Dagblaðið - 16.12.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1980.
skilgreiningu þriggja hugtaka. Þessi
hugtök eru „lýðræði”, „mannrétt-
indi” og „þingræði”.
Lýðrœði
a) Hin upphaflega hellenska merk-
ing — sem þegar hefir verið rædd —
þ.e. bein stjóm þegnanna sjálfra.
Slik stjórnun væri hugsanleg 1 litlum
sveitarstjórnarumdæmum — en alls
ekki í stærri einingum. Raunverulega
er þetta hin eina rétta merking orðs-
ins.
b) Ef leita skal skynsamlegrar skil-
greiningar orðsins og i samræmi við
raunverulega notkun þess, yrði
maður að segja eitthvað á þessa leið:
vald eða stjórn fulltrúa þegnanna
sem takmarkast af stjórnarskrár-
bundnum ákvæðum og rétti umbjóð-
enda (kjósenda) að svipta fulltrúana
umboði sínu (eða endurnýja það eftir
atvikum) á tilteknu árabili. Ekki vald
fólksins — heldur vald sem á upphaf
sitt hjá fólkinu, á undir þegnana að
sækja.
c) Sumir — sérstaklega er þetta
áberandi hjá „alþýðubandalags-
mönnum” — vilja (að því er virðist)
skilgreina lýðræði sem þátttöku sem
allra flestra í „ákvarðanatökunni”.
Ákvörðun sé ekki tekin fyrr en sem
flestir aðilar hafa gefið samþykki sitt.
Rétt er að dvelja nokkuð við þenn-
an skilning eða túlkun. Þótt einhverj-
um kunni að finnast þetta i hæsta
máta „lýðræðislegt” eru hér samt
stórir meinbugir á. í fyrsta lagi er
þetta ekki réttur skiiningur á hugtak-
inu sagnfræðilega séð (sem er sá að
valdið eigi uppruna sinn hjá fólkinu).
í öðru lagi er þetta ekki vald „fólks-
ins” — eða hinna almennu borgara,
kjósenda — þetta er vald þrýstihóp-
anna og óróaseggjanna. I þriðja lagi
er þetta fyrirkomulag ekki lýðræðis-
legt — eða a.m.k. tryggir það
ekki lýðræðislega afgreiöslu — því
það útheimtir ekki hreinan meirihluta
bak við ákvarðanir. Það upphefur
vald og áhrif hinna ýmsu klíka og
„kommissara” á kostnað hinna al-
mennu borgara landsins. í fjórða lagi
er fyrirkomulagið afar þungt í vöf-
um. 1 fimmta lagi leiðir það til sí-
felldra samninga og málamiðlunar —
það er því á la Vilmundur Gylfason
eo ipso siðspillingin sjálf, leiðir til
verzlunar um skoðun og samvizku. f
sjötta lagi er einmitt þetta skipulag —
þótt einhverjum komi það kannski
spánskt fyrir sjónir — aðall og ein-
kenni margra einræðisríkja — a.m.k.
hinna kommúnisku. Þessi tegund
„lýðræðis” er því alls ekki andstæða
né trygging gegn alræði. En það er
trygging hins raunverulega valdhafa
gegn þvi að þurfa að bera ábyrgðina
— það gerir hann „stikkfrían”,
vegna þess að einmitt fyrir það getur
hann ævinlega varpað ábyrgðinni af
sér og á herðar einhvers annars. Og
loks i sjöunda lagi: Þar eð allar að-
gerðir verða samkrull margra að-
ferða, fæst aldrei reynsla af neinni
ákveðinni aðferð t.d. í efnahagsmál-
um. Það reynir hvorki á menn né
stefnur. Ævinlega er óljóst hver réði 1
raun og veru og hvern á því að draga
til ábyrgðar. Þetta kyndir undir
ófriði og gerir allar línur óskýrar.
Það er ekki nein tilviljun að
kommúnistar — og að því er mér
virðist Ólafur Ragnar Grímsson sér-
staklega — eru talsmenn þessarar að-
ferðar. Þetta er eitt þeirra ráða sem
þeir hyggjast beita til að leysa upp ís-
lenzkt þjóðfélag. Aðferðin er lúmsk
og þaulhugsuð.
Mannróttindi
Aðall hins vestræna skipulags er
ekki „lýðræðið” fyrst og fremst
heldur frelsið eða mannréttindin.
