Dagblaðið - 13.11.1980, Side 28

Dagblaðið - 13.11.1980, Side 28
Úrslit kosninganna í Verði: MIKH) AFALL FYRIR GEIRSARM FLOKKSINS Kosningaúrslitin í stjórnarkjöri á aðalfundi Varðar í gærkvöldi urðu mikið áfall fyrir Geirsarminn í Sjálf- stæðisflokknum. Þetta er stærsta landsmálafélag sjálfstæðismanna. Geirsmenn töpuðu formanns- kosningunni og fá þar að auki aðeins 2 af 7 mönnum í stjórn félagsins. Stuðningsmenn Alberts Guðmundssonar og Gunnars Thoroddsens í innanflokkserjum Sjálfstæðismanna kættust hinsvegar í gærkvöldi er þeir unnu meirihluta í stjórn Varðar. í formannskjöri hlaut Þórir Lárusson, frambjóðandi þeirra, 243 atkvæði en Ragnhildur Helgadóttir 236 atkvæði. Aðrir í stjórn eru: Sigurjón Fjeld- sted, 271 atkvæði, Júlíus Hafstein, 268, Gústaf Einarsson, 247, Gunnar Hauksson, 242, Helena Alberts- dóttir, 218 og Geir H. Haarde, 212 atkvæði. Sjálfkjörnir í varastjórn voru Bjarni Ólafsson, Kristinn Jóns- son og Sveinn Jónsson. Þeir sem kepptu að kjöri í stjórn en urðu að lúta í lægra haldi voru: Gísli Jóhannsson, 205 atkvæði, Ester Guðmundsdóttir, 191, Erna Ragnars- dóttir, 179, Finnbjörn Hjartarson, 168, Inga Magnúsdóttir, 101 og Guðjón Hannesson, 37 atkvæði. Atkvæðasmalar fylkinga Sjálf- stæðisflokksins höfðu lagt hart að sér fyrir fundinn til að tryggja sínum mönnum gott brautargengi og var fundurinn fjölmennur. Ekki kom til hvassra orðaskipta, en Geir Hall- grímsson formaður flutti pistil um stjórnmálaviðhorfið, hvatti til sam- stöðu og gagnrýndi ríkisstjórnina. Ragnhildur Helgadóttir, sem í gærkvöldi tapaði formannskosningu i Verði hefur undanfarið verið orðuð við framboð til varaformanns í Sjálf- stæðisflokknum á næsta landsfundi. -ARH. Kjaradeilan við Hrauneyjafoss: VERKFÖLLUM EKKIAFLÝST fyrr en samningar hafa tekizt, segir Sigurður Óskarsson „Verkföllum við Hrauneyjafoss verður ekki aflýst fyrr en samningar hafa tekizt, en ég er vongóður um að lausn deilunnar sé á næsta iciti,” sagði Sigurður Óskarsson tram- kvæmdastjóri Rangæings í morgun. Sáttafundur vegna kjaradeilunnar stóö lengi í gær og hófst að nýju kl. 9 I morgun. í gær sátu fulltrúar Rang- æings líka á fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar, en ein aðalkrafa þeirra er að kaup hækki meira en al- mennt gerist vegna hins háa orku- verðs er íbúar í Rangárvallasýslu þurfaaðgreiða. Verkfall er boðað við Hrauneyja- fossvirkjun á vegum Rangæings 18. nóvember, en á starfsmannafundi þar 1 fyrradag var samþykkt áskorun um að félagið aflýsti verkfalli. Var ályktunin samþykkt með litlum at- kvæðamun, en að henni stóðu iðnaöarmenn á svæðinu sem fengu á sig verkbannshótun Vinnuveitenda- sambandsins vegna verkfallsboðunar Rangæings. -ARH. Deila prentara og prentsmiðjueigenda: TILBOÐ 0G GAGNTILBOD — lítið þokast í samkomulagsátt Fundi rikissáttasemjara með full- trúum bókagerðarmanna og eig- enda prentsmiöja lauk klukkan hálf- þrjú i nótt. Lítiö hefur miðað i sam- komulagsátt en í nótt svöruðu bóka- gerðarmenn tilboði frá vinnuveit- endum sínum meðgagntilboði. Að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðaður annar fundur með þessum aðilum og verður hann í fyrsta lagi á morgun. Bókageröarmenn hafa boðað verkfall frá og með miðnætti aðfaranótt mánudags hafi ekki náðst samkomulag fyrir þann tima. Ríkissáttasemjari hefur boðað blaðamenn og eigendur blaða á sinn fund klukkan