Dagblaðið - 13.12.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1980.
I
I
Erlent
Erlent
Erlent
Reið-
buxur
vinsœl-
astar
Það nýjasta í heimi tízkunnar
eru reiðbuxur eins og þær sem
sjást á meðfylgjandi mynd.
Þessar buxur uppgötvuðust í
París og hafa nú farið sigurför
um heiminn — jafnvel hér á ís-
landi. Tízkukóngar spá þessum
buxum enn frekari vinsældum
og segja að þær verði það sem
kemur á næstunni. í texta með
myndinni segir að þessar buxur
séu vel fallnar til að fara í i
samkvæmið við háhælaða skó.
Superman II frumsýnd um jótín:
Leikaramir höfðu
létzt eða þyngzt
Kvikmyndin Superman II verður
að öllum líkindum frumsýnd ytra um
jólin. Ef aðsóknin að henni verður í
líkingu við vinsældir fyrri mynd-
arinnar má búast við að veski fram-
leiðandans þykkni verulega.
Eitt helzta vandamálið við gerð
Superman II var að fá leikarana til að
lita nákvæmlega eins út og í fyrri
myndinni. Til dæmis hafði Valerie
Perrine lagt talsvert mikið af frá því
að fyrri Supermaðurinn var kvik-
myndaður. Erfiðleikarnir með
Christopher Reeve voru þeir að
hann hafði fitnað töluvert í
millitíðinni. Perrine varð því að bæta
á sig nokkrum kílóum, og Reeve að
losa sig við svipaðan þunga.
H
Christopher Reeve i hiutverki
Supermans. Hann varð að
lótta sig tals-
vertáður en taka annars
hiutans gat byrjað.
Zeppelin hœttir
Led Zeppelin ein af vinsælustu
rokkgrúppum heims ákvað fyrir
skömmu að leggja upp Iaupana. Or-
sökin: John Bonhams trommari
hljómsveitarinnar lézt fyrir um
mánuöi síðan. Hljómsveitin hefur
talað fram og til baka um að fá nýjan
meðlim í stað Bonhams og byrja upp
á nýtt en ekkert orðið úr. Þeir félag-
ar hafa komizt að því að þeir geta
ekki spilaðán Bonhams. — Hann var
svo stórt númer hjá okkur, bæði
hvað tónlist snertir og sem maður.
Við getum bara ekki byrjað aftur án
hans. Eina ráðið er því að hætta.
Hvað gerist hjá okkur vitum við ekki
enn, sögðu félagarnir í Led Zeppelin.
KVIKMYNDIR
8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur til leigu í mjög miklu úr-
vali í stuttum og löngum útgáfum, bæði þöglar og með
hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéla,
m.a. Gög og Gokke, Chaplin, Walt Disney, Bleiki Pardus-
inn, Star Wars o.fl. Fyrir fullorðna m.a. Jaws, Deep,
Grease, Godfather, China Town o.fl. Filmur til sölu og
skipta. Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla
daga daga nema sunnudaga.
Kvikmyndamarkaðurinn
ISími 154801
Launadeild
fjármálaráðuneytisins
óskar að ráða starfsfólk til
launaútreiknings
síma- og afgreiðslustarfa
taxtaskráningar
ritarastarfs (2/3 starfs)
Laun samkvæmt kjarasamningum fjármálaráðherra,
BSRB og Félags starfsmanna stjórnarráðsins.
Umsóknir, sem greini menntun og fyrri störf, sendist launa-
deildinni sem fyrst á eyðublöðum sem þar fást.
Launadeild fjármálaráðuneytisins,
Söl vhólsgötu 7, sími 28111
Hljómsveitin
BakkabrϚur
og brœðurnir
Kertasníkir og
Skyrgámur
koma á jólatrésskemmtanir
með söng, hljóðfæraleik,
BH glens og gaman.
Ir (
Upplýsingar hjá S—
auglýsingaþjónustu Dagblaðsins
í síma 27022 og í síma
31421 á kvöldin.
Danski blómaskreytingarmeistarinn Birgitt Weber heldur sýni-
kennslu í gerð jólaskreytinga laugardag og sunnudag
milít kl. 2 og 4.
Blómaskreytinnarmoistarinn Biruitt Weber
Komið og sjáið hið mikla úrval af hinum sérstæðu
jólaskreytingum.
Sýnikennsla í gerð
jólaskreytinga
DÖGG
Reykjavíkurvegi 6Q — Hafnarfirði — Sími
OKK4R
STYRKUR
YKK4R
ÖRYGGI
Árleg jólatréssala er ein helsta fjár-
öflunarleið björgunarsveitar Slysa-
varnarfélags íslands, Stefnirs Kópavogi.
Með því að skipta við okkur eykurðu
öryggi þitt og fjölskyldu þinnar.
Kauptu jólatréð tímanlega - Kauptu það
hjáokkur. Hamraborg 6-8 - Kaupgarður
við Engjahjalla.
BjörgunarsKeitin Stefnir Kóparogi