Dagblaðið - 12.12.1980, Qupperneq 2
2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1980.
FRIDJONINÆR AÐ ELTAST
VH) EITURLYFJASMYGLARA
— of býður soralegt tungutak þeirra sem skrifa gegn Gervasoni
Ruunsær skrifar:
Ég er alveg fokvondur yfir þessu
Gervasonimáli. Undanfarið hefur
alls kyns óþverralýður vaðið uppi á
síðum dagblaðanna með svo soralegl
tungutak að mér ofbýður. Það er
kominn tími til að honum sé svarað í
sömu mynt.
I upphafi lcizt mér nú ekki nema
svona og svona á þennan fransmann,
og var nokkuð sama um hvort hann
fengi að vera eða fara, en þegar fólk
er farið að ausa mann for í biöðum
fyrir það eitt að vilja fá að búa hér
meðal okkar, finnst mér skörin tekin
að færast fullmikið upp í bekkinn.
Okkur ætti að nægja að demba sví-
virðingum sýknt og heilagt yfir
stjórnmálamennina — ég gæti til
dæmis sagt nokkur vel valin orð um
þennan Friðjón — en við getum að
Sannfæríng
Frakkans
margfalt
mikilvægari
en þær reglur sem hefta hana
„Þegar fólk er farið að ausa mann for í blöðum fvrir það eitt að vilja búa hér
meðal okkar finnst mér skörin tekin að færast fullmikið upp i bekkinn.”
DB-mynd.
minnsta kosti sýnt útlendingum lág-
markskurteisi. Hvar er nú gestrisnin
sem við höfum alltaf stært okkuraf?
Mér er nokkuð sama hvort í
franska hernum er einum manninum
fieira eða færra, og er bara feginn
meðan ég sé sem minnst af þeim her
sem öðrum. Þetta ætti að vera svo
sjálfsögð afstaða hjá hverjum íslend-
ingi að það á ekki einu sinni að þurfa
að tala um það.
Hitt er svo annað mál að pappír-
arnir voru víst ekki í fyllsta lagi hjá
manngarminum og það var náttúr-
lega verra. Við því var hins vegar
ekki svo gott að gera. Mér er sem ég
sjái Friðjón á þönum á eftir hverri
kríu sem flækist yfir skerið bara til að
heimta af henni vegabréf — þetta er
bara ekki svo einfalt þegar viðkom-
andi hefur engan passa. Friðjóni
væri nær að eltast við eiturlyfja-
smyglara úr röðum dátanna af vellin-
um — já, eða stoppa eitthvað af þess-
um sprútt-döllum sem allir vita um.
Þeir sem hafa hag af því að
rausað sé um þetta Gervasonimál er
þessi auma ríkisstjórn sem ekki
kemur sér saman um nokkurn skap-
aðan hlut og grípur því fegins hendi
hvert tækifæri til að beina athyglinni
frá þeim vandamálum sem máli
skipta.
Máleraðlinni!
Margt skrýtið í kýrhausnum
Svcinbjörn Halldórsson skrifar:
Að undanförnu hafa menn ritað
fjálglega um Gervasoni-málið, og
margt misjafnt í þeirri skriftarstiu.
Nokkrar fasistarófur hafa látið á
sér kræla á stöku stað, með sama út-
valningarpésann. Aðrir eru varkárari
og vilja vel enda þótt kenna megi þar
daufingjans bragð sem hefur meira
blóð á samvizkunni en flest annað.
Halda menn að Island sé einhver
skiki sér á parti — helzt utan við
þessa plánetu — þar sem fólk geti
dundað sér við í bróðerni að rækta
guðskyn?
Mér sýnisl í fljótheitum sem þessi
hugmynd sé að leiða okkur út á
háskabraut og innan tíðar megi líta
hér í norðrinu sérkennilega apastöð.
Nú á aðventu hefur þetta verið ber-
legra en oft áður. Tal sumra hefur
lýst svo djúptæku mannhatri að leita
verður ofan í steypukompur ger-
ræðisstjórna til að finna eitthvað við-
líka.
Við sjáum hvernig ómennskan
hampar ætíð „skyldunni” og „regl-
unni”, því hún er það eina sem
ómennskan getur starfað eftir og
það eina sem fær varið hana gagnvart
samvizku okkar.
