Dagblaðið - 16.12.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 16.12.1980, Blaðsíða 12
MMBIAÐIB Útgefandi: Dagblaöið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritatjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar Jóhannes Reykdal. Iþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn IngóKsson. Aflstoöarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stefónsdóttir, Elín Albortsdóttir, Gísli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hókonardóttir, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurður Porri Sigurflsson og Svoinn Þormóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóKsson. Gjaldkeri: Próinn ÞorleKsson. Auglýsingastjóri: Mór E.M. Halldórs- son. Droif ingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síðumúla 12. Afgreiflsla, óskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aflalsími blaflsins er 27022 (10 línur). Haftakarlará kreiki Nú er slegizt um, hvort selja megi bækur í vöruhúsum og húsgögn í blómabúðum. Þessi þvingunarmál bætast ofan á hinar hefðbundnu deilur um, hve lengi kaupmenn megi hafa opið og hvaða vörur megi selja í sjoppum og á bensínstöðvum. Neytendur eru ekki spurðir ráða, frekar en fyrri dag- inn. Það eru samtök til takmörkunar verzlunarfrelsis, sem ráða ferðinni. Þau láta meira að segja borgar- stjórn Reykjavíkur sitja og standa eins og þeim þókn- ast. Bóksöludeilan er undarlegust. Svo virðist sem það sé höfuðverkefni samtaka bókaútgefenda að skipuleggja og standa vörð um svæðisbundna einokun i bóksölu, svo strangan vörð, að landslög um óréttmæta verzlunarhætti verða að víkja. Að óreyndu mundu menn ætla, að bókaútgefendum kæmi bezt að hafa bækur sem viðast í sölu. Það ætti að örva bóksölu, ef bækur yrðu víðar á vegi neytenda. Bækur væru sjálfsagðari hlutur í þjóðfélaginu, ef þær fengjust utan sérverzlana. í gamla daga voru bókaútgefendur og bóksalar sömu mennirnir. Þeir voru því að gæta hagsmuna hver annars, þegar þeir komu á fót hinni svæðis- bundnu einokun, sem hefur orðið áhorfendum ærið undrunarefni þessa síðustu daga ársins 1980. Flestar algengar vörur eru bæði seldar í sérverzlun- um og víðtækari verzlunum. Þannig er selt kjöt, mjólkurvörur, brauð og fiskur. Þannig eru seld hús- gögn, heimilistæki, hreinlætisvörur og föt. Af hverju ekki líka bækur? Auðveldara er að átta sig á þeim hagsmunum, sem liggja að baki takmarkaðs opnunartíma verzlana og takmarkaðs vöruframboðs utan þess tíma. Þar eru samtök kaupmanna og verzlunarmanna að standa vörð um þægindi sín á kostnað neytenda. Þessi samtök hafa borgarstjórn Reykjavíkur í vas- anum og eru sífellt að reyna að ná svipuðum tökum á sveitarstjórnum í nágrenninu, þar sem verzlunarfrelsi er. Einokunin er til lítils, þegar Reykvíkingar streyma um kvöld og helgar út á Nes. Margir kaupmenn eru andvígir hinum takmarkaða opnunartima og vilja hafa opið, þegar neytendur hafa frí til innkaupa. Þeir fá það ekki fyrir þeirra eigin sam- tökum, af því að hinir eru í meirihluta, sem vilja hafa frið um kvöld og helgar. Ófrelsissamtökin hafa séð svo um, að bundið er í reykvískri reglugerð, hvað selja megi í sjoppum. Þar má ekki selja kex, nema það sé súkkulaðihúðað. Þar má helzt aðeins selja óþarfa, en ekki kaffi og te, tann- krem og sápu. Sumir ágætir kaupmenn haí'a ólæst milli sjoppu og búðar og hlaupa ótaldan sprettinn í þágu viðskipta- vina. Þessa greiðasemi hafa samtökin á hornum sér og sjá þó alténd um, að neytendur geti