Dagblaðið - 21.01.1981, Síða 11

Dagblaðið - 21.01.1981, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981 Grískur gleðileikur, Plútus efftir Aristofanes, frumsýndur í Fellaskóla í Breiðholti íkvöld: ÍSKRANM FYNDINN OG MIKILL FMDARSINNT - segir leikstjórinn, GeirRögnvaldsson, um höfundinn sem mí væri 2468 ára gamall hefði honum enztaldur í Breiðholtinu eru skilyrðin fyrir þægilegu lífi greinilega að batna, á laugardaginn var fengu þeir útisund- laug og í kvöld opnar fyrsta leik- húsið. Sýndur verður grískur gleði- leikur um guð auðs og peninga, Plútus eftir Aritstofanes. Sumum þykir það heldur langsótt og segja að það þýði ekki að ,,sýna neitt nema berar stelpur og klám á þeim slóðum. En leikstjórinn, Geir Rögnvalds- son, er á öðru máli: „Aristofanes var ískrandi fyndinn og dró samfélag sitt sundur og saman í háöi. Það er sprenghlægilegt enn þann dag í dag. Hann var svo breiður í hugsun sinni að fræðimenn hafa ekki með nokkru móti getað komið sér saman um hvort hann var íhaldskurfur eða byltingarseggur.” Þetta er fyrsta leiksýningin sem Geir stjórnar á Reykjavíkursvæðinu, en í fyrravetur bjó hann á Siglufirði og setti þar tvær sýningar á fjalirnar. Þar áður hafði hann lagt stund á leik- húsfræði í Lundi, Svíþjóð. Einnig hefur hann dvalizt allmikið í Vín í Austurríki og ber með sér lífsgleði þeirrar gömlu keisara- og óperettu- borgar. Neituöu að sofa hjá mönnunum Hann segir að eitt leikrita Aristofanesar a.m.k. hafi verið sýnt hér áður. ,,Það var Lýsistrata, sem Brynja Benediktsdóttir leikstýrði. Efni þess er það að grískar konur neita að sofa hjá mönnum sínum nema þeir hætti vígaferlum og styrjöldum. Þetta kostar óhemju sjálfsafneitun hjá konunum en auð- vitað gefast karlarnir upp,” segir Geir. „Aristofanes var nefnilega mikill friðarsinni. Hann skrifaði annað leikrit þar sem hann gagnrýndi harðlega herferð sem Aþeningar höfðu þá nýfarið 1 til Austurlanda. í þeirri för myrtu þeir fleiri þúsund Geir Rögnvaldsson lelkstjórl: „Aristofanesi fannst skemmtilegast að baða sig í sjónum, drekka vin og tala við vini sína.” DB-mynd: Sig. Þorri. I babylonskra karlmanna og hnepptu aðra í ánuð. Hann átti heldur ekki upp á pail- boröið hjá ráðamönnum Aþenu og ráku þeir hann oftar en einu sinni í útlegð. En vinsældir hans voru svo miklar að þeim var ekki stætt á þvi og komst karlinn alltaf aftur heim til höfuðborgarinnar. Annars er það haft eftir honum að dásamlegasta lif sem hann gæti hugsað sér væri að búa við ströndina, stunda sjóböð, en DB-myndir: Ragnar Th. og Gnnnar Örn. verja annars tíma sínum til að drekka vín og ræða af andríki við vini sína.” Guðinn missti sjónina En um hvað fjallar þá Plútus, leik- ritið sem frumsýnt verður í kvöld. „Plútus var guð auðsins,” segir Geir. „Hann hafði strengt þess heit í æsku að skenkja hvorki auð né ríki- dæmi nema til heiðarlegra og góðra manna. En Seifur, sem æðstur var hinna grísku guða, var ekki jafngöf- ugur í sér. Hann blindaði Plútus svo hann gat ekki lengur greint sundur vonda menn og góða og útdeildi gjöf- um sínum af handahófi. Þegar á þessu hafði gengið langa hríð vildi Plútusi það til happs að hann komst í Asklepiosarhofið, sem helgað var læknisfræðinni, eins konar heilsuverndarstöð þeirra tíma. Þar fékk hann sjónina aftur og hófst þegar handa um að leiðrétta þær skyssur sem hann hafði áður gert. En þá varð heldur betur uppi fótur og fit, samfélagið trylltist og spunn- ust af þessu miklar uppákomur sem raktareruileiknum.” Tveir leikstjórar meðal leikenda Geir taldi það af og frá að leikritið væri torskilið „venjulegu fólki”. Hann benti á að margir aðstandendur sýningarinnar hefðu unnið við leik- listarstörf í dreifbýlinu. Metið á væntanlega Eyvindur Erlendsson sem gegnum tíðina hefur stjórnað áttatíu til níutíu leiksýningum víðs vegar um iandiö, en fer þarna með aðalhlutverk í fyrsta sinn. Annar leikandi er Sigrún Björnsdóttir, sem einnig hefur stjórnað mörgum sýningum, til dæmis Skugga Sveini á Akureyri í hittifyrra. Og fram- kvæmdastjóri þessa nýja leikhúss, Jakob S. Jónsson (sem er lesendum DB að góöu kunnur fyrir skrif sin i blaðið um leikhús og kvikmyndir,) stjórnaði fyrir fáum vikum sýningum bæði í Garðinum og i Stykkishólmi. Af öðrum leikendum munu kunn- ust þau Evert Ingólfsson og Kristín Bjarnadóttir, en auk þess eiga þarna stóran hlut tvær upprennandi leik- konur, tiltölulega nýútskrifaðar úr leiklistarskólanum, Þórunn Páls- dóttir og Kristín S. Kristjánsdóttir. Hjördís Bergsdóttir gerir búning- ana og sér um ytri gerð leiksins sem sýndur verður í Fellaskóla. Rómaði Geir alla fyrirgreiðslu skólastjórnar þar. Og ekki má gieyma að geta þess að leikurinn er aö sjálfsögðu ekki fluttur á forngrísku heldur hefur Hilmar J. Hauksson kennari í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti snúið honum á nútímaíslenzku. -IHH. Snjórinn í borginni hefur gert það að verkum að óglögg skil eru vlða milli gatna og gang- stétta. Sumir hafa farið flatt á þessu, eins og eigandi bílsins á myndinni. Hann lagði bíl sínum upp á miðja gangstétt svo gangandi vegfarendur urðu að krœkja fyrir út á göt- una og I veg fyrir umferð. Lög- reglan var kvödd á staðinn og kallaði umsvifalaust á kranabíl til að jjarlœgja bílinn. Eigand- inn varð síðan að leysa hann út og borga flutningskostnaðinn sjálfur. DB-mynd: S. 100 fleiri slösuðust i umferðinni Nær daglega slasaðist maður alvar- lega í umferðarslysi á íslandi á síðasta ári. Tuttuguog fimm létu lífið og 325 slösuðust alvarlega, skv. tölum sem Umferðarráð hefur látið frásér fara. Lætur nærri að eitt hundrað fieiri hafi slasazt í umferðinni hérlendis 1980 en árið áður, eða 711 á móti 615. Aukin hjólreiðanotkun hefur einnig haft í för með sér fieiri slys á hjóla- reiðamönnum. 1 fyrra slösuðust um það bil fjórir hjólareiðamenn í hverjum mánuði, eða samtals 46 á móti 26 árið áður. -ÓV.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.