Dagblaðið - 16.12.1980, Blaðsíða 16
32
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1980
rÚnýtu" seðlarnir
fóru aftur í umferð
Fyrir helgina þegar bankaverkfall-
ið var yfirvofandi varð seðlaþurrð
víða í peningastofnunum og varð
Seðlabankinn að tjalda öllu til sem
hægt var. Meira að segja var farið í
úrkastið sem átti eftir brenna og það
sent aftur í bankana. Fengu gjaldker-
arnir því seðlabúnt merkt ónothæft i
kassana. Það verður því dálagleg
hrúga sem kemur inn aftur þegar
verkfallinu lýkur og nýja myntin
hefur innreið sýna.
Sannkallaður
morgunhani
— Hvenær ferð þú á fætur á
morgnana?
— Þegar fyrstu sólargeislarnir
falla á svefnherbergisgluggann minn.
— Þú ert þá sannkallaður
morgunhani. Þú ert á fótum fyrir
allar aldir!
— Ég læt það nú allt vera. Svefn-
herbergisglugginn minn snýr mót
vestri.
Jafnrétti
Og svo voru það rauðsokkurnar sem
voru að lagfæra orðalag vegna
ákvæða um jafnrétti „Síðan skapaði
Guð manninn og það voru fyrstu mis-
tökin sem Hún gerði.”
SATT, Jazzvakning og Vísnavinir
eftia til sameiginlegra tónleika
Þrír tónlistarklúbbar, SATT, Jazz-
vakning og Vísnavinir hafa tekið
höndum saman um fjölbreytt
skemmtikvöld í veitingahúsinu
Klúbbnum annað kvöld. Þá verður
Verðlaun í samkeppni um gang-
stéttarbiðskýli fyrir Strætisvagna
Reykjavíkur voru afhent í hófi á
.laugardaginn, eins og Dagblaðið
sagði frá í frétt í gær. Voru þá
samankomnir arkitektar, forystu-
menn Reykjavíkurborgar og fleiri
gestir. Tillögurnar 12 sem bárust í
samkeppninni voru til sýnis og gest-
irnir veltu ákaflega vöngum yfir kost-
um þeirra og göllum og dreyptu á tári
af hvítvíni og sérríi.
Birna Björnsdóttir innanhússarki-
tekt og Gunnar Torfason byggingar-
verkfræðingur áttu verðlaunatillög-
una. Samstarfsmaður þeirra var Sten
jólaprófum víðast hvar lokið, svo að
skólanemar ættu með góðri samvizku
að geta slett úr klaufunum.
Þeir sem koma fram eru félagar úr
Visnavinum, jasskvartett Guðmund-
Haugaard. Um tillöguna sagði dóm-'
nefnd:
„Tillagan uppfyllir allar þær kröf-
ur sem dómnefnd gerði til gang-
stéttarbiðskýUs á einfaldan og afar
aðlaðandi hátt. Einfalt og stílhreint
útlit skýlis gerir það að verkum að
það mun lífga upp á umhverfí
borgarinnar.”
Guðfinna Thordarson arkitekt átti
tillöguna sem fékk 2. verðlaun. Um
hana sagði dómnefnd:
„Höfundi hefur tekizt mjög vel að
uppfylla kröfur dómnefndar um
gangstéttarbiðskýli. Grunneining ein
og sér er afar aðlaðandi.”
ar Ingólfssonar, hljómsveitin Steini
blundur, Mezzoforte og loks nýstofn-
uð hljómsveit Bobby Harrisonar.
I síðasttöldu hljómsveitinni eru
auk Bobby Jóhann G. Jóhannsson og
gítarleikarinn Gus Isadoar, sem
vakið hefur athygli fyrir góða túlkun
á lögum Jimi Hendrix, eins og segir í
frétt frá aðstandendum skemmti-
kvöldsins. Trlóið leikur því að sjálf-
sögðu nokkur Hendrixlög.
Hljómsveitin Steini blundur kynnir
lög af nýrri hljómplötu Magnúsar
Þórs Sigmundssonar, Gatan og sólin.
Mezzoforte mun væntanlega einnig
leyfa gestum að heyra efni nýju plöt-
unnar sinnar, í hakanum.
í jasskvartett Guðmundar Ingóifs-
sonar eru auk hans sjálfs Gunnar
Hrafnsson bassaleikari, Björn
Thorarensen gitarleikari og Guð-
mundur Steingrímsson jasstrommari.;
Gestur kvöldsins verður sá víð-
kunni Jakob Magnússon.
