Dagblaðið - 15.01.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 15.01.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1981. Stuðningur landsmanna við efnahagsráðstafanimar ótvíræður samkvæmt skoðanakömun Dagblaðsins: Hvað segja forystumenn íatvinnulífí? Stuðningur landsmanna við efna- hagsaðgerðir rikisstjórnarinnar nú um áramótin er ótvíræður. Eins og fram kom í skoðanakönnun Dag- blaðsins í gaer styðja rúmlega tveir af hverjum þremur, sem afstöðu taka, efnahagsaðgerðir stjórnarinnar. Af heildinni, 600 manna úrtaki karla og kvenna af öllu landinu, sögðust 46.5% styðja aðgerðimar. Andvígir voru 21.7% og óákveðnir 31.8% Ef teknir eru þeir sem tóku afstöðu þá er skiptingin sú að 68.2% eru fylgjandi aðgerðunum en 31.8% andvígir þeim. Dagblaðið leitaði i gær til nokk- urra forystumanna í atvinnulífinu og fékk álit þeirra á niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Svör þeirra farahéráeftir. -JH. Bjöm Bjamason starfsmaður Iðju: Almenningur þeirrar skoðunar að eitthvað beri að gera —verkalýðshreyfingin tilbúin að axla sinn hluta af byrðunum „Þó ég hafi aldrei verið hrifinn af því að utanaðkomandi aðilar hafi verið að skipta sér af samningum verkalýðsfélaga, þá er ég þeirrar skoðunar nú að þetta hafi verið það eina sem hægt var að gera. Hér er því um frekar jákvæðar aðgerðir að ræða,” sagði Björn Bjarnason starfs- maður Iðju, félags verksmiðjufólks. „Hins vegar verður verkalýðs- hreyfingin að hafa allan vara á þegar kentur fram á árið og fylgjast með þvi að starfað verði eftir þessari byrjun. Ég áskil mér því allan rétt til þess að skipta um skoðun. Þessi mikli stuðningur við aðgerð- irnar, sem skoðanakönnunin sýnir, leiðir í ljós að almenningur er á þeirri skoðun að eitthvað beri að gera. Verkalýðshreyfingin er tilbúin til þess að axla sinn hluta af byrðunum, en ætlar sér ekki að bera þær allar”. -JH. Björn Bjarnason starfsmaöur Iðju. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ: KEMUR MEREKKIA OVART „Úrslitin koma mér ekki á óvart. Þau koma heini og saman við við- brögð fólks sem ég hef orðið var við. Ég býst við að vilji sé hjá fólki að sjá hvað úr þessum aðgerðum verður. Við hjá Alþýðusambandinu höfum tekið þá afstöðu að sjá til hver fram- vinda mála verður og hvernig þau atriði sem ekki eru skýr ennþá verða útfærð, en þau eru mörg i þessum að- gerðum ríkisstjórnarinnar. Við áskiljum okkur því allan fyrirvara í því sambandi,” sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ. -ELA. <c Ásmundur Stefánsson. Valur Valsson framkvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda: Fólkið vill aðgerðir „Mér sýnist á úrslitum könnunar- innar og svörum fólksins að það hafi viljað einhverjar aðgerðir. Þessar niðurstöður og athugasemdir fólksins spegla það fyrst og fremst, enda ekki að ástæðulausu. Það hefur skapazt mjög jákvæð aðstaða fyrir víðtækar efnahagsaðgerðir og það yrði ófyrir- gefanlegt ef ríkisstjórnin klúðrar þessu tækifæri. Fyrir áramótin voru miklar umræður um knýjandi nauð- syn á aðgerðum i efnahagsmálum og þessi úrslit koma mér því ekki á óvart,” sagði Valur Valsson fram- kvæmdastjóri Félags íslenzkra iðn- rekenda. -ELA. TILKYNNING UM OPNUN HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR FOSSVOGSSVÆÐIS Föstudaginn 16. janúar verður opnuð heilsugæslustöð Fossvogssvæðis í Borgarspítala og hefst þá skráning til móttöku. Fleilsugæslustöðin er á 3. hæð þjónustuálmu Borgarspit alans, inngangur á norðurhlið. Heilsugæslustöðin veitir