Milli þessara tveggja hugtaka eða
fyrirbæra eru náin tengsl, en einnig er
um verulegan mun að ræða. Þar sem
„lýðræðið” er samfélagsbundið, eru
„frelsið” og „mannréttindin” ein-
staklingsbundin. Lýðræði snýst um
þátttöku í stjórn landsins. Frelsið um
að ráða eigin lífí. (Greina skal milli
„frelsis” og „mannréttinda”, en sá
greinarmunur skiptir samt ekki máli í
þeirri veru sem ég kýs að ræða efnið).
Frelsið er svo til alltaf af hinu góða
(undantekning væri helzt frelsi
drykkjusjúklings eða geðsjúklings).
Lýðræðið hins vegar alls ekki alltaf
— a.m.k. ekki í þeirri veru sem ÓRG
& Co. vill leggja í orðið.
Nauðsynlegt er nefnilega að gera
sér skýra grein fyrir því að vel er
hugsanlegt aö saman fari mikið lýð-
ræði (þátttaka almennings í stjórn
landsins) og mjög takmarkað frelsi
(einstaklingarnir ráði litlu um eigið
HO- Einnig er hið gagnstæða vel
hugsanlegt: lítil þátttaka almennings
um stjórn landsins samfara miklu
frelsi einstaklinganna um eigið líf. Er
nokkrum vafa undirorpið hvorn
kostinn við myndum fremur kjósa
okkur til handa?
Nú skyldu menn veita því sérstaka
athygli að 1 verstu tegund alræðisrikis
fer saman mikið „lýðræði” um
einkalíf hvers einstaks og sáralítið
frelsi. Ákvarðanir um persónulega
hagi þína eru teknar sameiginlega,
t.d. í verksmiðjunni sem þú vinnur í.
Fjöldafundur ákveður að senda þig
eitthvað langt 1 burtu til starfa án
minnsta tillits dl persónulegra hags-
muna eða vilja. Samanber gamalt
slagorð kínverskrar æsku: „Hvert
sem flokkurinn vill senda mig,
þangað vil ég fara.” Menn skyldu
ekki ímynda sér að „autokratínn”
nenni að standa i því að ákveða hvert
skuli senda þennan eða hinn. Nei —
það er gert á sameiginlegum, „lýð-
ræðislegum” fundi í hverri einstakri
verksmiðju.
Aðferð kommúnista er sú að krefj-
ast stöðugt meira og meira fyrir
„fólkið” úr lófa rikisvaldsins. En
blekkingin felst í því að allt sem ríkið
veitir endurheimtir það „bakdyra-
megin”. Hvaðan nema frá þessu
sama „fólki”? Heimtaðu allt frá rik-
inu og þú missir allt — allt þitt frelsi,
allan þinn vilja, öll þin séreinkenni.
Þingrœði
Reynt hefir verið að læða því inn
hjá fólki að þingræði og lýðræði fari
jafnan saman. Eða að þingræði sé
eitthvert sérstaklega fullkomið form
lýðræðis. Slikar fullyrðingar þyrfti
auðvitað að rökstyðja. En því fer
fjarri að það hafi verið reynt.
Hugtakið þarfnast naumast skil-
greiningar. Rikisstjórn verður að
styðjast við þingmeirihluta og verður
að vík ja ef þing samþykkir vantraust.
Segjum að samstjóm tveggja eða
fleiri flokka sitji að völdum. Bak við
samvinnu vissra flokka eftir kosn-
ingar stendur engin könnun á vilja
þjóðarinnar. Það eru innri mál flokk-
anna sjálfra sem ráða því hvaða
flokkar koma sér saman og hverjir
ekki. Kjósendur veita aðeins hverjum
flokki um sig svo og svo mikið
brautargengi — ekki nokkurt umboð
eða heimild tíl aö vinna með þessum
eða hinum. Þótt þessir sömu flokkar
sliti siðan stjórnarsamvinnu, t.d. á
miðju kjörtímabili, og aðrir flokkar
taki upp samvinnu eða efnt er tíl
nýrra kosninga eftir atvikum, þá er
ljóst að engin slfk straumhvörf hafa
orðið meðal þjóðarinnar eða í af-
stöðu kjósenda til samvinnu viðkom-
andi flokka.
Hvað er ljóst af þessu? Hreinlega
það að samstjórn sem er í fyllsta
máta þingræðisleg og lögleg er ekki
að sama skapi lýðræðisleg. Með
öðrum orðum þarf þingræði og lýð-
ræði alls ekki að fara saman — þing-
ræðisfyrirkomulagið tryggir síður en
svo lýðræði i landi.
