Dagblaðið - 13.12.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. — LAUGARDAGIIR 13. DESEMBER 1980 - 283. TBL. , RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 1-2. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVE8HOLTLU.—AÐALSÍMI 27022.
Víkingursló Tatabanya útíEvrópukeppninni þrátt fyrir tap í Ungverjalandi:
Þorbergur skoraöi sigur-
markið eftirað leiktímalauk
„Víkingur er kominn í 3. umferð
Evrópubikarsins, keppni meistara-
liða, í handknattleik. Þorbergur
Aðalsteinsson skoraði 22. og síðasta
rnark Víkings úr aukakasti eftir að
leiktímanum var lokið. Það nægði
okkur, þó svo Tatabanya sigraði í
leiknum, 23-22. Víkingur skoraði
fleiri mörk en Ungverjarnir á útivelli
en jafntefli, 43-43, varð í báðum
leikjunum. Það var geysileg stemmn-
ing í íþróttahöllinni á meðan á leikn-
um stóð, troðfull höll og leiknum var
sjónvarpað beint. Áhorfendur
studdu vel við bakið á sínum mönn-
um enda leit lengi vel út fyrir stærri
sigur Tatabanya. Hins vegar risu
áhorfendur á fætur og klöppuðu
fyrir Víkingum þegar leiknum var
lokið. Það var stór stund fyrir okkur
— en leikmenn Tatabanya voru
niðurbrotnir. Ég sá tvo leikmenn liðs-
ins grátandi i leikslok,” sagði Rós-
mundur Jónsson, fararstjóri Víkings,
þegar DB náði tali af honum í
íþróttahöllinni í Tatabanya tveimur
mínútum eftir að leiknum lauk.
Afrek Víkingsliðsins er mikið — í
fyrsta sinn sem íslenzkt lið slær
„austantjaldslið” út í Evrópukeppni.
Fyrri leik Vikings og Tatabanya í
Laugardalshöll lauk með sigri Vík-
ings, 21-20. Því jafnt, 43-43, en Vík-
ingur skoráði tveimur mörkum meira
i Tatabanya en Ungverjarnir í
Laugardalshöll.
„Þetta var geysilega góður leikur
hjá Víkingsliðinu hér í Tatabanya.
Það unnu allir saman sem einn
maður — sigur liðsheildarinnar að
Víkingur hefur náð því ótrúlega af-
reki að komast áfram eftir að hafa
dregizt gegn jafn-sterkum mótherjum
og Tatabanya,” sagði Rósmundur
ennfremur.
Gangur leiksins var í stuttu máli:
Tatabanya skoraði tvö fyrstu mörk-
in. Páll Björgvinsson skoraði fyrsta
mark Víkings, 2-1. Tatabanya komst
í 3-1, 4-2 og 5-3 en Vikingur jafnaði í
5-5 með mörkum Árna Indriðasonar,
Steinars Birgssonar og þorbergs, tvö.
.lafnt 6-6, siðan 8-6 fyrir Ungverja. í
hálfleik var staðan 11-9 fyrir Tata-
banya og siðasta mark sitt í f.h. skor-
uðu Ungverjar beint úr aukakasti
eftir að leiktíma lauk.
í s.h. komst Tatabanya í 12-9, síð-
an 14-10 og þriggja til fjögurra
marka munur fyrir Tatabanya, 16-
12, 17-13, 18-14, 19-15, 20-16, hélzt
og þegar átta mínútur voru eftir stóð
22-18. Þá skoraði Þorbergur tvívegis,
22-20. Tatabanya komst í 23-20 en
Páll og Þorbergur skoruðu tvö sið-
ustu niörk leiksins — Þorbergur sitt
eftir að leiktíma lauk með miklu
þrumuskoti.
Mörk Víkings skoruðu: Þorbergur
9, Páll 6/2, Guðmundur Guðmunds-
son 3, Árni 2 og Steinar 2. Vikingar
héldu frá Ungverjalandi í morgun og
koma heim í kvöld eftir eina fræki-
legustu för islenzks íþróttaflokks er-
lendis. Það mun vekja gífurlega at-
hygli í Evrópu að íslandsmeistararnir
sigruðu Ungverjalandsmeistarana.