ekki verzlað í skjóli innandyra um kvöld og helgar. Höftin vilja rakna á fleiri sviðum. Við getum til dæmis keypt verkfæri og tónsnældur á bensínstöðv- um. Við getum keypt grænmeti, gjafavörur og jafnvel húsgögn í blómabúðum. En einokunarsinnar eru líka að reyna að skrúfa fyrir þetta. Gjafavörusalar hafa nú klagað blómabúðirnar og segja þær stela markaðnum. En hvernig væri, að gjafa- vörusalar byggjust til varnar með því að koma sér saman um að hafa opið, þegar viðskiptavinirnir þurfa á því að halda? Reykvíkingar þurfa að hrista af sér slenið og setja á svartan lista þá borgarfulltrúa, sem þjóna undir hafta- samtökin. Menn eiga að fá að kaupa og selja hvaða vöru sem er, í hvaða verzlunartegund sem er, og á hvaða tíma sem er. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1980. Mannkynssaga fyrír byrjendur MOTTÓ: Undan ferðamannsins fæti valt steinn úr stað. Og steinninn hélt áfram að velta, veiztu það? Og sjö þúsund árum síðar kom Sing Sing Hó. Og Sing Sing Hó fékk sér konu, og konan dó. Og sjö þúsund árum siðar kom Ghagga Ghú. Um Ghagga Ghú finnst hvergi nein heimild nú. Og sjö þúsund árum síðar komst þú, komst þú. - Steinn Steinarr. Ekki væri nú úr vegi að rifja upp nokkur frumatriði mannkynssögunn- ar — atriði sem áður þótti hæfa að hvert mannsbarn sem gekk undir landsprófkynniskilá. Hvað þýðir hugtakið „lýðræði”? Það er eitt þessara margræðu og margþvældu hugtaka. Lýðræði er þýðing á gríska orðinu „demokratí”, þar sem „demos” merkir þjóð eða lýður, en „kratí” stjórn. Hugtakið átti þvi að tákna beint og milliliða- laust vald eða stjórn fólksins, þjóðar- innar — og merkti það einmitt til forna hjá Hellenum. Allir frjálsir karlmenn í Aþenu - /' Kjallarinn Skúli Magnússon voru þingmenn. Fimm hundruð full- trúar þeirra skipuðu „ríkisstjórn”. Skiptust menn þar á að gegna starfi „forsætisráðherra”, hver aðeins einn dag í senn — þannig hefði einnig Geir átt sinn „sjens”. Aþeningar meintu sitt lýðræði bókstaflega. Margir af beztu mönnum Aþen- inga voru andvígir þessu róttæka og skrýtna lýðræði. Þessir menn kusu fremur stjórn hinna vitru en stjórn hinna mörgu. Sjálfur Plato skipaði þennan flokk andstæðinga „lýð- ræðisins”. En hver skal velja úr hina vitru og hæfu? Hætt er við að einmitt þar standi hnífurinn í kúnni. Það fór saman í tíðinni að annars vegar óx mjög aðdáun manna í Evrópu á hinni fornu menningu Hell- ena — og Aþeninga sér á parti — og að öflun mannréttinda, lýðræðis og þjóðfrelsis óx mjög fiskur um hrygg. íslenzk hliðstæða er t.d. dýrkun Fjölnismanna á fornöldinni samfara þjóðfrelsisbaráttunni gegn Dönum. Það sem kom fram í Evrópu varð hins vegar fulltrúaveldi (eða „parlia- mentarismi”) en ekki (beint) lýðræði. Það stafaði af aðdáun manna á Hellenum að þeir kusu að velja hinu nýja fyrirkomulagi hið gríska heiti „demokratí” eða lýðræði. En heitið sjálft felur þegar í sér hugtakarugl- ing. Aþeningum hefði aldrei til hugar komið að gefa fulltrúaveldi okkar þetta heiti. Lýðræði — í hinni upphaflegu hellensku merkingu þess orðs — væri auðvitað hvorki æskilegt né fram- kvæmanlegt í nútíma þjóðfélagi. Það fulltrúaveldi sem við búum við á Vesturlöndum hefir hins vegar mikla kosti t.d. fram yfir einræði kommún- ismans. Þjóðinni er gefinn kostur á að skipta um stjórnendur á vissu ára- bili. í einræðisríki verður ekki skipt um stjórnendur nema með byltingu. Bilið milli þjóðar og stjórnenda getur aldrei orðið viðlíka mikið í „lýð- ræðis-ríki” og í einræðisríki. Rétt