þjónustu á sviði heimilislækningá. svo og á öðrum sviðum lækninga, hjúkrunar og heilsu verndar. samkvæmt lögum. Við stöðina starfa læknarnir Gunnar Helgi Guðmundsson og Katrín Fjeldsted og Edda Árnadóttir hjúkrunarfræð- ingur. Tímapantanir. vitjanabeiðnir og upplýsingar eru l'rá kl. 08.00 til 17.00 í síma 85099. Móttaka án tímapöntunar er einungis ef um er að ræða bráðatilvik. eða annað, sem ekki þolir bið. Heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar. Borgarspítalinn í Reykjavík. Bjarni Snæbjöm Jónsson. Bjami Snæbjöm Jónsson hagfræöingur Veizlunarráðs: Svörín metin út f rá bráða- birgða- lögunum — ogkomaþvíekki áóvart „Mér þykir sennilegt að fólk hafi í svari sínu metið efnahagsaðgerðir rikisstjórnarinnar nær einvörðungu út frá efni bráðabirgðalaganna. Ef svo er koma niðurstöðurnar ekki á óvart. Bráðabirgðalögunum fylgja hins vegar einnig áætlanir um aðrar aðgerðir i efnahagsmálum. Verði hér komið á uppbót á millifærslukerfi á ný, algjörri verðstöðvun beitt og stöðugu gengi framhaldið í 50—60% verðbólgu eykst efnahagsvandinn og ýmis fyrirtæki munu fækka starfs- fólki og komast í þrot. Könnun þegar afleiðingar þessara aðgerða væru komnar fram sýndu þá sennilega niðurstöðu þar sem hlutföllin hafa snúizt við. Spurningin er hvernig verður framhaldið og hvernig mun það koma út,” sagði Bjarni Snæbjörn Jónsson hagfræðingur Verzlunarráðs íslands. -ELA. KristjánThorlacius formaðurBSRB: Boríð undir menn mjög flókið mál — kemur því ekki á óvart aðmargiremekki tibúnir að taka afstöðu „Það hefur sýnt sig að skoðana- kannanir Dagblaðsins hafa yfirleitt verið marktækar,” sagði Kristján Thorlacius formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. ,,í þessari skoðanakönnun er borið undir menn mjög fiókið mál, það ætti því ekki að koma á óvart að margir eru ekki tilbúnir að taka afstöðu. Stjórn BSRB hefur tekið eindregna afstöðu gegn ákvörðuninni um riftun kjarasamninga. Mín skoðun er óbreytt í þessu máli. Það er allt of dýrt fyrir þjóðfélagið, þegar litið er fram í timann, að stjórnvöld standi ekki við gerða samninga.” -JH. Kristján Thorlacius formaður BSRB. Bjamfriður Leósdóttir varaformaður Verkalýðsfélags Akraness: MÓTMÆU ASÍ -ÓSKÖP UN” „Fólk ætlaðist til þess að eitthvað yrði gert í efnahagsmálunum og þess vegna njóta aðgerðirnar stuðnings. Fólk er langþreytt á upphlaupum og stjórnarkreppu og vill mikið til þess vinna að ekki komi til stjórnarslita. En ekki trúi ég því að láglaunafólkið sé ánægt með þá skerðingu verðbóta á laun sem boðuð er,” sagði Bjarn- friður Leósdóttir varaformaður Verkalýðsfélags Akraness. Ályktun miðstjórnar Alþýðusam- bandsins var ósköp lin. Það sannast líklega sem sumir sögðu á þingi ASÍ i nóvember að ríkisstjórnarmynstrið sem varð ofan á í miðstjórnarkjörinu JÓNAS HARALDSSON ATLJ RUNAR HALLDÓRSSON þýddi það að ASÍ-forystan myndi halla sér upp að ríkisstjórninni. Verkalýðshreyfingin hlýtur alltaf að vera mjög á móti því að gengið sé á gildandi kjarasamninga, alveg sama hvaðarikisstjórn stendur að slíku.Sér í lagi ef það er gert einhliða eins og núna. Ljósir punktar eru vissulega finnanlegir í efnahagsaðgerðunum. Ef hægt er að treysta ákvæðinu um að taka til baka ákvæði Ólafslaga og ef skattar lækka eins og lofað er, þá er það jákvætt. Ég hefði kosið að verkalýðshreyf- ingin mætti ríkisstjórnaraðgerðunum varðandi íhlutun í kjarasamninga af meiri hörku en raun varð á,” sagði Bjarnfríður Leósdóttir. -ARH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.