Dagblaðið - 12.12.1980, Síða 24

Dagblaðið - 12.12.1980, Síða 24
32 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1980. DB rœðir í dag stuttlega við þrjú skáld, sem þessa dagana gefa út bækur sínar meira og minna sjálf. Tvö þeirra gefa nú út sín fyrstu Ijóð, Bergþóra Ingólfsdóttir 18 ára og Guð- mundur A. Finnbogason, sem er 50 árum eldri eða 68 ára. Þriðja skáldið er Birgir Svan sem nú gefur út sína jjórðu Ijóðabók enda hefur hann unnið viðurkenningu fyrir myndauðug Ijóð úr lífi alþýðu og er í hópi „Listaskáldanna vondu”. Bergþóra og Birgir búa í Reykjavík, en Guðmundur í Innri-Njarð vík. IHH Skáldin svelta en Ljóöin lifa — rætt við þrjú skáld á öllum aldri sem gefa Ijóð sín út á eigin kostnað Nokkur orð úr Ijóði geymast kann- ske á vörum almennings í þúsund ár. En skáldið hefur ekkert upp úr yrk- ingunum nema ánægjuna — og fyrir- höfnina, því oft þarf það að stússa sjálft í útgáfunni. Útgefendur sjá litla gróðavon í ljóðum. „Maður vill heldur gefa þau út sjálfur en selja þau fyrir slikk til útgáfu sem lætur þau liggja hjá sér i tvö, þrjú ár áður en þau eru sett á prent, auglýsir þau ekkert og léyfir manni ekki að ráða neinu um útlil þeirra,” sagði ungt Reykjavíkur- skáld. Ef til vill má segja útgefendum það til afsökunar að venjulegt upplag ljóðabóka, 400eintök, er of lítið fyrir venjulegt prentsmiðjuferli. Stofn- kostnaður verður of mikill nema miðað sé við helst 1000 eintaka út- gáfu. Mörg Ijóðskáld grípa til þess að gefa ljóð sín meira og minna út sjálf Oft er þá leitað aðstoðar Sigurjóns Þorbergssonar í Letri sf. Letur er off- setfjölritunarstofa á Grettisgötunni, þar sem skáldin geta oft unnið meira sjálf við útgáfurnar en annars staðar. Sum ár fer meirihluti nýrra ljóða að einhverju leyti gegnum kerfið hjá Sigurjóni í Letri. Núna koma út þar 17 ljóðabækur, auk átta skáldverka í óbundnu máli. Mun þekktasti höfundurinn vera Ingimar Erlendur Sigurðsson, sem áður hefur oft gefið bækur sínar út hjá Letri. Ljóðabók hans upp á næstum 200 síður er væntanleg eftir helgi. Með því að vélrita handrit sjálfur, og fá það síðan fjölritað í Letri getur höfundur komið út ljóðakveri upp á 48 blaðsíður á A-5 broti i 400 eintök- um fyrir innan við hálfa milljón króna. -IHH 99 Ef einh ver segist eiga langafa af Suðurnesjum þá er ég ekki í rónni fyrr en ég fæ ættina í heila keðju, ” segir Guðmundur A. Finnbogason „Lifið skikkaði mér vanheilsu, en gaf mér í staðinn tíma til að sinna áhugamálum mínum,” segir Guð- mundur A. Finnbogason, 68 ára gamall, og hefur alið allan sinn aldur suður með sjó í Njarðvíkunum. Framan af stundaði hann sjó- mennsku og almennan búskap og var um tíma umtalsverður eggjaframleið- andi. En hans raunverulega áhuga- mál var fræðagrúsk og í hittifyrra gaf hann út Sagnaþætti af Suðurnesj- um og voru það rnest frásagnir sem hann hafði heyrt í æsku hjá gömlu fólki. „Ég hef allta'f verið óskaplega for- vitinn, sagði Guðmundur i stuttu símaviðtali við DB. ,,í Njarðvíkun- um hefur búið fólk um aldaraðir og þegar ég gekk um þetta land sem unglingur fannst mér bókstaflega að það vantaði eitthvað innan í mig, þangað til ég vissi meira um þessar horfnu kyríslóðir.” Hann er sagður einn mesti ætt- fræðingur í sínu byggðarlagi. „Ef ég hitti einhvern sem segist hafa átt langafa af Suðurnesjum, þá er ég ekki í rónni fyrr en ég er búinn að fá ættina hans í heila keðju.” Vísnakver Guðmundar heitir Blátt áfram enda er það blátt að lit og stök- urnar fjarska blátt áfram, fylgja hefðbundnum bragreglum. Höfundur kallar það Vegferðarvís- ur í undirtitli. Af vísunum andar hlýju í garð samferðamanna. Kverið er fallegt i frágangi prentað hjá Prentbergi hf„ fæst í Bókabúð Keflavíkur og kostar átta þúsund krónur. -IHH. „Þegar hœkkar hagurinn / heims þé fækkar sorgum. / Drjúgum stækkar dagurinn, / dimmu fækkar borgum" yrkir Guðmundur. Vinur / ekki iéta rigna / ég lafi i skýjunum. Svo stutt og laggott er eitt Ijóðið í Hrifsum Bergþóru. DB-mynd: Sig. Þorri. „Maður eyðir öllum sínum nóttum íþetta — segir Bergþóra Ingólfsdóttir um Ijóðin sín 99 „Nóttin er minn timi. Þá er friður og gott að einbeita sér,” segir Berg- þóra Ingólfsdóttir, 18 ára nemandi í Menntaskólanum i Hamrahlíð, sem nú sendir frá sér sín fyrstu ljóð, fjöl- rituð og undir þvi hógværa nafni: Hrifsur. Bergþóra segist næstum því aldrei sofna fyrr en hún hefur legið vakandi nokkra