í stuttu máli er þingræði gamalt og
með öllu úrelt fyrirkomulag sem
heyrir tíl dögum einræðiskonung-
anna og er tlmaskekkja í samtíman-
um.
Á miðöldum var litíð svo á að kon-
ungurinn hefði þegið land og riki frá
guði sjálfum að léni. Landið með
þegnum þess var hans „lögmæt”
eign. Konungurinn var í fullum réttí
að fara með þegna sína sem honum
sjálfum þóknaðist. Hann fól svo ráð-
gjöfum sínum að framkvæma vald
sitt.
Gegn þessu reis hin enska kenning
um „þjóðfélagssáttmálann”. Sú
kenning er i stuttu máli þessi: í
upphafí voru allir menn frjálsir. En
freisinu fyígdi mikiíl glundroði,
öryggisleysi og óhagræði. Lögmál
frumskógarins var i fullu veldi. Nú
sáu menn aö samvinnu og samhjálp
gat fylgt mikil hagræðing, en þá yrði
að koma tíl sterk stjórn og frelsis-
svipting. Menn sömdu þess vegna við
sterkan aðila að þeir afsöluðu sér
frelsi sinu gegn því að hann lofaði að
tryggja þeim aukið öryggi, vernd og
hagræðingu.
Samkvæmt fyrri kenningunni er
allt vald komið frá guði.
Samkvæmt þeirri síðari beint frá
fólkinu sjálfu.
Þjóðþing skyldi standa vörð um
framkvæmd eða útfærslu hinnar
síðari kenningar. Þingmenn voru
fulltrúar þjóðarinnar eða hinna ýmsu
stétta. Þeir voru handhafar þess valds
sem átti upphaf sitt hjá þjóðinni.
Þeirra hlutverk var að takmarka vald
og áhrif konungs. Af þessu öUu leiðir
sú rökrétta ályktun að um leið og
konungur afsalaði sér alræðis-valdi
sínu, var þingræðið þar með orðið
tímaskekkja — átti ekki lengur við,
hlutverki þess lokið. Það var því eðU-
legt og rökrétt að Bandaríkjamenn —
sem aldrei hðfðu átt neinn konung —
skyldu ekki velja þingræðið.
Lýðræði í Bandaríkjunum þótti samt
sem áður til fyrirmyndar.
íslendingar hafa aldrei átt inn-
lendan konung. Þingræði á íslandi er
miðað viö danskan einvaldskonung
— en ekki við innlendar aðstæður
eðasöguleg rök.
Skúli Magnússon.
£ „Aöferö kommúnista er sú að krefjast
stöðugt meira og meira fyrir „fólkiö” úr
lófa ríkisvaldsins. En blekkingin felst i því að
allt sem ríkið veitir endurheimtir það „bak-
dyramegin”. Hvaðan nema frá þessu sama
„fólki”? Heimtaðu allt frá ríkinu og þú missir
allt.”
J
sólarinnar, sem stráir svo oft geislum
sínum á frelsi þeirra. Og þegar ekki
gefur á sjó og veðrið lemur húsið,
geta þeir teygt úr sér fyrir framan
arineld eða dregið harmónikku.
Örlög vegagerðarmannsins eru
verri, því að hann verður að riíoka
möl uppi á heiði, hvernig sem viðrar,
svo að ekki sé minnst á þann, sem
verður að standa við færibandið.
Jólasveinar af hag-
fræðilegum fjöllum
En er græna félagshyggjan ekki
órar rómantískra manna? Mundi
ekki þjóðfélag okkar hrynja, ef við
ætluðum að fara að semja okkur að
„óreglu” hennar? Ef við ætluðum að
fara að lifa í sátt og samlyndi við
okkar eigið sjálf og lögmál nátt-
úrunnar I kringum okkur?
Þótt vissulega megi stundum
merkja óraunsæjan þankagang hinna
kynlegu kvista, sem leita í sífellu að
hinztu rökum tilverunnar, verður þó
iað viðurkennast, að ýmislegt í gildis-
imati þeirra er ólíkt skynsamlegra en
Iþeirra mörgu ráðamanna í þjóðfélagi
iokkar — hvort heldur til vinstri eða
'hægri — sem haldnir eru bókstaflegu
ifjárfestingaræði. Orsök verðbólgu á
'íslandi nr. 1 er offjárfesting.
Við þurfum vissulega ekki að gera
atvinnuöryggið að firrtu markmiði.
