Dagblaðið - 15.01.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 15.01.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. JANUAR 1981. Útvarp Sjónvarp FIMMTUDAGSLEIKRITID - útvarp kl. 21,10: Sænskt um einmanaleika og lífsgæðakapphlaupið —Göntul kona hlttir miðaidra, velviljaðan mann Helgi Skúlason fer með hlutverk Tage, 46 ára, velviljaðs manns. Leikrit vikunnar er að þessu sinni eftir sænskan rithöfund, Ove Magnus- son. f islenzkri þýðingu Torfeyjar Steinsdóttur hefur það hlotið nafnið Febrúar, snjór yfir, tiu stiga frost. Eins og nafnið bendir til eru miklir vetrarkuldar þegar leikritið gerist. Það fjallar um tvær manneskjur, hvora af sinni kynslóðinni, Soffíu, 94 ára gamla ekkju, og Tage sem er 46 ára og orðinn leiður á lífinu. Einmanaleikinn hrjáir gömlu konuna og hún reynir að losna undan honum, t.d. með því að fara á hárgreiðslustofu. Miðaldra maðurinn sættir sig ekki við lífsgæðakapphlaup- ið. Þau hittast, nánast fyrir tilviljun,' þegar maðurinn býðst til að hjálpa gömlu konunni yfír gangbraut. Leikritið er að mestu samtal þeirra um lífið og lífshlaup hvors um sig. Leikstjóri er Helga Bachmann en með hlutverkin fara þau Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Helgi Skúlason og Hákon Waage. Höfundurinn, Ove Magnusson, er fæddur 1927. Hann hefur skrifað mikið fyrir sjónvarp en einnig nokkur útvarpsleikrit. Þetta er þó það fyrsta sem heyrist í íslenzka útvarpinu. Þýðandinn, Torfey Steinsdóttir, hefur þýtt mikið af leikritum fyrir Ríkisútvarpið. Fara þau að nálgast hundraðið. Hún hefur einnig þýtt fyrir áhugaleikhús. ^ -KMU. Guðbjörg Þorbjamardóttir fer með hlutverk Soffiu sem er 94 ára. LITLIBARNATÍMINN — útvarp kl. 17,40: ÁR FATLAÐRA í BARNATÍMANUM —Sendur f rá Akureyri Litli barnatíminn í dag er sendur frá upptökuherbergi Ríkisútvarpsins á Akureyri. Gréta Ólafsdóttir kennari annast þáttinn. Hún spjallar sjálf um ár fatlaðra. Les hún m.a. kafla úr bók Guðrúnar Helgadóttur um Jón Odd og Jón Bjarna, þar sem þeir eru að passa Selmu litlu. Selma er hugfötluð. Nokkur lög verða auk þess leikin í þættinum. Að sögn Grétu Ólafsdóttur eru til nokkrar hljómplötur i stúdíóinu á Akureyri en þó er ekki hægt að tala um hljómplötusafn. Ef leika á hljómplötur þar verður 1 flestum tilfellum að fá þær sendar frá Reykjavík. -KMU. Björgvin Júniusson tæknimeistari og bióstjórí á Akureyrí ásamt Heiðdísi Norðfjörð við upptöku á barnatíma. — Gréta Ólafsdóttir stjórnar barnatimanum i dag. DB-mynd: Áskell Þórisson. KVIKMYNDIR 8 mmog 16 mm kvikmyndafilmur til leigú í mjög miklu úr- vali í stuttum og löngum útgáfum, bæði þöglar og með hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéia, m.a. Gög og Gokke, Chaplin, Walt Disney, Bleiki Pardus- inn, Star Wars o.fl. Fyrir fullorðna m.a. Jaws, Deep, Grease, Godfather, China Town o.fl. Filmur til sölu og skipta. Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla daga nema sunnudaga _ Skólavörðustíg 19 ^Kvikmyndamarkaðurmn iKiapparstígsmaginj I Slmi 154801 ■VÉLAVERKSTÆÐI Egiís Vilhjálmssonar H/F SMIÐJUVEGI9 A - KÓP. - SÍMI44445 • Endurbyggjum vélar • Borumblokkir • Plönum blokkir og head • Málmfyllum sveifarása, tjakköxla og aðra slitfleti m/ryðfriu harðstáli • Rennum ventla og ventilsæti. • Siípum sveifarása. SÍMI 44445 FULLKOMIÐ MÓTOR- OG RENNIVERKSTÆÐI ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ ■BORGAR^ DíOiO ★ Frá Wamer Bros: Ný amsrísk þrumuspennandi mynd um menn á eyöieyju, sem berjast við óður óþekkt öfl. Ósvikin spennumynd, sem fœr hárin til að rísa. Leikstjóri: Robert Clouse (gerfli Enter The Dragon). Leikarar. Joe bon Baker......................Jerry Hope A. Wiilis ......................Millie Richard B. Shull ..................Hardiman Sýnd kl. 5,7 og 9. ISLENZKUR TEXTI Bönnuð innan 16 ára. Ljúf leyndarmál (Sweet Secrets) Erótisk mynd af sterkara taginu. Sýndkl. 11. Stranglega bönnuð innan 16 ára. NAFNSKÍRTEINI , ★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ ★]

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.