Dagblaðið - 21.01.1981, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981
2
t
GREENPEACE
—látum þá ekki komast
uppmeðmoðreyk
Grímur Karlsson, Klapparstig 13
Njarðvik, hringdi:
Fyrir allnokkru var stofnaður
félagsskapur til að mótmæla tilraun-
um með kjarnorkusprengjur. Þessi
félagsskapur nefndi sig Greenpeace.
Þegar kjarnorkutilraununum var
hætt gat Greenpeace ekki hætt, en
þetta er þekkt fyrirbæri í seinni tíö.
Greenpeacemenn undu sér þá i að
mótmæla veiðiskap og heimsóttu
Kanada, er þeir höfðu boriö upp
erindið svo að ekki varö um villzt
voru viðtökur i samræmi vð það.
Greenpeacemönnum var bara stungið
í fangelsi. Þvi næst komu þeir aö
máli við Spánverja, hittu þá á hafi úti
og var þeim sagt að ef þeir ekki hypj-
uðu sig yrðu þeir skotnir í kaf. Þeir
héldu til spánskrar hafnar. Þar
hafnaði Greenpeaceskipiö á botn-
inum og er þar ef til vill enn.
Greenpeacemenn hafa lýst því yfir
að aðgerðir þeirra gegn tslendingum
séu vegna hvalveiða Rússa en ekki
sækja þeir Rússa heim.Vonandi láta
Greenpeacemenn íslendinga i friði
við öflun lifsviðurværis hér eftir og
viröa það að hér hefur veriö tekið &
þeim með silkihönzkum.
Grimi Karlssyni finnst að tekið hafi verið heldur mjúklega á Greenpeacemönnum
hér á landi. K myndinni er skip þeirra i vörzlu varðskips.
Hér er Arthúr Bogason, stundum kallaður Norðurhjaratröllið.
ATTU AÐ VERAITIU
MANNA HÓPNUM
Reynir hringdi:
Hvemig er eiginlega staðið að kjöri
íþróttamanns ársins? Ég er ekki að
finna að þvi að Skúli Óskarsson var
kjörinn iþróttamaður ársins, Skúli
var mjög vel að sigrinum kominn.
Mér skilst að til grundvallar kjöri
Skúla hafi verið heimsmet hans, sem
hann setti á dögunum, og er það vel
skiljanlegt. En það settu fleiri góð
met. Haraldur Bogason setti Norður-
landamet og Arthúr Bogason setti
Evrópumet á sl. ári. En það nægði
þeim ekki til að komast í hóp tíu
efstu. Þetta eru menn sem slá íslands-
met á nær hverju móti og eiga þá
viðurkenningu skilið að teljast meðal
tíu beztu íþróttamanna fslands.
Skemmtum okkur vel
— meðGoðgá
Fimm fastagestir:
Viö fórum fimm saman í Klúbbinn
fimmtudagskvöldið 8/1 ’81 eins og
við höfum reyndar gert mest allt sl.
ár. En viti menn, þegar við komum
upp á þriöju hæð tókum við eftir því
að ný hljómsveit var komin í stað
þeirrar sem áður hafði verið. Þetta
var hljómsveitin Goðgá.
Eftir að hafa hiustað á um stund
komumst við að því að þarna var á
ferðinni mjög góð hijómsveit. Pró-
grammið var mjög gott nema þeir
hefðu mátt vera með fleiri gömul,
fjörug lög. Sönginn leystu þau Mjöli
Hólm, gítarleikarinn og orgelléikar-
inn vel af hendi. Allur hljóðfæra-
leikur var pottþéttur, þó voru saxó-
fónleikarinn, bassaleikarinn og orgel-
jeikarinn með skemmtilegustu tilþrif-
in og hljómurinn í Hammond orgel-
inu mjög góður. Trommuleikarinn
sýndi góða takta og stóð vel fyrir'
sinu.
Við vonum að við fáum að heyra
meira frá þessari ágætu hljómsveit i
Klúbbnum á næstunni, þvi við
skemmtum okkur mjög vel.
Vh
íþrótt sem er að gleymast
Það er gaman afl renna sér á skautum.
7939-1948 skrifar:
Margir fslendingar stunda íþróttir
og hafa gaman af að horfa á íþróttir í
sjónvarpi, en það er ein grein íþrótta
sem vill gleymast bæði hjá forráða-
mönnum ÍSf og þeim sem stjórna
iþróttaþáttum sjónvarps. Þessi iþrótt
er ishokkí en hún er stunduð á Akur-
eyri og Reykjavik með miklum erfiö-
leikum þar sem veðurguðirnir ráða
þvi hvenær og hvort hægt er að
stundaþessa íþrótt.
Þeir sem stjórna íþróttafélögum og
fSf mættu fara að taka á honum
stóra sinum og standa við það sem
þeir segja.
Svo vil ég beina því til Bjarna Felix
að hann sýni myndir af íshokkí.
1
Raddir
lesenda
Hljómsveitin Goflgá.
spörum
RAFORKU
FRYSTIKISTA
1 r
"'M
spörum
RAFORKU
'íÖLL^
L_fi
iSSKÁPUR
P
Gervasoni til Grænhöfðaeyja
8444—2585 hringdl:
Ég er ef til vill að bera í bakka-
fullan lækinn með því að bæta við
þau skrif sem orðið hafa um Patrick
Gervasoni. Gervasoni er greinilega
ekki sá karlmaður að geta staðið
frammi fyrir sínum dómara og tekið
út sinn dóm. Eftir 1—2 ár yrði hann
laus og búinn að gera upp sakir við
sitt samfélag, með skilríki upp á
vasann.
Margir hafa skrifað í allskonar
vælutóni og jafnvel líkt Gervasoni
við Krist, sá góði maður þorði að
standa frammi fyrir dómara sinum.
Þar sem við höfum verið með
þróunaraðstoð við Grænhöfðaeyjar,
finnst mér að við eigum hönk upp í
bakið á þeim. Gætu þeir ekki veitt
þessum manni landvist fyrir okkar
orð. Með því skilyrði að hann færi í
nám þarna suðurfrá hjá okkar
mönnum og orðið þar með til gagns,
sem nýtur borgari. Það myndi leysa
vandamál okkar og Dana, enda yrði
þetta algjört undantekningartilfelli.