mun nú að beina athyglinni að FÆRIBOND 06 FÉLAGSHYGGJA „í „Nútímanum” brá Charlie Chaplin á sínum tíma upp svipmynd af manninum með skiptilykilinn og skrúfboltann við færibandið. Rætur ádeilu Chaplins liggja þó víða, bæði i heimspeki Karls Marx, eins og hún m.a. birtist í Efnahagslegum og heimspekilegum handritum 1844, í tilvistarhyggju (existentialisma) 20. aldar og boðskap ýmissa rithöfunda, þar á meðal Hermann Hesses o. fl., sem lýst hafa ranghverfu hins borg- aralega samfélags. í kenningu Frakkans Alberts Camus er og fáránleikinn talinn inntak lífshátta nútímamannsins en ekki guðdómleg leiðsögn æðri markmiða. En hvað sem líður öllum kenningum og boðum um, hvernig við lifum lífinu, eða eigum að lifa þvi, er færibandið hið alkunna tákn þess manns, sem hefur firrzt sjálfan sig og lífið. íslenzkt þjóðfélag árið 1980 Nú, ef við skyggnumst inn í umgjörð íslenzks samfélags ársins 1980, hver er þá sú mynd, sem við blasir? Vart verður því neitað, að á síðustu árum mjökumst við æ nær því, að mynd Chaplins hæfi okkur. Færiböndum, vélum og tölvum fjölg- ar með hverjum deginum sem líður, og þrátt fyrir ótrúlega afkastagetu þeirra, afkastar þjóðfélagið ekki þeim verkefnum, sem það setur sér, og afleiðingin er m.a. margumtöluð verðbólga. Æ fleiri færibanda er ekki aðeins krafizt í nafni hagvaxtar, heldur og í nafni atvinnuöryggis. Að fólki setur geig og örvæntingu, ef Kjallarinn Sigurður Gizurarson færibandið stöðvast. Það þarf nú að greiða afborganir og vexti af húsinu og bilnum og svo auðvitað skattana. Hjólin mega ekki stöðvast, þá er voðinn vís. Tvö andstæfl skaut Hvor á sinni öld vildu bæði Marx og Chaplin kenna þessa mynd og firringuna við fjármagnshyggjuna (kapitalismann) og þeir boðuðu frelsun verkalýðsins frá fjötrum hennar. Þó er það nú svo, að berum við atvinnustefnu og þjóðernis- hyggju Alþýðubandalagsins saman við alþjóðahyggju og boðað frelsi Marx, þá má gera því skóna, að um tvö andstæð skaut lífsskoðana sé að ræða. Göngum við þá vitaskuld ekki svo langt, sem einn kjarkmikill og hreinskilinn Austfirðingur á lands- fundi Alþýðubandalagsins að kalla atvinnustefnu þess flokks rányrkju á láði og legi. En engar ýkjur eru, að þorskur á færibandi gæti verið tákn Alþýðubandalagsins, og að í útgerð á „félagslegum grundvelli” hefur sá flokkur safnað miklum peningaleg- um völdum, um leið og hann er orð- inn mjög háður þeim öflum, sem vilja stærri og stærri skuttogaraflota. Græna f élagshyggjan Ekki eru frumhugmyndimar þó öllum gleymdar og grafnar, þótt þeir sem þeim flíka verði gjarnan kallaðir kynlegir kvistir. Græningjarnir i Vestur-Þýzkalandi hafa fengið tals- verðan meðbyr. Og í Noregi vekur einnig svokölluð græn félagshyggja eftirtekt. 1 þeirra hópi er t.d. Arne Næss, heimspekiprófessor, sem sagði starfi sínu lausu til að geta sinnt umhverfisverndarmálum af alefli. Hann heimsótti ísland ekki alls fyrir löngu og helzt var það uppi á fjöll- um, sem blaðamönnum tókst að ná tali af honum, meðan hann staldraði hér við. Boðskapur þessa fólks er, að trillukarlinn sé hamingjusamari maður en sá, sem við færibandið stendur, þótt hann eigi ekki finan bíl eða hús klætt palesander. Veður- og miðaglöggur trillukarl, sem þekkir botn sjávarins eins og stofugólfið sitt er og enginn vingull. Hér á Húsavík virðast trillukarlar, hvort heldur þeir heita Jósteinn eða einhverju öðru nafni, eiga til mikið af birtu og orku

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.