-ÁT-
Spáð í strœtóskýli
Friðjón
mœtti
einn á
jólakon-
sertinn
öllum ráðherrum ríkisstjórnarinn-
ar voru sendir tveir boðsmiðar að
tónleikunum Jólakonsert ’80, sem
haldnir voru á dögunum til styrktar
félagasamtökunum Vernd. Aðeins
einn lét sjá sig, Friðjón Þórðarson
dómsmálaráðherra. Friðjón notaði
ekki einu sinni boðsmiða sinn, heldur
greiddi aðgangseyri.
öllu fjölmennara var af ráðherrum
á Jólakonsertinn í fyrra. Ekki mun
það þó nauðsynlega hafa verið vegna
meiri hlýhugar fyrir málefninu sem
þá var styrkt en nú. Þá voru kosning-
ar á næsta leiti og stjórnmálamönn-
um því mikið í mun að láta sjá sig þar
sem fleiri en tveir eða þrír voru sam-
ankomnir.
Þrennt kemur
til greina
—• Jæja, Ólafur litli, hvað ætlar
þú nú að verða þegar þú verður stór?
— Ég ætla annaðhvort að verða
læknir, myndhöggvari eða glugga-
þvottamaður.
— Og hvað af þessu þrennu
langar þig helzt til að verða?
— Skiptir ekki máli, svo lengi
sem ég get skoðað berar stelpur.
kvöld er hljómsvertin Mezzoforte. Hún kynnk eö sjátisögðu tónlistina á
nýrri LPplötu sinni, íhekanum. DB-mynd: Einar Ólason.
Thordarson erkitekt hreppti 2. veriHeun aö upphæö kr. 900
þúsund. Á stólnum viö hHÖ hennar er Sken ef tiHögunni sem færði henni
verölaun.
Þrjár nýbylgjuhljómsveitir
halda hljómleika:
Barðir til róbóta
Ekki er annað aösjáen tillögumar
hafi vakiö óskipta athygH þeirra er
voru viöstaddir verðlaunaafhend-
inguna. Hár má sjá Hilmar Björns-
son arkitekt lengst til vinstri (bróö-
ur sigurvegarans i samkeppninni,
Birnu Björnsdóttur), Ingimar Hauk
Björnsson arkitokt (höfund oinnar
tillögunnar), Þorbjörn Broddason
lektor og Sigurð G. Tómasson sem
báðir eru borgarmálapólitikusar
fyrir Alþýðubandalagið. Maöurinn
sem beygir sig niður til að líta
betur á Skan af einni tillögu mun
vera Gunnar Eydal skrifstofustjóri
Egill Skúli Ingibergsson borger-
stjóri var mættur á staðinn og er
hór á tali viö Ólaf Jensson fram-
kvæmdastjóra, sem var trúnaöar-
maöur dómnefndar keppninnar.
íslenzku nýbylgjuhljómsveitirnar
þrjár, sem eitthvað kveður að, hafa
tekið höndum saman um að efna til
hljómleika. Þeir verða haldnir annað
kvöld í Gamla bíói undir yfirskrift-
inni Barðir til róbóta.
Hljómsveitir þessar eru að sjálf-
sögðu Utangarðsmenn, Fræbbblarnir
og Þeyr.
„Við ætlum að reyna að vanda til
þessara tónleika eins og hægt er,”
sagði Guðni Rúnar Agnarsson, sem
hefur manna mest unnið að undir-
búningnum. „Við verðum að stækka
svið bíósins dálítið til að hljómsveit-
irnar rúmist uppi á þvi með góðu
móti. Allar eiga þær góða spretti í
sviðsframkomu, svo að rúmast
verður vel um þær.” — Miðað er við
að dagskrá hverrar hljómsveitar
verði um fjörutíu mínútur.
Guðni Rúnar sagði að aðgöngu-
miðinn að hljómleikunum kostaði
fimm þúsund krónur. „Upphaflega
ætluðum við að selja inn á 4999
krönur, en féllum fljótlega frá því,”
sagði hann. „Við gátum ekki með
nokkru móti haft miðaverðið lægra. ■
Þó að uppselt verði á hljómleikana fá
hljómsveitirnar lítið sem ekkert í sinn
hlut.”
Utangarðsmenn, Fræbbblarnir og
Þeyr hafa allar nýverið sent frá sér
hljómplötur. Plata Utangarðsmanna,
Geislavirkir, kom út fyrir nokkrum
vikum og hefur fengið mjög lofsam-
lega dóma víðast hvar. Plötur hinna
hljómsveitanna tveggja voru væntan-
legar á markað um síðustu helgi. Þær
hafa báðar tafizt verulega vegna
handvammar í skurði.
-ÁT-
mönnum og Þey. Fræbbblemir eru eJzte sterfendi n ýb ylgjuhljóms veitin
hárálandi, hinar tvœr komu fram á sjónarsvlðið á þessu ári.
DB-mynd: Sig. Þorri.