. Píanókonsert nr. 1 t Es-dúr cftir Franz Liszt. c. Rúmensk rapsó- día nr. 1 eftir Georges Enescu. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagsins. 22.35 Hugvitsmaður i Köldukinn. Erlingur Daviðsson rithöfundur á Akureyri fiytur þátt um Jón Sigurgeirsson í Árteigi. 23.00 Kvöldstund með Sveini Ein- arssyni. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 14. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Bæn. 7.15 Leikfimi. 7.25 Morgunpósturinn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleik- ar. 8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Þórhalls Guttormssonar frá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund harnunna: Guðmundur Magnússon les sög- una „Vini vorsins” eftir Stefán Jónsson (5). íkvöldfrákl. 21. HORNIÐ Aldurstakmark vegna veitinga 20 ára. \ hafnarstræti 15 KVIKMYNDIR 8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur til leigu í mjög miklu úr- vali í stuttum og löngum útgáfum, bæði þöglar og með hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéla, m.a. Gög og Gokke, Chaplin, Walt Disney, Bleiki Pardusinn, Star Wars o.fl. Fyrir fullorðna m.a. Jaws, Deep, Grease', Godfather, China Town o.fl. Filmur til sölu og skipta. Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla Kvikmyndamarkaðurinn daga|kl. 1—7 ^H^mSími 36521! mmí Dönsk gæöi með VAREFAKTA, vottoröi dönsku neytendastofnunarinnar DVN um rúmmál, einangrunargildi, kælisviö. frysti gctu, orkunotkun og aðra ciginleika. VAREFAKTA Lilum hara á huröma: rær ^ anleg fyrir hægri eða vinstri opnun, frauðfyllt og niðsterk — og i stað fastra hillna og hólfa, brothættra stoða og loka eru færanlegar fernu og flöskuhillur úr málmi og laus box fyrir smjör, ost, egg, álegg og afganga, sem bera má bcint á borð. STYRKUR 0G HAGKVÆMNI Kskskðpar með eða ðn frystis Frystiskápar Frystikistur

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.