stund og velt fyrir sér hug- myndum og orðum. Hún skrifar hjá sér það sem henni líkar best, skoðar það aftur eftir nokkra daga, lagar og breytir og bætir endalaust. Hún játar líka, að hún yrki talsvert í kennslustundum, byrjaði á því i Kvennaskólanum, þar sem henni leiddist óstjórnlega í stærðfræði og hélt því áfram í MH. Hún hefur þó notið mikils stuðnings í MH fékk fjárveitingu upp’ í útgáfukostnað hjá skólasjóði, og Þorgerður Ingólfsdóttir bað hana að gera texta fyrir Hamrahlíðarkórinn. Undirtektir skólasystkina hennar tJr lífi fiskimannsfjölskyldu fyrir 20 árum: , Tefli saman heimi manns- ins og heimi konunnar — og þeir heimar eru mjög ólíkir, ” segir Birgir Svan Símonarson Birgir Svan er 29 ára og nýja ljóðabókin hans heitir Ljóð úr lífs- baráttunni. Hann hefur áður sent frá sér Hraðfryst Ijóð, Nætursöltuð Ijóð ogGjalddaga. Þær bækur fjölluðu um líf fólks á sjó og í frystihúsum, óttann við yfir- vofandi kjarnorkustyrjöld og fleira. Um hvað er sú síðasta? „Hún er hugsuð sem eins konar út- tekt á lífi fólks í vesturbænum þegar ég var að alast þar upp,” segir Birgir. ,,Þá voru tengslin við sjóinn mjög sterk þar. Bátarnir komu að landi drekkhlaðnir af fiski, og kringum þá blómstruðu smiðjur og netaverk- stæði. Þó er það ekki atvinnulífið sem mér er efst i huga heldur reyni ég að tefla saman heimi mannsins og heimi konunnar, og hinum gjöróliku við- horfum sem þar ríkja.” Hann segir að þótt hann byggi á minningum þýði ekkert að leita ákveðinna fyrirmynda að persónun- um. Hann steypir þeini saman úr mörgum pörtum. í rauninni eru allar konur bókar- „Þegar vindurinn / týnir loppnum höndum iauf af trjónum" segir Birgir Svan í bók sinni, og hér er hann sjérfuré vetrardegi. DB-mynd: Sig. Þorri. innar sama konan og allir karlmenn- irnir sami maðurinn. Og þessi tvö rekast harkalega hvort á annað. Og hvernig á öðruvisi að vera þegar þau eru læst inni í fáránlega óraunsæ kynhlutverk. Karlmaðurinn á, sam- kvæmt lýsingu Birgis, að vera hörku- töffari, sem ímyndar sér að hápunkt- ur ástarlífs sé að hamast á konunni eins og tindabikkju sem allra lengst, helst þegar hún er á túr, uns „þau liggja hlið við hlið / hún eins og brot- inn hlutur.” Manninum líður heldur ekki vel, enda óskir hans nokkuð erfiðar að uppfylla. Því konan sem helst á að vera með brókarsótt á næturnar á að breytast í fórnfúsan engil á daginn sem bíður þolinmóð og auralaus yfir börnunum, meðan hann er á fyllirii. Birgir reynir að sýna þær forskrift- ir sem giltu, átökin milli manns og konu, gagnkvæma kúgun. ,,í dag gerum við jafnréttiskröfur hvort til annars,” segir hann, „og það er erfitt, ég held að það eina sem getur hjálpað okkur sé skilningur á fortiðinni, þeim jarðvegi sem við erum sprottin úr.” í staðinn fyrir hefðbundið klámið vill hann upphefja „hin sjúku gildi, að bæði maðurinn og konan leyfi sér að vera tilfinningaverur,” segir hann. Hann heldur áfram: ,,Ég enda bókina á því að lítill drengur grætur. En ég hugsa það ekki neikvætt. Því grátur er tilfinningaleg útrás, hreins- un sálarinnar.” Myndirnar í bókinni eru mjög skemmtilegar. ,,Ég valdi myndir sem höfðuðu sterkast til mín þegar ég var barn.” Margar eru af umbúðum, til dæmis strákurinn á Cerebos-saltinu. ,,Ég skildi ekki af hverju hann var alltaf að úða salti á hænuungann. Og hefðarparið á Mackintosh-dollu var litskrúðugasta listaverkið sem til var heimahjá mér.” Bókin er 126 blaðsíður, sett i Prentrúnu en að öðru leyti offsetfjöl- rituð í Letri og kostar kr. 12.350 i bókabúðum. - IHH hafa verið mjög uppörvandi, og henni þykir vænt um að bókin var mikið keypt „af krökkum sem ég þekki ekki neitt,” Sagði hún. Eflaust túlkar Bergþóra tilfinn- ingar sem jafnaldrar hennar kannast við. Þegar hún er spurð um hvað hún yrki, þá segir hún: „Sjálfa mig! Og hvernig mér líður i þessum heimi. Það sem mér þykir gott og það sem ég er hrædd við. . . ” „Ætlarðu að gefa út fleiri Ijóð?” ,,Já, ætli það ekki. Ef næturnar verða nógu langar,” segir sú stutta, sem auk þess sem áður er greint kann bæði að baka pönnu- kökur og syngja, tekur lagið öðru hvoru með Vísnavinum. Ljóðakver hennar Hrifsur er vél- ritað af henni sjálfri, fjölritað í Letri : hf„ skreytt af Margréti Einarsdóttur nemanda í Myndlista- og handíða- skólanum. Það er 48 blaðsíður og kostar krónur 5.930.- -IHH. I

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.