Dagblaðið - 21.01.1981, Page 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1981
I
D
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
Bandaríkjamennirnir sem nauðlentu loftbelg sínum á
Isajjarðardjúpi 1977 sögðust þá ekki fara í fleiri slíkar
ferðir. Nú hafa þeir skipt um skoðun:
Loftbelgurinn sein Anderson og Abruzzo reyndu að fljúga frá heimalandi sínu.
Bandaríkjunum, til Evrópu árið 1977. Re.vnslan hefur sVnt að bezt er að fljúga
sem allra hæst, skýjum ofar.
Ætla í loftbelgjum
umhverfis jörðina
— hvor í kapp við annan
í september 1977 voru tveir Banda-
rikjamenn hætt komnir þegar þeir
reyndu að verða fyrstir í heiminum til
að fljúga á loftbelg yfir Atlantshafið.
Yfir Grænlandi neyddust þeir til að
lækka flugið vegna ísingar og lentu í
lægð sem greip þá með sér til íslands og
nauðlentu þeir loks í mynni ísafjarðar-
djúps. Þyrla varnarliðsins' bjargaði
þeim köldum og hröktum en
varðskipið Óðinn hirti bátinn sem
hangið hafði neðan úr belgnum og
verið vistarvera þeirra.
í Reykjavik sögðu þeir við blaða-
menn að þeir hefðu haft flugbelgja-
dellu í 25 ár en aldrei framar mundu
þeir leggja í slíka glæfraför, og aldrei
framar nota belg fylltan helíum eins og
þennan, heldur fljúga heitalofts-
belgjum í framtíðinni.
í höfuðið
á Jules Verne
En maður skyldi aldrei segja aldrei.
Brezka blaðið Observer birti nýlega
frétt um það að annar þeirra, Maxie
Anderson, ætlaði nú að freista þess að
fljúga hvorki meira né minna en
kringum jörðina á helíum-fylltum loft-
belg. Hinn, Ben Abruzzo, hefur tilkynnt
að hann ætli á svipuðum belg yfir
Kyrrahaftð. Grunur leikur á að hann
kunni að hafa hugsað sér að fara lengra
og jafnvel reyna að verða á undan fyrr-
verandi félaga sínum og raunabróður í
volki á ísafjarðardjúpi og viðar. Ennþá
hefur engum tekizt að fljúga loftbelg
svo langa leið, en yfir Atlantshafið var
flogið í ágúst 1978.
Belgur Andersons heitir Jules
Verne, eins og sá sem skrifaði söguna
Umhverfis jörðina á áttatíu dögum.
Veme skrifaði aðra sögu sem hét Fimm
vikur í loftbelg (og svo skrifaði hann
um ferðlag í gegnum Snæfellsjökul
niður i iður jarðar).
Veður og vindar ráða för
Anderson ætlar ekki að vera neinar
fimm vikur í ferðalaginu heldur ljúka
því á þrem vikum og jafnvel tiu dögum.
Förunautur hans verður Don Ida og
eru þeir báðir frá vesturrikjum Banda-
ríkjanna og 46 eða 47 ára gamlir.
Þeir ætla að leggja af stað í febrúar
eða marz næstkontandi frá Egypta-
landi, nokkru sunnar en Kairó. Þeir
munu síðan halda í austurátt og fara
yfir Saudi Arabíu en forðast af mætti
að lenda yfir Afganistan, íran, írak, og
Himalayafjöllum, þar sem pólitískar
deilur eða snarbrött fjöll gætu hindrað
ferðina.
Hvernig áframhaldið verður er erfitl
að segja. Það fer mikið eftir veðri og
vindum. Ef til vill verður farið yfir
Indland og Suður-Kina og síðan út á
Kyrrahafið rétt sunnan við Japan. Svo
mætti hugsa sér að leikurinn bærist
norður til Alaska og suður Kanada og
út á Atlantshafið nálægt Nýfundna-
landi.
Kæmist varla í
stærstu dómkirkju
Reynslan hefur sýnt að öruggast er
að fara sem lengst upp í háloftin, á
svipaðar slóðir og þoturnar. En þá
þurfa loftbelgsfararnir að bera súr-
efnisgrímur og þola mikinn kulda.
