Dagblaðið - 13.12.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1980.
17
Halldór
Pétursson
Prenthúsið hefur gefið út bók með
myndum eftir Halldór Pétursson. Hér er
um að ræða samantekt á því sem þessi
fjölhæfi listmálari fékkst við um dagana.
í uppsetningu Péturs, sonar lista-
mannsins. Texta ritar Indriði G. Þor-
steinsson.
Halldór Pétursson byrjaði snemma að
teikna og klippa út myndir. Hann var
ekki nema þriggja ára gamall þegar lista-
maðurinn i honum sagði til sín og það
með góðum árangri, eins og dæmi er um
i þessari bók.
En þótt listamannsauga Halldórs
Péturssonar væri næmt á tilbrigði
mannlífsins. eins og það birtist í
einstaklingum sem voru og eru frægir i
þjóðlifinu á árunum fyrir strið og síðar,
eru ekki síður mikilsverðar þær myndir
sem birtar eru i bókinni af atburðum og
hreinum myndverkum. þar sem hestar.
land og menn fylla myndflötinn. Vegna
hæfileika Halldórs að muna fyrirmyndir
er i þessari bók eflaust að finna fjölda
mannamynda sem fyrirmyndir hafa ekki
hugmynd um að hann hafi teiknað. í
æsku átti Halldór heinia við Landakots-
lúnið, sem þá var miklu stærra en nú.
Þar hafði hann hesta fyrir augunum dag
hvern og það er eins og þessi æskukynni
hans af hestinum hafi fylgt honum alla
tíðsíðan.
Auðvitað var list Halldórs
fjölbreytileg. þótt hann sé þekktastur
fyrir gamanmyndir sinar. Hann var einn
af hæfustu mannamyndamálurum
landsins, hann lýsti -bækur og sótti
efnivið sinn í þjóðsögur. Myndverkabók
Halldórs er frábrugðin likum bókum,
sem hér hafa komið út, að því leyti að
hún spannar ævisögu hans í texta og
myndverkum. A fimmta hundrað
mynda eru í bókinni, fjölmargar í litum.
Aftast er að finna ágrip texla á ensku
og þýzku.
Bóndi er bú-
stólpi
— eftir Guðmund Jónsson
Ægisútgáfan hefur gefið út bókina
Bóndi er bústólpi, Guðmundur Jónsson
sá um útgáfuna. Þessi bók er viðleitni til
að halda á lofti minningu framfara-
manna í búskap og félagsmálum. Hér er
fjallað um Dag Brynjúlfsson í Gaul-
verjabæ, Davið Þorsteinsson á Arn-
bjargarleik. Gest Einarsson á Hæli.
Guðjón Guðlaugsson á Ljúfustöðum.
'Jónatan J. Líndal á Holtastöðum.
Kristin Indriðason á Skarði, Ólaf Berg-
sveinsson í Hvallátrum, Ólaf Bjarnason i
Brautarholti, Pál Pálsson á Þúfum,
Sandafeðga, Sigmund Jónsson á Hamra-
endum og Þorstein Þorsteinsson á Húsa-
felli.
Bóndi er bústólpi er 256 bls.
Ljóð úr lífs-
baráttunni
— eftir Birgi Svan
Ljóð úr lífsbaráttunni heitir nýútkomin
Ijóðabók eftir Birgi Svan. Hann hefur
áður sent frá sér þrjár Ijóðabækur og
vöktu tvær þeirra mikla athygli: Hrað-
fryst Ijóð og Nætursöltuð ljóð.
1 bókinni Ljóð úr lifsbaráttunni er
brugðið upp myndum úr lífi reykvískrar
sjómannafjölskyldu. Drengurinn og for-
eldrarnir, amnian og nágrannarnir —
allt er þetta lifandi fólk, sem mun „hrífa
lesandann með sér inni miskunnarleysi
hversdagslífsips, inní drauma og erjur.
sorg og gleði” eins og segir á bókarkápu.
Sviðið er i vesturbænum; það er litazt
urn við höfnina. kikt inn í frystihús og
smiðjur, spjallað við rakarann. verzlað
við brotajárnsalann og tekið eftir Pétri
Hoffmann þar sem hann mundar öxina
góðu.
Ljóð úr lífsbaráttunni er pappírskilja.
124 blaðsiður. Útgefandi er Leiftur.