tvö i dag. Verkbann hefur verið boðað á blaðamenn á Morgunblaðinu, Dagblaðinu, Vísi og Vikunni frá og með 19. þessa mánaðar. Blaðamenn hafa síðan boðaö verkfall á þessum blöðum frá og með 20. nóvember næstkomandi. - —: Það eru llklega ekki allir sem gera sér grein fyrir því hvers konar risaskepnur skips- skrúfur eru — jafnvel þótt hægt sé að segja sér að talsvert þurft til að knýja áfram mörg hundruð eða þúsund tonna skip. Skektan, sem hvilir þarna í Slippnum I Reykja- vík I nágrenni við stóru skipin tekur þessu þó sýnilega með ró, enda hafa vafalítið stœrri skrúfur komizt inn á hennar athafnasvæði. DB-mynd: Gunnar Örn. Emmessréttur ísaldar hefur verið valinn Lokið hefur verið við að dæma á milli ísréttauppskriftanna sem komust í undanúrslit í samkeppni Emmessíss og DB. Til verðlauna voru valdir tíu isréttir. Verðlaunin eru sérlega glæsileg, hálfrar milljón króna ferð til Júgóslavíu með leigu- flugi Samvinnuferða/Landsýnar, ITveir af dómnefndarmönnum, Anna Bjarnason og Sigrún Daviðsdóttir, eru þarna að fá sér á smökkunardiska af gómsætum isréttum. Þriðji dómnefndarmaðurinn er Ingvar Jakobsson matreiðslumaður á Hótel Holti. — Allt bárust rúmlega 140 uppskriftir i samkeppninni. -DB-mynd Einar Ólason. tveir aðrir ferðavinningar, til Rimini og London. Auk þess eru 7 úttektir á ís í Klakahöllinni, ísbúð Mjólkur- samsölunnar. — Ekki verður tilkynnt um endanleg úrslit fyrr en á ferða- kynningu Samvinnuferða/Landsýnar 23. nóvember. Þeir tiu réttir, sem valdir voru til verðlauna eru: (réttirnir eru taldir upp í starfrófs- röð): Bláberjayndi frá Pollý; Brjálaði bananinn, ísafold; Ferska appelsínan, Guttalingur; Glæsir, ísæta; Rúgbrauðs Emmessis fyrir fjóra, H.A.P.J.; Skjól í skaf- renningi, Hrímþoka; U—229, íshver; Úrbrædda eplið, Kappaksturshetja; Önnuís Optima og 3864 ísbomba. A.Bj. írjúlst.áháð ioghlað FIMMTUDAGUR 13. NÓV. 1980. Fæðingar- heimilismálið bíðurenn ' — verður rætt í borgar- ráði nk. þriðjudag Borgarráð hefur enn frestað um viku að fjalla um sölu á Fæðingarheim- ili Reykjavíkur. Að sögn Björgvins Guðmundssonar á að fjalla um söluna nk. þriðjudag og verður málið síðan tekið fyrir í borgarstjórn á fimmtudag. Endanleg ákvörðun í þessu umdeilda máli verður því ekki fyrr en eftir viku. -ELA. Tvíbrotnaði á fæti og skrámaðist á höfði Fjórtán ára piltur slasaðist illa i um- ferðarslysi á Eyrarbakkavegi um kl. 18.40 i gær. Pilturinn fór um veginn á reiðhjóli, sem var heldur illa búið til notkunar 1 myrkri, því það var m.a. ljóslaust. Ökumaður bifreiðar sem átti leið um veginn tók ekki eftir piltinum fyrr en rétt í þann mund að bifreiðin skall á hjólinu. Pilturinn tvíbrotnaði á fæti, skrámaðist á höfði og víðar og marðist. Var hann fluttur í slysadeild í Reykja- vík. -A.St. kauphækkun Almenn kauphækkun upp á 9,52 prósent verður 1. desember. Þetta eru niðurstöður útreiknings á verðbótum. Vísitala fram- færslukostnaðar hækkaði síðustu 3 mánuði um 10,86 prósent. Kaup- hækkunin verður nokkru minni vegna skeröingar sem felst í „Ólafslögum”. Ríkisstjórnin sendi frá sér til- kynningu í gær, þar sem sagt er að verðbólguhraðinn hafi síðustu þrjá mánuði verið 51%, ef svo héldi fram í heilt ár. Hraðinn hafi verið um 60% þegar ríkisstjórnin tók við. -HH. LUKKUDAGAR: 13. NÓVEMBER 25239 Hljómplata að eigin vali frá Fálkanum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.