Við þurfum að komast yfir geiginn
og örvæntinguna, sem magnást I
brjóstum okkar, ef ekki berst
þorskur á færibandið eins og hina
dagana og að láta vera aö hringja í
ofboði i þingmanninn. Þvi að auðvitað
kemur þingmaðurinn eins og jóla-
sveinn af sínum hagfræðilegu fjöllum
með skuttogara í farangrinum,
keyptan fyrir 3—4 milljarða í vestur-
þýzkum mörkum og klappar á
kollinn á krökkunum sínum, sem
ekki vilja fara I atvinnuleysisköttinn.
Skuttogaragjafmildi Alþingisjóla-
sveina er óháð arðsemishömlum,
hækkandi olíuverði, fallandi verði á
þorskblokk og vaxtafæti vestur-
þýzka marksins, sem fjármagnar
krossbandsböggulinn.
Byggöastefna
framkvæmd
með skattaf slætti
Byggðastefnunni köstum við ekki
fyrir róða, þótt hún hafi að forsendu
arðbærni og skynsemi,
Einföld sannindi er, að fólk og
fyrirtæki i plássum úti á landi er ekki
betur sett, þótt tekjur aukist dálítið
með tilkomu togara, ef auknir
peningar, sem af því leiðir, fara síðan
beint i aö greiða meiri skatta og
rýrna að mun hraðar sakir óða-
verðbólgu.
Dagur og dagur, sem fiskur berst
ekki að landi, ætti því að vera kær-
komin tilbreyting. Hann ætti ekki að
gera mönnum órótt innanbrjósts, ef
byggðastefnan væri framkvæmd með
skattafslætti í þéim héruðum, sem af-
skekktust eru frá Stór-Reykjavíkur-
svæðinu. Þannig er byggðastefna
framkvæmd víða erlendis og það
mættí einnig gera hér á landi. Þjóð-
félaginu yrði slík lausn margfalt
^ „Dagur og dagur sem fiskur berst ekki
að landi, ætti því að vera kærkomin til-
breyting. Hann ætti ekki að gera mönnum
órótt innanbrjósts, ef byggðastefnan væri
framkvæmd með skattafslætti í þeim héruðum
sem afskekktust eru frá Stór-Reykjavíkur-
svæðinu. Þannig er byggðastefna framkvæmd
víða erlendis.”
ódýrari og meiri lífskjarabót fólkinu
en gegnumstreymi erlends lánsfjár
um Byggða- og Fiskveiðasjóð og um
'hendur atkvæðagráðugra þing-
manna.
Frlhafnir fjarri
skattheimu rfkiskass-
ans
Þeir landshlutar sem fjærst eru
Stór-Reykjavíkursvæðinu greiða til
Reykjavíkur í skattpeningi miklu
meira fé en þeir fáaftur. Þetta fé fer
í að fjármagna starfsemi ráðuneyta,
Seðlabanka og annarra bankamið-
stöðva, Orkustofnunar, dómstóla,
lögreglu, tollþjónustu, Þjóðleikhús,
Sinfóníuhljómsveit, æðri skóla, tap á
járnblendiverksmiðju, Iaun fólks við
útvarp og sjónvarp o.s.frv., o.s.frv.
Löggæzlan á Reykjavíkursvæðinu er
t.d. margfalt dýrari á hvern þegn en
útiálandio.fl. o.fl.
I staðinn hafa landshlutarnir svo
’notið ýmiss konar fjármögnunar,
sem ekki hefur ráðizt af hag-
kvæmnissjónarmiðum, heldur valda-
jafnvægi þrýsti- og kerfiskarla.
Menntaskóli á ísafirði er t.d.
ánægjulegur fyrir Vestfirðinga. En
þjóðhagslega ættu samt fortakslaust
allir menntaskólar að vera á jarðhita-
svæðum, eins og upphaflega var
stefna Jónasar frá Hriflu o.s.frv.
Við þurfum því að brjótast út úr
þeim vítahring, sem slagur þing-
manna um fjármagn þjóðarinnar er.
Auka sjálfsforræði héraðanna með
skattafslætti og valddreifingu. Það
verði t.d. mál Vestfirðinga sjálfra,
ihvort þeir vilja hafa menntaskóla,
en þá verði þeir og sjálfir að borga
olíuna til upphitunar húsanna
o.s.frv.
Við þurfum að gera héruðin aftur
•að vísi þeirrar fríhafnar, sem þau
voru, þegar Ingólfur Arnarson steig
hér á land fjarri skattheimtumönnum
konungs. Þannig eflum við framtak
einstaklinganna og forðum þjóðinni
frá að komast á alþjóðlegan vonar-
völ.
Sigurður Gizurarson
sýslumaður.
✓