Höfum hugfast að um síðir þegar
öryggi það sem við lifum við í dag
dofnar, því enginn skyldi ætla að það
vari að eilífu og allur þessi þýlyndi
skari tekur að rotta sig saman við
járndóminn, þá breytir engu hvort þú
ert verkamaður, námsmaður eða
prestur ef valdssprotunum er beint
gegn þér og þér gert að axla ábyrgð
þína sem maður í þessum heimi,
Það ætti að vera öllum ljóst aö
sannfæring Frakkans Gervasoni er
margfalt mikilvægari en þær reglur
sem hefta hana. Þegar almenningur
hins vegar verður blindur á jafnein-
föld sannindi er það vottur sinnu-
leysis sem vekur hjá manni algeran
óhugnað.
Ef svo ólíklega vildi til að fólk
þetta sem kýs að senda þennan frans-
mann í herfangelsi skyldi halda jólin
hátíðleg, þá ætti það að hafa hugfast,
meðan það hvítþvær á sér hafurs-
skinnið, að líkast til hafi boðskapur
friðarhöfðingjans reynzt okkar litlu
hjörtum of stór.
Úlfar Sigurðsson, Eskifirði, skrifar:
Já, margt er skrýtið í kýrhausnum,
það sannast um íslenzkt mannlíf
þessa dagana.
Þar á ég við mál franska liðhlaup-
ans Gervasoni. Ofstækisfullur
rumpulýður heimtar að lögum sé
breytt á stundinni málstaðnum í hag.
Forystumenn kommúnista i rikis-
stjórn nota þetta tækifæri til þess að
sleppa þeirri byrði sem þeir hafa
axlað og eru að bogna undir. Það
skýtur skökku við að heyra Svavar
Gestsson og aðra slíka tala sig heita
um mannréttindi. Ég veit ekki betur
en mannréttindi séu lágt skrifuð hjá
kommúnistum hvar sem er í heimin-
um.
Ég hélt, kæru landar, að sleikju-
skapur við útlendinga væri úr sög-
unni hjá okkur en það virðist ekki
vera í þessu máli. Eða hvenær myndi
þessi lýður, sem ekki hefur annað að
gera en sitja og sofa í dómsmálaráðu-
neytinu, mótmæla dómum yfir land-
anum?
Nei, hvernig sem menn deila um
lög og rétt skal það haft i huga að lög
og reglur eru sett til þess að lögmái
frumskógarins, þar sem hinn sterkari
ræður, njóti sín ekki.
Að lokum vil ég segja þetta: Ég
vona að dómsmálaráðherra standi sig
i þessu máli og láti ekki nein öfi
kúska sig. Ef hann aftur á móti gerir
það er slíkt fordæmi ekki til þess að
hrópa húrra fyrir.
Úlfar Sigurðsson á Eskifirði kallar „setuliðið” i dómsmálaráðuneytinu ofstækis-
fullan rumpulýð. DB-mynd Einar Ólason.
SKUGGSJÁ
BÓKABÚD OUVERS STEINS SE
LJÓÐASAFN I - IV
Heildarútgáfa Ijóða Einars Benediktssonar, sem út kom á forlagi okkar í fyrra, er
vandaðasta heildarútgáfa á Ijóðum skáldsins. Þeirri útgáfu fylgja hinar gagnmerku
ritgerðir Guðmundar Finnbogasonar, Sigurðar Nordal og Kristjáns Karlssonar um
skáldið og Ijóðagerð hans.
KVÆÐASAFN
Aldarafmælisútgáfan á kvæðum Einars er senn á þrotum. Við eigum aðeins fá
eintök óseld af þessari veglegu minningarútgáfu, fagurlega bundin í skinnband.
HERERBOKIN!
Einar Benediktsson: SÖGUR
Hér er að finna allar sögur Einars Benediktssonar úr Sögum og kvæðum, Dagskrá
og fleiri blöðum og skáldsöguna Undan krossinum. Þótt Einar tæki fljótlega að
leggja meiri stund á Ijóð en sögur eru sumar smásagna hans meðal allra beztu
smásagna, sem ritaðar hafa verið á íslenzka tungu.