Vertu góður
við mig
eftir Hans Hanssen
Lystræninginn hefur sent frá sér ungl-
ingabókina Vertu góður við mig eftir
danska rithöfundinn Hans Hanssen i
þýðingu Margrétar Aðalsteinsdóttur og
Vernharðs Linnets. Saga þessi er sjálf-
stætt framhald af Sjáu sæta naflann
minn. sem út kom í fyrra og hlaut
miklar vinsældir. Vertu góður við mig
fjallar um samband Lenu og Klás eftir
að þau koma heim úr skólaferðalagi
þvi sem sagt er frá I Sjáðu sæta nafl-
ann minn. Höfundi tekst einstaklega
vel að draga úþp mýnd af tilfinningalífi
unglinganna og innbyrðis samskiptum
þeirra. Öll frásögnin er eðlileg og
hispurslaus, enda er Hans Hansen einn
vinsælasti unglingabókahöfundur
Norðurlanda.
Bækurnar um Klás og Lenu eru
þrjár og mun lokabindið koma út á
íslenzku á nassta ári.
Vertu góður við mig er sett og um-
brotin i Leturval og prentuð í Prentval.
SAMA ÚRIÐ MEÐ TVÖ ANDLIT
AA81 býður upp á:
Klukkutíma, mín., sek., mánaðardag, vikudag.
Sjálfvirka dagatalsleiðréttíngu um mánaðamót
Að hægt sé að hafa tvo tíma samtímis.
Niðurteljara frá 1. mín. tilklst
Vekjara.
Hljóðmerki á hálfum og heilum tíma.
Rafhlöðu sem endist í ca. 18 mánuði.
Árs ábyrgð og viðgerðarþjónustu.
Erhögghettog vatnshelt.
Gkr. 96.700.- Nýkr. 967,00.-
M—1200 býður upp á:
• Klukkutima, min., sek.
• Mánuð, mánaðardag, vikudag.
• Vekjara með nýju tagí alla daga
vikunnar.
• Sjálfvirka dagatalsleiðréttingu
um mánaðamót
• Bæði 12 og 24 tima kerfið.
• Hijóðmerki á klukkutima fresti
með „ Big Ben" tón.
• Dagatalsminni með afmælislagi.
• Dagatalsminni með jólalagi.
• Hiðurteljara frá 1 min. til klst.
og hringir þegar hún endar á
núlli.
• Skeiðklukku með millitima.
• Rafhlöðu sem endist i ca. 2 ár.
CASIO verfl á úrum er frá gkr. 39.950 til 96.700.
CASIO vasatölvur frá gkr. 18.900
BANKASTRÆTI8
SÍMI27510
CASIO-UMBOÐIÐ
• Árs ábyrgð og viðgerðarþjón-
ustu.
• Er högghelt og vatnshelt.
G.kr. 96.700.-
Nýkr. 967,00.-
Astrid Lindgren er einn vinsælasti barnabókahöfundur sem
nú er uppi. Henni hafa hlotnast fjölmörg alþjódleg verðlaun
og viðurkenningar og hún er eini barnabókahöfundurinn sem
hefur verið orðuð við Nóbelsverðlaun.
Mál og menning hefur gerst útgefandi Astrid Lindgren á íslandi. Enn eru fáanlegar
tvær fyrstu bækurnar um Emil í Kattholti. Bróðir minn Ljónshjarta og Víst kann Lotta
næstum allt. Og nú í haust gefum við út þrjár nýjar bækur.
Barnabækur eftir
Astrid Lindgren
MAddin
eftir Astrid Lindgren
V A
Madditt
Madditt er ný sögu-
persóna eftir Astrid Lind-
gren sem íslenskir les-
endur hafa ekki áður
kynnst, sjö ára stelpa sem
er engum lík þó að hún
minni stundum á Emil í
Kattholti. Eins og hann
hefur Madditt verið kvik-
mynduð og notið mikilla
vinsælda. Þýðandi Sigrún
Árnadóttir.
Almennt verð kr. 8.890.
Félagsverð kr. 7.560.
Ég vil líka
fara í skóla
Gullfalleg myndabók fyrir
yngri börnin og skemmti-
leg saga um Lenu litlu
sem fékk að fara í skólann
með bróður sínum einn
dag. Myndir eftir llon
Wikland. Þýðandi Ást-
hildur Egilson.
Almennt verð kr. 4.940.
Félagsverð kr. 4.200.
Enn lifir
Emil í Kattholti
Hér er þriðja bókin — og
sú skemmtilegasta— um
Emil í Kattholti frum-
prentuð á íslensku. í þess-
ari bók er sagt frá ýmsum
skammarstrikum Emiis,
en líka frá því þegar hann
drýgði dáð sem allir Hlyn-
skógabúar glöddust yfir.
Þýðandi Vilborg Dag-
bjartsdóttir.
Almennt verð kr. 8.890.
Félagsverð kr. 7.560.
Mál og menning