Vistarvera þeirra Andersons í Jules
Verne er afar vel einangruð af þessum
sökum. Hún er einnig vatnsþétt og bát-
laga. Lendi þeir i sjónum á henni ekki
að geta hvolft.
Flugbelgurinn er mjög stór og
nuindi rétt komast inn í hina miklu
hvelfingu Sankti Páls dómkirkjunnar í
Lundúnum.
Það er svipaður flugbelgur sem
Abruzzo fyrrverandi félagi Andersons
ætlar á yfir Kyrrahafið. Vistarveran er
þó stærri, enda þeir fjórir saman þar.
Til dæmis hafa þeir svefnklefa með
jafnþrýstiútbúnaði. Sennilega leggja
þeir upp fyrr, máske í þessum mánuði.
Og nú verður sprennandi að sjá
hvernig þeim gengur flugið í isköldum
háloftunum og hvor verður á undan.
-IHH.
— hneykslaði ýmsa kjósendur
Robert Mltchum — leikur I framhalds-
myndaflokki 116 þúttum.
Mitchum
í sjónvarp
Hinn 63 ára gamli Robert
Mitchum hefur nú í fyrsta sinn
eftir 40 ára feril í kvikmyndum
tekið að sér hlutverk ísjónvarpi.
Um er að rœða framhalds-
myndaflokk 116 þáttum og það
eru engin smálaun sem
Mitchum færfyrir: 10 milljónir
nýkróna eða einn milljarður
gamalla króna.
Dýrmætur filmubútur
Þrjár mínúturmeö Marilyn
Merkilegur filmubútur kom I
leitirnar ekki alls fyrir löngu. Það
voru nektarsenur upp á þrjár mínútur
með Marilyn Monroe þar sem hún
handleikur kókakólaflösku og epli
með æsandi tilburðum.
Búturinn er frá árinu 1946 en þá
var Marilyn aðeins tvítug. Hann
fannst þegar verið var að fara í
gegnum einkasafn þar sem aðeins
voru myndir sem áhugamenn höfðu
gert að gamni sínu. Eins og vænta má
er hann ekki einu sinni í lit, heldur
svarthvítu.
Ensk-franska fyrirtækið Electric
Blue hefur gefið strimilinn með kvik-
myndastjörnunni út á videokassettu
og geta aðdáendur hennar nú átt
ljúfar þrjár mínútur hvenær sem þá
lystir ef þeir eiga sitt video-
kassettutæki.
Liklega hefur þetta verið í fyrsta sinn
sem Marilyn var kvikmynduð en hún
þólti strax efnileg.
Frá Vestur-Þýzkalandi:
Lœrið á ráðherranum
Ráðherrar þurfa ýmislegt að var-
ast. Það sannreyndi félags- og heil-
brigðismálaráðherrann í vestur-
þýzka fylkinu Baden-WUrtemberg,
þegar hann heimsótti nærfataverk-
smiðju eina í þorpinu Radolfzell.
Hann vildi kynnast kjörum iðnverka-
fólksins af eigin raun og spreyta sig á
því að þrykkja munstur á nær-
skyrtuefni og færa til kassa í akkorði.
Hann brá sér úr sparibuxunum og
klæddist verkamannagalla.
En rétt í því sem hann stóð á nær-
brókinni bar að ritstjóra auglýsinga-
blaðs sem gefið var út vikulega þar á
staðnum. Ritst jórinn var með
myndavél og tókst honum að festa á
filmu þetta augnablik, þar sem ber-
læraður ráðherrann var að smeygja
sér í gervi iðnverkamanns. Myndina
birti hann síðan á forsíðti blaðsins
síns, sem hét „Radolfzeller-fréttir”.
Ekki voru allir lesendur blaðsins
hrifnir af því að sjá nakin læri
ráðherrars skarta þar og urðu
nokkrir auglýsendur svo reiðir að
þeir hættu viðskiptum við blaðið —
um nokkurt skeið að minnsta kosti.
Félagsmálaráðherrann í Baden-
Wúrtemberg, Dietmar Schlee, að
fara úr sparifötunum. Hann er 42ja
ára, enda lærin stinn og fögur.