- hsím.
Það er sagt að jólin séu hátíð barnanna. I þeirra augum
eru jólin œvintýri, jólasveinar koma af fjöUunum og útlit
borga og bceja breytist. Á morgun kl. 16 munu jólasveinar
skemmta á þaki Kökuhússins við Austurvöll og að lokinni
þeirri skemmtun mun verða kveikt á Oslóar-jólatrénu. —
Þessi börn voru að virða fyrir sér lifandi jólatré sem stend-
ur við Melatorg en borgaryfirvöld hafa skreytt það
smekklega. - KMU / DB-mynd Einar Úlason.
Gjafavöru- og listmunaverzlanir
í Reykjavík opnar á morgun:
Óþolandiaðein
tegund verzlana
getieinokað
— segir formaður Félags gjafavöru-
og listmunaverzlana
„Það hefur verið vandræðamál með þessa
reglugerð, hún er úrelt og hefur ekki verið framfylgt.
Söluturnar hafa ákveðinn vörulista, sem þeir fara eftir,
en blómabúðaeigendur hafa einungis tekið sér það
bessaleyfi að selja gjafavörur. Við höfum unnið að
þessu máli Iengi í samvinnu við Kaupmannasamtökin
og munum halda því áfram,” sagði Árni Jónsson, for-
maður Félags gjafa- og listmunaverziana, i viðtali við
DB.
Á ntorgun hafatólf gjafa- og listmunaverzlanir opið
hjá sér frá kl. 13—18 til þess að vekja athygli á að
blóntabúðir séu margar hverjar fárnar að byggja af-
komu sína á sölu gjafavara, grænntetis og jafnvel hús-
gagna. Blómabúðir hafa opið til 22 öll kvöld og allar
helgar, segir í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér.
Á sínum tíma var þessi lengri opnunartími
heimilaður vegna lélegs gevmsluþols viðkomandi vara,
enda byggðist heimildin ,i >ölu á lifandi plöntunt,
garðplöntum að vori til og jólatrjám i desember.
„Okkur þykir ófært að ein tegund verzlana skuli hafa
hreina einokunaraðstöðu. Það verður síðan að koma í
ljós hvort lögreglustjóraembættið vill gera eitthvað, en
það hefur að okkar mati ekki staðið í stykkinu við að
framfylgja þessari reglugerð,” sagði Árni Jónsson.
-ELA.
Þungfært á Hellisheiði í gær:
Lögreglan treysti
sérekki yfir
Hálka og hríð a Hellisheiði gerði mörgum bílstjóran-
um erfitt um vik í gær. Er líða tók á daginn fór að verða
erfitt um allan akstur á heiðinni — svo slæmt að lögregl-
an á Selfossi treysti sér ekki yfir með fullorðna konu úr
Hveragerði. Hún hafði dottið og handleggsbrotnað.
Gera varð að meiðslum hennar á Selfossi. - ÁT
Tíu mín-
útna þögn
íminn-
ingu
Lennons
— klukkan sjö íkvöld
Yoko Ono, ekkja Johns Lenn-
on, hefur mælzt til þess við aðdá-
endur manns sins að þeir minnist
hans nteð tíu mínútna þögn á
morgun, sunnudag. Hún hefst
klukkan nítján að íslenzkum
tíma.
John Lennon var sent kunnugt
er af fréttum myrtur aðfaranótt
síðasta þriðjudags. Jarðarför
hans fór fram í kyrrþey á mið-
vikudaginn. Bítillinn. fyrrverandi
er syrgður sárlega um allan heim.
Yoko Ono stakk upp á þessari
stuttu minningarþögn til að allir
aðdáendur hans gætu voltað
honum sameiginlega virðingu
sína. Ono sagði að hún og Sean
sonur þeirra myndu vera með öll-
um aðdáendum í anda á meðan
athöfnin stæði yfir.
- ÁT
DAGARHLJÓLA